Dagur - 11.05.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 11.05.1987, Blaðsíða 6
5 - DAGUR — 11. maí 1987 íþróttÍL Knatt- spyrnu- úrslit ÍJrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knatt- spyrnunnar um helgina uröu þessi: 1. deild: Arsenal-Nonvich 1:2 2 Charlton-Q.P.R. 2:1 1 Chelsea-Liverpool 3:3 x Coventry-Southainpton 1:1 x Everton-Luton 3:1 l Man.United-Aston Villa 3:1 Nott.Forest-Newcastle 2:1 I Oxford-Leicester 0:0 x Sheff.Wed.-Wimbledon 0:2 2 Watford-Tottenham 1:0 1 West Ham-Man.City 2:0 2. deild: Birmingham-Shrewsbury 0:2 Brighton-Leeds 0:1 Derby-Plymouth 4:21 Huddersf.-Millwall 3:0 Hull-C.Palace 3:0 Ipswich-Reading 1:1 Oldham-Blackburn 3:01 Portsmou t h-Sheff. Utd. 1:2 2 Stoke-Grimsby 5:1 Sunderland-Barnslev 2:3 W.B.A.-Bradford ‘ 2:2 Staðan í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunn- ar er þessi: Staðan 1. deild Everlon 41 25- 8- 8 75:31 83 Liverpool 42 23- 8-11 72:42 77 Tottenham 41 21- 8-12 68:42 71 Arscnal 42 20-10-12 57:35 70 Norwich 42 17-17- 8 53:51 68 Wimhledon 42 19- 9-14 57:50 66 Luton 42 18-12-12 47:45 66 Nottm.Foresl 42 18-11-13 64:51 65 Watford 42 18- 9-15 67:54 63 Coventry 41 17-11-13 49:44 62 Man.United 41 14-13-14 51:44 55 Southampt. 42 14-10-18 69:68 52 ShefT.Wed. 42 13-13-16 58:59 52 Chelsea 42 13-13-16 53:64 52 West Ham 42 14-10-18 52:67 52 Q.P.R. 42 13-11-18 49:64 50 Newcastle 42 12-11-19 47:65 47 Oxford 42 11-13-18 44:69 46 Charlton 42 11-11-20 45:55 44 Leicester 42 11- 9-22 54:76 42 Man.City 42 8-15-19 36:57 39 Aston Villa 42 8-12-22 45:79 36 Derby Staðan 2. deiid 42 25- 9- 8 64:38 84 Portsmouth 42 23- 9-10 53:28 78 Oldham 42 22- 9-11 65:44 75 Leeds 42 19-11-12 58:44 68 Ipswich 42 17-13-12 59:43 64 C.Palace 42 19- 5-18 51:53 62 Plymouth 42 16-13-13 62:57 61 Stoke 42 16-10-16 63:53 58 ShelT.Utd. 42 15-13-14 50:49 58 Bradford 42 15-10-17 62:62 55 Barnsley 42 14-13-15 49:52 55 Blackburn 42 15-10-17 45:55 55 Millwall 42 15- 8-19 39:44 53 Hull 42 13-14-15 41:55 53 Reading 42 14-11-17 52:59 53 W.B.A. 42 13-12-17 51:49 51 Huddersf. 42 13-12-17 54:61 51 Shrewsbury 42 15- 6-21 41:53 51 Birmingham 42 11-17-14 47:59 50 Sunderiand 42 12-11-19 48:59 47 Grimsby 42 10-14-18 39:59 44 Brighton 42 9-12-21 37:54 39 Óskar Ingimundarson þjálfari og leikmaður Leifturs. „Hef ekki efni á að standa í þessu lengur“ - segir Víkingur Traustason sem hefur ákveðið að hætta í kraftlyftingum „Þetta var mjög erfíð ákvörð- un en ég hef hreinlega ekki efni á því að standa í þessu lengur,“ sagði Víkingur Traustason í samtali við Dag en hann hefur ákveðið hætta að æfa kraftlyftingar. Víkingur hefur verið einn fremsti kraft- lyftingamaður landsins i fjöl- mörg ár, geysilega skemmti- legur keppnismaður. „Ef maður ætlar að vera í fremstu röð í þessari íþróttagrein þarf að æfa gífurlega mikið og það kostar mikla peninga," sagði Víkingur ennfremur sem hefur verið á sjó síðan um áramót og hyggst halda því starfi áfram. - Hvenær byrjaðir þú að æfa kraftlyftingar? „Ég byrjaði að æfa árið 1979 og hef æft stanslaust síðan. Allan þennan tíma æfði ég 5 sinnum í viku, þetta 2-3 tíma í einu.