Dagur - 14.11.1986, Blaðsíða 11
Kveðja til Kristjáns
frá Djúpalœk
sjötugs, 16. juLí 1986
Haf þökk fyrir bókinn, bióðir,
og braganna töfraseið,
hann lætur í áfjáðum eyrum
sem ómur frá Ijúflinga reið,
ég heyri, hvar gangvarinn góði
grípur hið dunandi skeið.
Skammt var til hafs og til heiðar,
þar hófstu veraldarför,
þokur og válegir vindar
veittu þér nöpur svör,
en aldrei þú vildir verða
að visnaðrí ísastör.
Pá hófsóley græn og gullin
gerðist þinn vin á braut,
þið unduð í sælu saman
ísólvermdrí mosalaut,
uns Valur, sú voðaskepna,
vakti þér geig og þraut.
Þú heyjaðir upp um heiðar
í hrakviðrum mýrarstrá,
bjargaðir skjátum úr skeri,
er skollin var nóttin á,
en kóngsdóttir Atlantsála
yljaði brjóstum þá.
Svo fórstu til Akureyrar
og undir þar vel um skeið,
en það var samt austur á Eiðum,
sem eftir þérgæfan beið,
því Unnur var sú, sem þú unnir
á ævinnar björtu leið.
Orðin í íslensku máli
urðu þitt gullasafn.
Pinn leikur varð óðum að íþrótt,
sem alþjóð gaflistar nafn,
- listar, sem lýsti þér síðan
leiðina fram um stafn.
Sú leið hefir einkum legið
til leitar að fegurð og sól,
sem myrkríð í mannsins eðli
margoft í skuggum fól.
Pú tapaðir aldrei áttum,
þig aldrei á hjarta kól.
Og bjarminn af eldi þíns anda
yljar og lýsir í senn
langt inn í hugskot og hjarta
og heima með eðlin tvenn,
og sannleikans síhreina pería
sindrar í djúpunum enn.
Þín skynjun er næm og nemur
nánd við hin duldu rök,
frá tíma við öróf alda
áttu þín vængjatök,
- frá lífstraumsins upptakaósi
að ævinnar hinstu vök.
Þú lýkur upp bergsins leyndum,
og Ijósin þar kvikna rauð,
sú náttúra logar af IfS,
sem lengi var kölluð dauð,
og álfaborgimar opnast
með óskasteina og brauð.
Ungan þig dreymdi hér áður
við æskunnar tæru lind,
að heimurinn allur hefði
jafnhreina og bjarta mynd,
þér duldist enn heiftin og heimskan
og hatrið, - vor dauðasynd.
En ófreskjur grimmdar og græðgi
gægðust þó brátt á skjá.
Pú hófst við þær heilaga styrjöld
afhugsjón og réttlætisþrá,
og Ijóð þitt varð blikandi brandur,
þín brynja varð listin há.
Hið illa í hugum og hjörtum
hvergi þú tekur í sátt,
um lífið og h'tilmagnann
þú lætur þér aldrei fátt.
hið sanna og fagra skal fagna
fríði og réttlæti brátt.
Þú siglir enn seglum þöndum
sólgullin höf og breið,
nýtur enn náðarstunda,
þvf nóttin er björt og heið,
- fyllir enn bækurnar, bróðir,
braganna töfraseið.
Sverrir Pálsson.
-Jr-
r W'*'"
» ~W"
isr *
'W • , - , - " '
Ir- Wr "W
Júdódagar á Akureyri
Um helgina verða haldnir júdó-
dagar í KA-heimilinu á Akur-
eyri. Tilgangurinn með því er að
kynna það starf sem unnið er inn-
an júdódeildar KA.
Allir flokkar félagsins munu þá
æfa í KA-heimilinu undir stjórri
Reino Fagerlund landsliðsþjálf-
ara íslands og Jóns Óðins Óðins-
sonar þjálfara KA. Einnig mun
Fagerlund skoða unga og efni-
lega KA-menn með tilliti til
landsliðsvals.
Verður æft frá kl. 10 á laugar-
dagsmorgun til kl. 21 um kvöldið
og síðan frá kl. 9 á sunnudags-
morgun til kl. 18. Almenningi
gefst tækifæri á að koma í KA-
heimilið og sjá hvernig æfingar
fara fram. Báða dagana frá kl.
