Dagur - 14.11.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 14.11.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - itfVrióvéhibéHÖÓé ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, S(MI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. H ryðj u verkasamtök í dulargervi leiðari________________ íslendingar hafa ávallt fylgst vel með því sem er að gerast úti í „hinum stóra heimi“. Á hverjum degi hafa fjölmiðlarnir flutt okk- ur fréttir af hryðjuverkum alls kyns, sem færst hafa í aukana dag frá degi. Óneit- anlega hafa þessar fréttir fyllt okkur óhug og varpað skugga á hið daglega líf. Það hefur þó löngum verið okkur huggun harmi gegn hversu þessir atburðir hafa verið fjarlægir og fram til þessa hefur þorri manna talið ólíklegt að hryðju- verkamenn veldu ísland sem starfsvettvang. Þegar leiðtogafundurinn var hald- inn hér fyrir skömmu feng- um við nasasjón af þeim gífurlegu varúðarráð- stöfunum sem viðhafðar eru til að verjast hryðju- verkamönnum. Ekki var laust við að mörgum þætti nóg um og fyndust slíkar ráðstafanir næsta yfir- gengilegar og hjákátlegar. En nú höfum við vaknað upp við vondan draum. Síð- ustu atburðir hafa fært okk- ur heim sanninn um það að ísland getur hvenær sem er orðið vettvangur hryðju- verka, reyndar mjög fýsi- legur vettvangur, sökum lítillar og vanmáttugrar öryggisgæslu heima fyrir. Alþjóðleg samtök, sem kalla sig Sea Shepherd og segjast berjast fyrir dýra- verndun, hafa lýst sig ábyrg fyrir því að tveimur skipum Hvals h.f. var sökkt í Reykjavíkurhöfn og að skemmdarverk voru unnin í hvalstöðinni í Hvalfirði. For- ystumaður samtakanna, Paul Watson, hefur lýst yfir ánægju sinni með þessi skemmdarverk og látið í það skína að þetta sé aðeins upphafið að því sem koma skuli, ef íslendingar hætti ekki hvalveiðum. Samtök, sem beita slíkum meðulum í baráttu sinni, dæma sig sjálf og málstað- ur þeirra er augljóslega slæmur. Með síðustu aðgerðum sínum hafa þessi samtök varpað af sér dular- gervinu. Sea Shepherd- samtökin hafa sýnt það í verki að þau eiga engan rétt á að kenna sig við dýra- vernd. Þetta eru samtök ófyrirleitinna hryðjuverka- manna sem einskis svífast og á þeim þarf að taka sem slíkum. Aðgerðir þessara sam- taka hafa reyndar haft þveröfug áhrif við það sem til var ætlast. Þessi aðför að íslensku réttarríki hefur einungis orðið til þess að efla samstöðu íslendinga. Það má aldrei verða að ein- staklingar eða samtök ein- staklinga geti tekið lögin í sínar hendur og litið á sig sem sjálfskipaða réttar- gæslumenn og komist upp með það. Ofbeldi verður ekki liðið. íslendingar hljóta að gera þá kröfu að hryðjuverka- mennirnir verði látnir svara til saka. Jafnframt er ljóst að yfirvöld verða þegar í stað að gera ráðstafanir til þess að færa öryggismálin í nútímalegra horf og tryggja þannig innra öryggi landsins. BB. Fárið er að koma! Reynir Antonsson skrifar Þá er það að skella yfir Fjörðinn þetta fár sem undanfarnar vikur hefur svo margt úr daglegum skorðum fært hjá þeim fyrir sunnan. Að sögn er það nú miklu frekar spurning um daga heldur en vikur, þar til bærinn okkar verður baðaður í öðrum sjónvarpsgeislum en hinum ríkisreknu, og jólaboðskapur akureyrskra verslunareigenda mun að öllum líkindum berast um nýjan ljósvakamiðil sem ætlar sér víst í hörku sam- keppni við útvarpið hennar Ernu. Ný aukabúgrein er farin að ryðja sér til rúms austur í Vaðlaheiðinni. Ræktun loft- netsskóga. Tildrög og afleiðingar Nær eitt ár er nú liðið síðan rík- ið afsalaði sér einkaréttinum á því að nota rafsegulbylgjur til flutnings á útvarpsefni til almennings, og fól hlutfallskjör- inni nefnd pólitíkusa í Reykja- vík það hlutverk að úthluta þessum rétti í umboði ríkis- valdsins. Var þetta kallað að gefa útvarpsrekstur frjálsan. Hér skal ekki farið mörgum orðum um aðdraganda þess að fleiri aðilum en Ríkisútvarpinu gefst nú kostur á því að útvarpa löglega. Pess má þó geta að hugmyndirnar um „óháð“ útvarp á íslandi eru nokkuð