Dagur - 23.06.1987, Síða 7
23. júní 1987 - DAGUR - 7
En eftir þessar 3 vikur var mér
heldur farið að skána og ég
nennti ekki að vera þarna lengur.
Það var svo lítið pláss á spítalan-
um að það var alltaf verið að
þvæla mér milli stofa.“
- Hefurðu orðið var við anda
áður?
„Já, ég var alltaf að sjá ein-
hverjar sýnir þegar ég var ungur
og var þá mjög myrkfælinn. Þeg-
ar ég var 23 ára varð ég ákaflega
veikur og var þá alveg að farast úr
myrkfælni. Eg var orðinn svo
hræddur bæði út af henni og
maganum að ég fann ekki til
frekar en hjartað væri einhvers
staðar í maganum og svo spýtti
ég blóði af og til. Þá skrifaði ég
Margréti frá Oxnafelli, sem mað-
ur háfði heyrt um að hefði ein-
hvern lækningamátt, sem svifi um
landið. Hún skrifaði mér 4 dög-
um eftir að hún fékk bréfið og
sagðist strax hafa náð sambandi
við þennan hjálparanda sinn,
sem hún kallaði Friðrik. Hann
hefði nú ekki sagst vita hvar þetta
Skarð væri eða þessi sjúklingur,
en hann mundi hafa upp á því og
hún gæti lofað mér því að hann
mundi líta til með mér þegar
hann færi hér um. Friðrik var svo
í þjónustu minni til fjölda ára og
á hann hef ég alltaf treyst þangað
til þessi nýi andi í vetur kom í
spilið.
Þessi fíni titringur
í maganum
Margrét staðhæfði við mig að
þetta væru sams konar lækningar
og hjá þessum veraldlegu
Iæknum, en ég er ekki sammála
því. Þetta eru allt aðrar lækning-
ar. Síðan komu ýmsir hlutir fyrir
mig. Ég hálsbrotnaði, þannig að
3 tindar hrukku af hálsliðunum í
dráttarvélarslysi hér á túninu.
Það hefur brotnað á mér herða-
blaðið og 3 rif undir því. Ég hef
fengið blóðspýting og hjartaáfall,
en aldrei fundið til vegna bein-
brota og aldrei haft þrautir, og
allt er þetta í gegnum þennan
miðil hennar Margrétar frá
Öxnafelli. Svo koma þessi ósköp
upp núna í októberlok í haust að
ég verð var við þennan anda sem
stendur við rúmið hjá mér og gef-
ur mér sprauturnar. Það eru auð-
vitað miklu meiri sannanir fyrir
þvf, þar sem verkin tala. Nála-
stungurnar sjást svo greinilega.
Verkin Friðriks, sem hafa dugað
mér betur en allt annað, voru
ekki áþreifanleg og því var hægt
að segja að það væri hugarburð-
ur.“
- Fékkstu virkilega aldrei
verki eftir að Friðrik fór að þjón-
usta þig?
„Þegar ég var búinn að fá mag-
ann heilbrigðan eftir að hafa lagst
örmagna útaf, en fann kannski til
einhvers staðar í skrokknum, þá
talaði ég bara út í loftið og sagði
að hann væri svo mikið búinn að
gera fyrir mig. Nú væri ég ekki að
hugsa um magann, hann væri
orðinn hákarlsmagi, nú væri að
laga hitt og ég var eins og ung-
lamb þegar hann hafði verið hjá
mér.“
- Talaðir þú virkilega svona
við hann?
„Já, ég talaði alltaf til hans
þegar ég fann að hann var að
koma. Ég líklega fann alltaf þeg-
ar hann var að koma. Það var
alveg sama hvort ég lagðist til
hvílu um miðnættið eða 3 á
nóttunni, því þó nokkuð var að
gera í kringum þau störf sem ég
gegndi hjá hreppnum, oddvit-
ann, hreppstjórann og skömmt-
unina ef ekki var annað. Þegar
einn fór, kom annar og ég fór
kannski ekki að mjólka kýrnar
fyrr en klukkan 2 á nóttunni, en
alltaf var andinn tilbúinn að taka
mig í sína meðferð.
