Dagur - 26.02.1987, Page 16
KA-heimiKð
Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur.
Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og 13,00-23,00
Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00.
^ Munið morgun- og helgartímana.
Tímapantanir í síma 23482.
„Ætlunin var
að fjölmenna
að Hótel KEA“
- segir í bréfi J-listans til þeirra sem
skrifuðu undir áskorun um framboð
J-listinn hefur sent frá sér bréf
til þeirra sem undirrituðu
áskorun til Stefáns Valgeirs-
sonar um að fara í framboð á
sínum tíma. Er því ijóst að list-
ar þessir hafa ekki verið eyði-
lagðir, eins og tilkynnt var um
að gert yrði eftir að áskoran-
irnar væru komnar fram.
I þessu bréfi kemur m.a. fram,
að hugmyndin var að fjölmenna
fyrir utan Hótel KEA, þegar for-
ystumenn Framsóknarflokksins
þinguðu þar á dögunum. Því var
hafnað að starfsfundur sem þar
var yrði truflaður af einhverri
fjöldasamkomu. Nú hefur það
verið staðfest að ætlunin var að
efna til einhvers slíks, því í bréf-
inu segir: „Ætlunin var að fjöl-
menna að hótel KEA og afhenda
Steingrími bréf. . .“
Þá kemur þar einnig fram, að
forysta J-listans beitir sér nú fyrir
því að fólk segi sig úr framsókn-
arfélögum. Ekki er beinlínis
hvatt til úrsagnar, en í bréfinu
segir: „Búið er að útbúa úrsagn-
arlista og biðjum við þig, ef þú
ert félagsbundinn framsóknar-
maður, að íhuga hvort þú vilt
vera það áfram, eftir það sem á
undan er gengið." Undir bréfinu
eru nöfn efstu manna á lista Sam-
taka jafnréttis og félagshyggju.
HS
Lán til kaupa á eldra húsnæði:
38% aukning á
síöasta ári
Húsvíkingar:
„Bíða með öndina í hálsinum“
- eftir að komast inn í nýja íþróttahúsið
„Bæði börn og fullorðnir bíða
með öndina í hálsinum eftir að
komast þarna inn, það vantar
mörkin, súlur fyrir blak og
badminton og einnig vantar
húsvörð til bráðabirgða, þau
mál verður að leysa áður en
hleypt verður inn í húsið,“
sagði Pálmi Pálmason
æskulýðs- og íþróttafulltrúi
aðspurður um hvenær nýja
íþróttahúsið yrði tekið í
notkun.
Framkvæmdir við húsið stand-
ast áætlun. í síðustu viku var lok-
ið við að leggja gólfefnið, þá
framkvæmd annaðist hollenskt
fyrirtæki og að sögn Pálma finnst
mönnum gólfið vera fallegt og að
vel hafi til tekist með verkið.
Það sem eftir er við salinn er
að koma fyrir áhorfendabekkjum
og ljúka frágangi við loftræsti-
kerfi. Verið er að vinna við bún-
ings- og baðaðstöðu og ekkert
bendir til annars en að húsið
verði tilbúið fyrir landsmótið.
Þó unnið sé í húsinu á daginn
verður leyft að nota það á kvöld-
in og um helgar og reiknað er
með að slík notkun geti hafist eft-
ir nokkra daga. IM
Lagmetissamningar við Sovétmenn:
Stór hluti framleiddur
á Norðurlandi
- heildarverðmæti samningsins 200 milljónir
Lánveitingar Húsnæðisstofn-
unar ríkisins jukust verulega á
nýliðnu ári, eða um 1135,6
milljónir króna. Samtals nam
útborgað lánsfé stofnunarinnar
3938,2 milljónum króna áríð
1986 og sé tekið tillit til 24,5%
hækkunar byggingarvísitölu
milli ára, jafngildir raunvirðis-
aukning lánveitinganna
12,8%.
Útlánin skiptust þannig að úr
Byggingarsjóði ríkisins voru
greidd lán að fjárhæð 2844,2
milljónir króna og úr Byggingar-
sjóði verkamanna lán að fjárhæð
1094 milljónir.
Af einstökum lánaflokkum
Byggingarsjóðs ríkisins varð
langmest aukning á lánum til
kaupa á eldra húsnæði, en þau
námu alls 775,7 milljónum
króna, samanborið við 452 millj-
ónir árið 1985. Raunvirðisaukn-
ingin er 38%.
Hlutur byggingarlána í heildar-
útlánum stofnunarinnar féll úr
66,6% árið 1985 í 53,9% í fyrra.
