Dagur - 15.08.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 15.08.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. ágúst 1986 „Islenskir steinar óvenju magnaðir“ - segir Harry Oldfield, sem þróað hefur aðferð til lækninga sem byggist á útgeislun steina og krystalla „Læknar hafa sýnt þessari aðferð töluverðan og vaxandi áhuga sem einstaklingar, en læknastéttin sem heild er frem- ur íhaldssöm, eins og vera ber þegar um er að ræða nýjungar hvað varðar lækningaaðferðir, lyf og fleira. Eg hef kynnt þessa aðferð á sjúkrahúsum víða erlendis og við læknahá- skóla og ég held að þeir sem stunda hefðbundnar lækningar séu sífellt að verða opnari fyrir nýjum aðferðum til lækninga. Mér þótti sérstaklega vænt um það að fá að kynna þessi mál á Landspítalanum í Reykjavík og þar sem annars staðar virtist þessi aðferð sem ég hef þróað vekja mikla athygli,“ sagði Harry Oldfield, breskur lífeðl- isfræðingur, sem nú er staddur á Akureyri í viðtali við Dag. Aðferð sú sem Harry Oldfield nefnir er nýjung í greiningu og lækningu sjúkdóma, þar sem byggt er á mælingu á líforkusviði kringum Iifandi líkama og lækn- ingu með krystal-geislunartæki, en tækjabúnaðinn hefur hann hannað og þróað frá upphafi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að efnið er orka og með svokallaðri kirlian-ljósmyndun hefur tekist að sýna geislun frá lifandi vefum. Sé um sýkta vefi að ræða kemur það glöggt fram í því að geislunin verður frábrugð- in því sem er við eðlilegar kring- umstæður. Með greiningar- eða leitartæki sínu hefur Oldfield tekist að mæla þær bylgjur sem líkaminn gefur frá sér. Þegar hann ber mælitækið að líkama manns sýnir vísir á tækinu hvort bylgjur þessar eru eðlilegar eða „heiibrigðar". Sjúkdómar lýsa sér sem frávik frá eðlilegri mæl- ingu. Til þess að leitartækið virki þarf viðkomandi „sjúklingur" að halda um staut sem í eru stein- krystallar í vökva. Rafstraumur er sendur i gegnum krystallana og svo virðist sem rafpúlsarnir örvi krystallana á einhvern hátt til að senda frá sér orkugeislun sem berst um líkamann. Sama tæki er síðan notað til að senda orku frá krystöllum með því að leggja það við sýkta líkamshluta. Tilgátur eru uppi um það að þessi aðferð verki á svipaðan hátt og nálarstungulækningar, sem ýmist eru gerðar með nálum eða raf- straumi, en það er þó engan veg- inn sannað. Ekki verður reynt að fara frekar út í tæknilega hlið þessa máls, en fjölmargir telja sig hafa fengið bata eftir meðferð af þessu tagi. Pað er þekkt fyrirbæri í læknisfræðinni að fólk fái ímyndaðan bata eða bata af ímynduðum sjúkdómi með að- ferðum sem engan lækningamátt hafa. Aðferð Oldfields hefur ver- ið notuð á dýr og sýnt árangur, en erfitt er að halda því fram að hægt sé að sefja t.d. hund þannig að honum batni slæmska í fæti. Frá Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Verslið ífallegrí búð Harry Oldfíeld mælir útgeislun með greiningartæki sínu. Mynd: HS Pá má geta þess að ýmsar rann- sóknir hafa verið gerðar á þess- ari aðferð Oldfields, t.d. hvað varðar greiningarhæfni hennar. Hafa niðurstöður slíkra rann- sókna sýnt svo ekki verður um villst að með þessum tækjabún- aði er hægt að greina sjúkdórna og einnig hvaða sjúkdómar það eru í vissum tilvikum. í breska læknatímaritinu „British Medical Journal" birtist fyrir nokkru grein um rannsóknir Harry Old- fields þar sem sagði, að líkja mætti þessari aðferð við bernsku- daga röntgentækninnar, áður en ýmsir þeir möguleikar sem nú eru þekktir í röntgengreiningu og lækningum voru kunnir. Eitt af því sem þessar rannsóknir hafa leitt í ljós er að sjúkdómar virð- ast koma fram sem breyting á gervöllu orkusviði líkamans, en ekki aðeins þar sem sjúkdóms- einkennin birtast. Þó að margt sé óljóst í þessum efnum er í öllu falli öruggt, að leitartæki Oldfields sýnir ef eitthvað er ekki eins og það á að vera í líkamsstarfseminni og tæk- ið er sjálfu sér samkvæmt, þannig að hver sem á því heldur fær sömu niðurstöðu. Eftir meðferð telja menn sig svo hafa séð óyggj- andi breytingar, sem koma fram á mælingum. Frávik frá eðlilegri mælingu hefur þá minnkað eða horfið. Svo virðist þó að í alvar- legum sjúkdómum sæki fljótlega í sama farið aftur og þá þurfi endurtekna meðferð áður en lækning fæst, fáist hún þá á ann- að borð, sem enn er ekki full- komlega ljóst. Harry Oldfield er staddur á Akureyri að tilhlutan Nuddstofu Brynjólfs og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann kemur hingað. Raunar hefur hann komið árlega til íslands frá því 1981 og skýring- in: „Ég kynntist fyrst íslenskri fjölskyldu í London sem leitaði aðstoðar hjá mér vegna sjúk- dóms sem ég tók til meðferðar. í framhaldi af því var ég fenginn til að koma hingað til lands og úr varð eins konar ástarsaga. Ég varð einfaldlega heillaður af landinu og fólkinu. Landið er ægifagurt og í náttúru þess er svo mikil orka að mér finnst ég geta endurhlaðið sjálfan mig. Þegar ég er hér á ferðum hef ég einnig safnað steinum og krystöllum sem ég nota við „krystal-lækn- ingarnar", en mér virðist sem íslenskir steinar séu óvenju kraft- miklir og magnaðir. Enda eru íslendingar fullir af lífsorku, vinnuglaðir með afbrigðum, skýrir í hugsun og eiga snjalla vísindamenn og listamenn,“ sagði Harry Oldfield. Hann tekur á móti fólki til meðferðar hjá Nuddstofu Brynj- ólfs eins og áður sagði og verður hér að þessu sinni til 26. ágúst. Fjölmargir Akureyringar hafa þegar leitað til hans, bæði þeir sem kynntust þessari meðferð í fyrri heimsóknum hans og hinir sem ekki hafa reynt þetta áður. Þetta er í fjórða skiptið sem Harry Oldfield er á Akureyri á vegum Nuddstofu Brynjólfs, en Brynjólfur Snorrason hefur lært þessa meðhöndlun og öðlast rétt- indi til að beita meðferðinni og tækjunum. Tækjabúnaður af þessu tagi er til staðar á nuddstof- unni og hefur verið notaður þar í rúm tvö ár. Harry Oldfield held- ur námskeið á Akureyri um helg- ina fyrir nuddara og sjúkraþjálf- ara og sækir það fólk víðs vegar af landinu, HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.