Dagur - 06.03.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 06.03.1987, Blaðsíða 6
6 u-;ÐÁGUR - 6. m’árs 1Ö87 Mj ólkursamlag S.A.H. á Blönduósi tók til starfa í des- ember 1947 og verð- ur því 40 ára í des- ember í ár. Af þessu tilefni og vegna þeirr- ar umræðu sem hefur verið í gangi um fækkun vinnslu- stöðva landbúnaðar- ins heimsótti Dagur mjólkursamlagið og tók nokkra menn tali, sem þar vinna. Páll Svavarsson mjólkursamlagsstjóri. Heimsókn í Mjólkursamlag S.A.H. 011 heljarstökk eni hættuleg Mjólkursamlag S.A.H. var fyrsta mjólkursamlagið hérlendis sem búið var vélum til þurrkunar á mjólk og undanrennu. en fram að því hafði undanrennuduft ver- ið flutt inn frá Danmörku. Fyrsti mjólkursamlagsstjóri á Blöndu- ósi var Oddur Magnússon en núverandi mjólkurbússtjóri er Páll Svavarsson. Fyrsta starfsárið tók samlagið á móti 1.277.502 lítrum af mjólk en árió 1986 4.211.101 lítrum. Fyrstan hittum viö að máli Guðmund Theodórsson sem hef- ur starfað lengst allra hjá mjólk- ursamlaginu eða síðan 1. maí 1949. - Fjörutíu ár eru langur u'mi Guðmundur. hefur ekki orðiö gífurleg breyting á vinnslunni á þessum tíma? .,Jú, það er orðin mikil breyt- ing á búinu, bæði hefur það stækkað og svo hafa allar vélar breyst alveg geysilega á þessum tíma." - Var ekki lítil vélvæðing á fyrstu árunum? „Jú. hún var frekar lítil. T.d. var fyrsta kyndingin kolaketill og þurrmjólkurvélin sem var tekin úr notkun fyrir nokkrum árum þætti sennilega gamaldags. Síðan fór smjörpökkunin þannig fram að það var hola í borðinu sem var fyllt og síðan var stutt á handfang og þá kom stykkið upp, þannig var pakkað einu stykki í einu. Og við strokkunina á rjómanum var það þannig aö það þurfti aö bera rjómann í strokkinn í brúsum og svo áfirnar aftur frá honum í brúsum.“ - En móttakan á mjólkinni, hvernig fór hún fram? „Það var þannig að hver bær var með sitt númer og við tókum brúsana og vigtuöum frá hverjum bæ fyrir sig.“ - Það hefur þá verið mikill brúsaburöur. Var þetta ekki erf- itt starf? „Þetta var eintómur burður, brúsarnir voru teknir inn af bíl- unum fullir og svo þeir tómu út aftur. Og það var mikið um 50 lítra brúsa.“ - En hvað með framleiðsluna, hún hefur varla verið eins fjöl- breytt þá og núna? „Jú, það er nánast eins. Það hefur lítið breyst nema að súr- mjólkin og kálfafóöriö hafa bæst viö.“ - Hvaö voruö þið margir sem unnuð hér fyrstu árin? „Þaö var nú unniö á þurrkunni allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum, svo voru tveir í vélasal og ein stúlka í piikkuninni á smjörinu og svo mjólkurbússtjór- inn.“ - Vann mjólkurbússtjórinn meira við vinnsluna þá en á seinni árum? „Þetta var allt smærra í sniðum þannig að hann vann með mest- allan daginn. Þá var ekki eins mikil skrifstofuvinna. Að vísu fór bókhald fram úti á kaupfélags- skrifstofu, en nú er það unniö hér.“ - En þurrmjólkur- og undan- rennuduftsframleiösla hefur sem sagt alltaf veriö einn aöal fram- leiðsluþátturinn? „Aöalframleiðslan hefur alltaf verið smjörgerð og þurrmjólk. Og hér áður var þurrmjólkur- duftiö ekki sett í poka eins og nú heldur var það sett í kassa. Við fengum hliðarnar og gaflana og síðan voru þcir ncgldir saman hér.“ - En í hverju er mesta breyt- ingin fólgin á þessum árum? „Mesta breytingin er að viö höfum fengiö þurrkara sem þurrkar helmingi meira en sá gamli, eöa KKM) lítra á klukku- tíma í stað 500. En svo má líka segja að mesta breytingin sé meðferðin á mjólkinni, bæði gerilsneyðingin og cins kynd- ingin. Að fara úr kolakyndingu og yfir í það að hafa alsjálfvirkan olíuketil eins og nú er.“ - Hvcrnig er það mcö þig, hef- ur þig ekki langaö til að hætta og fara í aðra vinnu? „Nei, en það er orðið með mig eins og þá sem hafa unnið lengi t.d. við höfnina í Reykjavík, ef þeir fara út að labba í sínum fríum, þá fara þeir niður að höfn. Ef ég fer út að labba þá labba ég alltaf áleiðis út að mjólkursam- lagi. “ Næst tókum við tali Sigurbjörn Sigurðsson, en hann vinnur við að sekkja þurrmjólkurduftið og enda þótt hann sé orðinn 74 ára sveiflaði hann stórum pokunum til og frá og virtist ekki hafa mik- ið fyrir því. - Hvað ert þú búinn að vinna hér lengi? „Ég er búinn að vera hérna í stöðinni síðan ’60.“ - Hvað gerðir þú áður? „Ég kom hérna í sýsluna um tvítugt og vann venjulega sveita- vinnu í fjöldamörg ár. Svo keypti ég mér bíl, loksins, trukk sem kallað var og vann í vegavinnu eitt eða tvö surnur og fór svo í mjólkurkcyrsluna. Ég man nú ekki alveg hvað ég var lengi viö það, en þctta var á árunum ’49 til ’52.“ - Hvernig var vegakerfið í sýslunni þá? „Það var alveg hörmung. Þetta voru snjóþungir vetur, sérstak- lega einn sem ég man eftir, og þá tók ég það ráð að ég keyrði gömlu sleðaleiðirnar og vötnin og komst þannig á milli. Þá voru vcgirnir aldrei mokaðir. Ég bjó þá frammi í sveit og fór úr Blöndudalnum í Svínadalinn yfir Svínavatnið og flóana og svo yfir Laxárvatn hingað niður eftir.“ - Þú hefur þá ekki komist heint á bæina? „Nei yfirleitt ekki, þeir urðu að flytja mjólkina í veg fyrir mig. Annars fór ég allan andskotann sko, ég fór yfir móa og mela og ekki eftir neinum vegum á þess- um bíl, sem var Gemsi sex hjóla.“ - Hvaö lók svo við þegar þú hættir í mjólkurkcyrslunni? „Þá fór ég í byggingavinnu við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.