Dagur - 14.10.1986, Blaðsíða 3
14. október 1986 - DAGUR - 3
Hvammstangi:
Sjómenn telja ástand
innfjarðarrækjunnar gott
„Við erum bara að bíða eftir
skipi frá hafrannsóknastofnun
til að skoða þetta, fyrr getum
við ekki byrjað. Þeir eiga að
vera héma í september en nú
er komið langt fram í október.
Það er erfitt að þurfa að bíða
svona því sjómenn telja stofn-
inn sterkan í ár.“
Þetta sagði Hreinn Halldórs-
son framkvæmdastjóri Meleyrar
h.f. á Hvammstanga en þar bíða
menn nú eftir því að geta farið að
veiða innfjarðarrækju. Meleyri
gerir út fjóra báta og mun einn
þeirra halda áfram veiðum á
djúprækju í vetur en þær veiðar
hafa gengið vel að undanförnu.
Auk Meleyrar rekja aðrir aðilar
tvo báta á Hvammstanga.
„Þeir leigðu þetta skip, sem á
að koma, til ísafjarðar þar sem
það er við veiðar. Þetta er mjög
slæmt og þetta kom okkur svolít-
ið á óvart. En þegar svona er þá
er hægt að leysa þetta á einfaldan
hátt ef þeir bara senda mann
hingað. Það eru allir tilbúnir að
lána þeim bát til rannsóknanna,“
sagði Hreinn.
í fyrra hófust veiðar á innfjarð-
arrækju í byrjun október og þá
var kvótinn fyrir Húnaflóa 2400
tonn. Þessum kvóta er skipt
þannig á milli staða við flóann að
Hvammstangi er með 18%,
Blönduós 10, Skagaströnd 22%,
Drangsnes 25% og Hólmavík
25%: „Þeir hafa helming að vest-
an á móti okkur þremur hérna
sem er ranglátt, ætli það búi ekki
álíka margir á Hvammstanga eins
og Drangsnesi og Hólmavík til
samans. Þetta er gömul skipting
Dagur hafði samband við
Guðmund Guðlaugsson,
yfirverkfræðing, og innti
hann eftir hverjar væru helstu
framkvæmdir á vegum Akur-
eyrarbæjar í vetur.
Guðmundur sagði að nú væri
unnið að hefðbundnum haust-
verkefnum, malbikun bílastæða
fyrir einstaklinga og fyrirtæki og
haldið yrði áfram með malbikun
gangstétta eins lengi og veður
leyfði. Undanfarið hefur verið
unnið við „Námsbraut“, en það
er ný gata við Verkmenntaskól-
ann. Þá er unnið að holræsalögn í
og það þofir enginn að hrófla við
þessu," sagði Hreinn.
Þó svo að bátarnir séu stopp þá
er nóg að gera í verksmiðjunni
hjá Meleyri því þar er nú verið að
endurvinna frysta rækju. Meleyri
selur aðallega frosna rækju á
Evrópumarkað.
Óseyri. Þá verður hluti Dals-
brautar malbikaður við verk-
smiðjur SÍS. I undirbúningi eru
framkvæmdir við þyrluflugvöll
við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Á skrifstofu skipulagsstjóra
veitti Erlingur Aðalsteinsson þær
upplýsingar að bæjarstjórn hefði
samþykkt skipulagstillögur um
rekstrar- og reiðleið suður úr
bænum, meðfram nýju skógrækt-
argirðingunni. Væri ætlunin að
girða báðum megin reiðleiðarinn-
ar. Ekki er þó ákveðið hvenær af
framkvæmdum verður. EHB
Akureyri:
Töluverðar fram-
kvæmdir í vetur
- Malbikað fram í snjóa
Hestamannafélagið ieigir ekki Glerárdalinn:
„Getum ekki farið að
keppa við sjálfa okkur“
- segir formaður Léttis
Á fundi umhverfismálanefndar
25. september síðastliðinn var
samþykkt að gefa Hesta-
mannafélaginu Létti kost á að
taka Glerárdal á leigu til haust-
beitar fyrir allt að 100 hross. Ef
félagið óskar ekki eftir þessu
mun umsjónarmanni verða
heimUt að leyfa beit hrossa en
þá verði gjaldið 110 kr. fyrir
hross á mánuði í stað 50 kr. ef
félagið þiggur boðið.
