Dagur - 14.04.1988, Side 4

Dagur - 14.04.1988, Side 4
4 - DAGUR - 14. apríl 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRfMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓ'TIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Einvígi á Akureyri Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur Akureyrarbær gert tilboð í skákeinvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Anatolys Karpov. Ef af verður mun einvígið hefjast í lok ágúst og standa fram í september- mánuð. Fyrst eftir að tilboðið kom fram þótti ekki líklegt að Karpov myndi fallast á að einvígið færi fram á íslandi, þ.e. á „heima- velli“ Jóhanns Hjartarsonar. Nú eru hins vegar vaxandi líkur fyrir því að Akureyri verði fyrir valinu sem keppnisstaður. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi hefur Jóhann Hjartarson samþykkt að tefla þar, enda hefur honum ávallt gengið vel á skákmótum norðan heiða. í öðru lagi er tilboð Akureyrarbæjar mjög frambæri- legt út af fyrir sig. í því er gert ráð fyrir að verðlaunaféð verði um 80 þúsund dollar- ar, eða rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, og þykir það mjög frambærileg upphæð í einvígi sem þessu. í þriðja lagi er talið víst að Karpov hafi ekkert á móti því að tefla hér á þeim tíma sem nefndur er í tilboðinu, en hann mun hins vegar ekki áfjáður í að kynnast íslenskri veðr- áttu að vetri til, en af henni virðist hann hafa einhverjar spurnir. Síðast en ekki síst er tilboð Akureyrarbæjar eina tilboð- ið sem Alþjóða skásambandinu hefur borist í einvígið enn sem komið er og af þeirri ástæðu einni gæti orðið erfitt að hafna því. Það yrði tvímælalaust mikil lyftistöng fyrir Akureyrarbæ ef svo færi að Jóhann Hjartarson og Karpov háðu einvígi sitt þar. í því er fólgin mikil og góð landkynn- ing, því kastljós erlendra fjölmiðla mun beinast að landi og þjóð meðan á einvíg- inu stendur. Slík kynning er mjög mikil- væg með tilliti til þeirrar viðleitni íslenskra ferðamálayfirvalda að fá erlenda ferðamenn til að venja komur sínar hingað til lands í auknum mæli. Ljóst er að mikið undirbúningsstarf bíður Akureyringa, verði tilboði þeirra tekið. Væntanlega munu allir leggjast á eitt um að inna það starf sem best af hendi, enda er mikið í húfi að vel takist til. En hvort sem tilboðinu verður tekið eða ekki, er framtak bæjaryfirvalda á Akureyri góðra gjalda vert og ber vott um stórhug og framsýni. BB. f/ viðtol dagsins J '£MfeáisU. ,í ÓlafsHrði er ekki svo mikið fyrir uppgjafa vélstjóra nema almenn fískvinna. „Finnst númer eitt að ræða hlutina - segir Sveinn Magnússon, húsvörður í Hjallaiundi 18 í viðtali dagsins Það hefur tæplega farið fram hjá mörgum Akureyringum að við Hjallalund hefur nú risið 5 hæða fjölbýlishús. Á næstunni munu fyrstu íbúar þess flytja inn í íbúðir sínar, en í viðtali dagsins í dag er það Sveinn Magnússon sem hóf á dögun- um störf sem húsvörður í nýja húsinu. Hann hefur nú komið sér vel fyrir í sérstakri hús- varðaríbúð á fyrstu hæð sem fylgir stariinu. Það er nýlunda á Akureyri að húsverðir starfi í fjölbýlishúsum en Sveinn kem- ur beint í þetta starf frá Ólafs- firði þar sem haún hefur búið undanfarin 28 ár. Hann er fæddur og uppalinn Akureyringur, en eiginkona hans Kolbrún Jóhannsdóttir er Ólafs- firðingur. Þau eiga þrjú uppkom- in börn sem búa hvert á sínum stað, í Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. En hvernig skyldi það hafa viljað til að þau fluttu til Akureyrar til að taka við þessu starfi? Við heimsóttum Svein í nýju glæsilegu húsvarðaríbúðina við Hjallalund. „Ég hef lengstum verið á sjó sem vélstjóri og var kominn að því að hætta til sjós og koma mér í land. Ég vildi fá mér góða og trygga vinnu en í Ólafsfirði er ekki svo mikið fyrir uppgjafa vél- stjóra að gera nema almenn fisk- vinna, sem ég hef ekki áhuga