Dagur - 18.05.1988, Page 9

Dagur - 18.05.1988, Page 9
8-DAGUR-18. maí 1988 18. maí 1988- DAGUR -9 „Mjólk er góð.“ Jú, þetta er yfirskrift risaauglýsinga í dagblöðum og sjónvarpsauglýsinga sem dunið hafa yfir síðustu misserin. En svo er með mjólkina eins og flest annað að hún getur verið misjöfn að gæðum. Þannig er mismunandi frá einu kúabúi til annars hversu góð mjólkin er, þetta getur farið eftir gæðum fóðurs, húsakosti, heilsufari kúnna, mjöltum, hreinlæti eða jafnvel geta spilað þarna inn í utanaðkomandi þættir eins og rafmagnsleysi. Þeir sem búa í þéttbýlinu hafa oft blöskrast yfir því ef rafmagnið bregst, ekki hægt að elda matinn eða hella upp á könnuna. Fæstir þeirra hugsa út í að á nákvæmlega sama tíma eru bændur með verðmæta mjólk í mjólkurtönkum úti í sveit, tönkum búnum rafmagnskælingu og því getur voðinn verið vís þegar rafmagnið bregst. En því allt þetta tal um raf- magn og mjólk? Jú, á dögunum var þeim 34 framleiöendum á mjólkursvæði KEA sem sköruðu fram úr á síðasta ári boðið til skoðunarferðar í samlagið sitt, framleiðendum sem hafa komist hjá skakkaföllum á borð við þau sem að framan er lýst. Gæðakröfurnar aukast Sú regla hefur verið að á aðal- fundum Mjólkursamlags KEA eru þeir framleiðendur sem skil- að hafa afbragðs mjólk til sam- lagsins heiðraðir. Gæðakröfurnar verða sífellt meiri en þrátt fyrir það fjölgar þeim búum sem ná þessu marki og sumir fram- Íeiðendur hafa verið í þessum hópi ár eftir ár. Hjá þeim sem fengu viðurkenningu samlagsins að þessu sinni fór gerlainnihald í mjólkinni aldrei yfir 30.000 gerla/ml á síðasta ári, meðaltals frumutala var undir 500.000/ml, mjólkin var alltaf í fyrsta flokki við flokkun á hitaþolnum og kulda- kærum gerlum og aldrei varð vart við fúkkalyf og/eða önnur efni sem rýrt geta gæði mjólkurinnar. árangri að hafa 5 sinnum verið í hópi þeirra sem leggja inn besta mjólk í samlagið en það eru Félagsbúið á Eyvindarstöðum í Saurbæjarhreppi, Árni Her- mannsson á Ytri-Bægisá í Glæsi- bæjarhreppi og Sigurður Jónas- son á Efstalandi í Oxnadal. ferðina. Fyrst lá leiðin inn í rann- sóknastofu samlagsins þar sem Júlíus Kristjánsson, verkstjóri útskýrði það sem fyrir augu bar. Sýni sem tekin eru úr mjólkur- tönkum framleiðendanna eru rannsökuð hér, segja má að hér falli dómur um flokkun mjólkur- Þórarinn Sveinsson samlagsstjóri sýnir gestunum vinnslu mjólkurosta. Áhuginn skín úr augum viðstaddra eins og sjá Fyrir leikmann sem ekki þekk- ir til þá er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þetta þýðir en í raun væri nóg að mjólkurtankur bilaði yfir eina nótt á hlýju sumri og þá stæðist mjólkin ekki þessar kröf- ur, félli i annan flokk. I ár skiptust viðurkenningar þannig milli deilda: Hrafnagils- deild 5, Saurbæjardeild 5, Öngulsstaðadeild 3, Svalbarðs- strandardeild 1, Glæsibæjardeild 3, Skriðudeild 5, Höfðhverfinga- deild 1, Öxndæladeild 3, Árskógsstrandardeild 1, Hörg- dæladeild 4, Svarfdæladeild 1 og Fnjóskdæladeild 2. Þessir fram- leiðendur fengu allir litla og snotra mjólkurbrúsa í verðlaun, áletraða með framleiðenda- númeri og nafni. Þeir 12 fram- leiðendur sem hafa fengið þessar viðurkenningar þrisvar eða oftar fengu ögninni veglegri brúsa að launum. Vert er að geta þess að 3 framleiðendur á svæði Mjólkur- samlags KEA hafa náð þeim Nokkur ný andlit Að morgni miðvikudags í síðustu viku kom um þriðjungur þessara verðlaunaframleiðenda í Mjólk- ursamlag KEA í boði þess. Tekið var á móti þeim með vöfflum og rjóma og bauð Þórarinn Sveins- son samlagsstjóri