Dagur - 28.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. september 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKFilFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari______________________________________
Að kunna sér ekki hóf
Það ætlar að ganga erfiðlega að halda erlendum
lántökum innan skynsamlegra marka. Á undan-
förnum árum hafa erlendar skuldir hrannast upp
og þær hafa fyrir nokkru náð hættulega háu hlut-
falli af þjóðarframleiðslu. Á alþýðumáli kallast
þetta að lifa um efni fram og fjármagna mismuninn
með erlendum lánum.
Eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú
situr er að stemma stigu við þessari skuldasöfnun
erlendis. Fjármálaráðherra hefur látið hafa það eft-
ir sér að erlendar lántökur á þessu ári stefni í það
að fara 4-5 milljarða króna fram úr áætlun. Hér er
ekki um neinar smáupphæðir að ræða, því sam-
kvæmt endurskoðaðri lánsfjáráætlun Seðlabanka
íslands er gert ráð fyrir því að erlend langtímalán
verði í árslok 10.200 milljónir króna í stað 8.200
milljóna í upphaflegri lánsfjáráætlun.
Fjármálaráðherra heldur því fram að gengdar-
lausar erlendar lántökur einkaaðila valdi mestu
um þessa auknu skuldasöfnun og eru fyrirtæki
sem annast fjármögnunarleigu sérstaklega nefnd.
Forsvarsmenn þeirra hafa mótmælt þessu og telja
sig ekki eiga sök á nema um helmingi þessara
4000-5000 milljóna sem bæst hafa við skuldahal-
ann. Hvað svo sem rétt er í því máli er ljóst að ríkis-
stjórnin varð að grípa til aðgerða.
Þenslan í þjóðfélaginu er gífurleg og ljóst er að
stór hluti hennar er fjármagnaður með erlendu
lánsfé. Verslunarhallir, hótel og skemmtistaðir
spretta upp úr jörðinni eins og gorkúlur og sam-
keppnin um vinnuaflið er í algleymingi. Yfirborg-
anir eru alsiða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu
og nú er svo komið að framleiðslugreinarnar,
undirstöðuatvinnuvegirnir, búa við manneklu. All-
ir vilja starfa við verslun og þjónustu því þar eru
peningarnir. Þrátt fyrir þessar augljósu stað-
reyndir leyfa vinnuveitendur sér að halda því fram
að kröfur láglaunafólks um sanngjarnar verðbætur
á laun séu það sem hleypa muni nýrri verðbólgu-
skriðu af stað ef það slái ekki af kröfum sínum!
Það er fyrst og fremst þenslan sem veldur verð-
bólgu. Þessi mikla þensla hefur fyrst og fremst
myndast vegna alls þess erlenda fjármagns sem
fengið hefur að renna óáreitt inn í landið eftir ýms-
um leiðum, gömlum og nýjum.
Við þau skilyrði sem nú eru í þjóðfélaginu er
þess vegna bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að
fjármögnunarfyrirtækjunum séu settar einhverjar
skorður. Ríkisstjórnin hefur gert þeim skylt að fjár-
magna eftirleiðis ákveðinn hluta lána sinna innan-
lands. Vissulega væri æskilegt að atvinnuvegirnir
fengju fullt frelsi til fjármögnunar á innlendum og
erlendum fjármagnsmörkuðum. En reynsla undan-
farinna mánuða sýnir að við kunnum okkur ekki
hóf í því efni frekar en mörgum öðrum og því sáu
stjórnvöld sig tilneydd að grípa í taumana. BB.
Húsavík:
Fyrirhugað að byggja
átján íbúðir í raðhúsum
„Það er nóg að gera í dag við
byggingariðnaðinn og iítur
ágætlega út fyrir næsta ár,“
sagði Pálmi Þorsteinsson bygg-
ingafulltrúi á Húsavík í sam-
tali við Dag. Tvö fyrirtæki hafa
sótt um lóðir fyrir fjórar rað-
húsalengjur, með samtals 18
Samvinnu-
fréttir
- nýtt blað fyrir
samvinnustarfsmenn og
félagsmenn
Út er komið 1. tölublað 1.
árgangs Samvinnufrétta, sem
gefið er út af Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og
fyrst og fremst ætlað starfs-
mönnum samvinnufyrirtækja
og félagsmönnum í samvinnu-
félögunum.
Þetta fyrsta tölublað er prent-
að í 10 þúsund eintökum og fer
dreifing þess að mestu fram með
pósti. Það mun berast samvinnu-
starfsmönnum, en þegar tímar
líða fram og búið verður að
tölvuvinna áskrifendaskrá
blaðsins. mun það berast öllum
heimilum, þar sem fyrir eru
starfsmenn og/eða félagsmenn í
samvinnuhreyfingunni. Má þá
reikna með að blaðið verði gefið
út í 20-30 þúsund eintökum, tíu
til tólf sinnum á ári.
Meðal efnis í þessu fyrsta blaði
má nefna viðtal við Guðjón B.
