Dagur - 22.03.1988, Síða 7

Dagur - 22.03.1988, Síða 7
6 - DAGUR - 22. mars 1988 22. mars 1988 - DAGUR - 7 Vélasamstæður í virkjuninni verða þrjár, hver um sig með 50 MW afli þannig að heildarafl virkjunarinnar verður 150 MW. sem þá verður um 20% af fram- leiddri raforku landsins. Vélarnar verða fluttar inn frá Japan og mun framleiðandinn sjá um niðursetningu þeirra, þegar þar að kemur. Reiknað er með að vinnu- svæðið við Blönduvirkjun verði mannlaust nk. vetur þar sem ákveðið hefur verið að fyrsta vél verði ekki gangsett fyrr en á árinu 1991. Nú hefur farið fram útboð á vinnu við þéttingu á jarðvegi undir væntanlegar stíflur inni á heiðunum. Fimm tilboð hafa bor- ist í það verk en ekki hefur enn verið ákveðið hverju tilboðinu verður tekið. Lægstu tilboðin eru frá innlendum verktökum þó að erlendir fagmenn tengist þeim öllum. íslendingar hafa ekki enn hlotið þá reynslu sem til þarf í sambandi við bergþéttingu en vonandi fæst hún við framkvæmd þessa verks. Aðkomugöng virkjunarinnar eru 800 m löng og við enda þeirra mikil hvelfing, þar sem nú er unnið að byggingu stöðvarhúss, djúpt í iðrum jarðar. Stöðvarhúsið er meiriháttar stórhýsi, 66 m langt, 30 m hátt og 12,5 m á breidd. Það verður byggt á fjórum hæðum, upp að sjálfu stöðvarhúsinu sem verður 12 m á hæð. Yfir 6000 rúmmetrar af steypu fara í að steypa upp þetta stórhýsi og til samanburðar má geta þess að um 100 rúm- metra þarf til að steypa upp myndarlegt einbýlishús með bílskúr. Stjórnstöð verður reist uppi á yfirborðinu, tengd stöðvarhúsinu um lóðrétt göng. Tengivirki verð- ur innanhúss í stjórnhúsinu, en spennar við hlið hússins. Frárennslisgöngin verða 1700 m að lengd og koma fram nokkru undir núverandi yfirborði Blöndu. Þarf vegna þessa að lækka farveg árinnar um 10 m og til að ná eðlilegu rennsli frá gangaopinu verður grafinn frá- rennslisskurður niður eftir far- vegi árinnar, um 1200 m vega- lengd. Tvenn lóðrétt göng, 240 m löng, hafa verið boruð frá stöðv- arhússhvelfingunni, upp á yfir- borð jarðar. Önnur eru fallgöng að stöðvarhúsi sem nú er verið að fóðra að innan með 3,4 m víðum stálrörum sem síðan greinast í þrenn lárétt göng að vatnshverfl- unum. í hin göngin kemur lyfta, stigi með 1100 tröppum og kaplar sem tengja stjórnstöð við stöðvarhús- ið. Þarna eru lengstu jarðgöng sem gerð hafa verið á landinu og út úr göngunum hafa verið fjar- lægðir 120 þúsund rúmmetrar af föstu bergi. Inntakslón virkjunarinnar myndast með stíflu sem verður reist í Gilsá, skammt neðan við Gilsvatn og er gert ráð fyrir 20 G1 miðlunarrými í lóninu. Ráðgert er að tengja Blöndu- virkjun við orkuveitukerfi Lands- virkjunar með 132 kv háspennu- línu, er verði lögð frá tengivirki við stjórnstöð virkjunarinnar á tvírása stálmöstrum og tengist núverandi byggðalínu á vestur- bakka Blöndu. Verður byggða- línan tekin þar í sundur og hvor endi um sig tengdur virkjuninni. Ekki verður þörf á sérstakri aðveitustöð við þessa tengingu. Auk þessarar háspennulínu getur síðar komið til álita að tengja virkjunina við veitukerfið með fleiri flutningslínum, svo sem til aðveitustöðva við Akur- eyri og Hrútatungu. Rennsli Blöndu hefur verið mælt við Guðlaugsstaði í Blöndudal um nær fjörutíu ára skeið og hefur væntanlegt meðal- rennsli til virkjunarinnar verið reiknað út með hliðsjón af þeim mælingum. Samkvæmt því ætti meðalrennsli að vera um 39 rúm- metrar á sek. Þeir sem ekki hafa komið að Blönduvirkjun, og kynnt sér það sem þar er verið að gera, geta ekki með neinu móti gert sér grein fyrir þeim stórvirkjum sem þar hafa verið unnin, þótt nokk- uð sé þar enn óunnið, af því sem koma skal. Virkjun Blöndu er mesta mannvirkjagerð sem nú stend- ur yfir á íslandi. Framkvæmdir við virkjunina hófust árið 1984 en áður hafði verið unnið að rannsóknum á virkjunarsvæð- inu um nokkurra ára skeið. Virkjunin sjálf stendur skammt norðan við Eiðsstaði í