Dagur


Dagur - 26.11.1986, Qupperneq 1

Dagur - 26.11.1986, Qupperneq 1
HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599 V. Hafralækjarskóla lokað? - vegna vangoldinna reikninga fyrir skólaakstur Bflstjórar sem sjá um skóla- akstur í Hafralækjarskóla munu leggja niður störf frá og með næsta mánudegi ef þeir verða ekki búnir að fá laun sín greidd fyrir þann tíma. Þeir „Við hreyfum ekki bílana - fyrr en við fáum greiðslurnar,“ segir Rúnar Óskarsson bílstjóri „Ég hef stundað þennan skólaakstur í 5 ár og það hef- ur alltaf reynst erfiðara og erfiðara að fá launin greidd á réttum tíma. Fyrst hélt ég að maður væri að gera sjálfum sér og kannski sveitarfélaginu greiða með því að sýna lang- lundargeð en nú er ég kom- inn á aðra skoðun. Hið opin- bera gcngur bara á lagið. Maður réttir litla fingurinn og þar með er höndin farin upp við öxl,“ sagði Rúnar Óskars- son en hann er einn þeirra bflstjóra sem annast hefur aksturinn fyrir Hafralækjar- skóla, en alls eru bflstjórarnir 5 talsins. „Við keyrum út þessa viku en síðan hreyi'um við ekki bílana fyrr en við fáum það greitt sem við eigum inni. Ég hef ekki trú á að við látum okkur nægja að fá yfirlýsingu um að þessu verði kippt í liðinn. Við höfum sýnt mikla þolinmæði en nú er mælirinn fullur," sagði Rúnar ennfremur. Þess má geta að þungaskattur á dieselbifreiðar gjaldfellur um mánaðamótin og þá koma tveggja mánaða dráttarvextir á hann. Pann skatt verða bílstjór- arnir að greiða, þó svo þeir eigi stórfé inni hjá ríkinu. Auk þess hafa þeir þurft að staðgreiða allt eldsneyti, eða í besta falli feng- ið það skrifað til mánaðamóta. Þeir telja sig því knúna að grípa til þess ráðs að hætta skölaakstri þar til þeir fá launin sín greidd. BB. Hitaveita Akureyrar: Mál veitunnar rædd á Alþingi - hver íbúi skuldar 164 þúsund Málefni Hitaveitu Akureyrar komu til umræðu á Alþingi í fyrradag. Þar báru þingmenn úr öllum flokkum fram tillögu um aðstoð við hitavcitur sem illa eru staddar fjárhagslega. Af þeim þingmönnum sem báru fram tillöguna eru tveir úr Norðurlandi eystra, þeir Guð- mundur Bjarnason Framsókn- arflokki og Árni Gunnarsson varaþingmaður Alþýðuflokks. Magnús H. Magnússon er 1. flutningsmaður tillögunnar. í tillögu þingmannanna er lagt til að ríkisstjórnin leiti leiða til að bæta stöðu þeirra hitaveitna sem verst eru staddar. Einnig felst í tillögunni að ríkisstjórnin leggi fram tillögur sínar fyrir þinglok. í greinargerð sem kemur fram með tillögunni segir að upphitun- arkostnaður meðalíbúðar á Akureyri sé rúmlega 50 þúsund krónur á móti tæplega 17 þúsund- um í Reykjavík. Einnig kemur fram að skuldir Hitaveitu Akureyrar á nóvem- berverðlagi séu rúmlega 2 millj- arðar króna. Það þýðir að hver íbúi á Akureyri skuldi 164 þús- und krónur vegna hitaveitunnar. Einnig kemur fram að skuldir íbúa Akraness og Borgarfjarðar vegna hitaveitunnar þar eru um 210 þúsund á hvern íbúa. Þær breytingar sem flutnings- menn vilja að verði gerðar á mál- um hitaveitnanna er að skuld- breyta lánum, lækka rafmagns- verð til þeirra sem kostur er, fella niður söluskatt af raforku til dæl- ingar og endurgreiða söluskatt af vörum sem notaðar hafa verið til fjárfestingar. gej- eiga nú um 470 þúsund krónur inni hjá ríkinu og við þá upp- hæð bætast um 415 þúsund krónur um mánaðamótin. Ef ekkert verður að gert verður engin kennsla í Hafralækjar- skóla á mánudaginn og skólinn lokaður uns þessum málurn hefur verið kippt í liðinn. „í ströngustu merkingu má segja að