Dagur - 21.06.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 21.06.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 21. júní 1988 21. júní 1988 - DAGUR - 9 2. deild kvenna: Þórsstúíkur heppnar á Siglufirði - skoruðu tvö mörk á lokamínútunum Þaft rann bæði blóft og sviti í leik KA og Þórs eins og sést á andliti Nóa Björnssonar. Akureyrarliðin skildii jöfti Akureyrarliðin KA og Þór mættust á Akureyrarvelli á fimmtudagskvöldið í leik sem upphaflega átti að fara fram þann 15. maí en hafði verið frestað. Leikn- um lauk með jafntefli, 1:1, og verða þau úrslit að teljast sanngjörn. Leikurinn hófst í sterkum sunnan- vindi og bar þess nokkur merki. KA-menn léku á undan vindinum í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér hann til að ná tökum á leiknum. Þórsarar börðust vel á móti vindinum og það voru þeir sem náðu for- ystunni á 15. mínútu. Hlynur Birgisson sendi þá lága sendingu fyrir mark KA-manna, vörnin var illa á verði og Guðmundur Valur Sigurðsson var einn og óvaldaður inni í teignum og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið. Þórsarar skoruðu síðan annað mark þegar ein mínúta var til leikhlés, að þessu sinni sjálfsmark. Birgir Skúlason hugðist þá hreinsa frá Þórsmarkinu eftir töluverðan barning inni í teignum en svo slysalega vildi til að knötturinn fór í einn sam- herja Birgis og spýttist þaðan í markið. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágæt tækifæri beggja liða undir lok leiksins. Úrslitin því sanngjarnt jafntefli í leik sem ekki bauð upp á sérlega skemmtilega knatt- spyrnu. líða tók á leikinn fór mikil harka að gera vart við sig hjá báðum liðum, boltinn var mikið á miðj- unni og því oft unt hörð návígi að ræða. Dómarinn hefði þá mátt lyfta því gula en lét leikinn klár- ast án þess að fara í vasann. Það var eftir leikinn sem hann gaf Eysteini Kristinssyni úr Tindastól gult spjald, þegar Eysteinn gerði athugasemdir við dómgæsluna. Bestir í liði Tindastóls voru Sverrir Sverrisson og Eysteinn Kristinsson. Bestur heimamanna var Örn Valdimarsson. Dómari leiksins, Gísli Guð- mundsson, átti afar slæman dag og það hafði kannski sín áhrif að hann var kynntur í hátalarakerf- inu fyrir leikinn sem fyrrverandi fyrirliði Fylkis á árum áður og fæddur og uppalinn í Árbænum! Línuverðir voru Magnús Jóna- tansson og Ólafur Sveinsson. -bjb Tindastóll náði ekki að hefna harma frá úrslitaleikjum 3. deildar sl. haust gegn Fylki í 2. deildinni sl. sunnudag. Leikur- inn fór fram á nýjum grasvelli þeirra Fylkismanna í roki og rigningu og var daufur á að horfa. Heimamenn unnu leik- inn með þremur mörkum gegn tveim mörkum Tindastóls. Staöan í leikhléi var 2:2, og hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit í þessum leik. Tindastóll hafði sterkan vind í bakið í fyrri hálfleik og á 10. mín- útu kom fyrsta mark leiksins. Þar var Guðbrandur Guðbrandsson á ferðinni fyrir Tindastól með góð- um skalla eftir hornspyrnu. Sex mínútum síðar jafna Fylkismenn með marki Arnar Valdimarsson- ar. Á 28. mínútu komast Fylkis- menn