Dagur - 25.02.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 25.02.1987, Blaðsíða 8
í* - K’J&m - V*H! .M' 8 - DAGUR - 25. febrúar 1987 Mikið fjör á Dalvík - þegar krakkar úr SRA sóttu jafnaldra sína þar heim Fyrir skömmu hélt hópur skíöakrakka úr SRA, 12 ára og yngri í heimsókn til Dalvíkur og dvaldi þar í góðu yfirlæti og att kappi við jafnaldra sína í brekkunum. Þau eldri kepptu í svigi en þau yngstu þ.e. 8 ára og yngri léku sér í brekkunum. Þarna voru saman komnir hvorki fleiri né færri en 115 krakkar. Þessi heimsókn akureyrsku skíðakrakkanna til Dalvíkur er orðin árviss atburður og ríkir jafnan mikil spenna í kringum þetta ferðalag. Mjög gott veður var á Dalvík þennan dag og að keppni og leikjum loknum var haldið í sundlaugina á stanum og dvalið þar dágóða stund en síðan haldið heim á leið á ný. Eins og fyrr sagði var keppt í svigi í tveimur elstu flokkunum, 9-10 ára og 11-12 ára og urðu úr- slit þessi: Drengir 11-12 ára: 1. Sverrir Rúnarsson A 69:67 2. Sveinn Brynjólfsson D 70:09 3. Arnar Friðriksson A 71:71 4. Áki Ólafsson D 72:43 5. Örn Arnarson A 72:68 6. Magnús Magnússon A 74:96 7. Gunnlaugur Gunnlaugsson D 75:52 8. Kristófer Einarsson A 75:65 9. Magnús M. Lárusson A 75:78 10. Bjarni B. Bjarnason A 76:11 Gunnar Hilmarsson: Látum verkin tala „Það er stór hluti af stuðnings- mönnum Stefáns Valgeirssonar framsóknarmenn og vonandi verða þeir það áfram. Þó þeir vilji ekki styðja eða vinna með lista flokksins í þetta skipti þá finnst mér að þeir geti tekið sér hvíld frá því og stutt framboð Stefáns ef þeir vilja.“ Svo mælti m.a. formaður Kjör- dæmissambands Norðurlands eystra, Snorri Finnlaugsson í Degi 6. þessa mánaðar. Við stuðningsmenn óháðs framboðs þökkum auðmjúklega þessa vel- vild kjördæmisstjórnar. Mér þykir nú heldur betur dregið í land. Hvers vegna þá ekki BB? Á síðasta fundi kjördæmis- stjórnar var Snorri nefnilega, ásamt t.d. Guðmundi og Jóni Sigurðarsyni, alveg gallharður á að þeir sem á listanum væru hefðu sjálfkrafa sagt sig úr flokknum og væru ekki lengur í honum. Hinir máttu jafnvel missa sig líka, betri væri minni flokkur og samhentari. En nú kveður við annan tón. Hvað hefur skeð? Eru menn hræddir? Hefur einhver skamm- að einhvern? Eða eru menn bara að vitkast? Betur væri ef rétt reyndist. Vonandi hefur Snorri ekki farið út af sporinu. Snorri segir enn fremur: „Stefán Valgeirsson sagði í sjón- varpsviðtali að framboð sitt væri óháð framboð. í víðustu merk- ingu þess orðs er þá ekki um að ræða stjónmálasamtök og því þarf ekki að líta á það sem sjálf- sagða úrsögn úr Framsóknar- flokknum þó menn fari í framboð fyrir slikt afl. “ Taugaveiklun og ósamræmi Það var og! Á meðan við vildum bjóða fram sem framsóknarmenn vorum við óalandi og óferjandi, en þegar við erum með óháð framboð þá megum við vera framsóknarmenn áfram. Er nema von að einhverjir séu hættir að „kannast við sig í Kjósinni"? Sannleikurinn er sá að einstak- leg taugaveiklun hefur hrjáð efstu menn Húsavíkurlistans alla tíð frá kjördæmisþingi. Hlutirnir gengu ekki upp eins og ætlað var. Itrekaðar yfirlýsingar komu fram, um að þeir litu á það sem vantraust á sig og listann ef við fengjum BB, um að tveir listar kæmu ekki til greina undir merkjum eða listabókstaf Fram- sóknarflokksins o.s.frv. Slíkt bætti ekki úr heldur kæmi stjórn flokksins í verulegan vanda, en Guðmundur