Dagur - 18.02.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 18. febrúar 1987
18. febrúar 1987 - DAGUR - 7
Leikfélag Húsavíkur:
Síldin fékk frábærar
móttökur í Hafnarfirði
Um fjörutíu manns á vegum
Leikfélag Húsavíkur voru fyrir
sunnan um helgina og var
söngleikurinn Sfldin kemur -
sfldin fer sýndur þrisvar sinn-
um í Bæjarbíói í Hafnarfirði
fyrir fullu húsi.
„Við fengum frábærar mót-
tökur og þetta var alveg stórkost-
legt. Við hefðum örugglega getað
verið með þrjár sýningar í viðbót
því það var mikið hringt og spurt
eftir miðum þegar uppselt var á
allar sýningarnar.
Það var alveg sérstakt að Leik-
félag Hafnarfjarðar skyldi hleypa
okkur þarna inn í húsið á föstu-
dagsmorgun því það var frum-
sýning hjá þeim á sunnudags-
kvöld svo þetta hlýtur að hafa
verið mjög óþægilegt fyrir þau,“
sagði María Axfjörð formaður
Leikfélags Húsavíkur.
Nú hefur Síldin verið sýnd 34
sinnum og tala sýningargesta er
um 4500, um næstu helgi er
ákveðið að hafa tvær sýningar á
verkinu á Húsavík en ljóst er að
mjög fáar sýningar eru nú eftir.
Fiðlarinn á þakinu á sýningarmet
hjá leikfélaginu en sýningar á því
verki urðu alls 38, nú bendir allt
til þess að Síldin fari að slá nýtt
sýningamet. IM
Ég las með eftirvæntingu ummæli
Stefáns Valgeirssonar í Tímanum
4. þ.m., þar sem fjallað var um
það, að framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins hafnaði
kröfu hans um að fá að nota bók-
stafina BB á sprengiframboðs-
lista sinn. F>au ummæli eru þar
höfð eftir Stefáni, að hann hefði
vænst þess „að framkvæmda-
stjórnin léti skynsemina ráða“.
Þessi ummæli urðu til þess að
ég hlaut að renna huganum yfir
framboðsmál Framsóknarflokks-
ins hér í kjördæminu á umliðnum
mánuðum.
Um það verður ekki deilt, að
val frambjóðenda á lista flokks-
ins fór fram nákvæmlega eftir
þeim reglum, sem Kjördæmis-
sambandið hafði sett sér og ekki
veit ég betur en að S.V. hafi
verið þeim samþykkur þegar
þær voru settar. í forvali hafnaði
5. V. í 3. sæti, en kosning um röð-
un á framboðslista fór fram í lok
kjördæmisþings, sem haldið var á
Húsavík dagana 1.-2. nóv. sl. Sá
mannfundur mun seint gleymast
þeim, sem hann sóttu og er það
fyrst og fremst hlutdeild S.V.,
sem gerir hann eftirminnilegan,
jafnt fyrir það, þótt sá þáttur
hans væri með endemum. Sá
þáttur er þegar alþjóð kunnur,
því ekki létu fjölmiðlar sinn hlut
eftir liggja í að koma því
„drama“ á framfæri og væri vel,
ef þeir stæðu sig eins vel við að
koma öðrum jafn merkum við-
burðum, sem gerast úti um lands-
byggðina fyrir augu og eyru
alþjóðar.
Þegar gengið var til kosninga
um röðun á framboðslistann,
hlaut Guðmundur Bjarnason
kosningu í fyrsta sæti og skildu þá
S.V. og hann að 30 atkvæði og
hafði Guðmundur því hlotið lög-
mæta kosningu í það sæti sam-
kvæmt þeim reglum, sem kosið
var eftir. Augljóst var að annað
sæti á listanum var öruggt þing-
sæti og því var enginn settur út í
kuldann, sem skipaði það sæti.
Þrátt fyrir það hljóp S.V. upp
þegar þessi úrslit urðu kunn og
tilkynnti, svo sem alþjóð var gert
kunnugt, að „aftaka" sín hefði
farið fram og bannaði að nafn sitt
yrði nefnt þaðan í frá, í sambandi
við þær kosningar sem fram færu.