gestina vel- komna. „Það er alltaf gaman að sjá framan í ykkur, sumir komu hingað í fyrra en svo eru hér nokkur ný andlit,“ sagði hann. Þórarinn talaði um að kröfur hjá Mjólkursamlaginu hafi verið auknar nú frá því sem var í fyrra. Það að miklar kröfur séu gerðar til framleiðenda á svæðinu eigi sinn þátt í að samlagssvæðið sé valið fyrir rannsóknir á júgur- bólgu. Endurbætur á samlaginu eru stöðugt í gangi og útskýrði Þórar- inn þær lagfæringar sem verið er að gera um þessar mundir og miða að því að minnka dælingu á mjólkinni. Og þá var að halda í skoðunar- Hvað í ósköpunum?!? Þetta ker vakti forvitni margra og leiðsögumenn hópsins greindu frá því að hér sé á ferðinni kota- sæla sem verður stöðugt vinsælli hjá neytendum. innar og þar með að miklu leyti um afkomu búanna. Viðstaddir fylgdust því með úrvinnslu sýn- anna af áhuga. Áfram var ferðinni heitið. Næst lá ieiðin inn í vinnslusalinn þar sem verið var að pakka smjöri og mjólk. Tveggja lítra fernur streymdu úr pökkunarvél- inni, gerilsneydd og fitusprengd nýmjólkin. Viðurkenning í fímmta skipti „Já, ætli maður sé ekki með í fimmta skipti,“ segir Árni Her- mannsson, bóndi á Ytri-Bægisá þegar hann var spurður hve oft hann hafi verið í hópi verðlauna- framleiðenda hjá Mjólkursam- lagi KEA. - Hvað framleiðir þú mikla mjólk árlega? „Ég má framleiða rúmlega 80.000 lítra sem er mun minna en fyrst eftir að kvótinn var settur á. Fyrst fékk ég úthlutað tæplega 100.000 lítra kvóta þannig að þetta er búið að dragast verulega saman.“ - Hefurðu alltaf verið innan kvótamarka? „Maður er alltaf dauðhræddur við að fara yfir og t.d. í fyrra fékk ég leigðan kvóta en nú er búið að koma í veg fyrir slíkt. Það er mikill galli því hjá okkur geta verið sveiflur á milli ára, þarf ekki annað en burður hjá kúm færist til og þá lendir meira á næsta ári. Með því að leigja gát- um við hagrætt þessum hlutum en nú er þetta ekki lengur hægt,“ segir Árni Hermannsson. Samlagsstjórinn og kotasælan Einhvern tíma kynnti hljómsveit- in Stuðmenn Þórarin E. Sveins- son samlagsstjóra á Akureyri sem þann mann sem hafi innleitt kotasælu á íslandi. Og víst hefur kotasælan náð vinsældum. Júlíus og Þórarinn sýna gestunum stórt ker þar sem verið er að laga þessa vinsælu vöru en sala á kotasæl- unni hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. „Þegar við höfum komið með nýjar tegundir af kotasælu á markaðinn þá hefur salan tekið kipp. Það má krydda Hópurinn, sem skoðaði mjólkursamlagið að þessu sinni, hefur stillt sér upp við styttuna af Auðhumlu sem stendur norðan samlagsins kotasæluna og fá þannig fram alls konar afbrigði og innan tíðar má búast við tveimur nýjum tegund- um sem örugglega eiga eftir að verða vinsælar," segir Júlíus. Á síðasta ári voru framleidd ríflega 100 tonn af kotasælu í samlaginu, greinilega vinsæll matur. „Ég fæ mér alltaf eina matskeið af kotasælu með öilum mat, sama hvað ég er að borða," segir Þórarinn þessu til staðfest- ingar. Næst er ostagerðin skoðuð og mönnum ber saman um að hér sé komið að þeirri mjólkurafurð sem hvað mestra vinsælda nýtur hjá neytendum. „Það er nánast sama hvar maður kemur, hjá öll- um er mjólkurosturinn á borðum,“ bendir einn úr hópi mjólkurframleiðenda á. Þeir samlagsmenn lýsa í nokkr- um orðum hvernig ostagerðin gengur fyrir sig. Gestirnir fá að sjá ostana á öllum stigum og allt þangað til osturinn er kominn á lagerinn. Leiðin er löng og hand- tökin mörg. Mjólkin er unnin daginn eftir að hún kemur inn í samlagið, þá gerilsneydd og búinn til