Dagur - 26.11.1986, Side 7

Dagur - 26.11.1986, Side 7
26. nóvember 1986 - DAGUR - 7 Þingið var nokkuð vel sótt. Eftir að hafa hlýtt á framsögueríndi ræddi fólk saman í hópum og lagði spurningar fyrir menningarmáianefnd. Myndir: rpb að styttast í peningana, sem aldrei má minnast á. Svo er það líka þannig að vinsældir og sala bóka eiga sjaldan neitt skylt við bókmenntalegt gildi þeirra. Spjari bókmenntirnar sig, hljóta höfundarnir að gera það líka. „Þeir sem seljast þurfa ekki styrki. Þeir sem seljast geta skap- að sér næði til að skrifa.“ Jón Laxdal fór nokkuð háðug- legum orðum um útdeilingu lista- mannalauna og kallaði þetta „listamannasjúkrasamlag“. Hann vitnaði í Helga Hálfdanarson sem sagði engan rithöfund þurfa meiri tíma en fæst að afloknum venjulegum vinnudegi (hann hef- ur sennilega þekkt til Halldórs Stefánssonar sem skrifaði smá- sagnaperlur sínar eftir vinnu sína við bankastörf - innsk. SS). Jón lagði til að bærinn auglýsti lausar stöður í ýmsum listgrein- um. Þannig væri kominn vísir að listamannalaunum í bænum sem myndi hafa góð áhrif á listamenn svo og myndi það skila sér fyrir bæinn. Amtsbókasafnið sprungið Næstur á mælendaskrá var Lárus Zophoníasson amtsbókavörður. Hann rakti húsnæðishrakninga Amtsbókasafnsins en núverandi húsnæði fékkst loks árið 1968. Jafnframt er héraðsskjalasafn í tengslum við bókasafnið. En Amtsbókasafnið er sprungið, aðeins 18 árum eftir flutninginn í nýtt og rúmgott húsnæði. Þess ber að geta að ríkið hefur þarna átt stóran hlut að máli. Akureyr- arbær hefur þurft að taka við öllu prentuðu efni hér á landi og ríkið hefur ekki tekið nægan þátt í þessu prentskilasafni, það gæti a.m.k. greitt sem svarar launum eins bókasafnsfræðings. Annars verður bara að segja „nei takk“ við þessum prentskilum. Því er það svo að allar geymslur Amts- bókasafnsins eru yfirfullar og margt er óskráð. Lárus stakk upp á því að bær- inn keypti lóð í Brekkugötu norðan við bókasafnið og byggði þar nýtt hús. Jafnvel væri hægt að tengja húsin saman. Slíkt ætti ekki að vera nokkurt mál fyrir góðan arkitekt. Þá sagði Lárus að í Davíðshúsi væri bókasafn sem ætti eftir að skrá. Varðandi Sigurhæðir lagði hann til að bærinn keypti efri hæð hússins og léti gera það upp. Húsið væri ákjósanlegt að nota sem íbúð þar sem skáld gætu dvalist og unnið að ritstörfum. Hermann Sigtryggsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi, tók næstur til máls. Hann sagði að bæjarins væri oft minnst vegna grósku í félagsmálum. Á Akur- eyri væru 45 félög sem vinna að æskulýðsmálum. Hins vegar væru skilgreiningar nokkuð á reiki eins og sjá mætti í fjárhagsáætlun bæjarins. Hermann sagði 43 félög á styrk frá bænum og bæri þar hæst Leikfélag Akureyrar og íþróttafélögin. Hann bað menn að gæta þess þegar skólabyggingar risu í nýj- um hverfum að þær væru ekki of einhæfar. Slíkt húsnæði ætti að vera hægt að nýta til félags- og menningarstarfsemi. Hermann vonaði að menningarmálanefnd- in myndi taka forystu í umræð- unni um menningarmiðstöð. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Gerum góðan bæ að betri bæ.“ Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður Dynheima, flutti síðasta framsöguerindið og ræddi um unglingamenningu. Hann sagði börn gjarnan verða fyrir barðinu á lágmenningu, eða jafn- vel ómenningu. Á unglingsárum væru þessir einstaklingar opnir og leitandi í afstöðu sinni og gætu þá tekið við hámenningunni, enda nauðsynlegt að láta ekki lágmenninguna glepja sig. Hún má ekki teljast eðlilegt ástand. Að lokum áréttaði Steindór að menning væri líka til meðal ungs fólks og við þyrftum að hjálpa til við að bæta menningu þess. Menningarmálanefnd Þá var komið kaffihlé og fólk notfærði sér veitingar Zonta- kvenna. Eftir kaffi skipti fólk sér í umræðuhópa og ræddi um listir og menningarmál og efni fram- söguerindanna. Að hópeflinu loknu komu leikarar frá Leikfé- lagi Akureyrar og sýndu atriði úr Marblettum. Að lokum sat menningarmálanefnd fyrir svörum. Hana skipa Gunnar Ragnars formaður, Bárður Hall- dórsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Þröstur Ásmundsson og Jón Arn- þórsson. Ymsum spurningum var beint til nefndarmanna og þeir greiddu úr eftir bestu getu. Ekki var um áþreifanlegar niðurstöður að ræða, en ljóst er að nefndin mun hafa í ýmsu að snúast. Ég ræddi við Bárð Halldórsson eftir þingið. „Það sem kemur hvað bita- stæðast út úr þessu er að það vantar hér pláss til margra hluta, eins og við þegar vissum, og við vorum fyrst og fremst að athuga það hvort það væri hægt að sam- ræma þetta allt í eina byggingu eða hvort við þyrftum að skipta þessu niður á ýmsa staði. Varðandi hugmyndina sem kom fram um starfslaun rithöf- unda vil ég taka dálítið fram. Staðreyndin er sú að Menningar- sjóður Akureyrar hefur verið mjög bágborinn undanfarin ár og var framlag til hans 250.000 á síð- asta ári og það er ekki hægt að gera mikið fyrir það fé. En ég reikna með því að það hækki verulega. Alþýðubankínn á Blðnduósi Alþýðubankinn á Blönduósi hefur starfsemi sína fimmtudaginn 27. nóv. 1986. Afgreiðslutími er kl. 9:15-16:00 virka daga og 17:00-18:00 á fimmtudögum. Bjóðum ykkur velkomin í viðskipti og bendum sérstaklega á fjölbreytilega valkosti í innlánskjörum. Auk almennra reikninga vekjum við athygli á æskusparnaði, lífeyris- sparnaði og stjörnusparnaði. í tilefni dagsins, fyrir alla landsmenn BÚMANNSBÓKIN, nýr innlánsreikningur sem sameinar kosti söfnunarreiknings og geymslureiknings á afbragðskjörum. Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum í Reykjavík, Akureyri, Akranesi, Húsavík og nú á Blönduósi. Við gerum vel við okkar fólk. Alþýðubankinn hf i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.