“ - Þú ert búinn að taka þátt í mörgum stórmótum í gegnun árin, hvaða er þér nú eftirminni- legast frá þessum tíma? „Mér er eftirminnilegt Evrópu- meistaramótið árið 1981 sem fram fór á Ítalíu en þar hafnaði ég í 2. sæti. Einnig þegar ég varð Norðurlandameistari árið 1985 en þá urðu einnig mikil læti út af lyfjamálum sem menn muna sennilega eftir,“ sagði Víkingur. Það er vissulega mikil eftirsjá í þessum snjalla íþróttamanni. Hann hefur sinn feril keppt í plús 125 kg flokki og hans besti árangur í þeim flokki er 340 kg í hnébeygju, 212,5 kg í bekkpressu og 332,5 kg í réttstöðulyftu. „Stefnum á að halda sætinu" - segir Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs í knattspyrnu búið til leiks í ár en í fyrra.“ - Verða einhverjar breytingar á liðinu frá því í fyrra? „Við höfum fengið 2-3 nýja leikmenn og allir þeir sem voru með í fyrra verða með áfram. Friðgeir Sigurðsson er að vísu meiddur núna og verður ekki til í slaginn fyrr en í júní,“ sagði Ósk- ar Ingimundarson að lokum. Víkingur Traustason er hættur í kraftlyftingum. Lið Leifturs sem Icikur í 2. deild í knattspyrnu í ár. Mynd: KK Bæjakeppnin í handbolta: Lið Akureyrar til Selfoss - í fyrsta leik á miðvikudaginn íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi en þá verður leikinn 1. umferð í 2. deild karla. Tvö lið að norðan leika í 2. deild að þessu sinni, KS á Siglufírði og Leiftur í Ólafsfírði. Leiftur vann sér rétt til að leika í 2. deild í fyrsta sinn árið 1984 en liðið féll strax niður aftur árið 1985. í fyrra sigraði liðið í 3. deild og leikur því að nýju í 2. deild í ár. Þjálfari liðsins annað árið í röð er Öskar Ingimundarson og leik- ur hann jafnframt með liðinu. Óskar er gamall refur í boltanum og lék fyrir nokkrum árum meö KA og KR. Hann leikur sem framherji og hefur jafnan verið drjúgur upp við mark and- stæðingana. í fyrra skoraði Óskar 12 mörk fyrir Leiftur og varð hann jafnframt næst markahæsti leikmaður 3. deildar. Leiftursmenn hafa æft af krafti fyrir komandi keppnistímabil og er það mál manna að liðið hafi aldrei verið eins sterkt og það er nú. Blaðamaður Dags hitti Óskar þjálfara að máli og spurði hann fyrst hvernig keppnistímabilið legðist í hann: „Þetta leggst alveg þokkalega í mig. Okkar markmið í sumar verður fyrst og fremst að halda sæti okkar í deildinni.“ - Þið mætið Víking í fyrsta leik á laugardaginn. Hefðir þú ekki viljað fá eitthvert annað lið í upphafi? „Nei, ég held að það sé ágætt fyrir okkur að fá þessi frægu nöfn strax. Þá geta menn líka séð hver styrkleikamunurinn er á 2. og 3. deild.“ - Hvernig kemur liðið undir- búið til leiks í ár? „Það er búið að æfa mjög grimmt í vetur. Við höfum að vísu æft á tveimur stöðum. Stór hluti liðsins er fyrir sunnan en hinn hefur æft fyrir norðan. Ég held að liðið komi betur undir- Bæjakeppnin í handbolta hefst á miðvikudaginn kemur. Atta bæjarfélög hafa skráð sig til þátttöku, Reykjavík, Hafnar- fjörður, Garðabær, Akureyri, Seltjarnarnes, Selfoss, Kefla- vík og Njarðvík. Leikið er með útsláttarfyrir- komulagi og verður önnur umferð leikin á föstudaginn kemur. Úrslitaleikurinn verður síðan leikinn næsta sunnudag og verður dregið um það hvar hann fer fram. Það er ríkissjónvarpið sem gefur verðlaunin í keþpn- inni. Lið Akureyrar mætir liðí Selfoss í fyrstu umferð og fer leikurinn fram á Selfossi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.