Dagur - 22.03.1988, Page 1

Dagur - 22.03.1988, Page 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. mars 1988 57. tölublað Full búð af nýjum vörum HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Múlagöngin komin í tímahrak? - útboðsgögn ekki enn komin í hendur verktaka Beðið eftir grænu Ijósi stjórnvalda Um miðjan síðasta mánuð var ákveðið hvaða verktakar skuii fá útboðsj»ögn vegna jarð- ganga í Olafsfjarðarmúla en hins vegar hafa gögnin ekki enn verið send út. Ástæða þess er sú að ekki er komið grænt Ijós frá stjórnvöldum en vega- málastjóri mun ganga á fund fjárveitinganefndar Alþingis í dag þar sem lagðar verða fram tillögur um fjármögnun þessa verks. Fyrirhugað var að verk- taki gæti hafið vinnu við göng- in í sumar en frekari seinkun á afgreiðslu þessa máls gæti valdið því að ekki tækist að hefja sprengingar í göngunum fyrir fyrstu snjóa. „Jú, það er rétt að við höfum af því áhyggjur ef frekari dráttur verður á að gögn verði send út,“ sagði Snæbjörn Jónasson vega- málastjóri og bætti við að ætlunin hafi verið að gögn yrðu send fyrr út til verktaka en raun verður á. Fólksfjöldi fjalli um í Hlíðar- helgina Fjöldi fólks lagði leið sína á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli, á sunnudaginn enda veður eins og best verður á kosið. Skíðafæri var og er með besta móti núna eftir snjókomu rétt fyrir helgina. „Helgin var mjög góð, sérstak- lega sunnudagurinn. f’etta er einn af þessum toppdögum sem koma, því miður, allt of fáir,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skíðastaða. ívar sagði að sennilega hafi verið um 1500 manns á skíðum á sunnudaginn í prýðisveðri og fínu færi. Ekki nægði það þó til að slá aðsóknarmet sem sett var um páskana í fyrra en þá voru yfir 2000 manns á skíðum á ein- um degi. Á laugardaginn voru hins „Akureyrar- samningar" í uppsiglingu? í gær hófst fundur samninga- nefndar Alþýðusambands Norð- urlands og fulltrúa vinnuveit- enda með ríkissáttasemjara á Akureyri. í gærdag var fund- armönnum skipt í vinnuhópa en í gærkvöld hófst sameigin- legur fundur deiluaðila. Landssamband íslenskra versl- unarmanna og Landssamband iðnaðarmanna gengu frá kjara- samningum í gær og jafnvel er búist við að það geti haft áhrif á gang mála á Akureyri. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari hefur boðað til alls- herjar samningafundar á Akur- eyri kl. 14 í dag og þangað munu koma fulltrúar allra verkalýðsfé- laga á landinu sem ekki hafa þeg- ar gengið frá samningum. Kannski eru „Akureyrarsamn- ingar“ í uppsiglingu? VG/SS vegar innan við 1000 manns á skíðasvæðinu enda hríðarveður. Þessa dagana eru skólahópar á skíðum í Hlíðarfjalli og einnig er landsliðsfólk okkar í alpagrein- um við æfingar. Undirbúningur fyrir páskana er kominn í gang en næsta mót verður haldið á páskadag en það er „Flugleiða- tnmm“ JÓH í Hlíðarfjalli. Mynd: TLV Snæbjörn sagði að reiknað hafi verið með að verktakar fengju um 2 mánuði til að skila inn til- boði en sagði ekki ljóst hvort sá tími yrði hugsanlega styttur. Eftir að búið verður að skila inn tilboðum í verkið þarf að fara yfir þau og velja úr og reikna má með að það verk taki um einn mánuð, samkvæmt heimildum blaðsins. Þegar síðan að fram- kvæmdunum sjálfum kemur þarf fyrst að byrja á vegalögn, steypa plan við væntanlegt op og vinna slík verk áður en til sprenging- anna sjálfra kemur. Til þess að hægt verði að vinna í göngunum í vetur þurfa sprengingar að vera byrjaðar í síðasta lagi í október eða nóvember. „Ég mun kynna tillögur fyrir fjárveitinganefnd og við leggjum á það áherslu að nefndin hraði afgreiðslu sinni. Svo vonum við bara það besta,“ sagði Snæbjörn Jónasson. JÓH Sigfús