Alþýðublaðið - 13.08.1921, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.08.1921, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Trésmfðaféiag Reykjavíkur1 heldur fnnd í G -T. húsinu, uppi, sunnudaginn 14. ágúst 1921 kl. 3. síðd. Félagsstjérnin. Hinir góðkunnu striga-verkamannaskór með kaðalsólum eru aftur komnir, og kosta kr. 5,00 og 5,50. Verzlun E. Chouillou Hafnarstræti 17. jLátúnisbáin stór svipa tap aðist um Bergþórugötu og Frakka- stfg. Skilist á Bergþórugötu 8. Islenzkt rjómabússmjör í heildsölu. Samband islenskra samvinnufél. Í kjallaramim á Grundar- stíg 8 er tekinn til sauma alls- konar kven- og barnafatnaður; : einnig tekinn lopi til spuwa. : • A ránustofu okkar, er gert við úr óg klufckur, áletr> aðir allskonar munir. Ennfremur framkvæmum við ýmsar aðgerðir á saumavélum, loftvogum og fl, Daníel & Forkell. Flutningabifreið til sölu, Upplýsingar á skrifstofu Raímagns- veitunnar Laufásveg 16. — Sími 910. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. ABþbl. er blað allrar alþýðu. i « Carit Etlar: Astin vabnar. hugsun. Blið og dreymandi augu, sem virtust þrá og leita, án þess enn þá að hafa fundið markið. Þegar Jakob Trolle morgun þenna gekk niður að fallbyssubátnum, stóð maður við hornið á síðasta hús- inu og hamaði sig þar fyrir vindi og regni. Maðurinn var afarhár og þrekinn, svipurinn var vingjarnlegur en þó hálf bjánalegur, hár og skegg var gulbjart. Þegar Trolle fór fram hjá, greip risinn í frakka hans og bað hann að lofa sér með á sjöinn. „Hvernig dettur þér það i hug, Pétur Bos?" spurði Trolle. „Þú hefir aldei viljað vera með áður.“ „U-h, tja!" svaraði Pétur og gerði fyrra orðið svo langt sem unt var. „Eg verð nú að fara með og berja á Enskinum. Það er hann sem er orsök í allri ógæfunni." „Hvaða ógæfu?" „Síðan Rasmus Stanger kom heim um daginn, þegar þið börðust úti fyrir Sigureyjarvík, og þeir sögðu að hann hefði verið fremstur í flokki við verk sitt á skips- fjöl, þá er Anna alt af með honum. Hún ansar ekki, þegar eg tala til hennar, og mjakar sér yfir til Rasmus- ar, þegar við eigum að dansa. — Eg verð að iara." „Já, komdu, eitthvað verður handa þér að gera. Þú ert nógu stór og sterkur." „Uh, jál og eg hefi líka keypt mér höggsverð," bætti Pétur við, um leið og hann sýndi Trolle langan heima- gerðan korða, sem hékk í reipi undir úlpu hans. Þeir fóru svo fram f fallbyssubátinn. Dimt var og hvast. Dauf ljósrák út við sjóndeildar- hringinn í austri boðaði komu dagsins. í vestri blikuðu enn þá stjörnur hingað og þangað, þar sem sást í dimmbláan himininn. Eftir því sem dagur hækkaði á lofti jókst stormurinn, hann rak á undan sér dökkva sundurtætta skýjaflóka yfir loftið og velti holskeflum inn yfir boðana með feikilegu afli. Brimið sogaði og öskraði freyddi og drundi. Úti á blágráum sænum teygðu brot- sjóarnir sjóhvíta kambana upp úr djúpinu, og með fram ströndinni flögraði urmull af veinandi mágum og svart- bökum, eins og þeir bæru 1 brjóstum sér sorg vegna óhamingjunnar, sem þeir stöðugt voru vitni að. Ókunna skipið sást nú greinilega úr landi, þrátt fyrir þokuna, regnið og rokið, því hafði miðað nokkuð áfram og hafði nú uppi öll þau segl, sem það þoldi, en samt var bersýnilegt að það rak nær boðunum. Auðséð var, að því stýrðu æfðar hendur, fyrirskipanirnar og sú ná- kvæmní sem alt var gert með, sýndu það. Með dögun- inni fjölgaði ákorfendunum á ströndinni. Hæðir og sandhólar voru þaktir fólki, sitjandi eða liggjandi. Sand- urinn rauk um það og sjóflyksurnar fuku langt í land upp. Konurnar höfðu dregið pilsin upp yfir hötuð. Tveir litlir, ljóshærðir drengir, annar vafinn innan í sjótreyju föður sfns, en hinn með stóra lambskinnshúfu á höfði sátu hughraustir og kærulausir um alt og skiftu milli sín rúgbrauðssneið, smurðri með þunnu lagi af soðnum epl- um. — Smörið var þá svo dýrt. Hljóðskraf mannana og axlayptingar, um leið og þeir horfðu á baráttu skipsins, voru ekki góðsviti. Brátt dreifðust hóparnir. Karlmennirnir gengu niður í fjör- una. Ofan frá húsunum komu fleiri í viðbót með stórar árar á öxlunum. Þeir fóru niður að bátunum og bjugg- ust til að hrinda þeim á flot, ekki til þess að berjast en til þess að bfða eftir léikslokum. og bjarga þá þeim yfirunnu. Tíminn leið, klukkan í Besser kirkju slóg átta; maður heyrði varla slögin gegnum ýlfur vindsins, enda tók enginn eftir þeim. Líklega gerði næsti hálfur tími út um örlög skipsins. Fallbyssubátarnir komu í ljós og brutust í hlé af Lundhólmanum, til þess að komast inn á milli boðanna, því ekki gátu þeir verið úti á rúmsjó

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.