Dagur - 10.02.1988, Side 1

Dagur - 10.02.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 10. febrúar 1988 28. tölublað Filman þin á skiliö það besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 ■ Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Landsins forni fjandi nálgast nú óðfluga eins og þessi mynd ber með sér sem tekin var í gær, u.þ.b. 35 mílur norð-norðvestur af Grímsey. Mynd- tlv Álafoss hf.: Samkomulag um að stytta vinnuvikuna - í prjóna- og saumadeild vegna verkefnaskorts Hafísinn nálgast ströndina óðfluga Ef spár um norðlæga átt á landinu næstu daga rætist, þá má búast við því að hafís legg- ist að norðurströnd landsins. í gær var ísröndin komin að Horni og allt í kringum Gríms- ey voru stakir jakar á stangli. Þar hafa sjómenn verið að forða netum sínum úr sjó undanfarna daga. A hafsvæð- inu milli íslands, Grænlands og Jan Mayen er nú óvenju mikill Iiafís. Veður var slæmt í Grímsey í gær og skyggni lítið. í gærmorgun urðu sjómenn þaðan varir við talsvert stóra ísjaka strax um 2-3 mílur norður af eyjunni og enn stærri nokkru norðar. Þá fréttist af 150-200 tonna bátum sem höfðu tafist á heimleið af Kol- beinseyjargrunni vegna íss. ísinn er kominn inn á siglingarleiðir og getur farið að valda skipum erfið- leikum. „Það er ljóst hvert stefnir ef vindáttin verður áfram norðlæg. Sjór er orðinn ládauður hérna og þá veit maður hvað er hérna norður undan. Við reiknum með íshellunni upp að eyjunni ein- hvern næstu daga,“ sagði Sigfús Jóhannsson sjómaður í Grímsey í samtali við Dag. í gær og fyrradag voru sjó- menn þar að taka net úr sjó. Sig- fús sagðist halda að slíkt hefði ekki þurft síðan 1971. „Eins og fiskiríið er búið að vera frá ára- mótum þá fara menn ekki að hætta á að missa veiðarfæri upp á hundruð þúsunda,“ sagði Sigfús. Hann reiknaði með að menn reyndu að færa bátana í land áður en þeir Iokuðust inni í höfn- inni. „Við náum ekki að verja þá þar,“ sagði hann. Vegna veðurs hefur Landhelg- isgæslan ekki komist í ískönnun- arflug, og því eru upplýsingar um legu ísjaðarsins óljósar. í dag verður reynt að komast í könn- unarflug. ET „Öðruvísi mér áður brá,“ segja margir eflaust á morgun. Þá verður hægt að byrja bollu- át. en hjá Brauðgerð Kr. Jóns- sonar verða á morgun til sölu fyrstu bollurnar fyrir bolludag- inn, sem reyndar er ekki fyrr en næsta mánudag. Brauðgerð KEA selur sínar fyrstu bollur á fimmtudag og Einarsbakarí á föstudag. Þrátt fyrir þetta, eru norð- lenskir bakarar ekki þeir fyrstu, því í höfuðborginni mun bollu- sala hafa byrjað á mánudaginn var. Þar er því hægt að tala um bolluviku í stað bolludags. „Þetta er ekki gott, vinnuvik- an hjá okkur styttist um tvo daga í viku fram til mánaða- móta, þá verður þetta endur- skoðað. Það er mjög slæmt að Sovétmenn skuli ekki semja, þeir hugsa ekki mikið um verkafólkið hér á landi sem lendir í þessu,“ sagði Björg Brauðgerð Kr. Jónssonar mun í ár baka um 35 þúsund bollur. Þær verða með 4-5 mismunandi fyllingum og kosta 90 krónur stykkið. Hjá KEA verða bakaðar um 40 þúsund bollur. Þar verða fyll- ingarnar 7-10 talsins og verðið á þeim verður krónur 90 með sölu- skatti. Einarsbakarí heldur nú sinn annan bolludag á Akureyri og ætla þeir að baka um 15 þúsund bollur. Þeir fóru varlega í að nefna fjölda tegunda en þar verða hinar hefðbundnu fyllingar auk leyndarmáls-bollunnar sem á að koma á óvart á föstudag. VG Tryggvadóttir, saumakona hjá Álafossi hf. á Akureyri. Vegna verkefnaskorts hefur stjórn fyrirtækisins neyðst til að stytta vinnuvikuna í prjóna- og saumadeild í bili. Jón Sigurðar- son, forstjóri Álafoss, sagði að hann hefði haldið fundi með starfsfólkinu. Þar hefði náðst samkomulag um að stytta vinnu- vikuna um einn til tvo daga, eftir því hvað við ætti innan deildar- innar. „Þetta eru óneitanlega veru- legar samdráttaraðgerðir," sagði Jón Sigurðarson, „en fólkið fer þó tiltölulega vel út úr þessu því það fær greitt úr atvinnuleysis- tryggingasjóði fyrir þá daga sem það er heima. Þó eru það ekki full laun því fólkið fær vitanlega ekki bónus eða yfirvinnu fyrir þá daga sem það vinnur ekki. Þetta var rökrétt ákvörðun, við getum því miður ekki haft fólk hér við að gera ekki neitt.“ í heimsókn blaðamanns í verk- smiðjuna var greinilegt, að starfs- fólkið skilur þá erfiðu stöðu, sem þessi iðnaður er nú í. Mörgum starfsmönnum finnst nú að tregða Sovétmanna í samningum um ullarvörukaup sé fulllangt gengin þar sem hún er farin að skaða atvinnuhagsmum starfs- manna fyrirtækisins, og var greinilega þungt hljóð í mörgum. í prjóna- og saumadeild Ála- foss hf. vinna 177 starfsmenn. Sumir vinna hálfan daginn og jafngildir vinna þessara starfs- manna 126 dagsverkum. Auk Okkar maður eftir Jónas Árnason hefur verið valinn Sæluvikustykki hjá Leikfélagi Sauðárkróks að þessu sinni. Þetta mun vera nýjasta verk Jónasar Árnasonar og var það fyrst sýnt á Húsavík við miklar vinsældir fyrir ca. 5 árum. Það er pólitíkin sem krufin er til mergjar í Okkar manni. Alþingiskosningar eru í aðsigi og fjallar verkið um frambjóðanda og allt plottið í kringum hann. Fjöldi söngva er í leiknum, flestir þess vinna verkstjórar, starfsþjálf- arar og aðrir stjórnendur við deildina. í prjónasal eftir sem áður verður unnið allan sólar- hringinn á þeim vélum sem henta framleiðslunni, samkvæmt upp- lýsingum frá Einari Eyland, verk- smiðjustjóra. EHB við þekkta slagara eftir t.d. ekki óþekktari menn en Ellington og Gerswhin. Æfingar munu hefjast undir stjórn leikstjórans Sigurgeirs Scheving í lok febrúar, en Sig- urgeir leikstýrði einmitt Rjúk- andi ráði sl. vetur. Að sögn Hauks Þorsteinssonar formanns leikfélagsins verða leikendur á bilinu 15-18 og alls munu um 30 manns vinna að sýningunni. Frumsýningin verður að öllum líkindum sunnudaginn 10. apríl. -þá 90 þúsund bollur bakaðar á Akureyri Leikfélag Sauðárkróks: Okkar maður í Sæluviku

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.