Dagur - 28.09.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 28.09.1987, Blaðsíða 11
28. september 1987 - DAGUR - 11 Helgi Hallgrímsson: Hlaut styrk Helgi Hallgrímsson, náttúru- fræðingur, hefur hlotið fyrstu viðurkenningu til rithöfundar sem Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna - veit- ir. Hún var aflient í Gistihúsinu á Egilsstöðum sl. laugardag við athöfn, sem ýmsum sem tengjast söfnum og fræðastörfum á Aust- urlandi, var boðið til. Það kom fram í greinargerð Harðar Bergmann, formanns Hagþenkis, að ákvörðun um að veita 100 þúsund krónur í viður- kenningu til fræðiritahöfundar hefði verið tekin á félagsfundi í mars sl. og þar var stjórn félags- ins falið að leita eftir ábendingum um höfunda sem kæmu til greina og taka ákvörðun um veitinguna. Tilgangur félagsins með slíkri viðurkenningu væri sá að vekja athygli á því starfi sem höfundar fræðirita og kennslugagna vinna. Með því væri m.a. lagður grund- völlur að því að við yrðum fær um að ræða ný fræði og viðfangs- efni á íslensku og þróa íslenska menningu. Fé það sem veitt var til þessarar sérstöku viðurkenn- ingar kæmi úr styrktarsjóði Hag- þenkis, en í hann rennur fé sem greitt er til félagsins vegna samn- inga sem það á aðild að um heimild skóla til að ljósrita útgef- in verk að vissu marki. Helstu rök stjórnar Hagþenkis fyrir að veita Helga Hallgríms- syni viðurkenningu félagsins kvað Hörður þessi: Helgi hefur stundað vönduð rannsókna- og fræðastörf af áhuga og gerhygli í meira en aldarfjórðung. Jafnframt hefur hann leitast við að miðla árangri starfs síns til almennings með ývenju fjölbreyttum hætti: Semja og gefa út bækur, ritstýra tímarit- um og birta fjölda greina í þeim og efla Náttúrugripasafnið á Akureyri. Einnig ber að geta þess að Helgi stofnaði fyrstu almannasamtök um náttúru- vernd hér á landi. Viðfangsefni Helga hafa einkum tengst nátt- úrufræði en eru afar víðfeðm. Þá telur stjórn Hagþenkis einnig lofsvert hvernig Helgi Hallgríms- son hefur látið landsbyggðina njóta verka sinna sérstaklega enda þótt þjóðin öll hafi aðgang að þeim. Hann hefur aldrei látið þægindi eða launavon ráða stefnu sinni. í lok ræðu sinnar óskaði Hörð- ur Austfirðingum til hamingju með að hafa endurheimt Helga til starfa á æskuslóðum hans. Ágúst H. Bjarnason, varafor- maður Hagþenkis, gerði ítarlega grein fyrir störfum og ritverkum Helga Hallgrímssonar á sam- komunni. Helgi þakkaði óvænta viðurkenningu og sagði í ræðu sem hann flutti frá hugrenningum sem hefðu vaknað er hann fékk tilkynningu um hana og drap á ýmislegt sem tengist þeim við- fangsefnum sem hann fæst við um þessar mundir, svepparann- sóknum og þjóðfræði. Passa- myndir Gott úrval mynda- ramma mynd LJÓSMYN DAfTOFA Slmi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri & Skotveiðifélag J!r Eyjafjarðar Fundur verður haldinn í kvöld mánudag 28. september kl. 20.00 í Norðurgötu 2a (gamla útvarpshúsinu). Video o.fl. Nýir félagar velkomnir. Felagar fjölmennið. Stjórn. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Fundarboð! Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel KEA í kvöld 28. sept. kl. 21.00. Fundarefni: Kosning 9 fulltrúa á þing A.N. 10. og 11. okt. Kosning 9 fulltrúa á þing L.Í.V. 13.-15. nóv. Önnur mál. p^jag yerslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni. Hafið þið komið og skoðað vöruverðið hjá okkur, það mun koma á óvart Blússur frá kr. 1.705. Peysur frá kr. 1.295. Joggingpeysur frá kr. 1.395. Sokkamir enn á sama góða verðinu. Úrval af eymalokkum og -^Versliinin öðmm skartgripum. Jm r Nýkomnir hettutreflar "^UTlog inn Sunnuhlíð 12, sími 22484. verð kr. 895. Starf í bókabúð Óskum að ráða starfsfólk í bókaverslun eftir hádegi. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „TOB 1711“. básamotta I fjósið og hesthúsið. 1 600 - si>,kkið Verð aðeins kr. Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Sími 96-26776 Kjötvinnsla Óskum eftir að ráða fólk til starfa við kjötvinnslu. Upplýsingar á staðnum. Hvannavöllum gegnt Lindu. Óskum að ráða verkamenn til starfa strax, við einingaframleiðslu. MOL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Lokaútsala í 6 daga á leður- og mokkafatnaði Útsalan er í verslun Iðnaðardeildar frá 28. sept. til 3. okt. Opið er á mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá kl. 12.00-18.00 en á fimmtudag og föstudag frá kl. 12.00-19.00. Á laugardegi, lokadegi útsölunnar, er opið frá kl. 10.00-16.00. Þú þarft að sjá verð og gseði tU að sannfærast. Hú er einstakt tæki- færítíl að skinna sig upp fyrír veturínn Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.