Blöndudal. Blanda verður stífluð við Sandárhöfða sem er í 25 km fjarlægð frá virkjunar- svæðinu. Hjástífla með yfirfalli verður í Lambasteinsdragi og er nú þegar búið að gera þar affallsrás og byggja upp loku- mannvirki eitt mikið. Éftir að áin hefur verið stífluð myndast 56,4 ferkílómetra lón frammi á heiðunum. Það land sem fer undir vatn er að stærstum hluta af Auðkúluheiði en tals- vert land af Eyvindarstaða- heiði fer þó einnig undir vatn. Nýtanlegt miðlunarrými í lón- inu verður 400 G1 en til að byrja með verður það þó ekki nema 220 Gl. Ýmsir bændur sem eiga upp- rekstur á þessi heiðalönd voru mjög andvígir því að Blanda yrði virkjuð vegna þess mikla land- flæmis sem kemur til með að fara þar undir vatn. Töldu ekki eðli- legt að svo miklu gróðurlendi væri sökkt á sama tíma og miklu fjármagni er veitt til verndar gróðri á öðrum svæðum. Til að koma til móts við bænd- ur hefur Landsvirkjun m.a. lagt og lagfært vegi um heiðarnar, byggt brýr, sett upp girðingar og síðast en ekki síst, grætt upp land. Skrifað var undir fyrsta verk- samning vegna virkjunarinnar þann 10. ágúst 1984 og þá strax hófust fyrstu framkvæmdirnar, sem voru við botnrás væntanlegr- ar stíflu í Blöndu. Þann 24 sept. það sama ár hófst svo gerð jarð- ganganna en þeirri vinnu lauk að mestu á sl. ári. Landsvirkjun hefur lagt 167 km af heiðarvegum en nokkuð er þó enn ógert í sambandi við vegalagningu, því hluti af núver- andi Kjalvegi á eftir að fara undir vatn. Þá verður lagður nýr vegur um Kolkuhól og síðan fram Auð- kúluheiðina, mun vestar en nú- verandi vegur liggur. Vegna vegagerðar á heiðunum hefur Landsvirkjun byggt brýr á Hrafnabjargaá, Seyðisá og Mæli- fellsá. Til að bæta upp það gróður- lendi sem kemur til með að fara undir vatn, vegna virkjunarinnar, hefur Landsvirkjun látið græða upp 1250 hektara lands, þar af 832 á Auðkúluheiði og 417 á Eyvindarstaðaheiði. Landsvirkjun hefur látið setja upp 63 km af girðingum, reist myndarlegan gangnamannaskála við Ströngukvísl á Auðkúluheiði og byggt 2 hesthús, samtals 187 fm við Galtará á Eyvindarstaða- heiði og við Vestara-Friðmund- arvatn á Auðkúluheiði. Þá hefur á vegum Landsvirkjunar verið unnið mikið starf á sviði veiði- Úr stöðvarhúshvelfingunni. rannsókna en veiðivötn eru mörg á heiðunum á vatnasvæði Blöndu. Menn eru ekki sammála um hverju virkjunin komi til með að breyta í sambandi við lífríki á vatnasvæðinu. Vitað er að lax hefur gengið í nokkrum mæli í árnar inni á heiðunum. Eftir að Blöndu hefur verið veitt úr far- vegi sínum og hún rennur ekki Iengur um Blöndugil, slitna árnar og vötnin á heiðunum, frá Blöndu, svo eftir það kemst göngufiskurinn ekki nema upp að virkjuninni. Af þessu hafa menn verulegar áhyggjur, og ekki síst vegna þess að við rannsóknirnar hefur kom- ið í Ijós að uppeldisstöðvar Blöndufisksins eru, að einhverju leyti, fram í ánum inni á heiðun- um. Kom meðal annars í Ijós að mikið af seiðum var í Herjólfslæk á Eyvindarstaðaheiði en það hafði fáum dottið í hug að væri. Blöndugilið sjálft hefur ekki enn verið rannsakað og þar eru aðstæður til rannsókna mjög erf- iðar. Ýmsir telja að í gilinu séu mjög góððt uppeldisstöðvar fyrir laxinn, en það er með öllu ósann- að enn. Á undanförnum árum hefur lítið af laxi veiðst í Blöndu, nema á neðsta veiðisvæðinu, neðan laxastigans. Á því svæði hefur verið ágæt veiði. Á síðustu árum hefur lax verið veiddur í net, skammt neðan við Blöndugil, í tilraunaskyni. Þar hefur veiðst talsvert af laxi svo sannað er að mikið af honum gengur langt fram í ána þótt illa hafi gengið að láta hann bíta á öngul á leið sinni þangað. Leiða má að því sterkar líkur að Blanda, neðan virkjunar, verði betri veiðiá eftir að hún hefur farið í gegnum virkjunina. Það sem hamlað hefur vinsældum hennar, sem slíkrar, er hvað hún er mórauð í leysingum og þarf jafnvel ekki leysingar til. Eftir að hafa runnið í gegn út í