Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. ágúst 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. /e/'óari_________________________ Átak í öldrunarmálum Fyrir skömmu ræddi Dagur við Guðmund Bjarna- son, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og gerði hann m.a. öldrunarmál að umtalsefni. í því sambandi sagði ráðherra: „Öldruðum fer fjölgandi, m.a. vegna þess hvað við höfum getað veitt góða heil- brigðis- og heilsugæsluþjónustu. Það er mikilvægt að þessu fullorðna fólki líði vel og samfélagið á að veita því fullkomnustu og bestu aðhlynningu sem völ er á. Ég þykist hins vegar nokkuð viss um að það megi spara í uppbyggingunni og e.t.v. seinka henni eitthvað með því að veita betri heimilisþjón- ustu. Þar á ég við betri heimilishjálp og heima- hjúkrun. Við eigum að huga mjög vel að þessu á næstunni, þannig að eldra fólkið geti verið lengur á heimaslóðum og í sínum eigin íbúðum. Ef það býr svo vel að eiga eigið húsnæði veit ég að það vill auðvitað gjarnan búa við þær aðstæður sem allra lengst, ef það býr við það öryggi sem því fylgir að eftirlit sé haft með heilsufari þess og að það fái nauðsynlega aðstoð eða hjálp til að geta verið heima. Á þennan þátt ber að leggja mikla áherslu. “ Guðmundur Bjarnason ræddi einnig um einstaka framkvæmdir á sviði heilbrigðismála. Hann sagðist t.d. hafa heimsótt Dvalarheimilið Hvamm á Húsa- vík og sagði að þar hefði tekist vel til við uppbygg- inguna. „Hvammur er myndarlegt dvalarheimili og það er ánægjulegt til þess að vita að um rekstur þess hefur myndast mjög breið samstaða sveitar- félaga í báðum Þingeyjarsýslum. “ „En þessi uppbygging er auðvitað víðar í gangi en á Húsavík. Mjög myndarleg dvalarheimili hafa einnig verið byggð í Ólafsfirði og á Daivík, en einmitt í Ólafsfirði var svipaður háttur hafður á og á Húsa- vík að dvalarheimilið var byggt i tengslum við hjúkrunarþjónustuna. Síðan er verið að byggja á Akureyri hjúkrunarheimilið Sel. Þar er um mjög mikilvægt verkefni að ræða. Ég vil nota tækifærið og þakka Jóni Kristinssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra dvalarheimilanna á Akureyri sér- staklega fyrir hans mikilvæga framlag til þessa málaflokks fyrr og síðar. Nú síðast var það stórkost- lega uppátæki að hjóla til Reykjavíkur í fjáröflunar- skyni fyrir Sel 2. Ég óska honum allra heilla og vona að þetta framtak hans megi verða til þess að vekja athygli á þessu uppbyggingarstarfi og þeirri þörf sem er fyrir svona starfsemi víða á landinu." Verkefnaskrá heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra er án efa ótæmandi, en Dagur veit að Guð- mundur mun sinna öldrunarmálum vel enda er þörfin mikil. Eldri borgarar hafa skilað sínu dags- verki og eiga allan rétt á að á þá sé hlustað og þeim sinnt af skilningi. ÁÞ. ^viðtal dagsins. „Þessi námskeið eru eingöngu ætluð konum á landsbyggð- inni. Það er fyrst og fremst vegna þess að mér fínnst við- horf landsbyggðarinnar oft fara halloka og einnig vegna þess að konur virðast eiga erf- iðara með að tjá sig í hóp, þeg- ar um blandaðan hóp er að ræða. Kannski er skýringin sú að þær hafa minna sjálfstraust en karlar. Og önnur ástæða fyrir að námskeiðin eru ein- göngu ætluð konum á lands- byggðinni er að þær eiga mun erfíðara með að sækja ýmiss konar námskeið sem boðið er upp á á höfuðborgarsvæðinu. Karlar sækja oft námskeið í tengslum við sitt starf og þá greiðir fyrirtækið, en konur eiga ekki eins heimangengt.