Þrátt fyrir „aftökuna", sem ýms-
um þótti þó meir líkjast sjálfs-
morði, gekk S.V. úr salnum við
fámenni.
Að þessum þætti loknum, þar
sem S.V. var í hlutverki aðal-
persónunnar, fór fram kosning
um 2. mann á framboðslistann.
Þar var valið á milli Valgerðar
Sverrisdóttur og Þórólfs Gísla-
sonar, sem ekki var annað vitað
en að væri erfðaprins S.V. Þegar
þeirri viðureign lauk með því að
Valgerður hlaut lögmæta kosn-
ingu í 2. sæti framboðslistans,
gengu stuðningsmenn S.V. og
Þ.G. loks úr salnum og var þætti
þeirrar fylkingar í kjöri á lista
flokksins þar með lokið.
Með tilvísun til þeirra ummæla
S.V., sem tilfærð eru í upphafi
þessa máls, velti ég því fyrir mér,
hvort það hafi verið á þessari
stundu, sem þeir létu „skynsem-
ina ráða“, S.V. og stuðnings-
menn hans. Við mér horfir það
þannig að þar hafi öllu ráðið stór-
mennska, rangsnúinn metnaður
og vafasamt sjálfsmat.
Að sjálfsögðu var lokið við
skipan 7 efstu manna á listann og
þar tel ég að hafi með afbrigðum
vel tekist til.
Fullvíst er, að allir sannir fram-
sóknarmenn og konur, vilja
framtíðargengi flokks síns, sem
mest og þessi listi höfðar hiklaust
til framtíðarinnar, til þeirra
ungu, sem erfa munu landið. Á
listanum er ungt fólk og á besta
aldri í hverju sæti, fólk sem feng-
ið hefur þjálfun og reynslu í hin-
Óskar
Sigtryggsson
skrifar:
um margvíslegustu félagsstörf-
um. í öðru sæti er ung sveita-
kona, sem unnið hefur sér sér-
stakt álit fyrir störf sín á vegum
framsóknarkvenna og fyrir störf
að samvinnumálum. Ég fullyrði
því að enginn af þeim listum, sem
kynntur hafa verið á vegum
Framsóknarflokksins er betur
skipaður, með tilliti til þess að
höfða til þeirra ungu, og mér er
til efs, að aðrir flokkar tefli fram
lista, sem stendur honum á
sporði. Við þennan lista hafa nú
S.V. og áhangendur hans í hót-
unum og beita gegn honum
áróðri sínum. Er þetta það, sem
þeir kalla að láta „skynsemina
ráða“?
Það er öllum ljóst, að lands-
byggðin á nú mjög í vök að
verjast, gagnvart höfuðborgar-
svæðinu, því er okkur þörf á sam-
stöðu en ekki sundrungu. Mér
hefur aldrei blandast hugur um
það, að Framsóknarflokkurinn
hefur jafnan staðið í fylkingar-
brjósti til varnar landsbyggðinni.
Þar hefur S.V. án efa unnið
margt þarfaverk á vegum hans.
En vinnubrögð þeirra, sem þó
stefna að sama marki, geta verið
margvísleg og ekki ætíð með
sama hætti. Og það vill til, að
þeim miðar engu síður sem
minna busla.
Nú hefur verið lagður fram
fullskipaður sprengilisti S.V. Þar
á eru eflaust nöfn margra mætra
manna. En ég sakna átakanlega
nafns sjálfs krónprinsins, Þórólfs
Gíslasonar, mannsins, sem varð
þess valdandi, að allmargir gengu
af fundi þegar ljóst varð að hann
hlaut ekki annað sætið á lista
framsóknarmanna.
Ég var á sl. hausti áhorfandi í
sjónvarpi að setningu Alþingis,
þar sem Stefán Valgeirsson var í
forsetastóli sem aldursforseti.
Undir þeirri athöfn varð mér
hugsað til þess, að hann mundi
tæpast öðru sinni óska eftir að
skipa þann sess. Ég vænti þess,
að hann léti ógert að gefa kost á
sér til prófkjörs á vegum Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu.