virkjunar- lónið hlýtur mikið af framburði árinnar að botnfalla þar og áin verða tærari og betri veiðiá eftir það. Þetta kemur þó ekki að not- um ef uppeldisstöðvum fisksins hefur verið spillt. Landsvirkjun hefur skuld- bundið sig til að greiða fyrir fiski- göngum, framhjá virkjunni, með gerð fiskivegar, ef þess reynist þörf Þá keypti Landsvirkjun jörð- ina Eiðsstaði í Blöndudal, en í landi þeirrar jarðar er aflstöð virkjunarinnar nú að rísa. Afsal fyrir jörðinni var gefið út þann 15. ágúst 1984. Samkvæmt þeim samningi hefur Landsvirkjun tek- ið við jörðinni, með öllum gögn- um og gæðum, að meðtöldum vatns- og veiðiréttindum. Á hinn bóginn eiga þær fébæt- ur, er falla til jarðarinnar fyrir þau virkjunarréttindi, sem þar koma til nýtingar við virkjun Blöndu, ásamt fébótum fyrir skerðingu á veiðiréttindum af völdum virkjunarinnar, að renna til fyrri eigenda jarðarinnar, sem auk þess eiga ábúðarrétt á jörð- inni samkvæmt ábúðarsamningi. Fara ábúendurnir með óheft for- ræði bótamála, gagnvart Lands- virkjun, í því sambandi. Þá hefur verið gerður ítarlegur samningur á milli Landsvirkjunar Aðalstöðvar Landsvirkjunar í Blöndu. annars vegar og hins vegar land- eigenda sem eiga lönd að virkj- unarsvæðinu. Var sá samningur gerður til að ekki þyrfti að koma til eignarnáms sem virkjunaraðili hefði að öðrum kosti orðið að Iáta gera, á nauðsynlegum rétt- indum vegna Blönduvirkjunar. Fram kemur í þessum samn- ingi að Landsvirkjun viðurkennir sig bótaskylda fyrir því tjóni sem af virkjunarframkvæmdunum kann að hljótast, en allar bóta- kröfur sem úr á að leysa, á grund- velli samningsins, eiga að vera komnar fram og teknar til ákvörðunar eigi síðar en að tveim árum liðnum frá gangsetningu virkjunarinnar. Á dögunum kom blaðamaður Dags við í Blönduvirkjun til að kanna hvernig framkvæmdirnar þar gengju. Farið var um virkjun- arsvæðið og niður í jarðgöngin í fylgd Ólafs Jenssonar verkefnis- stjóra Landsvirkjunar, sem þá var að leysa af Svein Þorgríms- son, staðarverkfræðing, sem var í fríi. Um fimmtíu manns starfa nú á virkjunarsvæðinu. Það er Kraft- tak hf. sem er verktaki við jarð- gangagerð og byggingu stöðvar- hússins. Jarðgangagerðinni er að mestu lokið, aðeins eftir að sprengja stutt haft neðst í rennsl- isgöngunum þar sem vatninu frá virkjuninni verður veitt aftur í fyrri farveg. Einnig þarf að sprengja upp úr botninum á Blöndu þar sem göngin koma til með að opnast undir vatnsborði hennar. Undir- verktaki á vegum Krafttaks, Óli Óskarsson, vinnur nú að bygg- ingu stöðvarhússins og einnig vinnur nú hópur Júgóslava við að leggja röralögn frá virkjuninni að væntanlegu inntakslóni. Það er júgóslavneskt fyrirtæki sem er verktaki í allri stálvinnu við virkj- unina. Steypustödin. Botnrás og lokumannvirki í Lambasteinsdragi. Þaðan verður vatninu veitt um 1300 m langan aðrennslisskurð að inntaki á brekkubrún Eiðs- staðabungu. Þar tekur við 360 m löng og 4 m víð stálpípa sem síð- an tengist fallgöngunum sem get- ið er hér að framan. Inni á heiðinni verða gerðar nokkrar stíflur og eru þrjár þeirra langstærstar. Sjálf Blöndu- stíflan verður 44 m há og 1 km að lengd og í hana fara 1,2 milljónir rúmmetra af jarðvegi. Gilsárstífl- an verður jafnlöng, en ekki nema 37 m há og í hana fara 850 þús. rúmmetrar og svo er Kolkustíflan sem er lengst þeirra, 1,2 km en ekki nema 24 m á hæð og í hana fara 340 þús. rúmmetrar. Um 400 þús. rúmmetrar af jarðvegi fara í aðrar minni stíflur. Ekki má gleyma skurðunum sem vatninu verður veitt eftir á milli lónanna og að sjálfri virkj- uninni. Upp úr þeim verða grafn- ir 1700 þús. rúmmetrar af jarð- vegi. Heildartilfærsla á jarðvegi vegna stíflna og skurða mun vera um 5 milljónir rúmmetra. Búðir á Þrívörðuási. Blöndmirkjun: Mesta mamivirkjagerð sem stendur yflr á landimi —jarðgöng 2,5 km — þau lengstu á Islandi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.