Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 3
20. maí 1988 - DAGUR - 3 Siglufjörður: Lagt til að laun grunn- skólakennara verði jöfnuð Nokkur óánægja hefur verið með launakjör meðal grunn- skólakennara á Siglufirði, þ.e. heimamanna sem kennt hafa við Grunnskólann á Siglufirði í mörg ár. A haustin hefur þar sem annars staðar, iðulega þurft að ráða aðflutta kennara til starfa og hafa þeir fengið greidda aukalega þóknun í formi húsnæðis- og flutnings- styrks, sem gerir að verkum að kjör þeirra verða mun betri en heimamanna. Miki! umræða var um þessi mál á fundi skólanefndar Siglufjarðar í síðasta mánuði og var þar sam- þykkt tillaga þess efnis að beina þeirri eindregnu ósk til bæjaryfir- valda, að launakjör kennara við skólann verði jöfnuð. „Kennur- um í fullu starfi verði greiddir 20 tímar í yfirvinnu á mánuði miðað við 12 nránuði. Kennurum í hlutastarfi verði greidd tilsvar- andi yfirvinna í samræmi við stöðuhlutfall." Jafnframt þessu verði felldur niður húsnæðis- og flutningsstyrkur til aðfluttra kennara. í greinargerð með tillögunni segir að hér sé um ákveðna kröfu um að launakjör kennara við skólann verði jöfnuð þannig að kennarar búsettir á Siglufirði og með langan starfsaldur að baki, Skeiðsfossvirkjun: Gert við steypuskemmdir „Vinnan viö stífluna gengur ágætlega, við byrjuðum á þessu í apríl og erum að gera við ákveðinn hluta hennar núna en lokið verður við verk- ið á næsta ári,“ sagði Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglu- firði, en umfangsmiklar endur- bætur standa nú yfir á Skeiðs- fossvirkjun í Fljótum. Sverrir sagði að kostnaðurinn við verkið í ár væri áætlaður fjór- ar til fimm milljónir króna. Gamlar steypuskemmdir eru brotnar úr stíflunni og nýtt lag steypt utan á garðinn, mismun- andi þykkt eftir dýpt skemmd- anna. Stíflan var breikkuð efst þannig að mögulegt verður að fara með tæki út á hana. Verktakafyrirtækið Bútur hf. á Siglufirði sér um verkið, en því á að ljúka í júní. Ekki er unnt að vinna lengur að viðgerðum í bili vegna þess að í byrjun júní hækk- ar vatnsborðið í lóninu. Skeiðsfossvirkjun var gangsett árið 1946, en framkvæmdir hóf- ust árið 1942. Orsök steypu- skemmdanna er m.a. lélegt sement sem fékkst á stríðsárun- um. Virkjunin var upphaflega byggð til að afkasta 4 megavött- um en hámarksafl hennar í dag er 5,7 megavött. EHB Bókasafn Ólafsfjarðar: Unnið við tölvuskráningu Fyrir liggur að í sumar verði bókasafn Ólafsfirðinga tölvu- skráð en sú leið var valin í Ijósi þess að nú bjóðast ódýr og góð tölvuforrit til skráningar bóka- safna. Mestur kostnaður liggur í vinnu við skráningu bókanna. Forrit verður keypt á næstunni en ekki er ljóst hvaða tölvubún- aður verður notaður, til greina kemur að nota búnað sem er á bæjarskrifstofunum og einnig er hægt að nota tölvubúnað í Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar. Skráning á bókasafninu getur komið skólum staðarins að góð- um notum verði tölvukerfi þeirra og safnsins samtengd. Þannig verður hægt að sjá í tölvum skól- anna hvort tiiteknar bækur eru til í bókasafninu. Nú er einn starfsmaður í hálfu starfi við bókasafnið og rætt hef- ur verið um að ráða menntaðan bókasafnsfræðing tímabundið til að annast, ásamt bókaverði, skráningu á bókasafninu. JÓH Ný íbúð Þau voru ánægð, hjónin Sigurður Eiríksson og Klara Neilsen, með fallegu íbúðina sína í nýbyggingu Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri, þegar blaða- menn Dags heimsóttu þau í gær. Sigurður og Klara áttu heima í Norðurgötu 30 um áratugaskeið, og sögðust þau ekki geta verið ánægðari með íbúðina í Hlíð, hún væri í alla staði nýtískuleg og hentug. Þessa dagana eru fyrstu íbú- arnir að flytja inn í nýbyggingu Hlíðar, en formlega verður hún opnuð um mánaðamótin. Mynd: gb beri ekki lakari hlut frá borði en þeir sem koma nýir aðfluttir til bæjarins og óvíst hversu lengi þeir dvelja. „Það sem lagt er til um kaupauka til allra kennara við skólann er í samræmi við það sem gert er á nokkrunt öðrunt stöðum á fræðslusvæði okkar og gefist nokkuð vel. Skólanefnd er ljóst að þarna er um aðgerð í sjálfsvörn að ræða, aðgerð til þess að verja líf og til- veru skólans og starf hans, sem byggist á því að hann hafi hæfum kennurum á að skipa og hæfir kennara fást ekki nema viðun- andi kjör séu í boði." Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði og var afgreiðslu þess frestað, en reiknað er nteð að það verði afgreitt á bæjarstjórnarfundi í júní. í vor er afráðið að a.m.k. 5 kennarar hverfa frá skólanum en ein umsókn hefur borist um kennarastarf við skólann næsta haust. VG Glæsilegar íbúðir í einnar hæðar raðhúsum við Múlasíðu 30-38 Raðhús á einni hæð með bílskúr Stærð íbúðar 108 fm + bílskúr 26,6 fm Samtals 134,6 fm íbúðirnar afhendast1 fullgrágengnar og fokheldar Húsin eru í fullbyggðum hverfum Ath. Lánafyrirgreiðslur Teikningar og aörar upplýsingar veittar á skrifstofunni. L7AVI a AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA FURUVOLLUM 5 P O BOX 209 602 AKUREYRI lCELAND SlMAR: 21332 & 21552 NAFNNUMER 0029-0710 Milljónir á hverjum Upplýsingasími

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.