Eftir gildistöku nýja lánakerfisins
þann 1. september sl. hefur
umsóknum um lán til nýbygginga
fækkað hlutfallslega séð og því
má búast við að hlutur byggingar-
lánanna lækki enn frekar.
Samkvæmt drögum að útlána-
áætlun ársins 1987 er gert ráð fyr-
ir því að Byggingarsjóður ríkisins
ráðstafi um 4200 milljónum í út-
lán og Byggingarsjóður verka-
manna um 1175 milljónum, eða
samtals um 5400 milljónum
króna á árinu. BB.
Eins og fram hefur komið
gerði Sölustofnun lagmetis
mjög hagstæða samninga við
Sovétmenn fyrir skömmu og
greindum við reyndar frá því í
byrjun mánaðarins að góðir
samningar væru í uppsiglingu.
Þessi samningur er líka lyftl-
stöng fyrir lagmetisiðnað á
Norðurlandi því þar eru 4 af
þeim 7 verksmiðjum sem fram-
leiða upp í þennan samning.
Að sögn Guðrúnar Sigurðar-
dóttur fulltrúa hjá Sölustofnun
lagmetis hljóðar samningurinn
upp á 112.500 kassa af lagmeti að
verðmæti um 200 milljónir
króna. Magnið er 30% meira en í
fyrra og verðhækkanir f dollurum
eru frá 16,5 til 20%. „Við lítum á
þetta sem mjög jákvæða og góða
samninga og góðan vilja hjá
Sovétmönnum til að versla við
okkur. Við teljum þessi viðskipti
ákaflega þýðingarmikil," sagði
Guðrún.
Hún sagði að fyrirkomulagið
hefði breyst og nú væri það fyrir-
tækið Sovrybflot sem skipti við
Sölustofnun. Af hálfu íslendinga
gerðu þeir Theódór S. Halldórs-
son framkvæmdastjóri Sölustofn-
unar lagmetis og Ásbjörn Dag-
bjartsson frá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins þennan samning.
Skagafjörður:
Aukinn áhugi á minknum
„Svo virðist sem menn hali
mjög mikinn áhuga fyrir
minkaræktinni hér í firðinum
núna. Þegar hafa 5-6 bændur
ákveðið að fara af stað í sumar
og svona 15-20 eru mikið að
velta þessu fyrir sér. Einnig
bendir allt til þess að þeir sem
eru með minka fyrir fjölgi
eitthvað,“ sagði Þórarinn
Sólmundarson hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar í sam-
tali við blaðið.
Þórarinn sagði framleiðnisjóð
á síðasta ári hafa fengið fjármagn
og heimild til að veita styrki til
búháttarbreytinga 30% af stofn-
kostnaði búanna allt að 500 þús-
und krónum. Þessi styrkur sem
reynst hefur mönnum mikill hvati
til búháttabreytinga er ekki
bundinn þeim skilyrðum að
menn minnki við sig í hinum
svokölluðu hefðbundnu búgrein-
um. Sjóðstjórn fjallar um hverja
umsókn og úthlutanir eru alfarið
ákvarðanir hennar. Styrkur til
búháttabreytinga hefur verið
veittur til bænda sem sett hafa á
stofn loðdýrabú, til ferðamanna-
þjónustu í sveitum, til þeirra sem
lagt hafa í fjárfestingar vegna sil-
ungsveiða í vötnum o.fl. Þórar-
inn sagði að hjá þeim sem nú eru
að byrja í minkaræktinni sé þetta
viðbót, viðleitni til að auka tekj-
ur búanna. Hann kvað nokkuð
góðar horfur vera í minkarækt-
inni og vonandi að sú búgrein
geti skapað góðan tekjugrundvöll
fyrir bændur á næstu árum. Taldi
hann mjög mikilvægt að bændur
nýti sér næstu 3 ár til uppbygging-
ar í loðdýrarækt eða öðrum
aukabúgreinum, þ.e.a.s tímann
þangað til að þeir bændur koma
aftur inn í sauðfjárræktina sem
skorið hafa niður vegna riðu-
veiki. -þá
Á Norðurlandi munu K. Jóns-
son & Co. á Akureyri, Sigló á
Siglufirði, svo og verksmiðjurnar
á Húsavík og Dalvík sjá um
framleiðslu lagmetisins og mun
það vera stór hluti af heildar-
samningnum sem kemur í þeirra
hlut. K. Jónsson og Sigló munu
framleiða gaffalbitana. í samn-
ingnum eru einnig makrílsflök,
lifur og reykt síldarflök og munu
þær tegundir skiptast á milli verk-
smiðja. SS