Bjarnason situr þar sem ritari. Og það má öllum verða ljóst að Guðmundur hefði átt erfitt með að sitja áfram ef beiðni okk- ar hefði verið samþykkt. Enda skýrði Steingrímur formaður vor alþjóð frá því að engin atkvæði hefðu verið greidd, hann hefði kynnt sér álit manna og síðan tekið ákvörðun. Stjórn flokksins hefur því ekki afgreitt formlega beiðni okkar ennþá. Hver er ástæðan? Hinn taugaveiklaði flokkshluti hér heima hefur hins vegar fengið tilmæli einhvers staðar frá að draga í land. Skilnaður væri ekki æskilegur, nema þá að borði og sæng, um stundarsakir. Páll Pétursson þingflokksformaður segir líka í Tímanum 5. febrúar sl. að staða Stefáns verði áfram óbreytt í þingflokknum og að hann verði boðinn velkominn í hann aftur að loknum kosning- um. Vonandi þá Pétur líka. Þessir strákar stóðu sig best í svigi í flokki 9-10 ára. F.v. Ingvar M. Gíslason, Elvar Óskarsson og Erlendur Óskars- SOn. Mynd: KK Stúlkur 11-12 ára: Drengir 9-10 ára: Stúlkur 9-10 ára: 1. Sísý Malmquist A 70:29 1. Elvar Óskarsson A 71:78 1. Brynja Þorsteinsdóttir A 78:93 2. Eva Jónsdóttir A 74:29 2. Ingvar M. Gíslason A 77:05 2. Andrea Baldursdóttir A 80:76 3. Hildur Þorsteinsdóttir A 78:63 3. Erlendur Óskarsson A 77:60 3. Helga Jónsdóttir A 83:80 4. Hjördís Þórhallsdóttir A 78:66 4. Kristján Örnólfsson A 77:68 4. Eyrún Brynjólfsdóttir A 84:40 5. Árný Leifsdóttir A 79:88 5. Bjarni Skarphéðinsson D 77:71 5. Lilja Birgisdóttir A 88:00 6. Helga Ólafsdóttir A 81:41 6. Valdimar R. Guðmunds. A 79:26 6. Helga Júlíusdóttir A 91:16 7. Þórey Árnadóttir A 82:59 7. Haukur B. Gunnarsson A 85:02 7. Þurý Ó. Axelsdóttir A 92:62 8. Margrét Eiríksdóttir D 82:77 8. Magnús Magnússon A 85:29 8. Hólmfríður Þorsteinsd D 94:93 9. 10. Fjóla Bjarnadóttir A Helga Rún Traustadóttir D 85:69 86:53 9. Baldur Helgason A 85:68 10. Valur Traustason D 86:01 9. Maren Vignisdóttir A 100:05 Raunverulega byggðastefnu Teningunum hefur nú verið kastað. Við sem styðjum þetta „óháða“ framboð getum nú snúið okkur alfarið að kosningaundir- búningi. Að því að koma stefnu- málum okkar á framfæri. Vonandi verða ekki margir eins barnalegir og greinar- höfundur í Degi sem virtist hissa á því að „málflutningur fram- bjóðenda sérframboðsins væri tekinn beint úr stefnu og álykt- unum Framsóknarflokksins.“ Við erum nú einu sinni fram- sóknarmenn og höfum nú „bréf upp á það,“ eins og segir í íslandsklukkunni. Hvað sem það verður nú lengi miðað við vinnu- brögð flokksforystu. Hins vegar er það ekki nóg að hafa góða stefnuskrá og semja ákveðnar ályktanir á kjördæmis- þingum ef lítið er gert í því að koma þeim í framkvæmd. Við viljum að raunverulegri byggðastefnu sé fylgt. Aðstaða þjóðfélagsþegna sé jöfnuð án til- lits til búsetu og landinu haldið í byggð. Finnst íbúum Norður- lands eystra að þannig hafi geng- ið til undanfarin ár. Því miður ekki. Einna harkalegast er nú vegið að íslenskum landbúnaði og verðum við að viðurkenna það þó okkar maður sitji þar í ráð- herrastól. Efalaust er þar aðgerða þörf, en það réttlætir ekki þær tillitslausu og harkalegu aðgerðir sem nú eru uppi. Bænd- ur verða að fá lengri tíma til aðlögunar aðstæðna og fjárhags- lega aðstoð til að breyta sínum rekstri. í greininni sem ég vitnaði í áður eftir Þóru Hjaltadóttur, er hún að hnýta í sr. Pétur og segir m.a.: „Ef kjötfjallið er ekki meira vandamál en þetta þá