Dagur - 14.04.1988, Qupperneq 7
14. apríl 1988 - DAGUR - 7
BOSTON
2 x í viku
FLUGLEIÐIR
-fyrír þig-
Sigurvegarar í töltkeppni: Frá vinstri: Ólafur á Neistu, Kggert á Stjörnufák, Jón Kristófer á Smára, Guðmundur
Sveinsson á Otri og við hlið hans stendur Sveinn Guðmundsson, eigandi Oturs.
Hestamannafélagið Neisti:
Kappreiðar og firmakeppni
- keppt á ís á Réttarvatni
Á laugardaginn fyrir páska
gekkst hestamannafélagið
Neisti og íþróttadeild Neista,
fyrir firmakeppni og kappreið-
um á ís, á Réttarvatni við
Vatnahverfi. Þann dag var
mjög hagstætt veður og var
margt af fólki og hestum við
vatnið til að taka þátt í keppni
og fylgjast með því sem þar var
að sjá. Stóðhesturinn Otur frá
Sauðárkróki var sýndur á mót-
inu
Keppt var í tölti, skeiði og
brokki og í lok mótsins fór fram
firmakeppni. Hestar sem ekki
voru vanir því að þeim væri riðið
á ís voru í fyrstu hræddir á ísnum
en vöndust honum furðufljótt og
sýndu margir mjög góð tilþrif.
Greinilegt er að áhugi á hesta-
mennsku er vaxandi á Blönduósi
og þar eru margir hestar mjög
góðir.
Góð þátttaka var í keppninni
og í tölti var keppt á 18 hestum.
Sigurvegari í þeirri grein varð
Neista, knapi Ólafur Kristjáns-
son. Annar varð Stjörnufákur,
knapi Eggert Helgason og í
þriðja sæti Jón Kristófer Sigmars-
son, á Smára.
í skeiðið voru 5 hestar skráðir
en aðeins 2 þeirra lágu allan
sprettinn. I fyrsta sæti varð Neró,
Otur fer vel á töltinu hjá Guömundi Sveinssyni.
Sigfús Jónsson bæjarstjóri:
Athugasemd vegna
Leikklúbbsins Sögu
Degi 13. apríl kemur fram
ósanngjörn gagnrýni á bæjar-
stjórn Akureyrar frá Leikklúbbn-
um Sögu þar sem gefið er í skyn
að fjárframlög frá Akureyrarbæ
séu miklu lægri en lög og reglu-
gerðir mæla fyrir og hamli þar
með starfsemi klúbbsins.
Því er til að svara að í reglu-
gerð við leiklistarlög nr. 786/1982
kemur fram að fjárstuðningur
sveitarfélaga við starfsemi áhuga-
leikfélaga skuli eigi nema lægri
fjárhæð til hvers leikfélags en
ríkissjóður greiðir. í bréfi frá
Þóru Jósefsdóttur ritara Leik-
klúbbsins Sögu til Akureyrarbæj-
ar dags. 17. nóvember sl. kemur
fram að klúbburinn hafi fengið
ríkisstyrk að upphæð 252 þús. kr.
vegna verka sem klúbburinn
færði upp á síðasta leikári. Taldi
hún að klúbburinn ætti sam-
kvæmt reglugerðinni rétt á sömu
upphæð frá Akureyrarbæ.
Bæjarstjórn Akureyrar veitti
Leikklúbbnum Sögu fjárstyrk að
upphæð 105 þús. kr. á fjárhags-
áætlun 1988 og þar til viðbötar
fær klúbburinn ókeypis aðstöðu
til æfinga og sýninga í Dynheim-
um. Það er mat undirritaðs að
slík aðstaða sé klúbbnum meira
virði en nemur mismuninum á
fjárstyrk ríkisins og bæjarins.
Það að auki greiddi Akureyrar-
bær Leikklúbbnum Sögu 300 þús.
kr. vegna uppfærslu á leikverkum
á afmælisdegi bæjarins á sl. ári.
Það er því ljóst að stuðningur
Akureyrarbæjar við starfsemi
klúbbsins er ef eitthvað er meiri
en stuðningur ríkisins.
Þó að það snerti þetta mál ekki
með beinum hætti er rétt að geta
þess að Akureyrarbær styrkir
Leikfélag Akureyrar um 10 millj-
ónir kr. á þessu ári. Framlag
bæjarins til leiklistarstarfsemi í
bænum á árinu 1988 er því hvorki
meira né minna en tæplega 3 þús-
und kr. á hverja 4ra manna fjöl-
skyldu í bænum.
Virðingarfyllst,
Sigfús Jónsson bæjarstjóri.
knapi Einar Helgason og í öðru
sæti varð Völsungur, knapi Einar
Svavarsson,
Sex hestar kepptu í brokki og í
fyrsta sæti varð Ragnheiður,
knapi Hiynur Tryggvason, í öðru
sæti varð Logi, knapi Steinunn
Snorradóttir og í þriðja sæti urðu
Leistur og Jón Gíslason.
Fjöldi hesta tóku þátt í firma-
keppninni, sem var mjög skemmti-
leg sýning þar sem fram kom
fríður hópur góðhesta og góðra
knapa. í fyrsta sæti urðu Stjörnu-
fákur og Magnús Lárusson, sem
kepptu fyrir Sveinsstaðahrepp, í
öðru sæti uröu Glæðir og Guð-
mundur Sigfússon, sem kepptu
fyrir Vélsmiðju Húnvetninga og í
þriðja sæti Snarfari og Hjörtur
Einarsson, sem kepptu fyrir
sýsluskrifstofuna á Blönduósi. fh
Vantar nú þegar 34ra herb.
íbúð fyrir staHsmann
Helst á Syðri-Brekkunni.
Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið.
Upplýsingar í síma 27901 og 27902 á skrifstofu-
tíma.
fluqfélaq
noróurlands hf.
Torgsala
á skóm!
Lionsklúbbarnir á Akureyri verða með sölu
á skófatnaði í göngugötunni frá kl. 13 til 18 á
morgun, föstudag.
Mjög lágt verð.
ALMENNA TOLLVÖRUGEYMSLAN HF.
AKUREYRI
- M 15. *P0ríl
pö^rd.16, P
\3S&*
_ Söngvarar:
Erna Gunnarsdóttir, Ingvar Grétarsson, Júlíus Guömundsson,
Karl Örvarsson, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Ragnar Gunnarsson,
Sólveig Birgisdóttir, Þorsteinn Eggertsson
ásamt 15 manna flokki dansara og hljóðfæraleikara í einni safaríkustu
rokk- og poppsýningu sem sett hefur verið upp hér á landi til þessa.
Handrit, leikstjórn og kynningar: Þorsteinn Eggertsson.
Dansahönnuður: Sigvaldi Þorgilsson. Ljós: Ingólfur Magnússon. Hljóð: Atli Örvarsson.
Miða- og borðapantanir daglega í símum 22770 og 22970.
Verð aðgöngumiða, með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði, kr. 3.200.-