Dagur - 18.02.1987, Page 9

Dagur - 18.02.1987, Page 9
18. febrúar 1987 - DAGUR - 9 _Jþróttic_____________ LeikKA og ÍBV frestað Leik KA og ÍBV í bikarkeppni HSÍ hefur verið frestað um óákveðinn tínia. Flugvél með leikmenn KA innanborðs var kominn yfir Vestmannaeyjar en þurfti frá að hverfa. Engin skilyrði voru til lending- ar í Eyjum, skyggni mjög slæmt og var vélinni snúið aftur til Akureyrar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær reynt skuli næst. Bikarkeppni BLÍ: Karlaliðið fékk heimaleik en kvennaliðið útileik Nú hefur verið dregið um það hvaða lið leika saman í undan- úrslitum í bikarkeppni Blak- sambands Islands í karla- og kvennaflokki. KA á lið í keppninni bæði í karla- og kvennaflokki og dróst karlaliðið á móti Þrótti frá Reykjavík og á KA heimaleik. Hinn leikurinn í karlaflokki er viðureign ÍS og Fram. í kvennaflokki mætir KA UBK og fer leikurinn fram í Digranesi í Kópavogi en í hinum leiknum leika ÍS og Þróttur í Reykjavík. Allir þessir leikir verða leiknir helgina 14.-15. mars. Umsjón: Kristján Kristjánsson Hér sést Halldór Áskelsson í leik með þór, en hann og Hlynur Birgisson hafa verið valdir í landsliðshópinn Landsliðið til Kuwait: Halldór og Hlynur í hópnum A-landslið íslands í knatt- spyrnu heldur til Kuwait á sunnudag og leikur við heima- menn. Tveir Akureyringar, nánar tiltekið úr Þór, eru í landsliðshópnum. Það eru þeir Halldór Áskelsson og Hlynur Birgisson. Landsliðið mun leika tvo leiki við landslið Kuwait en alls er hér um 10 daga ferð að ræða. Eins og fyrr segir halda þeir Hlynur og Halldór út á sunnudag og er von- andi að þeir fái eitthvað að spreyta sig og sýna hvað í þeim býr en mig minnir að Halldór hafi áður spilað landsleik á móti Kuwait og staðið sig vel. SS íþróttamaður Norðurlands: Dregið um verðlaunin Eins og lesendum er kunnugt útnefndi Dagur „íþróttamann Norðurlands 1986“ á dög- unum. Að þessu sinni tóku les- endur þátt í kjörinu og þeir sem sendu inn þátttökuseðla áttu von á því um leið að vinna sér inn hljómplötuverðlaun. Nú hafa verið dregnir út þrír seðlar og geta eigendur þeirra vitjað vinninganna á skrifstofu blaðsins einhvern næstu daga. Þeir heppnu eru, Halldór Vil- helm Svavarsson Aðalbraut 12 Árskógssandi, Sigfús Steindórs- son Mímisvegi 32 Dalvík og Guðlaug María Óskarsdóttir Smárahlíð 9 F Akureyri. Blaðið þakkar lesendum sínum góða þátttöku í kjörinu og vonar um leið að sem flestir séu ánægðir með úrslitin. ÍMA 50 ára í dag: Hlaupið frá Húsa- vík til Akureyrar Iþróttafélag Menntaskólans á Ákureyri, IMA, á 50 ára afmæli í dag 18. febrúar. Af því tilefni verður ýmislegt að gerast hjá nemendum MA í dag. Fyrir það fyrsta ætla 15 nemendur skólans að hlaupa áheitahlaup frá Húsavík til Akureyrar. Lagt verður af stað frá Húsa- víkurkirkju kl. 8 og reiknað er með að koma til Akureyrar um kl. 14. Hlaupið verður inn í miðbæ Akureyrar og þar munu aðrir nemendur úr MA hitta hlaupagarpana og hlaupa með þeim síðasta spölinn upp að Menntaskólanum. í Möðruvallakjallara verður haldin heljarmikil afmælishátíð, þar sem fram koma m.a. Presley- æskan, leikfélag MA, kór MA og auk þess verða flutt ávörp. Öllum afmælisgestunum verður boðið upp á ókeypis veitingar. Dagur vill að lokum óska ÍMA innilega til hamingju með 50 ára afmælið og vonar að félagið megi vaxa og dafna um ókomin ár. Þór í úrslit í 3. flokki Önnur „túrneringin“ af þremur í Norðurlandsriðli á Islandsmóti yngri flokka í handknattleik fór fram á Akureyri á sunnudaginn var. Keppt var á tveimur stöðum í bænum, 3. flokkur í Höllinni en 4. og 5. flokkur í íþróttahúsi Glerárskóla. 