Reyndin hefur orðið önnur og ég
get ekki fundið að honum hafi
tekist það, sem hann ætlast til af
öðrum: „Að láta skynsemina
ráða.“ Hafi okkur verið falin
trúnaðarstörf þegar við erum á
léttasta skeiði, hættir okkur
stundum til þess sem gömlum
mönnum að álíta þau störf standa
og falla með okkur. Alla jafnan
er það svo að þessi þráhyggja
okkar gömlu mannanna stáfar af
því, að hæfni okkar til sjálfsgagn-
rýni hefur beðið hnekki í glím-
unni við kerlingu Elli.
Það er ekki tiltakanlega langt
síðan ég rann það æviskeið, sem
S.V. er nú að feta. Þegar ég met
það, sem árin hafa krafist af
mér, á þessu skeiði, hlýt ég að
álykta sem svo; að sá maður, sem
á erindi inn á löggjafarsamkomu
þjóðarinnar á líkum aldri og ég
er nú, hljóti að vera ofurmenni,
eða að minnsta kosti stórum bet-
ur af guði gerður en ég er. Nú ber
ég ekki brigður á það að S.V. sé
mér fremri, en efins er ég um
það, að.svo miklu muni að brott-
hvarf hans af þingi ylli þjóðar-
bresti.
Óskar Sigtryggsson,
Reykjarhóli,
Reykjahreppi, S.-Þing.
Jarövarmaveitur ríkis-
ins lagðar niður
- ríkið yfirtekur 40 milljóna skuld
Frá og með síðustu áramótum
er gufuaflstöðin í Bjarnarflagi í
eigu Landsvirkjunar, sem hef-
ur með höndum gufusölu til
Kísiliðjunnar hf. við Mývatn.
Um leið voru Jarðvarmaveitur
ríkisins, sem var fyrirtæki í
umsjá Orkustofnunar, lagðar
niður. Ekki voru allir sammála
um þessar ráðstafanir því aðil-
ar áttu mismunandi hagsmuna
að gæta. Jarðvarmaveitur
ríkisins voru stórskuldugt fyrir-
tæki og námu skuldirnar rúm-
um 160 milljónum króna en
Landsvirkjun keypti veiturnar
á 120 milljónir. Iðnaðarráðu-
neytið var ekki tilbúið til að
selja Kísiliöjunni hf. jarðhita-
réttindin í Bjarnarflagi þó svo
að hærra verð hefði fengist.
Ríkissjóður verður því að taka
á sig þær 40 milljónir sem
þarna ber á milli.
Forráðamenn Kísiliðjunnar hf.
vildu kaupa mannvirkin og jarð-
hitaréttinn í Bjarnarflagi en því
var alfarið hafnað. Ein megin-
röksemd iðnaðarráðuneytisins og
Alberts Guðmundssonar var sú
að ekki mætti selja erlendum
aðilum innlendar orkulindir.
Fordæmi fyrir slíkri sölu var þó
komið áður því að erlendir aðilar
eiga hluta í jarðhitaréttindum á
Suðurnesjum í tengslum við
fiskeldi þar.
Róbert B. Agnarsson, forstjóri
Kísiliðjunnar hf., sagði í viðtali
við Dag: „Víst vorum við ekki
ánægðir með að vera synjað um
leyfi til að kaupa Jarðvarmaveit-
ur ríkisins. Við erum einu not-
endurnir að gufunni hérna og það
hefði bætt rekstrarafkomu fyrir-
tækisins til muna ef við hefðum
fengið þetta. En við erum sem
sagt út úr myndinni og verðum að
setja okkur það markmið að sam-
starfið við Landsvirkjun verði
gott. Annars er ekki hægt að
segja að það séu nein rök að
neita okkur um leyfi til að kaupa
veituna í Bjarnarflagi vegna þess
að erlendir aðilar eigi hér hlut að
máli. Það er þegar komið for-
dæmi fyrir því á Suðurnesjum
þegar útlendingar keyptu orku-
réttindi vegna fiskeldis þar.“
„Þann 31. desember 1985 voru
samþykkt sérstök heimildarlög á
Alþingi sem voru í tveimur
liðum. í fyrsta lagi var staðfestur
sölusamningur vegna kaupa
Landsvirkjunar á Kröfluvirkjun.
