Dagur - 11.05.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 11.05.1987, Blaðsíða 5
11. maí 1987 - DAGUR - 5 Ársskýrsla Kaupfélags Eyfirðinga 1986: Yfirlit um starfsemi KEA Verslunarsvið Kaupfélags Ey- firðinga er sem fyrr veltuhæsta starfssvið félagsins, með 1980 millj. króna veltu á árinu 1986. Svo sem vænta má eru umsvif verslunarinnar mest í stærsta byggðakjarnanum, Akureyri. Þau eru þó mikil á félagssvæðinu öilu og er veltuhlutfall utan Akureyrar 26,8% eða 531,5 millj. Tölur um veltu verslunardeilda er að finna annars staðar í árs- skýrslu KEA og verða ekki rakt- ar einstökum liðum hér. Þó er rétt að benda á að meðaltals- aukning lækkar vegna minnkunar í krónutölu í nokkrum vöru- flokkum og þá sérstaklega vegna verðlækkunar á olíuvörum. Sölu- aukning í verslunum KEA á Akureyri varð að meðaltali 28% árið 1986, og u.þ.b. 30% á Dalvík. Dagvöruverslun á Akureyri er að stærstum hluta í höndum Kaupfélags Eyfirðinga. Til þess að þjóna því hlutverki rekur KEA átta dagvöruverslanir á Akureyri. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi hefur 45,4% af umsetningu matvörudeildar, en fimm stærstu verslanirnar samtals 92,0%. Rekstrarárið 1986 stað- festir ennþá hagkvæmni stærri verslana, og er rekstrarafgangur matvörudeildar í heild svipaður og hagnaður Kjörmarkaðar. í sérvörum er verslunin miklu dreifðari, en Kaupfélagið er ráð- andi markaðsafl í hluta hennar a.m.k. Vöruhúsið hefur sem heild aukið markaðshlutdeild sína. Nokkrir vöruflokkar, t.d. rafmagnstæki, eru greinilega í sókn. Þrátt fyrir að rekstur Vöru- hússins gengi betur heldur en árið 1985 tókst ekki að ná endum saman. Ljóst er að Vöruhúsið þarf að endurskipuleggja. Byggingavörudeild bjó við ófullnægjandi aðstöðu í því hús- næði sem hún fékk til umráða 1961. Það stendur nú til bóta því að á árinu 1986 keypti KEA aðstöðu og húsnæði BTB- h/f, Lónsbakka. Byggingavöruversl- un félagsins hefur nú verið skipulögð í syðri byggingunni og verður hún að fullu flutt þangað svo fljótt sem unnt er. í okt.-nóv. 1986 flutti Timburvinnsla KEA í hluta af ytri skemmunni og sam- einaðist hún timburvinnslu sem þar var. Með þessari bættu aðstöðu varð þegar veruleg magnaukning í sölu byggingar- efnis. Raflagnadeild hefur þrátt fyrir samdrátt í byggingariðnaði hag- stæðan rekstur. Hún selur stóran hluta veltu sinnar í heildsölu til fjölmargra viðskiptavina um land allt. Raflagnadeildin býr við ófullnægjandi aðstöðu og er ljóst Sjávarútvegur Árið 1986 var vinnsla með svip- uðum hætti og undanfarin ár hjá fiskvinnslustöðvum KEA á Dalvík, Hrísey og Grímsey. Til hliðar má sjá nákvæmar tölur varðandi afla sem barst til stöðv- anna á síðasta ári. Einnig er þar að finna tölur er varða fram- leiðslu þeirra og sölu. Afkoma fiskvinnslustöðvanna á síðasta ári, sérstaklega fryst- ingarinnar, veldur verulegum áhyggjum. Ástæða þess að fryst- ingin kemur lakar út en oft áður, er sú að staða dollars er mjög veik. Einnig var fiskvinnslan fyrir verulegu áfalli þegar skreiðar- birgðir félagsins voru seldar á síðasta ári, en verðið sem fékkst fyrir skreiðina var mun lægra en gert hafði verið ráð fyrir. Eins og kunnugt er tekur KEA þátt í útgerð fimm togara og eins togbáts. Það hefur vart farið fram hjá neinum að nú stendur fyrir dyrum að endurnýja þennan flota að verulegu leyti. Gerður hefur verið samningur við skipasmíða- stöð í Flekkefjord í Noregi um smíði á togara fyrir Útgerðar- félag Dalvíkinga hf. í stað bv. Björgvins EA 311. Einnig hefur verið gerður samningur fyrir Útgerðarfélag KEA í Hrísey við skipasmíðastöð, sem einnig er í Flekkefjord, um smíði á nýjum togara í stað bv. Snæfells EA 740. Gert er ráð fyrir að nýju skipin verði afhent í maí eða júní á næsta ári. Ætlunin er að halda áfram óbreyttri útgerð Björgvins og Snæfellsins þar til nýju skipin að úr því þarf að bæta hið fyrsta. Véladeild KEA náði ekki umsetningu ársins 1985 og eru ástæður þess eflaust margar. Samdráttur í sölu landbúnaðar- tækja og varahluta í þær svo og harðnandi samkeppni er ein af orsökunum. Á árunum eftir 1980 var bifreiðasala frá þeim umboð- um sem deildin seldi fyrir mjög