3. flokkur Þórs var sá eini sem náði að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer síðar í vetur. Liðið sigraði KA og hafði þar með unnið tvo af þremur leikjum riðilsins. í öðrum flokkum, þ.e. í 5. og 4. flokki drengja og 3. flokki stúlkna, ráðast úrslit- in um það hvaða lið komast í úrslitakeppnina í þriðju og síð- ustu „túrneringunni“ sem fram fer á Húsavík, sennilega í mars. En úrslitin á sunnudaginn urðu þessi: 5. flokkur: Aðeins Þór og KA eiga lið í riðlinum í 5. flokki. Þórsarar unnu fyrsta leikinn en á sunnu- daginn snéru KA-menn dæminu við og sigruðu 8:7, eftir að hafa haft yfir 6:3 í hálfleik. Það þarf því þriðja leikinn til þess að knýja fram úrslit í þessum flokki. Mörk KA skoruðu: Kári Jóhannesson 3, ívar Bjarklind 1, Kristján Gestsson 1, Arnar Sveinsson 1, Helgi Arason 1 og Leó Örn Þorleifsson 1. Mörk Þórs skoruðu: Guðmundur Benediktsson 5, Omar Kristins- son 1 og Samúel Árnason 1. 4. flokkur: Fjögur lið leika í riðlinum í 4. flokki, Þór, KA, Völsungur og Höttur. KA sigraði Völsung mjög örugglega með 18 mörkum gegn 11. í hálfleik var staðan 10:6 fyrir KA. Mörk KA: Jón Egill Gísla- son 9, Ægir Dagsson 3, Karl F. Karlsson 3, Jón Ó. Árnason 2 og Karl Pálsson 1. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 8, Jónas G. Garðarsson 2 og Valdimar Halldórsson 1. Þór sigraði Hött með 29 mörk- um gegn 8 eftir að hafa leitt í hálfleik 10:3. Rúnar Sigtryggsson leikmaður Þórs fór hamförum í leiknum og skoraði hvorki fleiri né færri en 15 mörk. Árni Páll Jóhannsson skoraði 7, Aðal- steinn Pálsson 2, Bjarmi Guð- laugsson 2, Þór Sverrisson 1, Ómar Kristjánsson 1 og Hákon Örvarsson 1. Mörk Hattar: Sig- urþór Arnarsson 3, Bjarni Broddason 2, Ragnar Egilsson 2 og Ingvar Valsson 1. KA vann einnig stórsigur á Hetti, 21:10 en í hálfleik var stað- an 12:5. Jón Egill Gíslason var sem fyrr atkvæðamestur KA- manna, skoraði 6 mörk og það gerði Ægir Dagsson einnig. Karl F. Karlsson skoraði 5, Karl Páls- son 2 og Þorvaldur Þorvaldsson 2. Mörk Hattar: Ingvar Valsson 3, Kristján Magnússon 3, Sigur- þór Arnarsson 3 og Guðmundur Friðriksson 1. Leikur Völsungs og Hattar var jafn og spennandi en Völsungar reyndust sterkari og sigruðu naumlega 14:13 eftir að hafa haft tveggja marka forystu í hálfleik, 8:6. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 6, Jónas G. Garðars- son 3, Ingvar Dagbjartsson 2, Sigurður Gunnarsson 2 og Krist- inn Halldórsson 1. Mörk Hattar: Hörður Guðmundsson 7, Guð- mundur Friðriksson 2, Ingvar Valsson 1, Ragnar Egilsson 1, Bjarni Broddason 1 og Sigurþór Arnarsson 1. Aðalleikurinn í 4. flokki var viðureign Þórs og KA. Fyrsta leiknum lauk með jafntefli og það sama var upp á teningnum í þetta skiptið. Úrslitin 11:11 en í hálfleik hafði Þór tveggja marka forystu 6:4. Karl F. Karlsson ein aðalskytta þeirra KA-manna fékk að líta rauða spjaldið snemma í fyrri hálfleik fyrir gróft brot. Þórsurum tókst ekki að nýta sér það að Karl léki ekki nema rétt í byrjun og jafntefli því staðreynd. Það verður því um hreinan úrslitaleik að ræða á milli þessara liða í þriðju „túrnering- unni“. Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggs- son 7, Aðalsteinn Pálsson 2, Steindór Gíslason 1 og Árni Páll Jóhannsson 1. Mörk KA: Jón Egill Gíslason 3, Karl Pálsson 3, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Jón Ó. Árnason 1 og Ægir Dagsson 1. Þór sigraði Völsung mjög örugglega með 21 marki gegn 7 en í hálfleik var staðan 7:2. Rún- ar Sigtryggsson fór einnig á kost- um í þessum leik og skoraði alls 14 mörk. Aðalsteinn Pálsson, Þór Sverrisson og Ómar Krist- jánsson skoruðu 2 mörk hver og Gauti Hauksson 1. Hjá Völsung- um var Ásmundur Arnarsson atkvæðamestur sem fyrr, geysi- lega efnilegur leikmaður en hann skoraði 4 mörk. Þeir Sigurður Gunnarsson, Ingvar Dagbjarts- son og Jónas G. Garðarsson skoruðu 1 mark hver. 3. flokkur: Þrjú lið leika í riðlinum í 3. flokki, Þór, KA og Völsungur. Þór sigraði Völsung mjög örugg- lega með 31 marki gegn 12, í hálfleik var staðan 12:5. Mörk Þórs: Árni Þ. Árnason 7, Páll Gíslason 6, Axel Vatnsdal 6, Héðinn Héðinsson 4, Sverrir Ragnarsson 2, Sævar Árnason 2, Hjalti Hjaltason 2, Guðmundur Guðmundsson 1 og Þórir Áskels- son 1. Mörk Völsungs: Ragnar Þ. Ragnarsson 6, Tryggvi Þ. Guð- mundsson 3, Vilhjálmur Sig- mundsson 2, Róbert Þórhalls- son 1. KA vann einnig góðan sigur á Völsungi. Úrslitin urðu 25:14 eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið 14:7. Mörk KA: Arnar Dagsson 6, Halldór Kristinsson 5, Björn Pálmason 4, Stefán Pálmason 3, Ingvar Ingason 3, Borgar Jónas- son 1, Hjörtur Þorleifsson 1, Jón E. Jóhannesson 1 og Einar Erl- ingsson 1. Mörk Völsungs: Jónas Emilsson 6, Vilhjálmur Sig- mundsson 3, Ragnar Þ. Ragnars- son 2, Örvar Þ. Sveinsson 1, Ást- þór Stefánsson 1 og Róbert Þór- hallsson 1. Þórsarar tryggðu sér þátttöku- rétt í úrslitakeppni 3. flokks með því að sigra KÁ mjög örugglega með 24 mörkum gegn 19. I hálf- leik var staðan 12:7. Árni Þ. Árnason lék mjög vel og skoraði flest mörk Þórs, 10 talsins. Páll Gíslason skoraði 6, Sævar Árna- son 5 og þeir Axel Vatnsdal, Þór- ir Áskelsson og Héðinn Héðins- son 1 mark hver. Björn og Stefán Pálmasynir voru atkvæðamestir KA-manna og skoruðu 5 mörk hvor. Halldór Kristinsson skor- aði 4, Ingvar Ingason 2, Jón E. Jóhannesson 2 og Arnar Dags- son 1. 3. flokkur kvenna: Stelpurnar í Þór náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á sunnudaginn. Þær höfðu unnið fyrstu viðureignina við Völsung mjög örugglega en í þetta skiptið varð jafntefli 7:7. í hálfleik var einnig jafnt, 5:5. Það skýrist því ekki fyrr en í þriðja leiknum hvort liðið fer áfram og nægir Þórsstelpunum jafntefli í þeim Rúnar Sigtryggsson leikmaður Þórs í 4. flokki skoraði alls 36 niörk í þremur leikjum á sunnu- daginn. Mynd: KK leik en þá verða Völsungs- stelpurnar á heimavelli. Mörk Þórs: Margrét Axels- dóttir 4, Hulda Sigurðardóttir 2 og Ingibjörg Júlíusdóttir 1. Mörk Völsungs: Karólína Skarp- héðinsdóttir 2, Erna Björnsdóttir 2, Guðný Sveinbjörnsdóttir 1, Sædís Guðmundsdóttir 1 og Sylgja Sigurjónsdóttir 1. Það kom umsjónarmanni íþróttasíðunnar mjög spánskt fyrir sjónar að leikirnir í 4. og 5. flokki voru settir á í íþróttahúsi Glerárskóla. Völlurinn þar er í fyrsta lagi allt of fítill og þá er aðstaða fyrir áhorfendur engin. Þessir leikir hefðu verið betur settir í Skemmunni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.