“ Þetta segir Hansína B. Einars- dóttir afbrotafræðingur, en hún hefur í sumar haldið námskeið fyrir konur á landsbyggðinni. Á morgun og föstudag heldur Hansína námskeið fyrir konur á Akureyri. Námskeiðið verður haldið í Barnaskóla Akureyrar og sagði Hansína af ef konur hér væru áhugasamar um námskeiðið væri möguleiki á að vera með námskeið yfir daginn, en yfirleitt hefur það farið fram að kvöldinu. Hansína sagðist sjálf hafa verið búsett úti á landi meirihlutann af ævi sinni, m.a. bjó hún á Akureyri í fimm ár, einnig hefur hún búið í Keflavík og þá var hún kennari á Ofbeldi, sifjaspell, afbrot og eyðni - til umfjöllunar á námskeiði Hansínu B. Einarsdóttur, Kona í dag, kona í framtíð, sem hefst á Akureyri á morgun Djúpavogi um tíma. Nú er Hansína búsett í Búðardal. „Mér fannst oft lítið vera í boði úti á landsbyggðinni. Það var mín reynsla og með því að halda nám- skeiðin úti á landi er ég að reyna að koma til móts við landsbyggð- ina.“ Námskeið Hansínu ber heitið Kona í dag, kona í framtíð og er upplýsinga- og fræðslunámskeið fyrir konur á öllum aldri. „Mér finnst þessi námskeið hafa tekist mjög vel og er ánægð með árang- urinn,“ sagði Hansína. Námskeiðinu er skipt í tvennt og fyrri daginn er fjallað um félags- og efnahagslega þætti. Þar verður komið inn á þætti eins og vinnumarkað, launamál, trygg- ingamál, lagalega stöðu kvenna, hlutverk fjölskyldunnar, menntun, uppeldi barna og unglinga, vímu- efnaneyslu, ofbeldi, sifjaspell, afbrot og eyðni. í seinni hlutanum er fjallað um konuna sjálfa, hlutverk kvenna, samskipti og stöðu í nútíma sam- félagi. Þar verður komið inn á þætti eins og siðferðisþroska, sjálfstraust, sjálfsvirðingu, ábyrgð og öryggi. „Þetta nám- skeið er sniðið að íslenskum aðstæðum og ég styðst mikið við íslenskar rannsóknir, bæði mínar eigin og annarra. Það vill stund- um brenna við að konur á hinum almenna vinnumarkaði halda að námskeið sem þessi séu eingöngu fyrir kennarana og félagsráðgj af- ana, en ég legg mikla áherslu á að ná til allra kvenna. Þarna eru til o 7.1 1 1 J 1 t )w ufflí X \hm iluúu # Frumlestur fyrir próf Eins og allir vita þá er það mikil lífsraun að ganga í gegnum þá eldskírn sem vor- annarpróf í Menntaskólanum á Akureyri eru. Menn eru vit- anlega misjafnlega sam- viskusamir og þó svo að námsefnið eigi að vera nemendum vel kunnugt þeg- ar kemur að prófum þá eru alltaf einhverjir - margir - sem frumlesa námsefnið fyrir próf. Slíkt og þvílíkt útheimtir gífurlega yfirlegu meðan á próflestri stendur, vökunæt- ur svita og tár. Til þess að halda sér vakandi nótt eftir nótt bregða menn gjarnan á það ráð að svolgra í sig kaffi í lítravís, það er að segja ef kaffið er ekki svo sterkt að það þurfi að snæða með hníf og gaffli. # Sölu- mennska Tíðindamaður S&S er einn þeirra sem þetta lagði á sig síðastliðið vor. Okkar maður þóttist hins vegar öðrum snjallari og brá á það ráð að kaupa sér töfralyf að nafni Ginsana G 115 í verslun einni í miðbænum. Ekki fer neinum sögum af áhrifum lyfsins eða námsárangrinum mannsins en hins vegar komst hann að því að hann hafði látið gabba sig. Vinurinn lét sér nægja að kaupa litla 60 ml flösku af seyðnum á 120 krónur í stað stærri flösku á fleiri hundruð og sextíu krónur. Þegar svo heim var komið fór hann eitthvað að fikta við flöskuna og rakst þá á áletrun á engil- saxnesku sem útleggst: „Sala refsiverð samkvæmt lögum.“ Þetta þótti honum kyndugt og þegar betur var að gáð sást að krotað hafði verið yfir áletrun sem sagði: „Fritt sýnishorn. Ekki til sölu.“ Það kemur semsé í Ijós og hefur verið staðfest af innflytjanda vörunnar að umrædd verslun hefur tekið sér það bessaleyfi að selja sýnishorn sem hún þó greiddi ekki fyrir. Þetta er auðvitað ekki stórkostlegt fjármálamisferli, fyrst og fremst fyndið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.