yfir, þegar Guðjón Reynis- son veður í gegnum vörn Tinda- stóls og skorar framhjá mark- verðinum. Stuttu áður átti sér stað umdeilt atvik, þegar brotið var gróflega á Sverri Sverrissyni í teig Fylkis, dómarinn kominn að því að flauta, en hættir' skyndi- lega við og var þetta ekki í eina skiptið í leiknum sem hann sleppti augljósum brotum hjá báðum liðum. Ekki var einu spjaldi lyft í leiknum, þótt oft hefði það gula mátt koma upp. Tindastóll lét mótlætið ekki buga sig og 10 mínútum fyrir leikhlé jafnaði Sverrir Sverrisson með glæsilegum skalla eftir auka- spyrnu. Þrátt fyrir mörg góð færi náði Tindastóll ekki að gera fleiri mörk í fyrri hálfleik. Fylkir gerði sitt þriðja mark í byrjun seinni hálfleiks og það var Gunnar Orrason sem skoraði. Heintamenn, með vindinn í bakið, sóttu stíft aö marki Tinda- stóls eftir 3ja markið, en Gísli Sigurðsson markvörður stóð fyrir sínu. Þó að Tindastóll léki gegn rokinu í síðari hálfleik náðu þeir nokkrunr góðum sóknum, en ekki umtalsverðum færum. Þegar Á sunnudag léku KS og Þór í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu kvenna. Leikurinn fór fram á Siglufirði og lauk hon- um með sigri Þórs, 0:2. Staðan í leikhléi var 0:0. Sigur þessi var ekki jafn öruggur og töl- urnar gefa til kynna því KS- stúlkurnar áttu engu minna í leiknum og líklega hefði jafn- tefli verið sanngjörn úrslit. Leikurinn fór fram í afar miklu roki og setti hann svip sinn á leik- inn. KS-stúlkurnar léku undan vindi í fyrri hálfleik og réðu þá gangi lciksins nær algerlega. Þær náðu mikilli pressu á Þórsstúlk- urnar en náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Það gerðu Þórsstúlkurnar ekki heldur og staðan í leikhléi var því 0:0. Nokkurt jafnræði var með lið- unum í síðari hálfleik þrátt fyrir að vindinn hefði síður en svo lægt. KS fékk nokkur ágæt færi á móti rokinu, t.d. var Margrét Sigurðardóttir nálægt því að skora þegar hún skaut rétt fram- hjá Þórsmarkinu úr aukaspyrnu frá vítateigshorni. Þór fékk einnig nokkur ágæt færi en það var ekki fyrr en undir lok leiksins að til tíðinda fór að draga. Þá kom sending fyrir KS-markið og Frið- rika Illugadóttir skallaði knöttinn í netið og náði þar með foryst- unni fyrir Þór. Örskömmu seinna skoruðu Þórsstúlkurnar síðan annað mark. Ingigerður Júlíusdóttir átti þá skot af 40-50 metra færi og annars ágætur markvörður KS missti boltann á mjög slysalegan hátt í netið. Afar ódýrt mark og úrslitin því 0:2 sigur Þórs. JHB Sverrir Sverrisson (t.v.) átti góftan leik meft Tindastól gegn Fylki og hér er hann í baráttu við einn Árbæinginn. Knattspyrna 1. deild kvenna: - í Garðabænum á sunnudag Knattspyrna 3. deild: Eiríkur með stór- leik í markinu - er Reynir sigraði Magna 0:1 KA-stúlkurnar nutu sín ekki í roki og rigningu þegar þær mættu Stjörnunni í Garðabæ á sunnudaginn. Stjarnan sigraði í leiknum, sem var liður í 4. umferð 1. deildar kvenna, 4:2, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3:0. Stjarnan lék undan miklu roki í fyrri hálfleik og hafði þar af leiðandi töluverða yfirburði til að byrja