13-17 verður selt kaffi og kökur.
Er það gert í fjáröflunarskyni
og eru því foreldrar, aðstandend-
ur og allir velunnarar júdómanna
á Akureyri hvattir til að mæta og
styrkja um leið starf júdódeildar
KA.
: -14. n'övenib'Ör i986 - ÖAÖUR - 11
Lionsklúbburinn Huginn:
Selur dagatöl og Ijósaperur á morgun
Það hefur löngum verið svo að
fyrsti jólaglaðningurinn hjá
yngri kynslóðinni, er þegar
jóladagatalið er fengið í
hendurnar. Lionsklúbburinn
Huginn hefur um langt árabil
staðið fyrir sölu á jóladagatöl-
um sem þykja ómissandi þátt-
Hinir eldhressu og sívinsælu
Skriðjöklar standa fyrir tveimur
dansleikjum á Norðurlandi nú
um helgina.
Fyrri dansleikurinn verður nú í
kvöld í Laugaborg og hefst hann
klukkan 23.00. Sá síðari er síðan
á laugardagskvöldið í Víkurröst
og hefst hann á sama tíma. Fríar
ur unga fólksins við jólaundir-.
búninginn. Einnig selur klúbb-
urinn ljósaperur, sem eru
hverju heimili nauðsynlegar.
Næstkomandi laugardag fara
félagar úr Lionsklúbbnum af stað
um bæinn og bjóða íbúum þessi
ágætu jóladagatöl og ljósaperur.
sætaferðir verða frá Ráðhústorgi
á báða dansleikina, kl. 23 í
Laugaborg og kl. 22.30 í Víkur-
röst.
Aðdáendum hljómsveitarinnar
er bent á það að sennilega verða
þetta siðustu dansleikirnir sem
Skriðjöklarnir standa fyrir á
árinu.
Ætla þeir að hefja söluna klukk-
an 11:00 á laugardagsmorguninn
og vera að fram eftir degi. Ef svo
illa fer að ekki nái að fara um all-
an bæinn á laugardaginn, ætla
þeir að nota sunnudaginn líka,
svo allir eiga að fá sín almanök
og ljósaperur.
Fað þarf vart að taka fram að
ágóðinn af sölunni rennur til
líknarmála. Undanfarin ár hefur
Lionsklúbburinn Huginn sýnt
uppbyggingu að Botni í Eyjafirði
sérstakan áhuga og rennur allur
ágóðinn því til uppbyggingar þar.
Að Botni er það Foreldrafélag
fjölfatlaðra barna sem sér um
reksturinn og hefur Lionsklúbb-
urinn Huginn styrkt starfsemina
eftir megni.
Þeir Lionsmenn segja að við-
tökur bæjarbúa hafi verið með
ágætum undanfarin ár og vonast
til þess að svo verði áfram, svo
hægt verði að vinna markvisst að
uppbyggingunni að Botni.
Leiðrétting
Ásbjörn Dagbjartsson hjá Rann-
sóknastofu fiskiðnaðarins vill
taka það fram í sambandi við
frétt um rækju frá K. Jónssyni í
gær, að ekki kemur til greina að
setja þessa rækju á innanlands-
markað. Heilbrigðisyfirvöld eru
búin að innkalla alla rækju frá
þeim. Þetta leiðréttist fúslega hér
með en eftir stendur þó að kröf-
urnar eru minni innanlands.
Fjórir Jöklar ásamt Gulla Helga á Rás 2.
Skriðjöklar með
dansleiki
örbylgjuofnar
« eru hluti
i; * f f
\ afhenni!
WýjTW Föstudaginn 14. nóvember milli
kl. 16 og 18 kynnir Dröfn Farest-
veitToshiba örbylgjuofna í Járn-
*]Vog glervörudeild KEA, Hafnar-
“ *fístræti 91. Þeir sem hafa nú
þegar keypt Toshiba örbylgju-
ofna, og ekki verið á námskeiði
hjá Dröfn, eru beðnir um að hafa
samand við Steingrím Björns-
son hjá Járn- og glervörudeild.
Ætlunin er að efna til sérstaks
námskeiðs fyrir eigendur
Toshiba ofna. Vinsamlega hafið
samband við Steingrím fyrir
klukkan þrjú á föstudag.