Dagur - 23.06.1987, Page 6

Dagur - 23.06.1987, Page 6
6 - DAGUR - 23. júní 1987 „Hér eftir finnst mér að hver ættí að éta - Óli í Skarði segir frá merkilegri lífsreynslu „Ég er nú varla orðinn nógu hress ennþá, bíddu þangað til það fer að vora og ég fer að komast út, þá verð ég örugglega eins og allur annar maður,“ sagði Ólafur Lár- usson bóndi í Skarði í vetur þegar hann var beðinn um viðtal og enn var svarið það sama í vor, þrátt fyrir að hann virtist lítið þreytast á að tala í símann. Þá um pólitík- ina, líkleg úrslit í kosningunum og seinna um líkur á stjórnar- myndun og mynstri þar. Blaða- maður var því orðinn hálfþreyttur á þessum viðbárum í karlinum og tók sig því til einn daginn um miðjan maí, ojg renndi upp í Skarð á fund Ola. Þegar heim að Skarði var komið heyrðist í Óla alveg út á hlað eins og hann væri innan seilingar. Öldungurinn var ekki lengi að hafa sig til dyra og heilsaði komumanni með virktum, en sagðist halda að þetta þýddi lítið í dag. En að lokum var komist að þeirri niðurstöðu, að það væri alveg hægt að „reyna“ eins og að standa í þessu masi í dyrunum og ÓIi bauð gestinn eða öllu heldur boðflennuna velkom- inn upp á loftið. Eftir spjall um dag og veg var ætlunin að rifja upp gamla tíma frá uppvexti Óla í Skarði, sem búinn er að eiga þar heima allt sitt líf í 88 ár og þar áður hafði faðir hans búið þar í 12 ár, svo að nú á þessu ári er Skarð búið að vera í ábúð þeirra feðga í eitt hundrað ár. En það var annað sem Óla í Skarði lá meira á hjarta. Þetta er athyglisvert Ég hef orðið fyrir mörgum áföllum. Hef hálsbrotnað og brotnað víða í skrokknum og fengið hjartaáfall og blóðspýting. Ég hef alltaf ver- ið í sambandi við einhvern æðri mátt eða anda,“ sagði Óli, og hló þegar hann var spurður hvort hann væri pottþéttur á þessu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Það var á föstudaginn var sem ég fór til fundar við frægan enskan miðil, sem hér var á landi í 20 daga. Ég fékk einkaviðtal við hann til að fá úr því skorið hvað væri bak við mig í þessum efnum. Ragnheiður fyrrverandi prestsfrú í Glaumbæ var túlkur. Ég hef verið undir ógurlegu álagi í vetur undan þessum aðgerðum frá hinu ósýnilega. „Þetta er athyglisvert," segir Óskar læknir á Króknum," og nú hlær Ólafur dátt og endurtekur aftur orð læknisins. „Já, það má nú segja að það sé athyglisvert, og sjón er sögu ríkari,“ segir Óli og sýnir mér blóðhleypta örsmáa bletti aðallega vinstra megin á búknum framanverðum. „Þcssi törn í vetur byrjaði í okt- óber í haust. Þá kom þessi andi til mín í fyrsta skipti. Pá var ég í herberginu hérna að sunnan- verðu og var rétt að festa svefn- inn þegar ég varð var við að mað- ur stóð við rúmið hjá mér. Ég kipptist náttúrlega svolítið til og fannst þetta merkilegt. Ég horfði á hann, það var svo bjart inni í herberginu, að ég sá strax að þetta var Japani, milli tvítugs og þrítugs, spariklæddur, í dökkum fötum með dökkleitt bindi og með uppgreitt hárið eins og þeir eru Japanarnir. Svo starði hann á mig og sagði eftir augnablik, að hann ætli að láta mig fá sprautu. Ég sagði, nei! Þá sagði hann, jú! og hann ætlaði að láta mig fá 10 sprautur. Svo er ekkert með það að ég sofna og þegar ég vakna um morguninn mundi ég enn eftir hvernig maðurinn leit út. Strax. og ég kom niður um morguninn sagði ég bæði konunni minni og Torfa syni mínum að nú hefði ég fengið heimsókn. Það hefði nú bara komið Japani til mín í nótt og verið að stinga mig. Svo var ekkert hugsað um þetta meira og ég hélt að þetta hefði bara verið draumur, en það fór á annan veg. Ekki var þetta draumur, því mig fór að svíða í þetta og sviðinn hélt áfram, og ég var ansi slappur þarna í nóvember. Undir miklu álagi Ég ætlaði mér samt ekki að leggj- ast á spítala, en talaði við Ólaf, af því að þetta er góður vinur minn hann Ölafur. Ég spurði hann hvort ég mætti ekki koma niður eftir, því ég væri hálf slæmur yfir höfðinu. Hvort að ekki gæti þurft að prófa blóðþrýstinginn og hvort hann lofaði mér ekki bara að vera á gestastofunni? Hann hélt það væri