með. Þær náðu forystunni um miðjan hálfleikinn með glæsi- legu marki. Skotið var á markið af 25 metra færi og knötturinn skall í þverslánni og þaðan í netið. í framhaldi af markinu fór leikurinn að mestum hluta til fram á miðjurn vellinum og á vallarhelmingi KA en engin hættuleg færi sáust og lengi vel virtist sem staðan í leikhléi myndi verða 1:0. En Stjörnustúlkurnar bættu tveimur ntörkum við á síð- ustu mínútunum fyrir hlé með tveimur langskotum og staðan í hálfleik var því 3:0. KA-stúlkurnar hófu síðari hálfleikinn af krafti enda með rokið sem 12. mann. Hjördís Úlfarsdóttir minnkaði muninn í 3:1 strax á 6. mínútu og Hjördís var aftur á ferðinni 4 mínútum seinna með svipað mark. Staðan var þar með orðin 3:2 eftir aðeins 10 mínútur af síðari hálfleik og allt gat gerst. Á 18. mínútu komust Stjörnu- stúlkurnar inn í vítateig KA og dæmd var afar vafasönt víta- spyrna sem skorað var úr. Segja má að þetta Itafi verið vendi- punkturinn í leiktium, munurinn orðinn 2 mörk og KA-liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir þungar sóknir í lokin. Liðin voru ósköp áþekk í þess- um leik en KA-stúlkurnar voru óheppnar að fá á sig vítaspyrn- una í síðari hálfleiknum. Þess má geta að Þær Halldóra Sigurðar- dóttir og fyrirliðinn og markvörð- urinn Bára Hreiðarsdóttir gátu ekki leikið með KA í þessum leik vegna meiðsla. JHB Hjördís Úlfarsdóttir skoraði tvívegis gegn Stjörnunni. en Reynismenn. Þeir náðu strax upp nokkurri pressu og fengu eitt dauðafæri fyrst í leiknum sem ekki tókst að nýta. Tvö sæmileg færi til viðbótar litu dagsins ljós í fyrri hálfleik upp við mark Reyn- is en Eiríkur Eiríksson var í mikl- um ham í markinu og það var einkum honum að þakka að stað- an í leikhléi var 0:0. í síðari hálfleik snérist dæmið við og nú voru það Reynismenn sem sóttu. Magnamenn voru hins mun betri á móti vindinum en þeir höfðu verið undan honum og áttu sín færi sem þeim tókst þó ekki að nýta. Þegar 15 mínútur voru til leiks- loka fékk Reynismaðurinn Grét- ar Karlsson boltann á miðjum vallarhelmingi Magna. Hann lék áfram upp völlinn og skaut föst- um jarðarbolta af 15-20 metra færi sem hafnaði í markhorninu, óverjandi fyrir ntarkvörð Magna. Staðan 0:1. Heimamenn sóttu stíft síðustu 15 mínúturnar en tókst ekki að skora og Reynir stóð uppi sem sigurvegari. Jafntefli hefði trú- lega verið sanngjörn úrslit þessa leiks en Reynismenn geta þakkað Eiríki Eiríkssyni öll stigin en hann átti stórleik í marki Reynis og var tvímælalaust maður vallar- ins. JHB Reynir sigraði 1:0 þegar liðið sótti Magna heim á Grenivík á sunnudag. Leikurinn var liður í 4. umferð B-riðils 3. deildar Mikið hvassviðri var á Greni- vík þennan dag eins og víðast hvar annars staðar og knatt- spyrnan sem boðið var upp á var því ekki í háum gæða- flokki. Heimamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu mun meira Eiríkur Eiríksson var besti maftur vallarins í leik Magna og Reynis. Staðan 2. deild Úrslitiu i 5. uinferð urðii þessi: KS-Selfoss Frestað ÍBV-ÍR 4:1 Víöir-ÚBK 5:1 Þróttur-FH 0:1 Fylkir-Tindastóll 