Hann setti mig í dá. Ég var
alltaf með klukku á borðinu hjá
mér og það voru mest 10 mínútur
sem ég vissi ekki af mér. Þegar ég
vaknaði var maginn allur í þess-
um fína titringi og heitur. Það var
þægileg líðan, að finna að maður
var alveg orðinn heilbrigður. En
svo kom þessi nýi andi síðastliðið
haust, sem á fundi með enska
miðlinum reyndist eftir allt sam-
an vera Kínverji og hann er
búddi. Hann er alltaf í einhverju
stuði þessi Austurlandamaður.
Á fundinum sagðist hann ætla
að verða með mér það sem eftir
er. Ég lét í ljós þá skoðun mína
að engin þörf væri á því. Kínverj-
inn vildi ekki heyra þetta, en
viðurkenndi að hann hefði verið
svolítið frekur á þessu til að byrja
með, en væri nú búinn að finna
hæfilegan skammt. Svo ég býst
við að hann verði með mér það
sem eftir er.
Langlífí í ættinni
Það er eins og það sé alltaf fylgst
með mér og það er merkilegt að
ég skuli alltaf hafa fría læknis-
hjálp. En ég get ekkert að því
gert og mér finnst þetta skrýtið,
því ekki hef ég gert skaparanum
neitt umfram marga aðra sem
ekki njóta þessarar þjónustu.
Þetta eru líklega einhverjir hæfi-
Ieikar í manni sem ekki er gott að
skýra. Já!, þetta hefur allt verið
skattfrjálst," sagði Óli og hló enn
einu sinni.
Ég afþakkaði þjónustu Kín-
verjans á miðilsfundinum með
því að segja að ég vonaði bara að
hér eftir æti hver sitt, og ég held
ég hafi nokkurn veginn tryggingu
fyrir að svo verði. Því mér finnst,
að ef ég hef verið svo illa kominn
í líkamanum sem honum hefur
fundist, þá hefði verið tími til
kominn að ég fengi að falla. En
það er langlífi í ættinni og ég er
líklega undir það seldur, þetta er
ættgengt. Mamma varð 94 ára og
einhvern tíma kvabbaðist út úr
mér, hve gamall ég gæti orðið, að
líklega yrði ég 94 ára, því ég hefði
fæðst á afmælisdaginn hennar.
Og miðillinn sagði á dögunum að
ég væri eftirmyndin hennar. Sál-
arlífið væri það sama hjá okkur
báðum. Hún gaf sig vel fram þar.
En ég hef aldrei haft áhyggjur af
hvorki heilsufarinu né öðru.“
- Það má auðvitað ekki vera
að fíflast með þessa hluti, en
kannski andalæknar hafi verið
heimilislæknar hjá ykkur í langan
aldur?
Jú, Ólafur hélt það nú vera í
lagi að grínast aðeins með þetta.
„Það er ekki gott að segja um
þessa hluti, en ég get sagt það, að
ég sagði bæði Pétri og Páli alveg í
fullri alvöru og gríni frá þessum
anda (Friðrik), sem með mér var
og hann var aldrei sælii að koma
til mín en á eftir, þó ég væri að
grínast með þetta vegna prédik-
unar Margrétar. Ef maður grínist
í sakleysi, þá er það allt í lagi,
hugurinn bak við skiptir öllu
máli.
En þetta álag sem á mér hefur
verið í vetur, gekk ansi nálægt
mér. Ég er bara svo lífsglaður
maður og það er örugglega það
sem hefur fleytt mér yfir erfiðasta
hjallann," sagði Óli í Skarði í lok
þessarar frásagnar hans af reynslu
sinni af dulrænum öflum. -þá
Eyjúlfur Sti'ingrímsson sat niarga góða hesta á Björn Sveinsson á Varinalæk á hesti er konist á fjórðungsniótið. Hesturinn
sýningunni. hcitir Heródes, nmni vetra. Hann er undan Fáfni frá Fagranesi og Ljósbrá
frá Lundi.