Dagur - 05.05.1988, Blaðsíða 6
6-DAGUR-5. maí 1988
Ungtemplarar
álykta um
Alþingi og bjór
I tilefni samþykktar Neðri
deildar Alþingis á bjórfum-
varpi 18. apríl sl. gerði stjórn
Islenskra ungtemplara eftirfar-
andi samþykkt á fundi sínum
26. apríl sl.:
Undanfarið hefur ítrekað
komið fram í máli ýmissa alþing-
ismanna að afgreiða verði frum-
varpið frá Alþingi til að það flæk-
ist ekki lengur fyrir öðrum störf-
um þar.
í þessu kemur fram undarleg
skammsýni. Nær er að líta svo á
að með því að samþykkja lög
sem leyfa sölu bjórs í landinu
hefjist bjórmálið fyrst.
Framkvæmd þessa máls er
ennþá óráðin en hún kemur til
kasta alþingismanna og ráðherra.
Ákveða þarf vínandastyrkleika
bjórsins sem Ieyfður yrði, verð,
sölustaði og dreifingu. Líklegt er
að handhöfum vínveitingaleyfa
fjölgi um allt land þar sem
aðdráttarafl bjórsins yrði virkjað
á veitingahúsum sem fyrst og
fremst byggðu afkomu síns á sölu
bjórs og ekki er ólíklegt að fljót-
lega komi sú „sanngirniskrafa“
frá íbúum á þeim stöðum á land-
inu þar sem veitingahúsarekstur
svarar ekki kostnaði að þeir
hefðu sama aðgang að bjórnum
og aðrir.
Hvernig yrði tekið á hugmynd-
um um að leyfa bjórsölu í versl-
unum? Er það ekki svipað sann-
girnismál fyrir þá sem þyrftu að
ferðast langan veg eftir bjór að fá
hann nær eins og þá sem ekki
ferðast til útlanda að fá hann inn
í landið? Hversu mikið tillit verð-
ur tekið til jafnréttiskröfunnar.
Með samþykkt bjórfumvarps-
ins á Alþingi verður það fyrst
pólitískt, flokks- og byggðapólit-
ískt. Keppinautar um bjórgróða
myndu setjast að þingmönnum
og reyna að beita þeim fyrir sig.
„Réttiætismálin" munu að líkind-
um verða mörg. Alþingismönn-
um verður væntanlega treyst til
að kippa þeim í liðinn.
Það er mikill misskilningur að
með því að samþykkja bjórfrum-
varpið sé afskiptum stjórnmála-
manna og alþingismanna af
bjórnum lokiö. Pvert á móti; þá
fyrst byrjar ballið.
Hjálpar-
kort á
hvert heimili
Landssamband hjálparsveita
skáta er að senda inn á nánast
hvert heimili landsins svokallað
Hjálparkort. Kortið sem er plast-
húðað og á stærð við greiðslu-
kort, er ætlað til að geyma í
veski. Öðrum megin á því eru
grundvallarreglur skyndihjálpar
á slysstað, en hinum megin fjöl-
mörg neyðarsímanúmer, sem
nauðsynlegt kann að reynast að
hafa við hendina, ef slys eða
óhapp verður. Þar að auki eru á
spjaldinu ýmis önnur símanúmer
sem viðkoma ferðalögum. Öll
númerin eru miðuð við breyting-
ar sem verða á símanúmerum við
útkomu nýrrar símaskrár sem
tekur gildi á næstunni. Það er von
landssambandsins, að fólk geymi
spjaldið í veski sínu.
Kortið er sent út í tengslum við
árlegt stórhappdrætti hjálpar-
sveitanna, en mikill hluti af tekj-
um sveitanna kemur frá þessu
happdrætti. Að þessu sinni eru
vinningar óvenju glæsilegir. í
boði eru fjórir Pajero Super
Wagon glæsijeppar og tólf Volks-
wagen Golf fólksbílar.
NORÐURLAND.
I sumar verður lagt slitlag á eftirtalda vegakafla á Norðurlandi. I Skagafirði
3 km, Við Siglufjörð 1,1 km, 4 km i Hjaltadal, 12 km á Öxnadalsheiði, 11,3
innst í Eyjafirði, 12,6 km á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur, 6 km í Aðald-
al, 4,6 km í Kelduhverfi, 2,5 km við Kópasker, 4,8 við Raufarhöfn og 8 km
við Þórshöfn. Alls eru þetta 69,9 km af bundnu slitlagi sem lagðir verða í
sumar og munar um minna. A kortinu má sjá með rauðum strikum hvar þeg-
ar hefur verið lagt slitlag og með bláum strikum hvað lagt verður í sumar.
Haukur Jónsson hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri hannaði kortið fyrir Dag.
REYKJAVIK - AKUREYRI.
í sumar áætlar Vegagerð ríkisins að leggja 23,3 km af bundnu slitlagi á leið-
inni Reykjavík-Akureyri. Hér er um að ræða rúmlega 8 km kafla í Hvalfirði,
3 lun í Skagafirði og 12 km á Öxnadalsheiði. Að þessu loknu verður Öxna-
dalur lengsti kaflinn á þessari leið, sem eftir verður. Á kortinu má sjá með
rauðum strikum hvar þegar hefur verið lagt slitlag og með bláum strikum
hvað lagt verður í sumar. Haukur Jónsson hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri
hannaði kortið fyrir Dag.