Dagur - 26.02.1987, Síða 10
10 - DAGUR - 26. febrúar 1987
fþróttic
Hreinlætis- og snyrtivörur frá
Tilboðsafsláttur
Lítið inn á föstudaginn o
I ofnæmisprófuðum vc
Námskeiðinu lauk með
bekkpressukeppni
- Þátttakendur á námskeiði Jóns Páls reyndu
með sér í bekkpressukeppni í Dynheimum
Þó ekki hafi kflóin verið mörg á stönginni fylgdist Jón Páll vel með að allt
færi vel fram og var strákunum til halds og trausts.
Eins og sagt var frá í biaðinu
fyrir skömmu gekkst Lyft-
ingaráð Akureyrar fyrir nám-
skeiði í kraftlyftingum og al-
hliða þreki og var því stjórnað
af sterkasta manni heims um
þessar mundir, Jóni Páli Sig-
marssyni. Námskeiðið hófst
föstudaginn 30. janúar síðast-
liðinn og því lauk á sunnudag-
inn var með keppni í bekk-
pressu í Dynheimum.
Gífurleg þátttaka var í nám-
skeiðinu og alls tóku 140 hressir
drengir á aldrinum 10-15 ára þátt
í því. Þaö má því segja að nám-
skeiðið hafi tekist framar öllum
vonum enda ekki á hverjum degi
sem yngri kynslóðinni gefst tæki-
færi á því að æfa undir leiðsögn
sterkasta manns í heimi.
Jón Páll dvaldi hér sjálfur í
vikutíma og stjórnaði námskeið-
inu en að þessari fyrstu viku lið-
inni tóku þeir Flosi Jónsson og
Kári Elíson við leiðsögninni en
þeir eru nú ekki á fyrsta árinu í
greininni. Á keppnisdag, í lok
námskeiðsins kom Jón Páll síðan
norður aftur og var með strákun-
um á meðan mótið fór fram en
það var einmitt hápunktur nám-
skeiðsins.
Bekkpressa er ein grein kraft-
lyftinga og er einnig geysilega
vinsæl sem sjálfstæð íþróttagrein
um víða veröld. Bekkpressa er
einnig talin ómissandi undir-
stöðuþáttur fyrir aðrar íþróttir,
öpíð á föstudöyum tli ki. 7 og iaugardögum kL 9-12.
Kjörbúð KEA
Sunnuhlíð
Strákarnir fóru heim að loknu móti hlaðnir verðlaunum.
svo sem frjálsar íþróttir, hand-
bolta, o.fl. Sökum sáralítillar
meiðslahættu hentaði þessi
keppnisgrein því vel fyrir strák-
ana á námskeiðinu.
í Dynheimum var glensið og
gamanið í fyrirrúmi enda var Jón
Páll í miklu stuði. Keppnin sjálf
tókst með ágætum og eflaust
komu þarna fram einhverjir af
afreksmönnum framtíðarinnar.
Það má segja að strákarnir sem
mættu til keppni hafi verið að
drukna í verðlaunaflóði á þessari
dagstund í Dynheimum. Fyrir
utan verðlaunapeninga í hverjum
aldursflokki, fengu allir viður-
kenningarskjal, lýsi, Frískamín,
Svala o.fl., þannig að allir urðu
ánægðir. Einnig var þeim er þótti
hafa staðið sig best á mótinu
veittur fallegur bikar og hlaut
hann Gunnar Ellertsson 13 ára
gamall.
Jón Páll Sigmarsson á svo
sannarlega heiður skilinn fyrir að
aðstoða við þetta námskeið hér
fyrir norðan, því hann gerði það
að kostnaðarlausu og mættu fleiri
taka sér Jón Pál til fyrirmyndar.
Þess má geta að Sjónvarpið tók
upp hluta mótsins.
LRA vill þakka forsvarsmönn-
um Hótels Stefaníu og Bautans
fyrir þeirra framlag við þessa
æskulýðshátið sem þetta námske-
ið var.
Úrslitin í einstökum flokkum
urðu þessi:
10. ára flokkur:
1. Ingólfur Björnsson 32.5 kg
2. Kristján Ingi 30.0 kg
3. Magnús Símonarson 30,0 kg
11 ára flokkur:
1. Sigurður Gunnar 37.5 kg
2. Ágúst Ásgrímsson 30.0 kg
3. Ingimar Karlsson 27.5 kg
12 ára flokkur:
1. Agúst Þór Bjarnason 37.5 kg
2. Snorri Arnaldsson 37.5 kg
3. Árni Már Ágústsson 37.5 kg
13 ára flokkur:
1. Gunnar Ellertsson 57.5 kg
2. Sigurður Sæmundsson 37.5 kg
3. Ingvar ívarsson 35.0 kg
14 ára flokkur:
1. Valdimar Vignisson 60.0 kg
2. Elvar Vignisson 52.5 kg
3. Magnús Sæmundsson 52.5 kg
Jón Páll Sigmarsson afhendir Gunnari Ellertssyni bikar sem hann hlaut fyrir
aö vinna besta afrek mótsins.