Dagur - 15.08.1986, Blaðsíða 11
15. ágúst 1986 - DAGUR - 11
Umsjón: Sigurður Ingólfsson
Ógrynni gítarleikara er á
vappi um heiminn líkt og
spámennirnir forðum l daga
en aðeins nokkrír útvaldir af
gítargyðjunni. Þessir fáu
útvöldu eiga það yfirleitt sam-
eigínlegt að vera að einhverju
leyti frumkvoölar í sinu fagi.
Oft menn sem kunna þá list
að blanda saman hinum
ýmsu stílbrigðum og aðferð-
um gígjusláttar í nokkurs
konar hljóðhimnukokkteil.
Hyer þekkir ekki nöfn manna
á borð við Eric Clapton,
Eddie Van Halen eða jafnvel
gamla bítilinn George Harri-
son?
Einn er sá maður sem fylli-
lega á erindi meðal þessara
snillinga. Sá heitir Ry
Cooder. Þeir sem sátu eins
og ég límdir við imbakassann
þegar kábojmyndin, The
Long Riders var á dagskrá,
urðu aðnjötandi stórskemmti-
legrar tónlistar mannsins. Þar
gaf að heyra hvurs kyns
kántrf tónlist, léttan gítarblús
og állt þar í millum svo unun
var á að hlýða.
Ry Cooder hefur þó alls
ekki takmarkað sig eingöngu
við kvikmyndatónlist, heldur
gefið út slatta af plötum þar
sem hann gerir ýmsar tilraun-
ir með gítartónlist alls stað-
ar úr heiminum. Cooder
flakkaði milli Bahamaeyja og
Texas þefandi uppi stíl og
tækni hvar sem hann fór.
Þess á milli gerði hann plötur
þar sem hann blandaði allri
reynslu sinni saman í leit að
nýjum Jeiðum. Warner Broth-
ers sem hann hafði gert
samning við tóku þessu
steinþegjandi. Þeir leyfðu
honum að leika sér og taka
upp plötur en einhverra hluta
vegna, líklega hrörnunar, láð-
ist að auglýsa plöturnar hans,
en eins og allir vita eru aug-
lýsingar undirstaða allrar vel-
gengni í Bandaríkjunum. Ry
Cooder var nefnílega ekki hin
dæmigerða ímynd popp-
stiörnunnar sem þeir höfðu
vænst. Litt þekktur gerði
hann plötur með mönnum á
borð við Earl Hines og Flaco
Jimenez og drakk í sig allt
sem þeir gátu kennt honum.
Þegar hann sá svo hvernig
Warner bræður ætluðu að
fara með hann sneri hann sér
að kvikmyndum. Hann hefur
síðan gert tónlist við mynd-
irnar Crossroads, Atamo
Bay, The Long Riders og
flein, Nefna má einmg
Streets of Fire þar sem hann
sýnir á sér enn eina hlið þ.e.
þessa rafmognuöu með hráa
rokkinu. Siðast en ekkl síst
hið listræna storvirki Paris
Texas þar sem gítannn og
maðurinn sameinast um að
gera kvikmyndína enn fegurri
en ella.
Síðan 1982, þegar hann
gerði plötuna The Slide Area
hafa allar hans plötur iríni-
haldið kvikmyndatónlist.
Núna segist hann vera með
svolítinn fiðring í puttunum
að gera venjulega stúdíó-
plötu. Það séu nefnilega að
(Dvælast fyrir honum nokkur
lög sem hann vill koma á
plast.
Nokkur orð um búnað
í ogslíkt
Sá rafmagnsgítar sem hann
notar hvað mest er eins kon-
ar fenómen sem hann setti
saman úr Stratocaster kassa
og gítarhálsi sem David Lind-
lay gaf honum. Einnig er
hann búinn að hræra alvar-
lega upp í innvolsi hljóðfæris-
ins. Einnig notaði hann
Spectrum V, Teisco Del Rey,
rafmagnsgítar sem hann
segtr líta út ems og litið kaffi-í
(börð.
Ry Cooder er mjög gefinn
fyrir að vanstilla hljóðfæri sín
á alla vegu. Þá helst i éin-
hverja D eöa G hljóma. Þó
var það þanmg að einn kassa-i
igítarinn hans var einn dag-
inn svo undarlega vanstilltur
að engu lagi var líkt. Hljóð-
færið, sem er Souvereign
kassagítar, var einhvern veg-
inn fyrireinhverjum sem hrinti
því í gólfiö. Viö það gjörðist
gítarinn svo skemmtilega
vanstilltur að Cooder labbaði
sig inn í stúdíó og notaði
hann við gerð Paris-Texas.
Annars er allt gott að frétta
utan þess hve votviðrasamt
hefur verið um helgar hér í
nafla alheimsins. Hæ Emil.
Óskum að ráða
vanar stúlkur
til afgreiðslustarfa frá 1. september.
1. Heilsdagsvinna.
2. Kvöld- og helgarvaktir.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Ekki í síma.
Alþýðubankinn vill
ráða fólk til starfa
á Blönduósi.
Um er að ræða:
★ Stjórnun.
★ Gjaldkera og almenna afgreiðslu.
Umsóknir skulu sendast bankastjóra eða starfs-
mannastjóra bankans sem gefa nánari upplýs-
ingar. Umsóknir óskast sendar sem allra fyrst og
endilega fyrir 1. sept. nk.
M, Alþýðubankinn,
=*SÍ\ Laugavegi 31, sími (91) 28700.
Kjötiðnaðarstöð KEA
óskar eftir að ráða
starfsfólk til ýmissa starfa.
Upplýsingar gefur Leifur Ægisson
í síma 21400.
Kjötiðnaðarstöð
KEA.
Verslunarstjóri -
Mývatnssveit
Starf útibússtjóra við verslun okkar í Reykjahlíð,
Mývatnssveit er laust til umsóknar. Umsóknar-
frestur er til 31. ágúst nk. og skulu umsóknum
fylgja upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf.
Upplýsingar um starfið gefa Hreiðar Karlsson eða
Haukur Logason í síma 96-41444.
Kaupfélag Þingeyinga.
Kennsla - Raufarhöfn
Tvo réttindakennara eða fólk með reynslu í
kennslu vantar að grunnskóla Raufarhafnar. Gott
húsnæði er til staðar, barnaheimili er á staðnum.
Húsaleigu- og flutningsstyrkur.
Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir í símum 96-
51225 og 96-51131 og Sigurbjörg Jónsdóttir í
símum 96-51277 og 96-51200.
Ritari - Bókari
Við óskum eftir starfskrafti sem fyrst á skrif-
stofu okkar á Akureyri.
Starfið felst í aðalatriðum í eftirfarandi:
1. Ritarastörfum þar sem unnið verður í vaxandi
mæli með ritvinnslu á tölvum.
2. Tölvuritun bókhalds og skyldra verkefna.
3. Ýmsum störfum við bókhald og þjónustu við
viðskiptamenn.
Við leitum að aðila með góða framkomu og sam-
vinnuhæfileika. Góð undirstöðumenntun á þessu
sviði er nauðsynleg og einhver starfsreynsla
æskileg.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 22. ágúst.
fi| EndurskoÖunar-
□W mióstöóin hf.
gli IJ N.Manscher
| Gránufélagsgötu 4,
! 600 AKUREYRI
I sími: 96-25609