Dagur - 18.02.1987, Síða 12

Dagur - 18.02.1987, Síða 12
KA-heiiiiiliö Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur. Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og 13,00-23,00 Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00. Munið morgun- og helgartímana. Akureyri, miðvikudagur 18. febrúar 1987 Tímapantanir í síma 23482. Starfsmenn Kaupfélags Svalbarðseyrar: „Launakröfur til- búnar eftir heigi“ - segir Hafsteinn Hafsteinsson bústjóri þegar hafa verið viðurkenndar. „Það er verið að vinna af full- um krafti að þessum málum og við vonumst til að geta lagt þessar launakröfur fram til félagsmálaráðuneytisins hið fyrsta,“ sagði Hafsteinn Haf- steinsson, lögfræðingur og bústjóri þrotabús Kaupfélags Svalbarðseyrar, þegar hann var inntur eftir launakröfum starfsmanna kaupfélagsins. Að sögn Hafsteins er ekki búið að ganga endanlega frá öllum launakröfum því nokkrar kröfur hafa ekki enn verið viðurkennd- ar. Þetta mun þó ekki stöðva afgreiðslu á þeim kröfum sem Þegar Hafsteinn var spurður að þætti félagsmálaráðuneytisins varðandi launakröfurnar sagði hann: „Ráðuneytið úrskurðar í sjálfu sér ekki neitt heldur er það formsatriði að láta kröfur af fessu tagi ganga í gegn hjá þeim. framkvæmdinni gengur þetta þannig fyrir sig að ríkissjóður er ábyrgur fyrir launagreiðslum gjaldþrota fyrirtækja og eru laun- in greidd út á vegum fjármála- ráðuneytisins, sem á síðan endur- kröfurétt á þrotabúið. Listi yfir óumdeildar launakröfur mun liggja fyrir ekki síðar en á þriðju- dag eða miðvikudag.“ EHB Ólafsfjörður: Troðarinn náðist upp í gær „Þetta setur náttúrlega ansi mikið strik í reikninginn. Við erum búin að vera troðaralaus í allan vetur og nýi troðarinn var búinn að vera í gangi í aðeins hálfan mánuð. En við verðum bara að vona að við náum honum heillegum,“ sagði Haukur Sigurðsson, skíðamaðurinn góðkunni frá Ólafsfirði. Þó að snjótroðarinn náist sæmi- lega heill upp úr vatninu þarf að skrúfa hann allan í sundur og hreinsa þannig að langur tími getur liðið þar til skíðabrekkur í Ólafsfirði verða troðnar. Troðar- inn er líka notaður til að ryðja snjónum til og frá og sagðist Haukur til dæmis ekki búast við að skíðastökkpallurinn yrði not- aður á næstunni. Það þyrfti að ryðja frá honum. Hann gat þess að skíðamenn hafa fengið að æfa á Dalvík það sem af er vetrar. „Við æfum þar svona með og ég reikna með þv( að við höldum því áfram. Það hefur verið góð samvinna við Dalvíkinga, þeir hafa verið mjög liðlegir og við höfum ekki þurft að greiða fullt gjald í lyftur," sagði Haukur. Hann vonaðist til að fá góða menn til að taka troðarann í sundur og var þrátt fyrir allt bjartsýnn á það að skíðafólkið frá Ólafsfirði yrði komið í gott form fyrir landsmótið. SS Frá Ólafsfirði. Flugvéi FN að koma inn tii lendingar. Mynd: RÞB „Líst vel á þetta framtak" - segir Vaitýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri „Þetta er mjög gott mál fyrir þessi byggðarlög og ég veit ekki betur en að það sé góð samstaða um að hraða þessu,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði er við ræddum við hann um byggingu á sorpþróm fyrir nokkur sveitarfélög í Eyjafirði. Það eru Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðardalur og Árskógsströnd sem standa að þessu, og hefur Þorsteinn Jóhannesson verk- fræðingur á Siglufirði unnið að frumhönnun og kostnaðaráætlun vegna verksins. Rætt er um að byggja tvær þrær, og yrðu þær staðsettar í Sauðanesi, utan Dalvíkur, á sama stað og Dalvíkingar eyða sínu sorpi í dag. Talið er að hag- kvæmara sé að hafa þrærnar tvær vegna þess að þá gefist betra ráðrúm til að hreinsa þær og fleira spilar reyndar þar inn í. Þrærnar verða steyptar og sagði Valtýr Sigurbjarnarson að hon- um litist vel á þetta framtak og hann vissi ekki betur en sama væri uppi á teningnum hjá hinum aðilunum sem hlut eiga að máli. gk-- Hestahvarfið á Þverá, Öxarfirði: „Hræddastur um að þeir hafi lent í