Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 1
Filman þín á skilið það besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422' Pósthólf 196 H-Lúx gæðaframköilun Hrað- framköllun Opiö’á laugardögum frákl. 9-12. Hlutur sjómanna skerðist um 1% —olíuverð komið yfir viðmiðun kjarasamninga 1. ágúst sl. hækkaði olíverð úr rúmum 156 dollurum í 163,75 dollara á tonn miðað við meðalverð á birgðum. Hækk- un þessi hafði áhrif á skiptingu aflaverðmætis milli sjómanna og útgerðar því í kjarasamning- um sjómanna á síðasta vetri var kveðið á um að draga skyldi 1% frá hlut sjómanna ef olíuverð færi í eða yfir 157 doUara. Síðan skyldi draga 1% frá við hverja 12 dollara hækk- un upp frá því. Hlutur sjó- manna lækkaði því úr 76% í 75% þann 1. ágúst. „Auðvitað vonuðumst við til að þetta myndi ekki gerast en sennilega kemur þetta í fram- haldi af þessum átökum á Persa- flóanum. En mér hefur skilist að hækkanir vegna þessa séu komnar fram núna og þeir sem spá í olíuverð vonast til að það eigi ekki eftir að hækka meira. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist þarna,“ sagði Guðjón Jónsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar. Guðjón sagðist telja að þegar samningurinn hefði verið gerður hefðu menn alls ekki átt von á að þetta myndi gerast í sumar. Kjarasamningurinn var gerður til eins árs og sagðist Guðjón ekki hafa heyrt neinar raddir um að hann yrði endurskoðaður fyrr. „En það eru auðvitað alltaf skiptar skoðanir um hvort tekjur sjómanna eigi yfirleitt að vera bundnar við olíuverð því þar með eru þeir farnir að taka þátt í útgerðarkostnaði," sagði Guðjón Jónsson. JHB Fjárhagsleg útkoma landsmótsins: „Réttum megin við núllið“ - seir formaður HSÞ „Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir ennþá en við vitum að við lendum réttum megin við núllið og getum greitt félögunum eitthvað fyrir þeirra vinnu,“ sagði Kristján Yngva- son, formaður HSÞ, er hann var spurður hvernig landsmót UMFI, sem fram fór á Húsavík í júlí, hefði komið út fjárhags- iega. Milli 16 og 17 þúsund manns komu á mótið. Kristján sagði að greiddar yrðu út 650 þúsund kr. á næstunni og myndi sambandið sennilega sleppa frá því. Hins vegar væri enn ýmislegt eftir hvað snerti frágang og skýrslugerð o.fl. og ekki væri vitað hvað það kostaði. „Miðað við þann mannfjölda sem við fengum áttum við nú von á að hafa meira upp úr þessu en tilkostnaður er orðinn heldur meiri en við reiknuðum með. Hljómsveitirnar voru langstærsti kostnaðarliðurinn en einnig reyndust fjarlægðir frá ýmsum stöðum okkur dýrar. Við þurft- Slátrun hafin - nýtt lambakjöt um næstu helgi Hjá Sláturhúsi KEA á Akur- eyri stendur nú yflr sumarslátr- un og mega neytendur búast við að fá nýtt lambakjöt í versl- unum um næstu helgi. OIi Yaldimarsson sláturhússtjóri sagði að dilkamir væru býsna vænir, í kringum meðalþyngd eða jafnvel þyngri, en sumir væru sannkölluð léttlömb. „Petta eru mjög fallegir dilkar að sjá, Sá þyngsti reyndist 20,4 kíló en sá léttasti 13,5 kíló, eða það sem menn kalla léttlamb. Meðalvigtin var 15,9 kíló sem er ívið meira en síðastliðið haust,“ sagði Óli. Hann sagði að 27 lömbum hefði verið slátrað að þessu sinni og stefnt væri að slátrun vikulega héðan í frá þannig að ávallt væri til nóg af nýju og fersku kjöti. Þannig minnkaði líka fjallið sem þarf að frysta ár hvert. Sumarslátrun hefur ekki tíðk- ast áður hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri að sögn Óla Valdimars- sonar en hún er mikið að ryðja sér til rúms enda kalla neytendur á nýtt lambakjöt. Hann sagðist þó muna eftir sumarslátrun fyrir mörgum árum en þá hefði ástæð- an einfaldlega verið skortur á lambakjöti. Aðspurður sagði Óli að jafnvel hefði verið stefnt að slátrun fyrr en vegna sumarfría hefði henni verið frestað um hálfan mánuð. „Nú er bara að sjá hvernig neyt- endur bregðast við léttlambinu," sagði Óli að lokum. SS um t.d. að sækja ýmislegt til Reykjavíkur og það reyndist okkur kostnaðarsamt," sagði Kristján Yngvason. JHB Hafin er slátrun á svokölluðum sumarlömbum hjá Sláturhúsi KEA. Ekki er það vegna skorts á lambakjöti heldur vegna þess að neytendur vilja nýtt kjöt. Mynd: RÞB Mikið um leigu á mjólkur- kvóta „Menn selja og kaupa mjólk- urkvóta grimmt,“ sagði Þórar- inn Sveinsson