Dagur - 14.04.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 14. aprfl 1987_____________72. tölublað
MONELLO
Peysur
ítölsk gæði.
Fjölbreytt úrval,
margir litir.
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Forsætisráðherra um hitaveituna:
Lagði til 0,5%
jöfnunargjald
- en sjáifstæðismenn höfnuðu því
Þær Anita og Sigrún voru á röltinu í góða veðrinu í dag með dúkkurnar sínar þær Júlíu og Önnu. Mynd: rþb
Aðalfundur Þormóðs ramma hf.:
Hagnaður 40,1 millj.
„Ég á erfítt með að mæla með
því að greitt verði beint úr
ríkissjóði til að rétta við hag
þeirra hitaveitna sem erfíðast
eiga, þ.á m. Hitaveitu Akur-
eyrar,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra á
fundi á Akureyri á sunnudag-
inn, þegar fyrirspurn barst
varðandi þetta mál. Hann
sagði að staða ríkissjóðs leyfði
það ekki.
Steingrímur sagðist hins vegar
hafa lagt til að hálft prósent
gjald, eins konar jöfnunargjald,
yrði lagt á alla orku í landinu og
það fé sem þannig fengist yrði
notað til að létta á hitaveitunum.
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafi
hins vegar ekki mátt heyra á það
minnst svo sú leið hefði ekki
reynst fær, a.m.k. í augnablik-
inu. Hann lagði á hinn bóginn
áherslu á að þarna væri vandamál
sem yrði að leysa. HS
Aðalfundur Þormóðs ramma
hf. var haldinn laugardaginn
11. apríl síðastliðinn. Héðinn
Eyjólfsson stjórnarformaður
flutti skýrslu stjórnarinnar og
skýrði út rekstur félagsins á
liðnu ári og framtíðarhorfur.
Héðinn minntist Finns Hauks-
sonar skipverja á togaranum
Stálvík SI 1 sem fórst 23.
nóvember 1986. Hjá fyrirtæk-
inu störfuðu á árinu 190 manns
og námu launagreiðslur 125
milljónum króna. Rekstur
félagsins gekk vel og í reikn-
ingum þess kom fram að hagn-
aður var 40,1 milljón króna, í
fyrsta skipti í 16 ár. Einnig
hafði eiginfjárstaða fyritækis-
ins batnað um 27,2 milljónir
króna.
í fjárfestingaráætlun fyrir árið
1987 kom fram að áætlað er að
verja um 150 milljónum króna
þannig: Til kaupa á Stapavík 110
milljónum, til endurbóta á
Hvanneyri llá milljón, til endur-
bóta á frystihúsi 5 millj., til
endurbóta á Sigluvík 30 millj. og
til endurbóta á saltfiskverkun 4
millj. Þetta verður fjármagnað
með lántökum upp á 130 millj. og
20 millj. af eigin fé.
Til máls um skýrslu stjórnar-
innar tóku Hannes Baldvinsson,
Kristján Möller, Jóhann G.
Möller og Sverrir Sveinsson, sem
allir lýstu ánægju sinni með
árangurinn af rekstri félagsins og
fluttu stjórn, framkvæmdastjóra
og starfsfólki þakkir.
í umræðum um skýrslu stjórn-
arinnar kom fram hjá stjórnar-
mönnum að tekist hefði að gera
rekstur fyrirtækisins sveigjanleg-
an þannig að það á mjög auðvelt
með að laga sig að breyttum
aðstæðum. Kemur þetta in.a.
fram í aukningu á saltfiskverkun
sem skilað hefur mjög góðum
árangri á þessu ári.
Tillaga stjórnarinnar um að
hagnaður ársins, 40,1 milljón,
verði fluttur til næsta árs var
samþykkt. Endurskoðendur voru
kosnir Hallgrímur Thorsteinsson
löggiltur endurskoðandi og Jónas
Björnsson og til vara Hannes
Baldvinsson. Við stjórnarkjör
baðst Svavar Árnason undan
endurkjöri, en hann hefur setið í
stjórn fyrirtækisins fyrir fjár-
málaráðherra síðastliðin 3 ár.
Voru honum færðar sérstakar
þakkir, bæði af Róbert Guðfinns-
syni framkvæmdastjóra svo og
fundarmönnum.