í lagi, en svo bara teygðist svo á þessu að ég var þar í 3 vikur. Og það var aldeilis álag á mér þann tíma. Ég fékk 10 sprautur frá hjúkrunarliðinu, það fór allt í hægri vænginn og svo gaf andinn mér líklega einar 12 sprautur allar vinstra megin. Ég barðist svo um af kvölum á nóttunni og eftir að komið var að mér á gólfinu, þar sem ég hafði dottið ofan úr þessu háa rúmi, var farið að vakta mig á nóttunni. Óli í bæjardyrunum á Skarði. Nálastungur á Óla. Hér þarf ad hreinsa rnikið loft Frá héraðskynbótasýningu á Vindheimamelum j- „Það getur verið gott, el' þarf að endurnýja mikið loft, að láta þá fara svona beint.“ Svo fórust hinum skemmtilega kynni Þorkeli Bjarnasyni hrossaræktarráðunauti orð, þegar einn gæðingurinn tók strauið eftir brautinni á hér- aðssýningu kynbótahrossa í Skagaiirði sem fram fór á Vindheimamelum síðasta dag maímánaðar. „Þetta hefði get- að orðið enn betri og glæsilegri sýning hér í dag, ef okkur hefði unnist betri tími til að vinna úr þeim gögnum sem við höfðum fyrir sýninguna. Þess vegna er þetta tekið hjá okkur eins og það kcmur l'yrir á skepnunni,“ sagði Þorkell ennfremur. Satt er það, sýningin bar þess merki að vera andirbúin £ tíma- hraki, en þrátt fyrir það nutu fjöl- margir áhorfendur þess í veður- blíðunni þennan dag, að sjá fjöl- mörg glæsileg hross, vel setin af góðum reiðmönnum. Kynbótadómar stóðu frá laug- ardagsmorgni og fram á miðjan sunnudag, sem héraðssýningin fór fram. 24 hross náöu lág- markseinkunn til aö komast á Fjórðungsmót hestamanna sem fram fer á Melgerðismelum í Eyjafirði um næstu hclgi. I tilcfni héraðssýningarinnar hafði blaðið tal af Einari S. Gíslasyni bónda á Syðra-Skörðu- gili formanni Hrossaræktarsam- bands Skagafjarðar. „Það verður að gera einhverjar breytingar á þessu. Þetta er alltof stuttur tími sem ætlaður er til dóma. Hrossin eru orðin svo mörg, að það er aiveg bilun að ætlast til þess aö hægt sé að fram- kvæma þetta þannig að sýningin á eftir sé vel undirbúin. Þegar þessar héraðssýningar byrjuðu árið 1974 voru hrossin sem til dóma komu um 70 og það þótti feikimikið þá. Síöan hefur þeim sífellt farið fjölgandi og nú voru 156 skráð. Það sama er upp á ten- ingnum í Eyjafirði. Þetta sýnir þörfina á þessu og kemur sjálfsagt engum á óvart, þegar tekið er mið af því að hrossarækt og tamningar eru allt- af að aukast. Annars finnst mér að það þyrfti að gefa mönnum kost á 2 sýningum á ári. Það þarf lítið útaf að bera og gctur allt gerst til að sýning mistakist. Það þarf ekki annað en að hesturinn haltri aðeins, hann hefur þó all- tént 4 fætur. Ég vcit að þeir eru margir cigendurnir og knaparnir sem hafa verið sárir yfir aö þurfa að bíöa í ár eftir næstu sýningu, ef sýning hefur mistckist. Það er líka dýrt að þurfa að halda hesti í þjálfun frain að næstu sýningu. Nú er stefnt að því að koma upp héraðsdómnefndum í hverj- um fjórðungi og var í þeirn til- gangi haldið dómaranámskeið á Hólum í vor. Mér finnst líklegt að þessar dómnefndir taki við mörgum verkefnum af landssam- bandinu og með tilkomu þeirra opnist möguleikar til að hatda kynbótasýningar tvisvar á ári. Ég held það væri vel athugandi fyrir okkur Skagfiröinga t.d., að taka upp kynbótasýningu á verslun- armannahelgarmótinu á Vind- heimamelum. Ég held að sé ágætt að hreyfa þessa hugmynd. Orö eru til alls fyrst. Það eru margir kostir við það að geta sýnt hrossin seinni hluta sumars. T.d. er ódýrara að temja á sumrin og þá geta menn notað tækifærið og tamið merar sem hafa verið fylfullar vcturinn fyrir.“ - Verður þú var við framför í hrossaræktinni? „Þau eru alltaf að batna hrossin. Af hryssum sem nú eru dæmdar fara 75% í ættbók, í stað þess að fyrstu árin var það rúm- lega helmingur. Þetta hefur veriö að stíga hægt upp á við. Það cr ekki fyrir að dómar séu vægari nú, það er frekar hitt að kröfurn- ar hafa aukist og sagði Þorkell það sjálfur. Þetta sýnir bara að gæðin eru að aukast og menn vilja ekki eiga nema úrvals- hross,“ sagði Einar Gíslason að lokum. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.