Dagur - 23.06.1987, Page 4

Dagur - 23.06.1987, Page 4
►'X A 1r% lál 4 - DAGUR - 23. júní 1987 á Ijósvakanum. Þetta er fjölskyldan á Brávallagötu 92, gribb- an Bibba, dulan Dóri og dusilmennið Deddi bróðir. Á Bylgjunni kl. 10.30 er hægt að heyra hvernig sambúðin gengur hjá þeim. SJÓNVARPIF ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 18.30 Villi spæta og vinir hans. 23. þáttur. 18.55 Unglingarnir í hverí- inu. Fjórði þáttur. 19.25 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamynda-' flokkur í tíu þáttum. Fyrsti þáttur í nýrri syrpu um Bergerac rannsóknar- lögreglumann á Ermar- sundseyjum. 21.35 Miðnesheiði - saga herstöðvar í herlausu landi. Frumsýnd ný islensk kvik- mynd um Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, hlut- verk þess og áhrif á íslenskt þjóðfélag, og afstöðu íslendinga, Bandaríkjamanna og Sovétmanna til herstöðv- arinnar á Miðnesheiði. 23.05 Her í herlausu landi - Hver eru áhrifin? Umræðuþáttur. 23.35 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 16.45 Sveitastúlkan með gullhjartad. (Country Gold). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1982. Myndin lýsir vináttu vin- sællar söngkonu og upp- rennandi stjörnu í sveita- tónlistinni. Ekki er þó allt sem sýnist því hin unga söngkona vílar ekki fyrir sér að nota allt og alla á framabrautinni. 18.20 Knattspyrna - SL mótið - 1. deild. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut. (Highway To Heaven) Bandarískur framhalds- þáttur. 20.50 Laus úr viðjum. (Letting Go). Bandarísk sjónvarpsmynd byggð á bók Dr. Zev Wanderer. Myndin fjallar um ástvinamissi, skilnað og sársauka þann og erfið- leika sem fylgja í kjölfarið. 22.20 Brottvikningin. (Dismissal.) Sjötti og síðasti þáttur. 23.10 Lúxuslíf. (Lifestyles of the Rich and Famous). í þessum þætti er m.a. komið við hjá Hugh Hefner, Dorothy Hamill og Gordon Mclendon. 00.00 Réttlætanlegt morð? (Right to Kill). Bandarísk kvikmynd frá 1985. Þ. 16. nóvember 1982 ákvað hinn sextán ára gamli Richard Jahnke að láta til skara skríða og drepa föður sinn. Hann fékk sautján ára gamla systur sína til liðs við sig og að móður þeirra aðsjá- andi skaut Richard föður sinn til bana. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og veltir upp þeirri spurningu hvort morð geti verið réttlætan- legt. Myndin er stranglega bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. RÁS 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg eftir Eno Raud. 9.20 Morguntrimm • Tón- leikar. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. (Frá Akureyri) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Breyt- ingaaldurinn, breyting til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Afríka - Móðir tveggja heima. Fjórði þáttur: Sjálfstæðis- baráttan. 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir • Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. 17.40 Torgið. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.40 Glugginn - Drageyri, gamall bær á Amager. Þáttur í umsjá Sigrúnar Sigurðardóttur. 20.00 Darius Milhaud og Eugene Bossa. 20.40 Réttarstaða og félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartar- dóttir. 21.05 Sembalkonsert í D- dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 21.30 Útvarpssagan: „Leik- ur blær að laufi“ eftir Guðmund L. Friðfinns- son. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Hefðarmær- in og kontrabassakass- inn" eftir Arnold Hinch- cliffe. Byggt á sögu eftir Anton Tsjekov. 23.10 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 6.00 í bítið. Rósa G. Þórsdóttir. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Á grænu ljósi. Umsjón: Kristján Sigur- jónsson. 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvars- son. 00.10 Næturvakt útvarps- ins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 18.03-19.00 Umsjón: Tómas Gunnars- son. Hljoðbylgjan FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 6.30 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með léttum tónum og fréttum af svæð- inu. 9.30 Spilað og spjallað fram að hádegi. Þráinn Brjánsson í góðu sambandi við hlustendur. 