Jón Ólafur Sigfússon formaður
Léttis sagði í samtali við blaðið
að félagið myndi ekki taka dalinn
á leigu. Ástæðuna sagði hann
vera að félagið er sjálft með haga
sem þeir verða að hafa vegna
sumarbeitar þar sem upprekstur
hrossa á Glerárdal er ekki leyfð-
ur yfir sumartímann. Haustbeit í
þessum högum kostar 800 kr.fyrir
þrjá mánuði og að sögn Jóns staf-
ar þessi mikli munur af því að
félagið þarf að greiða háa leigu til
bæjarins fyrir þessi hólf auk
kostnaðar við áburð og girðingar.
„Við getum ekki farið að keppa
við sjálfa okkur með þvj að taka
Glerárdalinn og leigja sumum
félagsmönnum beit þar á 150 kr.á
meðan við látum aðra greiða 800
kr. Þess vegna leyfum við mönn-
um að vera frjálsir með þetta og
fara beint til bæjarins,“ sagði Jón
Ólafur.
Jón sagði að vegna þess hve
margir hestamenn væru farnir að
leigja hólf beint af bænum gæti
komið til greina núna að hætta
með annað þessara stóru hólfa
enda væri nýtingin þar að
minnka. ET
„Starfið leggst
mjög vel í mig“
Aðalfundur
Skalli, félag smábátaeigenda í Norðurlands-
kjördæmi vestra auglýsir aðalfund.
Fundurinn verður haldinn í Nausti húsi Fiskiðju Sauð-
árkróks sunnudaginn 19. október og hefst kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Byrjendanámskeið
í KARATE
9 vikna námskeið í KARATE verður haldið á Akur-
eyri ef næg þátttaka fæst.
Innritun og allar frekari upplýsingar gefnar í síma
25413 kl. 16-18 daglega.
Námsflokkar Akureyrar.
Bifreiðaeigendur -
B if rei ðastjórar
Snjóhjólbarðamir eru komnir, nýir og sólaðir í
miklu úrvali.
Jafnvægisstillum öll dekk.
Athugið okkar frábæru aðstöðu.
Opið á laugardögum fyrir hádegi.
hjólbarðaverkstæði
Óseyri 2, sími 23084 og 21400.
Utsala
Vegna lokunar starfsmanna-
verslunar Sambandsins
stendur útsala yfír út þessa
viku á fatnaði og skóm.
Mikil verðlækkun
Síðasti söludagur er
föstudagurinn 17. október.
Athi
Opið frá kl. 9-17
Iðnaðardeild
Sambandsins
segir Arnar Björnsson nýráðinn
fréttamaður Rúvak
„Þetta starf leggst mjög vel í
mig og það er reglulega gaman
að koma þarna inn á þessum
samkeppnistímum. Ég hef trú
á útvarpinu, enda er það miðill
sem hefur mikilvægu hlutverki
að gegna og hefur alla burði til
þess að standa sig,“ sagði Arn-
ar Björnsson, sem ráðinn hef-
ur verið sem fréttamaður
Ríkisútvarpsins á Akureyri.
Arnar er Húsvíkingur og hefur
fengist talsvert við fjölmiðlun.
Hann var m.a. einn stofnenda og
fyrsti ritstjóri Víkurblaðsins á
Húsavík. Hann tekur við starfi
Gísla Sigurgeirssonar sem flytur
sig um set yfir til Ríkissjónvarps-
ins sem fréttamaður þess á Akur-
eyri. Fréttamenn RUVAK verða
því tveir sem fyrr, þvf fyrir er
Þórir Jökull Þorsteinsson.
„Þegar við stofnuðum Víkur-
blaðið á Húsavík á sínum tíma
var Dagur enn í sínu gamla
formi. Síðan þá er Dagur orðinn
dagblað, Svæðisútvarpið tekið til
starfa en samt halda staðarblöðin
fyllilega sínu. Þetta er mjög
ánægjuleg þróun," sagði Arnar.
Hann sagði að það eina sem
skyggði á gleðina væri að hann
þyrfti að flytja frá Húsavík til
Akureyrar.
„Ég á örugglega eftir að sakna
vina og félaga svo og staðarins,
því hér er yndislegt að búa. Hins
vegar eru ekki nema rúmlega 90
kílómetrar á milli, þannig að ég
lifi þetta örugglega af.“ BB.
Bændur Skagafirdi og
Austur-Húnavatnssýslu
Case International dráttarvélar
verða sýndar á eftirtöldum stöðum:
Varmahlíd: Midvikudaginn 15. október kl. 10-16.
Sauðárkróki: Fimmtudaginn 16. október kl. 10-16.
Blönduósi: Föstudaginn 17. október kl. 10-16.
F
&
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180