lítil, sem aftur varð þess valdandi að varahlutasala í bifreiðum minnkaði. Nú hefur hins vegar verið góð sala í bifreiðum, og ætti sú sala að skila sér í aukinni varahlutasölu nk. ár. Á árinu 1986 var búvélaverkstæðinu lok- að og húsnæðið nýtt fyrir hjól- barðasölu og fl. í smásöluverslun félagsins utan Akureyrar hefur aðstaða dag- vöruverslunar á Siglufirði verið bætt en keypt voru ný kæli- og frystitæki í verslunina. Fyrir- hugað er að breyta verslun úti- búsins í Hrísey á árinu 1987. Ennfremur er ætlunin að bæta aðstöðu byggingarvörudeildar á Dalvík og hefja endurbætur á verslun félagsins f Ólafsfirði. Öllum félagsmönnum KEA er ljóst að umfang smásöluverslunar félagsins er mjög rnikið. Það er því afar þýðingarmikið að þróun í smásöluverslun sé fylgt. Hún tekur sífellt breytingum en hraði breytinganna er mismunandi og má segja að þar séu áraskipti. Mörg innri og ytri skilyrði hafa áhrif á þetta þróunarferli og má þar nefna þróun almennt í þjóð- félaginu, ýmsa efnahagsþætti, breytingar í neyslumynstri og lífsstíl, tækniþróun og fleira. Þær verslanir sem aðlaga sig best að þeim endurmetnu gildum og breyttu kröfum sem eiga sér stað, eiga besta möguleika á að ná árangri í rekstri. SKYLDUSPARNAÐUR ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA Launþegar á skyldusparnaðaraldri eru hér með hvsttir til að fylgast gaumgæfilega með því, að launagreiðendur dragi lögboðinn skyldusparnað af launum og geri skil til Veðdeildar Landsbanka íslands. Hafi það brugðist, er þeim bent á að snúa sér til lögfræðings, sem fer með málefni skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík. Sími: 28500. ^ IlúsnæÖisstofnun ríkisins Auglýsing varðandi nafnbreytingu þeirra sem veittur hefur verið íslenskur ríkisborgararéttur með lögum. Meö lögum nr. 11, 24. mars 1987 um veitingu ríkis- borgararéttar er þeim sem fengið hafa íslenskan ríkis- borgararétt meö lögum aö uppfylltu því skilyrði að þeir tækju upp íslensk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 54/1925 veitt heimild til aö fá núverandi nöfnum sínum breytt meö nýju þannig aö þau samrýmist ákvæöum þeim sem gilda um þá sem fá ríkisborgararétt meö lögum nr. 11/ 1987. Á þetta viö um þá sem fengið hafa ríkisborgararétt á tímabilinu 1952-1980. Ákvæði þess efnis er í 2. gr. laga nr. 11/1987 og hljóðar svo: „Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang meö lögum og skulu þá börn hans fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn - ásamt því sem hann ber fyrir - er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, aö breyta svo eiginnafni sínu aö það full- nægi kröfum laga um mannanöfn. Þeim sem hafa áöur fengið íslenskt ríkisfang meö lögum meö því skilyröi aö þeir breyttu nafni sínu I samræmi viö ákvæöi þeirra laga sem veriö hafa með öörum hætti í því efni en hér aö ofan greinir, skal heimilt, til september 1987, aö fá nöfnum sínum breytt þannig aö þau samrýmist ákvæðum þessara laga.“ Þeir sem óska eftir að fá nafni sínu breytt í samræmi viö heimild í ofangreindu ákvæði skulu senda umsókn sína eigi síöar en 30. september nk. til dómsmálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, á eyðublööum er þar fást. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. apríl 1987. koma. Norsku skipasmíðastöðv- arnar taka gömlu togarana upp í kaupverð nýju skipanna. Nýi Björgvin verður 50 metra langur og 12 metra breiður og nýja Snæ- fellið verður 49 metra langt og 12 metra breitt. Fyrr á þessu ári stofnaði Kaup- félag Eyfirðinga nýtt fyrirtæki á Dalvík, Fiskiland. í upphafi mið- ast framleiðslan við pakkaðan fisk í lofttæmdar umbúðir, en síðar á þessu ári verður hafin framleiðsla á tilbúnum fiskrétt- um. Framleiðsla fyrirtækisins er seld í kjörbúðum á Eyjafjarðar- svæðinu. Einnig er ætlunin að markaðssetja framleiðsluna á ýmsum öðrum stöðum þegar fram líða stundir. Framtíðarskipulag fiskmót- töku á Akureyri er nú til sér- stakrar athugunar, en ljóst má vera, að ekki verður unað við sífelldan hallarekstur í þessari starfsemi. ALHLIÐA TRYGGINGAR TM.TRYCCINC ER TRAUST

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.