Ólafsson, forstjóra Sambandsins,
fróðlegan samanburð á fjölda
heildsölu- og smásöluverslana og
hvernig lagerhaldi þeirra er
háttað, sem er mjög ólíkt því sem
gerist erlendis. Sagt er frá stærstu
strandeldisstöð fyrir lax í heimin-
um, sem er hér á landi og heitir
íslandslax, greint frá drögum að
starfsmannastefnu fyrir samvinnu-
fyrirtæki, „hestakaupfélagi"
Búvörudeildar, fjármögnunar-
fyrirtækinu Lind, svo eitthvað sé
nefnt.
Samvinnufréttir eru litprentað-
ar og 16 síður að stærð að þessu
sinni. Ritstjóri og ábyrgðarmað-
ur er Hermann Sveinbjörnsson,
kynningarstjóri Sambandsins.
íbúðum, og væntanlega munu
hefjast framkvæmdir við þrjár
þeirra í haust, samtals 14 íbúð-
ir. Framkvæmdir standa yfír
eða eru fyrirhugaðar við nokk-
ur hús við höfnin, þar er um
fískverkunarhús að ræða og
einnig netagerð og skrifstofu-
húsnæði.
Norðurvík hf. er að ljúka smíði
raðhúss við Stórhól og hefur sótt
um lóðir fyrir þrjár raðhúsalengj-
ur til viðbótar, væntanlega hefj-
ast framkvæmdir við tvær þeirra í
haust en fjórar íbúðir eru í
hverju raðhúsi. Húsiðn hf. hefur
sótt um lóð við Stórhól fyrir rað-
hús með sex íbúðum og hyggst
hefja framkvæmdir í haust.
Lítið er um byggingar annarra
íbúðarhúsa á Húsavík en talsvert
Nú er unnið að jarðvegsskipt-
um á lóðum Kaupfélags Þing-
eyinga og verða þær malbikað-
ar. Einnig á að gera nýjan inn-
gang í aðalverslunarhús KÞ.
Talsvert jarðrask er austan við
aðalverslunarhúsið, umhverfis
olíusöluna og mjólkursamlagið.
Unnið er að jarðvegsskiptum á
lóðunum og er það Bifreiðastöð
Húsavíkur sem annast verkið.
„Ef veður leyfir verður malbikað
í haust og væntanlega verður
um viðbyggingar og breytingar á
íbúðarhúsum. Undanfarin ár
hafa verið byggð þó nokkur fjöl-
býlishús og var lokið við einn
áfanga í fjölbýlishúsi í sumar en
ekki ákveðið um frekari fram-
kvæmdir.
Sýsluskrifstofubyggingin er
fokheld og að mestu frágengin að
utan. Við sjúkrahúsið er verið að
byggja bílgeymslu og spennustöð
og í sumar var unnið að ýmsum
frágangi í íþróttahöllinni.
Tveir aðilar luku byggingu iðn-
aðarhúsnæðis í Haukamýri í
sumar en hvað atvinnuhúsnæði
varðar er mest um að vera við
sjávarútveginn, tveir aðilar eru
að byggja við höfnina og einnig
er þar fyrirhuguð nýbygging og
viðbygging við fiskverkunarhús.
IM
afskaplega mikill munur þegar
þessum framkvæmdum er lokið,“
sagði Hreiðar Karlsson kaupfé-
lagsstjóri þegar Dagur spurðist
fyrir um framkvæmdirnar.
A næstu vikum verður síðan
gerður nýr inngangur að austan-
verðu í aðalverslunarhús kaupfé-
lagsins. Nú er inngangurinn vest-
anmegin á húsinu, frá Garðars-
braut sem er mikil umferðargata.
í framtíðinni verður aðkoma að
húsinu að austan frá nýju bíla-
stæðunum. IM
Húsavík:
Gengið frá lóðum
- Nýr inngangur á aðalverslunarhús
• Húsmæðra-
skólamót
Um næstu helgi fer fram í
íþróttahöllinni á Akureyri
heljar mikiö nemendamót
þeirra kvenna sem stunduðu
nám við Húsmæðraskólann
að Laugalandi. Þarna er
reiknað með að 800 manns
komi saman og segja ungir
gárungar, að allir karlmenn
bæjarins sem komnir eru yfir
miðjan aldur hafi sótt um
störf dyravarða þetta kvöld.
Þeir hafa sem sagt ekki
gleymt gömlu góðu dögun-
um þegar það var hið mesta
sport að skreppa og heim-
sækja yngismeyjarnar sem
þarna stunduðu nám. Þetta
skilja ungu gárungarnir ekki,
enda þekkja þeir ekki þá
spennu sem heimsóknum
þessum fylgdi. Það væri e.t.v.
vissast að eftirláta dyra-
varðastarfið einhverjum ung-
um piltum sem ekki þekkja til,
svo ekki fari í óefni þegar
eldri dyraverðir fara að hitta
gamlar kærustur og gleyma
að gæta dyranna.
• Reagan og
Bibba
Nokkuð hefur verið rætt um
skyldleika Bandaríkjaforseta
við landann upp á síðkastið
og þeir sem ættir eiga að
rekja til þeirra sem sagðir eru
forfeður hans, stæra sig af
þvi óspart. En eftir að Ijóst
var að hún Bibba á Brávalla-
götunni er líka náskyld Reag-
an hefur af óskiljanlegum
ástæðum heyrst minna í öðru
frændfólki!