12.00 Fréttir. Friðrik Indriðason með norðlenskar fréttir. 12.10 í hádeginu. Skúli Gautason talar við hlustendur og gefur góð ráð. 13.30 Síðdegi í lagi. Ómar Pétursson í góðu skapi með hlustendum. 17.00 Gamalt og gott. Tónlist frá fyrri árum gert hátt undir höfði. 18.00 Fréttir. 18.10 Gamla tónlistin áfram. 19.00 Dagskrárlok. IBYLGJANI W ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 07.00-09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. 09.00-12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. 14.00-17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. 17.00-19.00 í Reykjavík síð- degis. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. - Bjarni Ólafur Guðmunds- son. Prínsinn í göturæsinu - ítalskur prins sem getur valið um fimmtán hallir til að búa í, hefur tvisvar lagst út innan um rottur og róna í fátækrahverfum Rómarborgar Filippo Odeschalchi, prins, er einn af auðugustu mönnum Evr- ópu, en hann hefur um árabil lif- að lífinu með talsvert öðrum hætti, en gengur og gerist meðal aðalsins á Ítalíu. Prinsinn, sem er 28 ára gamall, lifir eins og róni í skuggahverfum Rómaborgar. Andleg vanheilsa, segja ættingj- arnir, og það er það eina, sem þeir vilja segja um þennan svarta sauð fjölskyldunnar. Prinsinn gæti valið um fimmtán mismunandi hallir og kastala á Ítalíu sem dvalarstaði. En hann kærir sig ekkert um munað, þvert á móti. Þegar hann var fjórtán ára kvaddi hann kóng og prest, stakk af frá drengjaskóla Vatík- ansins og þvældist um landið þvert og endilangt. 1 fjögur ár reyndu ættingjarnir að hafa upp á honum, en allt kom fyrir ekki. Pá ákváðu þeir að láta hann sigla sinn eigin sjó, og það hefur staðið síðan. Fyrir tveimur árum kom prins- inn aftur fyrir sjónir ættingja sinna - öllum til mikillar furðu. Þeir þekktu hann varla aftur, því fötin héngu í lörfum utan á hon- um og hann var með sítt hár. Þetta var þó ekki það versta, því prinsinn hafði verið handtekinn fyrir að stela matvörum í stór- markaði. Lögreglan trúði honum ekki þegar hann sagði til nafns, og það var ekki fyrr en seint og um síðir að honum tókst að sann- færa þá um uppruna sinn. Ættingjarnir greiddu trygg- ingu, og prinsinn slapp úr fang- elsinu. Það vakti athygli, að prinsinn var sóttur í glæsilegri bifreið og einkennisklæddur bíl- stjóri opnaði fyrir hann bíldyrn- ar. Þetta var að sjálfsögðu hin besta frétt, og blöðin gerðu mál- inu skil í smáatriðum á sínum tíma. Prinsinn ætlaði nú að breyta um stíl og taka lífinu með ró, a.m.k. til að byrja með. Hann gifist og eignaðist þrjú börn, en þegar þriðja barnið kom í heim- inn tók hann upp sína fyrri lifn- aðarhætti. Hann fór að eigra um fátækrahverfi Rómar, og mest dvaldist hann með vafasömum félögum sínum við Tíberfljót, innan um rottur og annan ósóma. Prinsinn varð að afla sér matar með einhverju móti, og þá var hann handtekinn í annað sinn við að stela. Ættingjarnir greiddu aftur tryggingu og dómarinn áminnti hann um að forðast götu- ræsið. Síðan þá hefur hann hald- ið sig á mjttunni og búið með konu sinni og börnum, en enginn veit hvenær hann fer aftur í ræsið. Talsmaður fjölskyldunnar segir, að skýringin á hinum óvenjulega lífsmáta prinsins sé andleg vanlíðan, og virðist svo sem geðheilsa mannsins sé nokk- uð sveiflukennd. En það nýjasta er að nú er eiginkona prinsins horfin sporlaust. Enginn veit, hvað hefur komið fyrir, og er get- um að því Ieitt að hún lifi nú svip- uðum lífsstíl og maður hennar gerði, eða þá að hún sé látin. Lögreglan hefur leitað hennar lengi, en ekkert komið í ljós. Hér bjó hann mánuðum saman - í litlu, sóðalegu tjaldi innan um rottur og róna á bökkum Tíberfljóts. Eins og aðrar aðalsættir hefur Odesccalchi-ættin sitt eigið skjaldarmerki.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.