ostur og pressaður og á öðrum degi er osturinn lagður í saltpækil þar sem hann er geymd- ur einn til þrjá sólarhringa. Eft- ir pökkun liggur síðan leiðin á ostalagerinn í kjallara samlagsins og þangað er gestum nú boðið. Alvöru ostalager „Hér sjáið þið alvöru ísienskan ostalager,“ segir Þórarinn sam- lagsstjóri þegar inn á ostalager- „Framk'iðslaii gekk vel á sföasta ári“ - segir Walter Ehrat bóndi á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal Walter Ehrat bóndi á Hali- fríðarstöðum náði þeim árangri í fyrsta sinn á síðasta ári að framleiða mjólk sem uppfyllti ströngustu gæðakröfur Mjólk- ursamlags KEA. Það er skemmtileg tilviljun að einmitt í þessum mánuði eru 20 ár síð- an hann ásamt konu sinni, Hólmfríði, hóf búskap á Hall- fríðarstöðum en hingað fluttu þau frá Sviss. „Ég framleiddi 95 þúsund lítra á síðasta ári eða upp í þennan kvóta sem ég hef,“ segir hann aðspurður um framleiðslu síðasta árs. „Síðasta ár var gott ár en þetta er bara of lítið sem maður má framleiða. Ég var einn af þeim sem lenti í því að framleiða ekki nóg á árunum 1980-1985 eða á þeim árum sem kvótinn er mið- aður við og þess vegna hefur maður núna minni kvóta en ella. Þetta var náttúrlega snarvitlaust og maður sér núna eftir því að hafa dregið svöna saman á þess- um tíma.“ - En framleiðsla síðasta árs hefur gengið vel. „Já, síðasta ár var gott, ég varð ekki fyrir neinum áföllum með kýr þannig að framleiðslan gekk vel. Að því leytinu til var árið hagstætt.“ - Hvernig líst þér á mjólkur- samlagið? „Mér líst vel á samlagið. Hérna eru framleiddar mjög góð- ar vörur, ljómandi góðar mjólk- urvörur." - Ertu með mjólkurbú ein- vörðungu eða hefurðu blandað bú? „Ég er bæði með kýr og kindur, að vísu ekki stórt fjárbú. Þetta eru 30-40 kindur sem við erum með, eiginlega mest að gamni okkar.“ - Ætlarðu þér að framleiða jafn góða mjólk á þessu ári og á því síðasta? „Já, ætli það ekki. Maður verður að stefna að því að minnsta kosti. En auðvitað þarf ekki mikið að koma til að eitt- hvað beri út af og mjólkin falli í gæðum. Þetta þurfa ekki að vera mannleg mistök. Það eru svo margir þættir sem geta spilað inn í þetta.“ JÓH Hjónin Walter og Hólmfríður Ehrat með viðurkenningu sína fyrir framleiðslu síðasta árs. Mynd: gb inn er komið og við hópnum blasa raðir bretta hlaðin osti. „Þetta er það sem við köllum gerjunarlager og hér er osturinn geymdur í tvær til átta vikur við 16 til 18 gráðu hita," bætir hann við. Þórarinn segir að um 400 tonn af osti séu til í birgðum í samlag- inu sem samsvari 4-5 milljónum lítra af mjólk í birgðum. Og nú er sá tími þegar minnst magn er í birgðum, framundan er sá tími árs þegar framleiðslan er í hámarki og þar af leiðandi verða þessar ostageymslur orðnar yfir- fullar þegar kemur fram á haust- ið. Leiðangri okkar er senn lokið. Áður en kjallarinn er yfirgefinn fá gestirnir að sjá hvar mysingi er pakkað og um leið að skoða nýj- Myndir: GB ar umbúðir fyrir mysinginn sem koma á markaðinn innan tíðar. Áður en heimsókninni lýkur afhendir Þórarinn hverjum fram- leiðanda kassa af mjólkurafurð- um að skilnaði. „Þetta er eigin- lega uppbót fyrir það að við átt- um ekki nóg af vöfflum handa öllum," segir hann þegar hann kveður í dyragætt samlagsins. JÓH Júlíus Kristjánsson verkstjóri útskýrir með tilþrifum það sem fyrir augu ber. Hluti þeirra verðlaunagripa sem veittir voru mjólkurframleiðendum. Morgunstund í Mjólkursamlagi KEA: í skoðunarferð með verðlaunaframleiðendum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.