á. Við hjónin vorum stödd hér á Akureyri í fyrrahaust í heimsókn hjá mági mínum sem er annar af eigendum SS Byggis sem byggja þessa blokk. Fór hann þá að segja mér frá henni og jafnframt, að þeir ætluðu að ráða húsvörð við hana. Þegar við hjónin kom- um heim fórum við að velta þessu fyrir okkur, ákvað ég að sækja um þetta starf og hér er ég kominn! Við hjónin höfðum áður tekið að okkur heimavist Gagnfræða- skólans í Ólafsfirði í 3 vetur þeg- ar Kristinn G. Jóhannsson list- málari var þar skólastjóri. Sumariði 1971 rákum við Sumar- hótelið í Ólafsfirði, en það var fyrsta sumarið sem það var rekið. Það bar þannig að, að við hjónin vorum í fyrstu beðin um að búa út húsið, sem var áður prestssetr- ið í Ólafsfirði. Við sáum um að kaupa það sem vantaði og skila því tilbúnu til hótelreksturs. Þeg- ar að því kom, þrýsti bæjar- stjórnin á að við tækjum það fyrsta sumarið svo ég hef líka verið hótelstjóri. Þetta gekk hvort tveggja mjög vel svo við ættum að hafa ákveðna reynslu í þetta starf, þá á ég við að geta starfað einn, en vera ábyrgur gagnvart einhverj- um aðila í því starfi. Eftir umhugsun ákváðum við að taka starfinu og finnst mér spennandi að glíma við þetta.“ - í hverju felst þitt starf? „Það felst í eftirliti með hús- inu, lóðinni og öllu sem því til- heyrir. í þessum fyrsta áfanga verða 22 íbúðir, en þegar öllum áföngum er lokið, verða alls 54 íbúðir í húsinu. Við ætlum því að sjá til hvernig mér tekst að kom- ast yfir að þrífa jafnóðum og bæt- ist við bygginuna. Nú undir öllu húsinu verða bílageymslur og reikna ég með að þar verði helst þörf á eftirliti og þrifum. Allar almennar umgengnis- reglur verða að sjálfsögðu í gildi hér auk einhverra sérreglna t.d. vegna bílageymslunnar. Eg verð alltaf til taks fyrir íbúðaeigendur ef þarf að gera eitthvað fyrir húsið. Sennilega verð ég með ákveðinn símatíma á daginn þar sem ég get ákveðið nánar hvenær ég get sinnt hverj- um og einum ef eitthvað er að hjá íbúum. Forstofan í húsvarðaríbúðinni er þannig útbúin að þar er hægt að taka á móti fólki. Ég á von á að upp komi ýmis mál sem þarf að ræða í rólegheitum, mér finnst númer eitt að ræða hlutina og svoleiðis hefur maður leyst öll sín mál.“ - Leggst starfið vel í ykkur? „Já, ég held að við séum bara ánægð með þetta. Að vísu hefur enginn flutt inn ennþá, en fyrstu íbúarnir flytja inn um miðjan apríl. Þetta starf tel ég nú að verði töluvert bindandi því ég verð á hálfgerðri bakvakt. Ég ræddi t.d. við húsvörð i Reykjavík og hann hefur það þannig að hann fer ekkert frá nema að láta vita af sér. Þetta þekki ég að vísu bæði frá hótel- og heimavistarrekstri. Á heimvistinni mátti ég t.d. aldrei fara út eftir klukkan tíu á kvöldin nema að fá einhvern fyrir mig. Sama gilti á hótelinu því þar þurfti að vera næturvakt. íbúðirnar hérna verða mjög skemmtilegar og af mörgum stærðum. Mér finnst það mjög gott fyrirkomulag að þegar fólk er komið í sína íbúð, þá hefur það allt þar, t.d. þvottahús og geymslu. Nú ef konurnar vilja fá útiloft í þvottinn sinn, þá eru sér- stakar þurrksvalir svo að það þarf ekki að hafa þvottinn hangandi fyrir utan stofugluggann. Mér finnst það mikill munaður fyrir hvern íbúðareiganda að hafa fjarstýringu í sínum bíl, geta ekið inn á sitt bílastæði í kjallara og taka síðan lyftuna upp á sína hæð. Með þessu fyrirkomulagi ætti þar af leiðandi að verða minni umgangur um gangana. Þá er hugsað fyrir því að fá góða suður- og vestursól í garðinn sem verður milli húsanna. Ég hef fram að þessu ekki verið hrifinn af því að búa í fjölbýli, en þetta hús hreif mig svo, að ég hef þegar keypt íbúð í næsta áfanga.“ Við látum þessi orð Sveins verða hans síðustu og óskum honum og Kolbrúnu eiginkonu hans til hamingju með nýja starf- ið og óskum þeim velfarnaðar. VG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.