Dagur - 26.11.1986, Page 3
26. nóvember 1986 - DAGUR - 3
Iðnverkafólk hjá Iðnaðardeild Sambandsins:
Meðaltalslaun hærri en
hjá Iðju í Reykjavík
AEG
þvottavélar
RÖY ROBSON®
Jakkaföt kosta hjá
okkur kr. 11.900,-
Við minnum á 10%
afsláttinn til félagsmanna.
SÍMI
(96)21400
Atvinnumálanefnd Sauðár-
króks hefur miklar áhyggjur
vegna síaukins framleiðslu-
samdráttar í landbúnaði og
hvetur sveitarfélög í sýslunni
til að standa að könnun á
grundvelli fyrir sameiginlegt
átak til að mæta þeim vanda
sem við blasir. A fundi at-
vinnumálanefndarinnar nýlega
var tekið fyrir erindi frá Stétt-
arsambandi bænda. Af því til-
efni sendi nefndin frá sér eftir-
farandi ályktun.
Á næstliðnum árum hefur því
fólki farið fjölgandi, sem sækir
vinnu til Sauðárkróks en býr í
nálægum sveitarfélögum. Er
þetta raunar sú þróun sem annars
staðar á sér stað, þar sem aðstæð-
ur eru svipaðar. Með hinum
skipulagða samdrætti í fram-
leiðslu hefðbundinna landbúnað-
arvara og niðurskurði vegna bú-
fjársjúkdóma er ljóst, að því
fólki fjölgar enn, sem leitar vinnu
í þéttbýlinu sér til framfæris.
Áhrif þessarar þróunar eru einn-
ig þau, að samdráttur verður í
þeim störfum, sem lúta að úr-
vinnslu landbúnaðarafurða sem
og þjónustustörfum. Kemur það
sérlega illa við á stöðum, sem
hafa landbúnaðarhéruð að baki.
Atvinnumálanefnd Sauðárkróks
lýsir áhyggjum yfir þeim atvinnu-
legu og félagslegu vandamálum,
sem við þetta skapast. Þessi
vandi hlýtur að brenna á baki for-
ráðamanna þeirra sveitarfélaga,
sem fólk þetta er búsett í, ekki
síður en Sauðárkróksbæjar.
Hvetur því atvinnumálanefndin
til þess að kannað verði meðal
forráðamanna sem flestra sveit-
arfélaga á Skagafjarðarsvæðinu,
hvort ekki sé grundvöllur til sam-
eiginlegs átaks til að mæta þeim
vanda, sem hér um ræðir. -þá
Miöasala í Anni, Skipagötu er opin
frá kl. 14.00-18.00, sími 24073.
Símsvari allan sólarhringinn.
„Því hefur oft verið haldið
fram að iðnaðarfyrirtæki Sam-
bandsins greiði lægri laun en
sambærilegir aðilar á vinnu-
markaðinum og við höfum ekki
lagt það í vana okkar að vera
að svara þeim fullyrðingum,“
sagði Birgir Marinósson starfs-
mannastjóri Iðnaðardeildar
Sambandsins á Akureyri er
Dagur ræddi við hann.
Birgir hafði á takteinum tölur
sem sýna meðallaun iðnverka-
fólks hjá Iðnaðardeildinni í
aprílmánuði á þessu ári með bón-
us- og vaktaálagi, að frádregnum
láglaunabótum og er aukavinna
ekki meðtalin. Þessar tölur eiga
að sögn Birgis að vera sambæri-
legar við tölur úr launakönnun
Kjararannsóknanefndar frá í
apríl, þar sem talað er um föst
mánaðarlaun að viðbættum
bónus, vaktaálagi, óunninni yfir-
vinnu, fæðis- og flutningsgjaldi
og öðrum greiðslum í aðalstarfi.
Tölur iðnverkafólks hjá Iðnaðar-
deild Sambandsins frá í apríl
voru þessar:
Alveg einstök gæði
Við eigum öll tæki
til heimilisins.
Ijeikféíacj
Akureyrar
í fyrsta sinn
í 13 ár
á Norðurlandi
íslenski
Dansflokkurinn
föstud. 28. og
laugard. 29. nóv.
Aðeins þessar
2 sýningar
Marblettir
Sunnud. 30. nóv. kl. 20.30.
Síðasta sýning fyrir jól
Dreifar af
dagsláttu
Sunnud. kl. 15.00 í Alþýðuhúsinu
Síðasta sinn
Enn er hægt að
kaupa aðgangskort
Skinnaiðnaður, dagvakt
kr. 30.676.
Skinnaiðnaður, allar vaktir
kr. 32.304.
Ullariðnaður, dagvakt
kr. 28.135.
Ullariðnaður, allar vaktir
kr. 29.720.
Iðnaðardeild, dagvakt
kr. 29.419.
Iðnaðardeild, allar vaktir
kr. 30.016.
SIMI
(96) 21400
______________
Getraunir:
28.688 kr. og Verkalýðsfélagið
Eining með kr. 27.537. Iðnaðar-
deildin er því þarna fyrir ofan og
að lokum má geta þess að Iðja í
Reykjavík var með 30.040 kr. í
þessari könnun og við erum þar
fyrir ofan,“ sagði Birgir Marinós-
son og bætti því við að lokum að
meðaltals aukavinnugreiðslur hjá
Iðnaðardeildinni á þeim tíma er
könnunin var gerð hefðu numið
kr. 3.600 á mánuði. gk-.
Meðallaun eru hærri hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri en hjá Iðju í Reykjavík.
„Þessi tala, 31.016 kr. er
samanburðarhæf við tölur Kjara-
rannsóknanefndar úr könnuninni
síðan í apríl,“ sagði Birgir. „Þess
vegna er fróðlegt að líta á nokkr-
ar tölur úr þeirri könnun. Þar „Ætll það sé ekki svipað með
kemur Iðja á Akureyri út með mig og marga aðra sem fá
r Atvinnumálanefnd Sauðárkróks:
agjur vegna
eiðslusam-
dráttar í sveitum
600 þúsund til Akureyrar
vinning í getraunum, það er að
segja að vinningurinn fer í að
borga skuldir og rétta af fjár-
haginn,“ sagði Kristinn Krist-
insson á Akureyri, en hann
ásamt 3 kunningjum sínum
var með 12 rétta í síðustu
viku hjá getraunum.
Að þessu sinni voru 3 seðlar
með 12 rétta og skiptist því 1.
vinningur milli þeirra. 1 hlut
hvers komu 600 þúsund krónur.
„Vir erum búnir að spila sam-
an 4 kunningjar í 5 vikur og höf-
um fast kerfi. Þrisvar höfum við
fengi 11 rétta og svo núna erum
við með 12, svo þetta er góður
árangur,“ sagði Kristinn. gej-
----------------------------\
W *
ir
Árlega deyja
hundruö
íslendinga
af völdum
reykinga.
LANDLÆKNIR