3:2 FH Fvlkir Víðir KS ÍR ÍBV Tindastóll ÚBK Selfoss Þróttur 4 4-0-0 9: 2 5 3-2-0 12: 8 5 2-1-2 10: 6 4 2-1-1 10: 9 5 2-1-2 8:10 4 2-0-2 10: 9 5 2-0-3 10:14 5 1-1-3 9:13 4 0-3-1 7: 9 5 0-1-4 7:12 Markahæstir: Guðm. Magnússon Selfossi Eyjólfur Sverrisson ÚIMFT Guðjón Reynisson Fylki Jón Þórir Jónsson ÚBK 12 11 7 7 7 6 6 4 3 1 5 4 4 4 4. deild Úrslit í 4. umferö sem frant fór um urðu þessi: Efling-HSÞ-b Æskan-ÚMSE-b Vaskur-Kormákur ÚMSE-b HSÞ-b Neisti Efling Æskan Vaskur Korinákur D-riðils hclgina Frestað 2:1 0:2 2-0-1 5:3 6 1-1-1 5:5 4 1-1-1 4:4 4 1-0-1 4:4 3 1-0-1 4:4 3 1-0-1 1:2 3 1-0-2 4:5 3 Staðan 3. deild Úrslit leikja í 4. untferð B- riðils um helgina urðu þessi: Einherji-Þróttur Frestað Magni-Reynir 0:1 UMFS Dalvík-Hvöt 2:1 Reynir Á. 4 3-0-1 8:5 9 ÚMFS Dalvík 3 2-1-0 6:4 7 Þróttur N. 3 2-0-1 4:3 6 Sindri 2 1-0-1 4:3 3 Hvöt 4 0-2-2 1:3 2 Huginn 3 0-2-1 3:6 2 Magni 2 0-1-1 0:1 1 Einhcrji 1 0-0-1 1:2 0 Markahæstir: Guðbjartur Magnas. Þrótti N. 4 Garðar Jónsson ÚMFS Dalvík 3 Garðar Níelsson Reyni 3 Knattspyma 2. deild: Tap hjá Tindastól gegn Fylki - jafntefli hefði verði sanngjarnt í rokleik Vafasamt víti tryggði Stjömuimi sigur á KA Akureyri: Ágúst sigraði í fyrstu þríþrautarkeppninni Fyrsta þríþrautarkeppni á Is- landi var haldin á Akureyri á þjóðhátíðardaginn. Þríþraut er þolkeppni í þremur keppnis- greinuin, sundi, hjólreiðum og hlaupi og í keppninni á Akur- eyri. syntu keppendur 500 metra, hjóluðu 20 kílómetra og hlupu 5 kílómetra. Kepp- endur voru 12 talsins og örugg- ur sigurvegari varð Ágúst Þor- steinsson frá Borgarfirði sem kom í mark 7 og 1/2 mínútu á undan næsta manni. Þríþraut á rætur að rekja til bandarískra hermanna á Hawaii sem hófu að keppa í henni í kringum 1978. Upphaflega var synt 3,8 km, hjólað 180 km og hlaupið 42,195 km. Árlega er keppt í þessum vegalengdum og nefnist sú keppni Iron Man og þykir nafnið gefa nokkra vís- bendingu um hversu erfið sú keppni er. Ýmsar vegalengdir eru til í þessari keppni en algeng- asta vegalengdin er: Sund 1 km, hjól 40 km og hlaup 10 km og gengur sú keppni undir nafninu Olympíu þríþraut. Kcppt er í henni árlega og hlýtur sigurveg- arinn heimsmeistaratitil. Keppnin á Akureyri hófst á að syntir voru 500 metrar í Akureyr- arsundlaug. Það var Ottó Tulin- íus frá Akureyri sem náði strax forystunni i sundinu og kom í mark á 6:41.30 mínútu en Ágúst var annar á 7:57.00. Að sundinu loknu hlupu kapparnir yfir í Laugargötu þar sem þeir stigu á reiðhjól og hjóluðu 20 km og þar náði Ágúst strax góðri forystu og eftir það varð sigri hans ekki ógnað. tímanum 1:10.01, annar varð Páll Jónsson frá Dalvík á 1:17.31, þriðji varð Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði á 1:17.54, Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði varð fjórði á 1:17.55 og fimmti varð Öskar Dýrmundur Ólafsson frá Reykjavík á 1:18.36. JHB Ágúst Þorsteinsson var IVi niínútu á undan næsta manni í mark. Mynd: TLV Agúst kom í mark á heildar- Það voru ekki allir alveg tilbúnir þegar þríþrautin hófst. Mynd: TLV Mj ólkurbikarinn: Öruggt