hljóta yfir- völd í landbúnaði að vaða reyk í aðgerðum sínum gagnvart bændastéttinni. “ Ég vil sérstaklega vekja athygli á síðustu orðunum og andanum sem þar kemur fram. Skyldu ann- ars yfirvöld í atvinnufyrirtækjum aldrei hafa vaðið reyk í aðgerð- um sínum gagnvart verkalýðs- stéttinni? Sennilega ekki ef taka skal mark á svona skrifum. Nýja landbúnaðarstefnu Það verður að endurskoða land- búnaðarstefnuna. Eyðing byggða, eins og hlýtur að gerast að óbreyttu, er ekki mál bænda einna. Það er ekki síður mál hinna ýmsu þéttbýliskjarna um allt land sem þjóna sveitunum og munu óhjákvæmilega dragast saman. Endirinn yrði sá að byggð myndi bresta í mörgum lands- hlutum. Þeir eru til sem vilja þetta. Einn aðalframbjóðandi sjálf- stæðismanna við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akurevri sl. ár sagði að Akureyri yrði að vera tilbúin að taka á móti fólki úr innstu dölum og frá ystu nesjum kjördæmisins. Þegar þar leggðist byggð af yrði Akureyri að vera í stakk búin til að taka á móti því. Það vinna að þessu sterk öfl, en vilja menn þetta? Það er á svo mörgum sviðum sem rétta þarf hlut landsbyggðar. Svo miklar umræður hafa verið um menntamál undanfarnar vik- ur og mánuði að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við, en þar er m.a. deilt um stuðnings- og sérkennslu og skólaakstur, hvort tveggja mikil byggðamál. Gegn óhagkvæmum niðurskurði Niðurskurður á fjármagni til hafna undanfarin ár er eitt þeirra mála sem líta verður á sem mjög alvarlegt byggðamál. Fyrir hina ýmsu þéttbýliskjarna, t.d. hér í kjördæminu, eru hafnirnar lífæð byggðarlaganna. Þau byggja afkomu sína á sjónum og viðun- andi hafnarskilyrði eru þeim allt. Því miður hafa hafnarmann- virki drabbast niður og nýfram- kvæmdir verið í lágmarki. Sam- kvæmt úttekt Hafnarmálastofn- unar þyrfti 800 milljónir til þeirra aðgerða nú þegar sem brýnust eru í dag og raunhæft væri að ljúka á árinu 1987. Á fjárlögum 1986 voru milli 70 og 80 milljónir til allra hafna á landinu. Þegar fjárlög fyrir 1987 votu lögð fram var gert ráð fyrir um 160 milljónum til hafna. Mér er kunnugt um, eins og raunar kom fram í Degi, að Stefán Val- geirsson lýsti því þá yfir að hann myndi ekki sætta sig við þetta og myndi flytja breytingartillögu við fjárlög ef úr þessu yrði ekki bætt. Endirinn varð síðan- sá að þessi tala var hækkuð í u.þ.b. 230 mill- jónir. Kannski ekki fyrir and- stöðu Stefáns eins, en allavega stuðlaði hans afstaða að því. Þannig þurfa okkar þingmenn að vinna. Það líður ekki sá dagur að við verðum ekki vör við dæmi um misvægið milli landsbyggðar og suðvesturhornsins, lesum um það í blöðum eða hlustum á það í fréttum. Nú síðast fengum við þær upplýsingar að miðað við sömu þróun og undanfarin ár yrði Reykjavík um aldamótin, eftir 13 ár, orðin mun fjölmenn- ari en önnur landsbyggð. Þetta yrði engum til góðs og heldur ekki höfuðborginni. Þessa þróun verður að stöðva og snúa við. Tími er kominn til að við látum okkur ekki nægja samþykktir og yfirlýsingar en krefjumst aðgerða. Fulltrúum framboðs jafnréttis og félagshyggju er treystandi til að láta verkin tala. Ekki bara tala. Þeir hafa þegar sýnt það. Allt fólk sem aðhyllist byggða- stefnu og jafnrétti hér í kjör- dæminu á því að veita þeim gott brautargengi í komandi kosning- um. Gunnar Hilmarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.