Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 12
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 11. febrúar 1987 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24 CM CM CM Rækjuskipið Sjávarborg, e.t.v. betur þekkt sem „Flakkarinn“, kom til Akureyrar í gær með 90 toon af rækju. Myndin er tekin er unnið var við löndun úr skipinu. Mynd: rþb Akureyri: Þriðji hlýjasti janúarmánuður á öldinni Janúarmánuður síðastliðinn var sennilega sá þriðji hlýjasti á þessari öld hér á Norður- landi. Ef miðað er við tölur frá Akureyri þá var meðalhitinn þar 2,1 stig í janúar en það er 4,2 stigum hærra en meðaltal janúarmánaða á árunum 1951- 1980. Aðeins árin 1947 og 1972 hefur janúarmánuður verið hlýrri á Akureyri. Árið 1947 var meðal- hitinn í mánuðinum 3,2 stig en 2,5 stig árið 1972. Mesti hiti í janúar síðastliðn- um á Akureyri mældist 11,3 þann 23. janúar en fyrsta dag ársins var mest frost, -11,6 stig. Úrkoma í mánuðinum var mjög lítil, aðeins 6 mm. Það er einungis um 13% af meðal úr- komu í janúajr árin 1951-1980. Sólskinsstundir í mánuðinum voru einungis 6,3 og er það nálægt meðallagi. Aldrei varð sérlega hvasst í mánuðinum, þó fór vindstyrkur í 8 vindstig 24. dag mánaðarins. Mesti vindhraði sem mældist í vindhviðu sem ekki varði í 10 mínútur var 66 hnútar en það jafngildir 12 vindstigum. Áð sögn Öddu Báru Sigfús- dóttur veðurfræðings þá má segja að ástæðan fyrir þessum miklu hlýindum sé afstaða hæða. Segja má að allan mánuðinn hafi hæðir verið yfir Norðurlöndum og Austur-Evrópu sem beindu suð- lægum vindum hingað norður á hjara veraldar en ollu hins vegar fimbulkuldum annars staðar sem kunnugt er. ET Atvinnumál á Hvammstanga: Bjartsýni ríkjandi haust að rækjan væri að mestu horfin af innfjarðarmiðunuht í Húnaflóa, þá verður ekki annað sagt en að ýmsum hafi þótt útlitið heldur, svart fyrir Hvammstanga sem að verulegu leiti hefur byggt atvinnulíf sitt á rækjunni til margra ára. Laugardaginn 6. febrúar síðastliðinn beitti atvinnumála- nefnd Hvainmstanga sér fyrir fundi um atvinnumál á staðnum. Frummælendur á fundinum voru tólf og um 80 manns voru á fundinum. Þegar það varð ljóst síðastliðið smábátaeigenda: Dalvík: Mjög biýnt aö dýpka höfnina Nýlega eru hafnir grjótflutn- ingar til fyllingar undir fyrir- hugaða smábátabryggju á Sauðárkróki. Er talið að bíl- hlössin verði um 500 sem flutt verða utan frá Hvalnesi á Skaga og er reiknað með að þetta verði 2-3 vikna vinna, miðað við að 5 bílar verði í keyrslunni. Fyrir dyrum stend- ur hjá Sauðárkróksbæ að bjóða út flutning á kjarnaefni og gerð flotbryggja í smábáta- höfninni. Nýlega voru opnuð tilboð í grjótflutningana. Þrjú tilboð bárust, það lægsta frá Firði sf. og Stefáni Guðjónssyni upp á 2.592.000. Króksverk var með 2.819.416 og Viggó Brynjóifsson Skagaströnd með 4.384.000. Kostnaðaráætlun tæknideildar Sauðárkróksbæjar hljóðar upp á 3.507.200. Stefán Guðjónsson er vinnuvélaeigandi á Sauðárkróki og Fjörður sf. samanstendur af allmörgum bílstjórum úr Vöru- bílstjórafélagi Skagafjarðar. -þá Smábátahöfn á Sauðárkróki: 500 bílhlöss í uppfyllinguna „Dýpkun hafnarinnar er á okkar óskalista og eitt af þeim verkefnum þar sem eru hvað brýnust. Hins vegar strandar á því að það er ekki til tæki til að vinna á þessu. Botninn er þannig að ekki er hægt að dæla þessu heldur þarf grafskip og eftir að Grettir sökk í Faxa- flóanum hefur ekki verið um það að ræða að hægt væri að ráðast í þetta,“ sagði Valdimar Bragason, bæjarfuUtrúi á Dalvík. . „Þetta er ákaflega brýnt til þess hreinlega að geta notað þá garða sem fyrir eru. Það er mjög hæpið að komast að þeim á tog- urunum,“ sagði Valdimar einnig. Æ ofan í æ berast kvartanir vegna hafna á Norðurlandi eystra. Skemmst er að minnast þess. að Akureyrin tók niðri í