sjálfheldu“ - segir Kristján Benediktsson bóndi „Það fóru 16 menn á vél- sleðum í leitina, sex úr Keldu- hverfi, sex úr Öxarfirði og fjór- ir af Hólsfjöllum. Jón Sigurðs- son í Garði í Kelduhverfi, for- maður björgunarsveitar hér- aðsins, stjórnaði leitinni. Þeir lentu í leiðindaveðri hér norð- an til og gátu því ekki lokið leitinni alveg en svæðið sem Sérkennsla í grunn- og sérskólum: Norðurland vestra með lægsta þjónustustigið - Reykjavík hæst, Norðurland eystra í 5. sæti Stjórn nýstofnaðs Félags skólastjórnenda á Norðurlandi eystra, FSNE, hefur gert athugasemdir við upplýsingar menntamálaráðuneytisins um ástand sérkennslumála í ein- stökum fræðsluumdæmum. I fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu, sem sagt var frá í Degi á mánudaginn, er komist að þeirri niðurstöðu að hver nem- andi á Norðurlandi eystra fái sem svarar 0,20 stundum í sér- kennslu á viku og sé það sama hlutfall og í Reykjavík. Stjórn FSNE kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að viku- stundir á nemendur í grunn- skólum á Norðurlandi eystra séu 0,110 en 0,292 í Reykjavík! í fréttatilkynningu frá stjórn FSNE er bent á að mjög villandi sé að taka ekki allar sérkennslu- stofnanir ríkisins með í reikning- inn þegar talað er um sérkennslu á nemanda. Nemendur á Suð- vesturlandi geti betur sótt þjón- ustu hinna ýmsu sérstofnana ríkisins í Reykjavík frá heimilum sínum, en sama gildi ekki fyrir nemendur fyrir norðan, austan eða vestan. „Það er því ástæða til að undir- strika að þörf fyrir sérkennslu í almennum grunnskóla hlýtur að vera minni þar sem hinar sér- hæfðu stofnanir eru, svo sem Öskjuhlíðarskóli. Það erforkast- anlegt að láta líta svo út að börn- in í þessum skólum komi málinu ekki við eins og ætla má sam- kvæmt upplýsingum mennta- málaráðuneytis. Fjöldi fatlaðra er alltaf svipað hlutfall af íbúa- fjölda en einungis mismunandi þjónusta getur látið líta út sem þarna sé munur á,“ segir í til- kynningu stjórnarinnar. Séu allar sérstofnanir ríkisins teknar inn í dæmið um sér- kennslu, miðað við búsetu nemenda, er útkoman þessi: Reykjanes 1487 vikustundir, Vesturland 418, Vestfirðir 149, Norðurland vestra 112, Norður- land eystra 520, Austurland 238, Suðurland 656. Samtals 3580 stundir á viku. Reykjavík ein og sér er hins vegar með 3669 viku- stundir! Hlutdeild hvers nemanda í sérkennslunni er langhæst í Reykjavík eða 0,292 stundir á viku, Norðurland eystra er fimmta í röðinni með 0,110 vik- ustundir á nemanda og Norður- land vestra rekur lestina með 0,055 vikustundir á nemanda. Það er sannarlega mikill munur þarna á milli og ljóst að Norður- land vestra er með langlægsta þjónustustigið. BB. þeir komust ekki yfír var leitað úr flugvél. Leitin bar engan árangur,“ sagði Kristján Bene- diktsson á Þverá í Öxarfírði, en nú er liðinn mánuður síðan hestarnir sjö hurfu af landar- eign Þverár. Þegar Kristján var spurður að því hvort hann aðhylltist eina skýringu umfram aðra á hesta- hvarfinu sagði hann: „Ég er orð- inn hræddastur um að hestarnir hafi annað hvort lent ofan í ein- hverju sem þeir komust ekki upp úr eða annarri slíkri sjálfheldu. Það finnst hvergi nokkurs staðar neitt hvernig sem leitað er. Hest- ar geta lifað af veturinn uppi á hálendinu ef þeir ná einhverri jörð. Lendi þeir í svelti þá eru þeir ákaflega illa búnir til að standast þá raun frá náttúrunnar hendi.“ Að sögn Kristjáns þá kannast hann ekki við að hafa heyrt um að viðlíka atburður hafi gerst áður í sinni sveit. Hestar hafi að vísu stundum horfið en ekki nema einn og einn í einu og þá oftast komið fljótlega fram. Á því hafi alltaf verið eðlilegar skýringar. Hann sagði að lokum: „Tjónið, sem ég hef orðið fyrir, ef hestarnir koma ekki fram, er tvenns konar. Ég sakna góðra vina og kunningja því þetta voru duglegir gangnahestar. Það verð- ur líka kostnaðarsamt fyrir mig að endurnýja stofninn." EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.