í öðru lagi var heimildarákvæði í
lögunum þar sem ríkisstjórninni
var gert heimilt að selja Jarð-
varmaveitur ríkisins ef samningar
næðust. Við litum á þetta tvennt
sem samtengd mál. Það kom ekki
til greina frá okkar hálfu að selja
Kísiliðjunni hf. réttindin í Bjarn-
arflagi. Það sem við horfum mest
á var það að rekstur Kröfluvirkj-
unar og Jarðvarmaveitna ríkisins
er skyldur rekstur og því eðlilegt
að hafa þetta á einni hendi,“
sagði Halldór Kristjánsson, full-
trúi í iðnaðarráðuneytinu.
Sverrir Þórhallsson, verk-
fræðingur hjá Orkustofnun og
umsjónarmaður Jarðvarmaveitna
ríkisins um árabil, sagði af þessu
tilefni: „Það er erfitt að tala um
Jarðvarmaveitur ríkisins sem
fyrirtæki því þarna var um að
ræða framkvæmdir á vegum
ríkisins sem Orkustofnun sá um.
Nafnið Jarðvarmaveitur ríkisins
var því eiginlega bara bókhalds-
atriði. Þetta var aldrei sérstakur
rekstur og enginn starfsmaður
fastráðinn. Þessi starfsemi í
Bjarnarflagi byrjaði með því að
Orkustofnun boraði gufuholur í
Bjarnarflagi fyrir Kísiliðjuna hf.,
sem greiddi ákveðið afnotagjald
af gufunni. Skuldir Jarðvarma-
veitna ríkisins orsökuðust ein-
göngu af Kröflueldunum 1978-
'19 en þá eyðilögðust allar bor-
holurnar við Bjarnarflag. Þetta
voru ekki neinar óreiðuskuldir
því það er ekki nema eðlilegt að
lánin til þessara framkvæmda
hækki við aðstæður eins og þarna
ríktu.
Hvað varðar kaup Landsvirkj-
unar á veitunum þá sá iðnaðar-
ráðuneytið alveg um þá hlið
málsins." EHB
Hreiðar Hreiðarsson og Sigurður Bjarnason smiður við „mini-golf" brautirnar í Vín.
Mynd: RÞB
Blómaskálinn Vín:
Mini-golfið gerir lukku
„Þetta hefur vakið mikla hrifn-
ingu,“ sagði Hreiðar Hreiðars-
son í blómaskálanum Vín við
Hrafnagil, en þar var um helg-
ina opnað mini-golf, hið fyrsta
innanhúss á Norðurlandi.
Hreiðar sagði að innandyra
væri búið að koma fyrir 5 braut-
um og fleiri komast þar ekki
fyrir. Strax og veður leyfir í vor
verður farið með brautirnar út
undir bert loft og þá bætt við fjór-
um brautum. Þær eru klæddar
gervigrasi og eru liinar vegleg-
ustu.
Opnunartími í mini-golfið er
kl. 13-22 daglega, og auk þess er
hægt að panta aðstöðu utan þess
tíma.
valin úr þau 100 börn, sem höfðu
mest blý í tönnunum, og þau 100,
sem minnst blýmagn höfðu.
Börnin fóru í umfangsmikla sál-
fræðilega athugun, og rætt var
við foreldra þeirra.
Athuganirnar sýndu, að þau
börn, sem mest blý höfðu
í tönnunum áttu yfirleitt við fleiri
vandamál að stríða í skólanum,
og í sálfræðiprófinu gerðu þau
fleiri skekkjur en hinn hópurinn.
Börnin áttu heima í hverfum,
þar sem mikil umferð bíia var úti-
fyrir, og vísindamennirnir eru
ekki í vafa um, að þaðan sé meg-
inhluti blýmagnsins kominn.
Börn eiga líka á hættu að fá í
sig blý, ef foreldrar þeirra vinna
t.d. á bílaverkstæði eða reykja.
Þá hættir ungbörnum mjög til að
stinga hlutum, sem innihalda blý,
upp í sig. En rannsóknin sýndi,
svo ekki varð um villst, að
umhverfið hafði úrslitaþýðingu.
Námserfiðleikar barnanna
voru það sem kallað er óskil-
greindir, það er að segja að ekki
er um sérgreind vandamál að
ræða hjá börnum, sem fengið
hafa í sig blý í litlum mæli. Blýið
verður hjá þeim áhættuþáttur,
eins og svo margt fleira.