Húsavíkurhöfn sem er orðin full af sandi. Hún hefur ekki verið dýpkuð lengi. Á Dalvík er það hins vegar ekki sandurinn sem er til trafala heldur þykk móbergs- hella sem þarf að grafa í burtu. Ljóst er að víða er úrbóta þörf og hafa margir lýst furðu sinni á lágu framlagi ríkisins til þessara mála á árinu samkvæmt fjárlögum. Valdimar Bragason var einnig inntur eftir ástæðunni fyrir því að bæjarstjórnin fékk frest til febrú- arloka til að skila fjárhagsáætlun. Hann sagði að það væri einfald- lega ekki búið að vinna hana. „Það eru ný lög sem segja að þetta skuli búið fyrir janúarlok. En það er ákvæði um það í lögunum að ráðuneytið geti veitt þennan frest og mönnum fannst rétt að sækja formlega um hann,“ sagði Valdimar. SS Óánægja meðal Vilja færa dragnótaveiöar utar - hlutur bolfisks hjá dragnótabátum hefur aukist gífurlega Klettur, félag smábátaeigenda við Fyjafjörð og Skjálfanda- flóa, hefur farið þess á leit við Atvinnumálanefnd Akureyrar að hún leggi fram umsögn um dragnótaveiðar í Eyjafirði. Félagið leggur til að gerðar verði verulegar breytingar á heimildum til þessara veiða sem smábátaeigendur telja að ógni afkomu þeirra og skynsamlegri nýtingu fiski- stofna. Ingvi Árnason formaður félagsins sagði í samtali við Dag að það sem farið væri fram á væri að sú lína sem dragnótabátum er óheimilt að veiða innan væri færð utar. Lína þessi liggur núna frá Síla- nesi austan fjarðarins í Brimnes vestan fjarðarins og liggur því sunnan Hríseyjar. Fyrir nokkrum árum lá línan í Stekkjanes vestan fjarðar og skar eyjuna. Ingvi sagði að það væri krafa smábáta- eigenda að línan yrði færð yst í fjörðinn og lægi þannig frá Kjálkanesi í austri í Brík norðan Ólafsfjarðar. „Þetta er alveg voði fyrir okkur á þessum smábátum. Við getum ekki fallist á það að umsvif útgerðar á stærri bátum þurfi að kæfa okkur á minni bátunum. Það er þegar komið að því,“ sagði Ingvi. Dragnótaveiðar voru að sögn Ingva upphaflega hugsaðar til þess að nýta kola betur en gert var. Bátunum var þó heimilt að hafa ákveðið hlutfall af bolfiski í aflanum. Á undanförnum tveim- ur árum hefur hlutur bolfisks hins vegar aukist gífurlega en hlutur smábáta skerst að sama skapi. „Ég held að það megi einnig flokka þetta undir slysavarnamál sem við förum fram á. Það gefur auga leið að þegar þessi ágangur er inni í fjörðunum þá verða litlu bátarnir að flýja út fyrir þá stóru, jafnvel á mið sem þeir ráða ekki við,“ sagði Ingvi. Að sögn Ingva hafa sveitar- stjórnir á Dalvík og Grenivík þegar lýst stuðningi við kröfur smábátaeigenda og sagðist hann nú vonast eftir hjálp bæjaryfir- valda hér við að hafa áhrif á ráðuneyti. „Við leituðum til atvinnu- málanefndar því hér er um að ræða 23 menn sem hafa af þessu fasta atvinnu. Það þætti mikið ef allt f einu væri sagt upp 23 mönn- um hjá einhverju fyrirtæki vegna þess að einhver annar vildi taka yfir störfin þeirra,“ sagði Ingvi að lokum. ET Á fundinum á laugardaginn kom þó í ljös gð ótti' margra um atvinnuleysi hefur verið óþarfur, frekar er að vanti fólk til vinnu en hitt. Að sögn viðmælanda blaðs- ins er næg vinna hjá Meleyri og auk þess er unnið að nýum verk- efnum hjá sláturhúsi kaupfélags- ins, en það er úrbeining á kjöti fyrir Japansmarkað og kjötsögun fyrir Svíþjóð. Við þetta starfa sautján manns. Þá er verulega bjart framundan hjá sauma- stofunni Drífu, en talið er að fyrirtækið styrki stöðu sína veru- lega á markaðnum með því að fara út í sjálfstæða sölu á fram- leiðslu sinni. Þrátt fyrir að frekar illa horfi á sumum sviðum s.s. í landbúnað- inum, þá verður ekki annað sagt en að bjartsýni um framtíðina hafi verið lokaniðurstaða fundar- ins á Hvammstanga, og sú svart- sýni sem var þar við líði í haust sé nánast horfin. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.