Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 7
11. febrúar 1987 - DAGUR - 7
inum sé ekki ýkja mikil, er það
svo?
„Það er mjög lítil samstaða í
ullariðnaðinum, það er alltaf ver-
ið að tala um samstöðu en hún er
meiri í orði en á borði. Pað eru til
landssamtök prjóna- og sauma-
stofa og hér áður fyrr voru til
samtök prjóna- og saumastofa á
Norðurlandi, sem voru nokkuð
samstæður hópur, en hann gliðn-
aði einhvern veginn. Menn verða
að athuga að það er verið að reka
fyrirtæki og svona samtök geta
ekki verið neinn aðili sem sér um
að semja um kaup og kjör eða
verð á vöru, þau gætu aftur á
móti komið inn á hluti eins og
menntun starfsfólks og nám-
skeiðahald o.þ.h. Þá geta slík
samtök í mörgum tilfellum kom-
ið fram fyrir hönd fyrirtækjanna í
samskiptum þeirra við hið opin-
bera.“
- Það er óhætt að fullyrða að
Pólarprjón sé nokkuð stór
atvinnuveitandi á Blönduósi, hef-
ur það alltaf verið svo?
„Nei, það má segja að það hafi
bæði stækkað og minnkað. Þegar
ég byrjaði hér þá var fyrirtækið
með tvær prjónavélar, eina
munsturvél og eina venjulega.
Svo var það 1972 að gerður var
samningur við American Express
um að sauma fjörutíu þúsund
kápur, og upp úr því urðu til
margar af þeim saumastofum
sem enn eru til hér á Norður-
landi. Það má segja að upp úr
þessu hafi Pólarprjón vaxið
nokkuð hratt og örugglega, það
var prjónað allan sólarhringinn
alla daga. Síðan var keypt ný vél
og svo svona koll af kolli, var far-
ið út í „elektróníkina", og ég
held að árið 1977 hafi verið
prjónuð allt upp í 1200 kíló á sól-
arhring. Ég man þetta nú ekki
alveg en mig minnir að það ár
hafi verið framleidd um 170 tonn
hér.
Á þessum tíma var Pólarprjón
nokkuð einrátt á svæðinu hérna
norðanlands og við vorum í við-
skiptum við einar tuttugu og tvær
saumastofur á svæðinu allt frá
Seyðisfirði og suður til Selfoss.“
- Þá hafa aðrir náttúrlega rok-
ið til og farið að prjóna líka fyrst
þetta gekk vel hér?
„Já upp úr þessu fóru fleiri að
koma inn í prjónaskapinn. Vaka
á Sauðárkróki keypti sér vélar og
Drífa á Hvammstanga, nú og
Álafoss kom með sínar vélar.
Þetta þýddi náttúrlega það að
kakan var ekki nógu stór handa
öllum og það dróst saman hjá
Pólarprjóni."
- Ér þetta ekki einmitt dæmi
um það hvernig á ekki að gera,
þyrfti ekki að skipuleggja þetta
einhverjum áætlunum sem ein-
hverjir aðrir gera.“
- Er ekki stefnan sú að
prjóna- og saumastofur úti um
land verði sjálfstæðari t.d. í sölu-
málum, en verið hefur?
„Ég hef nú sagt það áður að
versta hlutskipti sem nokkur
maður getur lent í er að vera
undirverktaki í ullariðnaði, sem
við erum nánast. Ég held að það
hljóti að vera nauðsynlegt að
þessi fyrirtæki reyni að verða
meira sjálfstæð og eiga meiri þátt
í sölunni.“
- Nú veit ég um fyrirtæki
sem er að reyna að koma vörum
frá ykkur og fleiri aðilum á mark-
aði erlendis og er þegar orðið
ljóst að mun betra verð fæst fyrir
vöruna þannig. Er þetta ekki
leiðin sem verður farin fyrir rest?
„Það held ég, það er t.d. búið
að stofna núna fyrirtæki sem
framleiðendur eiga og því er ætl-
að að reyna að gera átak í sölu-
málum og fara út fyrir þessa
hefðbundnu markaði. Þetta er
náttúrlega algjörlega á byrjunar-
stigi, en það virðist ríkja geysi-
legur áhugi hjá þeim sem vinna
að þessu. Ég held að þetta komi
til með að verða þannig að fram-
leiðendur reyni að selja í gegnum
sín eigin sölukerfi eða að ná
samningum við aðila sem bjóða
betri verð en þessir stærri aðilar
gera.“
- Er ekki einmitt möguleiki á
að fyrirtæki eins og Álafoss,
Sambandið og Hilda fari að
greiða viðunandi verð fyrir vör-
una ef ykkur tekst að koma upp
verðinu með sölu í gegnum aðra
aðila?
„Um leið og eftirspurnin eftir
vörunni verður meiri en hægt er
að anna eins og er kannski í dag,
þá er hægt að fara að tala um
hærra verð. Það sem ég er mest
hræddur við núna, er að við get-
um ekki framleitt það sem beðið
verður um. Það er ekkert útilok-
að að sú staða geti komið upp að
fyrirtækin geti sagt sem svo, „við
framleiðum þetta á þessu verði ef
þú vilt það ekki þá er það allt í
lagi vegna þess að við höfum nóg
annað“.“
- Er sýnilegt í nánustu framtíð
að svona staða geti komið upp?