(111. Videnskab 1/87. - Þýð. Þ.J.)
~af erlendum vettvangi.
Danskir vísindamenn hafa skilað
vandaðri skýrslu um skaðleg
áhrif blýs. Niðurstöður þeirra
sýna, að jafnvel mjög lítið magn
af blýi getur skaðað börn.
Niðurstöður vísindamannanna
sýna, að börn sem anda að sér
útblástri bíla, sem blý er í, eiga
miklu fremur við erfiðleika í
námi að etja og hegðunarvanda-
mál en þau börn, sem eru laus við
þetta, og vísindamennirnir benda
á, að börn í mörgum stórborgum
verði að þola miklu stærri
skammta en þau dönsku börn,
sem rannsökuð voru.
1300 börn í Árósum, sem voru
að byrja í fyrsta bekk, létu hvert
um sig af hendi eina barnatönn,
sem vísindamennirnir könnuðu Jafnvel litlir skammtar af blýi úr útblæstri bíla hafa áhrif á ung börn, valda
síðan blýmagn í. Því næst voru hegðunarvandamálum og erfiðleikum í námi.
Orsök heilaskaóa fundin með
því að rannsaka blýmaon í tönnum
Dougue
Tískublaðið Vougue hefur
fengið samkeppni. Ilene
Hochberg, fyrrverandi rit-
stjóri Vougue og núverandi
hundatískufrömuður, gefur
nú út skopstælingu af
tískublaðinu undir nafninu
Dougue. Það snýst eingöngu
um hunda. Eins og í Vougue
er áherslan lögð á glæsibrag,
munurinn er aðeins sá að
fyrirsæturnar eru ýmsar mis-
munandi hundategundir. í
þessu hátískublaði geta
hundavinir lesið sér til um
leikfimi fyrir húsdýr,
stjörnuspá þeirra loðnu,
ferfættu, og dýrindis upp-
skriftir. Einnig er þar að
finna hugmyndir að afmælis-
gjöf handa Snata eða jóla-
gjöf handa Snotru og svo má
náttúrlega ekki gleyma
nýjustu tísku í hundakofum.
(Stern 46/1986. - Þýð. áí)
Skopstæling á forsíðu tískublaðsins
Vougue: Hundatískublaðið Doug-
ue, sem gefið er út í New York.
Brunasár lænast fyrr með því að nota ekki umbúðir eða lyf. Þetta uppgötv-
aði rússneskur verkfræðingur, þegar hann lenti sjálfur í vinnuslysi.
Bmnasár læknast
best við blástur
Brunasár læknast langbest í hlýju
lofti en án þess að notuð séu
krem eða smyrsl. Það var Grigiro
Antonenko verkftæðingur í
Odessa, sem uppgötvaði þetta
fyrir hreina tilviljun, þegar hann
lenti sjálfur á sjúkrahúsi með
alvarleg brunasár.
80% af líkama Antonenkos
varð fyrir bruna af völdum vinnu-
slyss. Læknarnir á sjúkrahúsinu
báru ekki á hann brunasmyrsl
vegna þess að við notkun slíks
áburðar er alltaf nokkur hætta á
að sýking komist í sárin. Rakinn
frá kremi og smyrslum getur
valdið bólgu, sem er ákjósanleg-
asti gróðrarstaður fyrir bakterí-
ur.
Rúm Antonenkos stóð þar sem
blástur frá hitalögninni á sjúkra-
húsinu lék um það. Það. varð til
þess, að honum varð ljóst að
hlýtt loftið hafði heppileg áhrif á
sárin - honum fór fljótlega að
líða betur.
Seinna bjó hann sjálfur til eins
konar þrýstiklefa, þar sem heitt
og kalt loft blæs inn til skiptis. Nú
er hægt að hafa rnenn í þannig
klefum meðan sárin eru að
læknast.
Þessi uppfinning var reynd á
verkamanni með þriðja stigs
brunasár. Árangurinn var góður.
Þessi aðferð dregur úr hættu á
sýkingu og er auk þess næstum
sársaukalaus fyrir sjúklinginn.
(Videnskab for alle 12/86.
- Þýð. Þ.J.)
i