gamlar. Þær nutu meðal annars allnokkurs fylgis meðal ýmissa íslenskra námsmanna erlendis fyrir og um miðbik áttunda ára- tugarins, ekki síst þeirra sem á vinstri kantinum voru. Einnig sáu ýmsir af landsbyggðinni, að það var ekkert náttúrulögmál, að eingöngu væri hægt að útvarpa frá Reykjavík. Það er því rangt sem dagskrárkrumm- inn sagði nýlega í grein sem hann skrifaði í Moggann, til stuðnings framboðs eiginmanns útvarpsráðs, að mig minnir, í prófkjörinu alræmda á dögun- um, að hugmyndin um frjálst útvarp sé frá sjálfstæðismönn- um komin. Og þó segja menn að Mogginn Ijúgi aldrei. ÖIl þekkjum við svo þá atburðarás sem náði hámarki í verkfalli opinberra starfsmanna haustið 1984, sem leiddi af sér setningu hinna fáránlegu Röggulaga um útvarpsrekstur. Af öllu því fjaðrafoki sem varð þegar lög þessi voru til af- greiðslu hjá Alþingi, og svo aft- ur þegar þau öðluðust formlega gildi hefði mátt halda, að gjör- vallur ljósvakinn væri að fyllast af litlum útvarpsstöðvum, að farið yrði að útvarpa í hverju krummaskuði. Sú varð þó auð- vitað ekki raunin, einfaldlega vegna eðlis laganna, sem fyrst og síðast eru sniðin að þörfum hinna fáu en stóru. Nú hafa fyrstu stöðvarnar sem starfræktar eru samkvæmt Röggulögum litið dagsins ljós, og eftir þeim fréttum sem hing- að hafa borist að sunnan, þá virðist þar hafa gripið um sig fár mikið, eða öllu heldur mikill ys og þys út af engu. Menn segja nefnilega að hin nýja sjónvarps- stöð sýni efni sem sjá mátti vest- ur í Bandaríkjunum fyrir sex árum, og að Bylgjan sé nánast eftirlíking af Rás 2, enda starfs- fólkið víst að verulegu leyti þaðan komið. Þetta þarf svo sem ekkert að koma á óvart. Þessar stöðvar róa á þau mið sem auglýsendum, en ekkert endilega dagskrárgerðarfólki þykja vænlegust. Veiðin er hinn reykvíski meðaljón. Ný gróska Auðvitað varð ekki hjá því komist, að það fjölmiðlafár sem að undanförnu hefur geisað fyr- ir sunnan teygði fyrr eða síðar arma sína hingað norður yfir heiðar í einni eða annarri mynd. Raunar er furðulegt að nú fyrst skuli vera komin hreyf- ing á þessi mál, og aukin heldur á allt annan hátt en maður gerði helst ráð fyrir. Þannig hlýtur það að koma talsvert á óvart, að allar líkur benda í augnablikinu til þess að staðbundnar sjón- varpssendingar muni hefjast á undan staðbundnu einkahljóð- varpi. Raunar má það furðulegt heita að engum skuli hafa dottið í hug að hefja hér hljóðvarps- rekstur í fyrravetur, þegar við lá að svæðisútvarp Ríkisútvarps- ins lognaðist út af vegna erfið- leika sem allír þekkja. Það verður að segjast eins og er að samkeppni við svæðisútvarpið hlýtur í dag að teljast vægast sagt erfið eftir það kraftaverk sem Ernu og hennar liði hefur þar tekist að framkvæma. Þar virðist einmitt hafa tekist að skapa útvarp af þeirri tegund sem fellur fólki á þessu svæði vel í geð. Helsta tromp einka- stöðvar í þessu sambandi yrði tvímælalaust lengri útsending- artími. Það fjölmiðlafár sem nú virð- ist vera í uppsiglingu við Eyja- fjörð, kemur á sama tíma og mikil gróska virðist vera í hvers kyns menningarstarfsemi á svæðinu. Vissulega er sú hætta fyrir hendi að hér skapist árekstrar, en svo þarf þó alls ekki að vera. Það er nefnilega ekki óbrigðult lögmál, að einka- útvarp þurfi endilega að vera bæði lélegt og menningarfjand- samlegt. Þannig gæti til að mynda Sjónvarp Akureyri orð- ið gífurleg lyftistöng fyrir til dæmis leikara og leikritahöf- unda. Við höfum hér bæði hæfi- leikafólk, einstaklega fallegt landslag og síðast en ekki síst birtu sem er mjög sérstæð og hlýtur að freista kvikmynda- gerðarmanna. Eitt er víst. Fjöl- miðlar á Akureyri verða að vera með talsvert öðrum blæ en í Reykjavík. Það þjónar til að mynda engum tilgangi, að spila einvörðungu sömu plöturnar og fyrir sunnan. Meira þarf að koma til svo að raunveruleg akureyrsk einkafjölmiðlun verði samkeppnisfær. Vonandi gefst fljótlega færi á því að fjalla frekar um þessi mál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.