bílstjórarnir eigi nú inni tveggja mánaða laun vegna akstursins. Þeir hafa ekkert upp- gjör fengið fyrir október og nú fer senn að koma að uppgjöri fyr- ir nóvember,“ sagði Sigmar Ólafsson skólastjóri Hafralækjar- skóla í samtali við Dag. Hann sagði að ekki kæmi til greina að fresta vandanum með því að slá víxil, eins og gert hefði verið í Þelamerkurskóla fyrir skömmu. Greiðsluvandi vegna skóla- aksturs hefur verið árvisst vanda- mál í umdæminu undanfarin ár. í apríl var það sama uppi á ten- ingnum og nú og þá blasti við að loka þyrfti Hafralækjarskóla. Menntamálaráðherra kom þá í veg fyrir lokun með því að taka víxillán í nafni skólans til að greiða bílstjórunum. Hafra- lækjarskóli þurfti síðan að. bera allan kostnað af þeirri lántöku. Sigmar sagði að þessi leið yrði ekki farin framar af skólans hálfu. Bílstjórarnir fengu september greiddan af uppgjöri fyrra skóla- árs en reyndar var einungis um rúma viku að ræða, þar sem skóli hófst seint í september. Sveitar- félögin, sem standa að skólanum, eiga að greiða 15% kostnaðar við skólaaksturinn og hafa þau staðið í skilum með sinn hluta, hafa reyndar greitt 20% af kostnaðin- um fyrir aksturinn í október. Hins vegar hafa engar greiðslur borist frá fjármálaráðuneytinu fyrir aksturinn á þessu skólaári. „Norðurlandsumdæmi eystra er komið nokkrum milljónum fram úr áætlun. Þegar svo er komið eru allar greiðslur þangað stöðvaðar, þ.e.a.s. aðrar en bein laun,“ sagði Örlygur Geirsson hjá fjármaáldeild menntamála- sráðuneytisins í samtali við Dag en útilokað reyndist að ná tali af menntamálaráðherra. Örlygur sagðist eiga von á því að losna myndi um greiðslur vegna skóla- akstursins um næstu mánaðamót en sagðist þó ekki vilja fullyrða það. í vetur eru 109 nemendur í Hafralækjarskóla og þar af þurfa 84 á akstri að halda. Það er því ljóst að ekki verður unnt að halda uppi kennslu ef skólaakstri verður hætt. BB. Veður og færð á Norðurlandi: Ótryggt ástand á næstunni „Það má segja að ástandið sé svona upp og niður, það er víða erfitt,“ sagði starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri er Dagur ræddi við hann í gær. Rutt var £ Ólafsfjarðarmúla á mánudag. Múlinn tepptist hins vegar strax í fyrrinótt og var ekki reynt að opna hann í gær. Leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur var hins vegar fær, en Öxnadalsheiði var mokuð á mánudag og lokið við það verk í gær. Þá var Víkurskarðsvegur rudd- ur á mánudag en strax í gærmorg- un var orðið mjög þungfært þar og ekki fært nenja jeppum og stórum bílum. Ekki var mokað þar í gær en verður hugsanlega gert seinni part dags í dag. Þá féll snjóflóð í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt og lokaðist vegurinn fram eftir degi í gær af þeim sökum. Víða var unnið við mokstur í gær s.s. í Dalsmynni og í framan- verðum Eyjafirði. Einnig þurfti mikið að ryðja í Mývatnssveit en leiðin austan við Húsavík um Tjörnes var fær stórum bílum og jeppum. Ekki þarf mikið að hreyfa vind til þess að allir vegir verði meira og minna ófærir. Veðurútlit á Norðurlandi næstu daga er ótryggt, norðan og norðaustanátt nær óslitið fram að helgi og strekkingsvindi er spáð en ekki hvassviðri. Vetur konungur hefur nú tekið völdin á Norðurlandi, og víða eru erfiðleikar vegna ófærðar. Myndin er tekin í Ljósavatnsskarði í gær eftir að hreinsað hafði verið til eftir snjóflóð þar og rútan frá Húsavík til Akureyrar var að brjótast í gegn. Mynd: rpb

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.