Jónsson bæjarstjóri afhendir Jóhanni Hjartarsyni verðlaunin. Mynd: TLV Sögulegu skákmóti lokið - Jóhann Hjartarson sigraði á 1. alþjóðlega skákmótinu á Akureyri Það fór eins og marga grunaði, Jóhann Hjartarson varð sigur- vegari fyrsta alþjóðlega skák- mótsins á Akureyri í gær. Jó- hann fékk átta vinninga á mót- inu, og innsiglaði sigur sinn með jafntefli við Dolmatov, þar sem Jóhann var með hvítt. Það óvænta gerðist hins vegar í gærkvöld að skák Karls Þor- steins og Gurevich dróst á langinn, en stefnt hafði verið að mótslokum kl. 20.00. Karl fór með sigur af hólmi eftir meira en 9 tíma viðureign við Gurevich. Önnur úrslit í gær urðu sem hér segir: Jón Garðar Viðarsson og Ólafur gerðu jafntefli, einnig Helgi og Adorjan. Jón L. Árna- son vann Margeir Pétursson með hvítu mönnunum eftir skemmti- lega skák. Polugaevsky sigraði J. Tisdall eftir dramatískt tafl, og var það mál manna að þetta hefði verið yfirburðasigur hjá Poluga- evsky, sem hafði svart. Skák þeirra Karls Porsteins og Gurevich vakti þó einna mesta eftirtekt, a.m.k. síðari hluta dagsins, því fyrirfram áttu menn ekki von á að úrslit úr þeirri skák drægjust svo mjög sem raun varð á. Þegar líða tók á skákina varð greinilegt að Karl ætlaði að tefla hana áfram til vinnings, en hann hafði tveimur peðum yfir, og var mál manna að hann hefði hvenær sem var getað fengið jafntefli, en það sætti hann sig ekki við þrátt fyrir jafnteflislega stöðu framan af. Endataflið var mjög spenn- andi en þó ekki verulega tilþrifa- mikið. Staðan að afloknu fyrsta al- þjóðlega Akureyrarskákmótinu er því þessi: Jóhann Hjartarson varð efstur með 8 vinninga, Polu- gaesky varð í öðru sæti með 7Vi vinning, Margeir varð þriðji með 7, Jón L. Árnason og Gurevich urðu jafnir í 4. sæti með 6!h vinn- ing hvor, Tisdal og Adorjan lentu í 5. sæti með 6 vinninga, Dolma- tov og Helgi Ólafsson lentu í 6. sæti með 5vinning, Jón Garðar Viðarsson fékk Wi vinning og Ólafur Kristjánsson rak lestina með 1 vinning. EHB Söfnunin á Uppanum: „Gekk allt annað en vel“ Frá hádegi á laugardaginn og fram til kl. 01 aðfaranótt mánudags stóðu yfir maraþon- blústónleikar á veitingastaðn- um Uppanum á Akureyri. Samhliða tónleikunum stóð yfir fjársöfnun til styrktar Skáksambandi íslands en þrátt fyrir uppsveiflu í skákinni hér á landi söfnuðust ekki nema um 40-50 þúsund krónur. „Spilamennskan gekk frábær- lega vel en söfnunin gekk allt annað en vel,“ sagði Þráinn Lár- usson, eigandi Uppans. Samtals var spilað á Uppanum í 37 klukkustundir og komu þar fram 50-60 tónlistarmenn. Staðn- um var lokað frá kl. 03 til kl. 06 aðfaranótt sunnudags og átti starfsfólk fullt í fangi með að halda fólki frá staðnum en um 90 manns voru fyrir utan staðinn á þessurn tíma. En þessir tónleikar hafa orðið til þess að ákveðið er að á næsta ári verði aftur haldin blúsvaka í líkingu við þessa. „Núna er komin fram áskorun um að þetta verði árviss viðburð- ur hér eftir og ég er ákveðinn í að halda aftur tónleika að ári,“ sagði Þráinn Lárusson. JÓH Leikhússtjóri hjá LA: Amór Benónýs- son í gær var gengið frá ráðningu í stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Arnór Bcnónýsson, formaður Félags íslenskra leikara, var ráðinn lcikluisstjóri frá 1. maí næstkomandi. Arnór mun taka við af Pétri Einarssyni scm verið hefur leikhússtjóri á Akureyri um tveggja ára skeið, en mun nú hverfa aftur til Reykjavíkur. Arnór, sem er frá Hömrum í Reykjadal, er góðkunnur leik- ari bæði á Norður- og Suður- landi og hefur m.a. leikið hjá Leikfélagi Akureyrar. Þess má geta að bróðir hans, Jón Benónýsson, leikur nú í „Horft af brúnni“ sem LA sýnir um þessar mundir. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.