hjá Magna gegn Hvöt $1. flmmtudagskvöld léku Magni og UMSE-b í 2. umferð Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu. Magni hafði tölu- verða yflrburði í leiknum og sigraði örugglega, 3:0. Magnamenn náðu strax góðum tökum á leiknum og náðu foryst- unni strax á 15. rnínútu. Þá var dæmd vítaspyrna á UMSE-b og Tómas Karlsson skoraði úr henni af öryggi. Magni hélt áfram að sækja eftir markið en UMSE-b varðist vel og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Magni bætti vann UMFS Dalvík sigraði Hvöt frá Blönduósi þegar liðin mættust í B-riðli 3. deildar á Dalvík á sunnudaginn. Lokatölurnar urðu 2:1 eftir að Hvöt hafði leitt 0:1 í leikhléi. Hvöt lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik og sótti mikið. Bolt- inn var lengst af við eða í vítateig Dalvíkinganna sem áttu mjög undir högg að sækja. Hvöt náði þó aðeins að skora einu sinni fyr- ir hlc og það gerði Ingvar Magn- ússon um miðjan hálfleikinn. í síðari hálfleik snérist leikur- inn alveg við og nú voru það Dal- öðru markinu við. Þorsteinn Jónsson komst þá einn inn fyrir vörn UMSE-b og skoraði örugg- lega. Fleiri urðu mörkin ekki í bili og staðan í leikhléi var því 2:0. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Magnamenn voru mun meira með boltann en UMSE-b náði þó skyndisóknum og fengu a.m.k. 2 ágæt færi en náðu ekki að minnka muninn. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk Magni aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateig UMSE-b. Sverrir Heimisson tók spyrnuna Hvöt víkingarnir sem sóttu, ef undan er skilið eitt dauðafæri sem Hvat- armcnn fengu en tókst ekki að nýta. Á 15. mínútu síðari hálfleiks jafnaði Birgir Össurarson fyrir UMFS Dalvík með glæsilegu marki. Hann var síðan aftur á ferðinni þegar 8 mínútur voru til leiksloka með annað glæsilegt mark og tryggði Dalvíkingum þar með sigurinn. Hvatarmenn héldu hins vegar heim stigalausir en hefðu trúlega átt skilið að fá a.rn.k. eitt stig úr þessum leik. JHB og skoraði beint úr henni. Glæsi- legt mark og staðan orðið 3:0. Magni sótti síðan talsvert en náði ekki að bæta við mörkum og leiknum lauk því með sanngjörn- um sigri Magna, 3:0. JHB Knattspyrna 4. deild: Tveir leikir á sunmidag - Leik Eflingar og UMSE-b frestað Tveir leikir fóru fram í 4. umferð D-riðils íslandsmótsins í knattspyrnu á sunnudag. Æskan og ÚMSE-b léku á Svalbarðseyrarvelli og Vaskur og Kormákur léku á Akureyri. Þá átti einnig að fara fram leik- ur Eflingar og HSÞ-b en hon- um var frestað. Það var Æskan sem fór með sigur af hólmi á Svalbarðseyri, 2:1. Það voru þeir Atli Brynjólfs- son og Baldvin Hallgrímsson sem skoruðu mörk Æskunnar en Gunnar Reynisson skoraði fyrir UMSE-b. Vaskur náði sér aldrei á strik gegn Kormáki og lauk leiknum með sanngjörnum sigri gestanna, '0:2. Kornrákur var tvímælalaust betri aðilinn í þessum leik, leik- menn liðsins sýndu mun meiri baráttu en dauft lið Vasks. Það var Albert Jónsson sem skoraði bæði mörk Kormáks. JHB Knattspyrna 3. deild: UMFS Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.