hjá Mjólkur- samlagi KEA, en nú eru marg- ir bændur búnir með kvótann. Um síðustu mánaðamót voru 70 bændur búnir með kvóta og síðan hefur kvótalausum bændum fjölgað. Það fara því margir á stúfana og reyna að fá keyptan kvóta hjá þeim bænd- um sem eiga eitthvað eftir. „Peir sem hringja í okkur eru kannski að spá í að um næstu mánaðamót eigi þeir 200 lítra eft- ir af kvóta og eru þá að hugsa um að leigja það, en það er ekki nema hálfur tankur. Það er líka alveg eins líklegt að þeir fari yfir sjálfir. Þeir sem sáu fram á að eiga nokkur þúsund lítra eftir af kvótanum eru búnir að leigja eða selja," sagði Pórarinn. Búnaðarsambandið hefur gefið bændum frest til föstudagsins 14. ágúst til að tilkynna formlega um leigu eða sölu á fullvirðisrétti. Búnaðarsambandið lætur síðan mjólkursamlögin og framleiðslu- ráð vita. Fyrir síðustu mánaða- mót voru 26 bændur á félags- svæði Mjólkursamlags KEA bún- ir að tilkynna um leigu á mjólkur- kvóta. Sagði Þórarinn að þetta væru oft mjög flókin dæmi hjá bænd- unum. „Það hringdi einn bóndi í mig og var að hugsa um hvort það borgaði sig að gefa kálfunum mjólk og sleppa þá við að kaupa kjarnfóður handa þeim, en leigja öðrum bónda 1000 iítra. Sá bóndi vildi vildi borga 15 kr. fyrir lítrann. Ég hef heyrt að þegar menn byrjuðu að leigja var verð- ið á lítranum 5-6 kr. en núna er algengasta verðið 15-16 kr. og komið allt upp í 20 kr. Grund- valiarverðið er 29,36 kr. Sá sem leigir þarf líka að borga flutning og gjöld, þannig að það er orðin spurning hvort þetta borgar sig.“ HJS Akureyri: Hríkalegt ástand á húsaleigumarkaðnum - dæmi um að 20 þúsund kr. tilboðum í 3ja herbergja íbúðir sé ekki svarað Ástandiö á húsaleiguinarkaðinum á Akureyri er mjög slæmt um þessar mundir og greinUegt er á öllu að húsnæðisskortur er gríðarlegur. Lítið er um lausar íbúðir og margir um hituna þegar þær losna. Þá er verðið komið upp úr öllu valdi auk þess sem óhóflegra fyrirframgreiðslna er krafist í mörgum tilvikum. Dag- ur hafði samband við nokkra aðila sem til þekkja og voru þeir á einu máli um að leigumarkaðurinn væri síst skárri en í höfuðborginni þar sem húsaleiga var til skamms tíma töluvert hærri en á Akureyri. Virðist jafnvel í mörgum tilfellum vera mun erfiðara að ná í íbúð hér en í Reykjavík. Á auglýsingadeild Dags fengust þær upplýsingar að upp á síðkastið hefðu auglýsingar, þar sem óskað væri eftir íbúðum til leigu, verið á milli 50 og 60 á viku að meðaltali. Mest væri eftirspurnin eftir 2ja og 3ja herbergja íbúðum. íbúðir sem auglýstar eru til leigu eru hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar. Iðulega er óskað eftir tilboð- um í þær íbúðir og berst jafnan mikill fjöldi og er hátt boðið. Eru dæmi um að tilboðum, sem hljóða upp á um og yfir 20 þúsund kr. og nokkra fyrirframgreiðslu fyrir 3ja herbergja íbúð, sé ekki svarað. Fyrirframgreiðslur virðast vera orðnar sjálfsagður hlutur. Nokkuð er mismunandi hversu mikillar fyrirfram- greiðslu er krafist en 5-6 mánaða fyrirframgreiðsla virðist vera algengust og ekki er óalgengt að farið sé fram á ár fyrirfram. „Ég kom í bæinn í aprílbyrjun en fyrirtækið sem ég starfa hjá byrjaði að leita fyrir mig fljótlega upp úr áramót- um en án árangurs þannig að ég þurfti að fá inni í lítilli gestaíbúð til að byrja með. Ég elti síðan auglýsingar og auglýsti sjálfur en lítið gekk. Stöku sinnum voru mér boðnar íbúðir en þær hentuðu ekki eða voru of dýrar mið- að við gæði. Ég þurfti einnig oft að bíða töluverðan tíma eftir svari því fólk reynir að nýta sér ástandið og leigja hæstbjóðanda. Þá var manni oft sagt að maður gæti svo sem komið og skoðað en það þýddi ekkert því einhverjir aðilar hefðu boðist til að borga 5 þúsund krónum yfir hæsta tilboði, sama hvað væri boðið,“ sagði Reykvíkingur sem nú er nýbúinn að fá íbúð fyrir algera tilviljun eftir rúmlega hálfs árs leit. Meginskýringuna á þessu öllu er auðvitað að finna í skorti á íbúðum. En aðrar ástæður eru einnig nefndar. „Það má að einhverju leyti kenna stórfyrirtækjum bæjarins um. Þau hafa í gegnum árin þurft að leigja íbúðir fyrir starfsfólk sitt og bjóða þá ótæpilega enda með nægt fjármagn. Þetta hefur sprengt upp markaðsverðið,“ sagði aðili sem þekkir vel til á markaðinum. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.