„Það getur alveg verið. Við vit-
um það ekki en þessi staða gæti
komið upp með vorinu. í raun-
inni höfum við alltaf verið þiggj-
endur og það er vont hlutskipti,
að vera alltaf að bíða eftir að fá
eitthvað hjá öðrum.“ G.Kr.
betur þannig að það séu ekki allt
of margir að naga utan af sömu
kökunni?
„Það má segja það og kannski
væri best að hafa bara eitt fyrir-
tæki í þessu.“
- Hvað vegur rekstur Pólar-i
prjóns þungt hér, hvað hafa
margir atvinnu hjá fyrirtækinu?
„Það eru á milli þrjátíu og
fjörutíu í dag, og ætli það sé ekki
óhætt að segja að síðan fyrirtæk-
ið var stofnað 1971, þá hafi þrjá-
tíu til fimmtíu manns haft
atvinnu hjá því á ári. Þá er ekki
þar inn í sá fjöldi sem hefur vinnu
á saumastofunum sem við prjón-
um fyrir, þannig að væri allt talið
þá er ljóst að það er mjög margt
fólk sem byggir afkomu sína að
verulegu leyti á atvinnu beint eða
óbeint hjá Pólarprjóni."
- Þarf að koma kvóti á þessa
atvinnugrein eins og fleiri vegna
offramboðs?
„Nei, ég held að menn verði
bara að hafa samkeppni og þá
eru það gæðin sem skipta máli.“
- Verður það ekki til þess að
Saumað af fullum krafti, og ekki verður nú sagt að bruðlað sé með plássið.
sá sem er nógu stór eða ríkur,
verður ofan á vegna þess að hann
hefur efni á að lækka sig á meðan
hinir eru að fara á hausinn?
„Nei, ég held að það sé varla
hægt að lækka neitt. Það er
kannski það eina sem hægt væri
að tala um samstöðu, það er í
prjóninu. Það hefur alla vega
virst þannig að öllum kostnaðar-
hækkunum er velt yfir á sauma-
stofurnar, allar innanlandshækk-
anir koma á prjónið.“
- Seint á síðasta ári flutti Pól-
arprjón í núverandi húsnæði,
seldi stærri eignir og minnkaði
við sig á ýmsum sviðum. Var
þetta búið að standa lengi til sem
hagkvæmnisaðgerð, eða kom
eitthvað annað til?
„Ég gerði tillögur um endur-
skipulagningu fyrirtækisins um
mitt ár ’85 sem miðuðu meðal
annars að því að fyrirtækið kæm-
ist úr því húsnæði sem það var í
og öll starfsemin yrði undir einu
þaki. Húsið að Húnabraut 13
sem við áttum og vorum með
hluta starfseminnar í, var á marg-
an hátt mjög óhentugt fyrir fyrir-
tæki af þessari gerð. Þá er auðvit-
að farið út í þessar aðgerðir til að
reyna að'lækka skuldirnar svolít-
ið, og enda þótt við tökum við
öðrum skuldum fylgjandi nýja
húsnæðinu þá eru það öðruvísi
lán. Síðan var ákveðið að selja
íbúðarhús sem fyrirtækið á og
hefur ekki efni á að eiga, það seg-
ir sig sjálft að fyrirtæki sem hefur
ekki efni á að eiga húsnæði yfir
sína starfsemi getur ekki haft efni
á að eiga íbúðarhúsnæði úti í bæ.“
- Og hefur ykkur tekist að
losa ykkur við þessar íbúðir?
„Önnur þeirra fór í makaskipt-
um til eiganda hússins sem við
keyptum undir reksturinn en hitt
er óselt enn.“
- Hentar þetta nýja húsnæði
ykkur vel eins og það er, eða
blasir við ykkur að þurfa að
byggja við til að starfsemin kom-
ist fyrir?
„Það lá nú ljóst fyrir strax og
ákveðið var að hafa bæði sauma-
og prjónastofuna hér að það
þyrfti að byggja við fljótlega.
Þetta hefði hentað ágætlega und-
ir prjónastofuna eina og sér, en
menn vilja eðlilega sjá einhvern
árangur af þessari endurskipu-
lagningu, áður en farið væri út í
eitthvað slíkt. Aðalmálið er
kannski að það vantar lagerpláss
auk þess sem það mætti rýmka
aðeins á prjóninu. Það má sjá hér
í kringum húsið alls kyns kofa og
gáma, og t.d. erum við með
vinnuskúr hérna við útidyrnar,
sem við notum sem fundarher-
bergi og aðstöðu fyrir verkstjór-
ana en þetta er bara fram á vorið
því sá sem á skúrinn tekur hann í
vor.
Það eru alveg hreinar línur að
við erum ekkert hrifnir af að
þurfa að hafa þetta svona, en ég
treysti því að fólk hafi skilning á
þessu og það er alveg víst að þeg-
ar Pólarprjón hefur efni á því að
byggja við þá verður þetta drasl
látið hverfa um leið.“
- Er sýnilegur uppgangstími í
þessum iðnaði núna?
„Það er það núna í augnablik-
inu og menn eru bjartsýnir, alla
vega svona fyrri hluta ársins. En
það hefur nú oft gerst áður og ég
held að menn ættu bara að reyna
að vera raunsæir, við erum ekk-
ert hressir með áætlanir sem síð-
an standast ekki. Það eina sem
gildir fyrir svona fyrirtæki eins og
Pólarprjón er að hafa pantanir í
höndunum, við lifum ekkert á