í stjórn félagsins voru kjörnir
Héðinti Eyjólfsson, Sveinbjörn
Óskarsson og Einar Sveinsson. í
varastjórn voru kosnir Hinrik
Aðalsteinsson, Axel Axelsson og
Óli J. Blöndal. Fulltrúi fjár-
málaráðherra á fundinum var
Lárus Ögmundsson fulltrúi. Full-
trúi bæjarstjórnar Siglufjarðar var
Kristján Möller forseti bæjar-
stjórnar. Gestur fundarins var
Höskuldur Jónsson fyrrverandi
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu. SS
Starfsmannaíbúðir:
Mikil þörf
- hjá stærstu fyrirtækjum á
Akureyri en fjármagn skortir til
slíkra framkvæmda
„Þetta hefur verið rætt en ekki
af neinni alvöru. Það binst gíf-
urlegt fjármagn í slíkum fast-
eignum og fyrirtækið hefur
ekki bolmagn til slíks því við
leggjum fyrst og fremst áherslu
á innri uppbyggingu þess,“
sagði Gunnar Skarphéðinsson,
starfsmannastjóri Slippstöðv-
arinnar hf. á Akureyri, þegar
hann var spurður álits á þeirri
hugmynd að stærstu fyrirtæki
bæjarins sameinuðust um að
byggja leiguíbúðir fyrir starfs-
menn sína.
Að sögn Gunnars fer mikið
fjármagn til uppbyggingar á véla-
kosti o.fl. og því er nánast ekkert
svigrúm til að byggja yfir
starfsmenn. Það myndi þó vissu-
lega leysa margan vanda ef Slipp-
stöðin hefði aðgang að eigin leigu-
íbúðum. Slippstöðin hf. hefur
um árabil haft milligöngu um að
útvega starfsmönnum húsnæði en
það hefur gengið erfiðlega
undanfarna mánuði því framboð
á leiguíbúðum er lítið og fer
minnkandi.
Birgir Marinósson, starfs-
mannastjóri verksmiðja SIS,
sagði að Iðnaðardeildin ætti
nokkrar íbúðir í Tjarnarlundi 12
á Akureyri og væru þær ætlaðar
starfsmönnum. Þessar íbúðir
voru keyptar fyrir u.þ.b. 10 árum
og hafa komið að góðum notum.
Þegar Birgir var spurður að því
hvort samstarf milli stærstu fyrir-
tækja bæjarins um byggingu
starfsmannaíbúða kæmi til greina
sagði hann: „Þetta hefur ekki
komið til tals. Það liggja gífurleg-
ir fjármunir í því fyrir fyrirtækin
að eiga leiguíbúðir og okkar
fyrirtæki hefur ekki verið í stakk
búið til að eignast slíkar íbúðir í
verulegum mæli. Það er frekar á
döfinni að losna við þær íbúðir
sem við eigum. Það er ekki von
til þess að fyrirtækin geti byggt
leiguíbúðir eins og málum er nú
háttað.“
Vignir Sveinsson, skrifstofu-
stjóri hjá Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri, sagði að sú hugmynd
að bvggja yfir starfsmenn FSA
hefði verið rædd, því eftir áramót-
in síðustu var starfsmannahús-
næðið í Seli 2 lagt niður. Engin
áætlun er til vegna slíkra bygg-
inga enn sem komið er því nógu
erfiðlega gengi að útvega fjár-
magn til brýnni verkefna. „Við
þyrftum fimm til tíu íbúðir ef vel
ætti að vera en við rekum okkur
alltaf á það sama: Það er ekkert
fjármagn til í þetta verkefni,“
sagði Vignir Sveinsson. EHB
Skoöanakönnun Dags:
Sitt sýnist hverjum um niðurstöðumar
Skoðanakönnunin Félagsvís-
indastofnunar og Dags, sem
birtist í blaðinu í gær, hefur
vakið inikla athygli og sýnist
sitt hverjum. DV birti einnig
skoðanakönnun í gær um
fylgi stjórnmálaflokkanna og
eru niðurstööur þessarar
tveggja kannana talsvert ólík-
ar, sérstaklega hvað varðar
fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Könnun Félagsvísindastofn-
unar, sem tók eingöngu til
Norðurlands, bendir til tals-
verðs fylgistaps sjálfstæðis-
manna. í DV-könnuninni, sem
tekur til landsins alls, eykur
D-listinn hins vegar fylgi sitt.
Við samanburð þessara kann-
ana er vert að hafa í huga að
DV könnunin byggir á um 100
manna úrtaki samtals á
Norðurlandi óg þar af voru um
30% óákveðnir, en í könnun
Félagsvísindastofnunar er byggt
á svörum 782 manna og þar af
gáfu um 84% upp ákveðinn
flokk eða lista.
Að öðru leyti skal ekki fjölvrt
um árciðanleika þessara skoð-
anakannana. Það upplýsist
væntanlega á kosningadaginn
hvor er nær hinu rétta.
Dagur leitaði til efstu manna
framboðslistanna á Norðurlandi
og innti þá álits á niðurstöðun-
um. Sjá bls. 6 og 7. BB.