Dagur - 25.06.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 25.06.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 25. júní 1988 llvniiiiteV Margs konar lím, pústkítti og fíeira. Byggingariðnaðurinn á Akureyri: Fjármagn vantar til framkvæmda Töluvert hefur verið um það á Akureyri undanfarið, að sótt hefur verið um byggingarfrest á lóðum sem búið var að út- hiuta. Bygginganefnd sam- þykkti á síðasta fundi sínum umsóknir um byggingarfrest á tíu lóðum fram til 1. júní 1989. Að sögn Hallgríms Skaptason- ar sem sæti á í bygginganefnd er nokkuð algengt að frestun sé fengin á byggingarlóðum hér á svæðinu. Hins vegar segir Hall- grímur að það sé ekki neitt „fjör“ í sölu íbúða á Akureyri, dálítill fjörkippur varð í fyrra en þá keyptu verkamannabústaðir megnið af því húsnæði sem bygg- ing var hafin á. „Það virðist vera að menn fari varlegar í að hefjast handa en í fyrravor, ennfremur hafa hinir stærri byggingaraðilar reynt að ná í fleiri en eina lóð á hverju svæði. Þá fer það eftir söluhraða liversu menn treysta sér að byggja hratt upp.“ Hallgrímur telur ástandið í byggingariðnaðinum vera vara- samt og helgast það fyrst og fremst af því hversu lítið fjár- magn streymir til framkvæmda hér. Það er mikill skortur á hús- næði hér, „en það verður ekki byggt hraðar en fjármagn fæst til framkvæmda,“ segir Hallgrímur að lokum. kjó Arctic-open golfmótið hófst í gærkvöld: Spilað með svörtum golfboltum Keppni á Arctic-open alþjóða- golfmótinu hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í gter en mótið var sett á fimmtudagskvöld. Það var Jón Guðmundsson heið- ursfélagi og aldursforseti GA sem sló fyrsta höggið kl. 20 í gærkvöld en síðan hófst keppni sem stóð langt fram á nótt. Leiknar eru 36 holur með og án forgjafar og verða seinni 18 holurnar leiknar í kvöld og nótt en mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu og kvöldverði annað kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem mót- ið fer fram og aldrei áður hefur þátttaka erlendra kylfinga verið jafn góð. Þeir eru um 30 talsins og koma frá Bretlandi, Dan- mörku og BandaríkjLinum en alls eru keppendur á niótinu rúntlega 70. Jóhann F. Sigurðsson sem starfar í Englandi, hefur vcrið aðalhvatamaðurinn að þessu alþjóðamóti hér á Akureyri. Jó- hann mætti til leiks að þessu sinni með svarta golfbolta og nnin Jón Guðmundsson slá fyrsta höggið í mótinu með slík- um bolta. Aldrei áöur hefur ver- ið spilað með svörtum golfbolt- um á golfmóti en að sögn Jóhanns sjást þeir ótrúlega vel á móti björtum hintni og eins í grasinu. -KK Tæki Sindrastáls á Gleráreyrum hafa orðið verulega fyrir barðinu á skemmdarvörgum, sem svo sannarlega hafa látið hendur standa fram úr ermum. „Krahbann" sem Sveinn stendur við hefur þeim þó ekki tekist að eyðileggja enda er hann ætlaður til stórátaka. Mynd: gb þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut ■ Akureyri • Sími 22700 Akureyri: Nýtt skipulag almannavarna - neyðarskipulag vegna Akureyrarflugvallar í sérstakri endurskoðun Nýtt skipurit fyrir almanna- varnir í Eyjafirði lítur væntan- lega dagsins Ijós í ágústbyrjun. „Við erum að taka gamla skipulagið sem er orðið tals- vert gamalt til algjörrar endur- skoðunar,“ sagði Guðjón Pet- ersen framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins. Svokallaður A hluti, sem er starfsskipulag almannavarna- nefndarinnar hefur verið til endurskoðunar og sagði Guðjón að sá hluti yrði nú mun aðgengi- legri en hann áður var. „Að feng- inni reynslu erum við að gera þennan hluta almannavarnanna hnitmiðaðri.“ Verkaskipting almannavarnamanna á hættu- tímum er endurskoðuð og fjar- skipti verða færð í nútímalegra horf, fjarskiptamöguleikar innan svæðisins enda fjölbreyttari en áður var. Þessa dagana er unnið í B hlutanum, sem er neyðarskipulag almannavarna og er neyðarskipu- lag vegna Akureyrarflugvallar í sérstakri endurskoðun, einkum með tilliti til breytinga á gatna- Verður Akureyrí miðstöð brotajámsvinnslu? - sveitarfélög eru áhugalaus um endurvinnslu segja forráðamenn Sindrastáls Sindrastáli hefur verið sagt upp Ióð sinni á Gleráreyrum og gert að flytja þaðan allt sitt. Forráðamenn fyrirtækisins segjast ætla að hefja hreinsun svæðisins í kringum 10. ágúst. Þeim finnst gæta mikils skiln- ingsleysis meðal forráðamanna sveitarfélaga á þörf þess að taka endurvinnslu málma og annars úrgangs föstum tökum. Að sögn Sveins Ásgeirssonar yfirverkstjóra hjá Sindrastáli hafa þeir hjá fyrirtækinu ítrekað leitað eftir samvinnu við sveitar- félög hér nyrðra og á suðvestur- horninu en enn sem komið hefur ekkert komið út úr því. „Miðað við það hvað urðun brotajárns kostar núna þá erum við ekki að fara fram á mikið," segir Sveinn. Meðal þess sem rætt er um er einhvers konar „skilagjald" sem lagt yrði á bif- reiðar og að urðun brotajárns verði bönnuð með lögum. Af ýmsum ástæðum hefur söfnun brotajárns ekki verið talin borga sig undanfarin ár. Sveitar- félög hafa því í vaxandi mæli tal- ið þann kost illskástan að urða bílflök og annað tilfallandi. Slík verða nú örlög þúsunda bílflaka á hverju ári. „Við getum ekki stundað góðgerðastarfsemi leng- ur og að óbreyttu ástandi tökum við aðeins við besta brotajárninu til vinnslu," segir Sveinn. Með góðri samvinnu við sveit- arfélög telur hann hins vegar að á Akureyri megi koma upp ein- hvers konar „miðstöð brotajárns- vinnslu" fyrir Norður- og Austur- land og hægt verði að flytja út 16 þúsund tonn af brotajárni árlega til bræðslu erlendis. í „Sindrahaugnum" á Glerár- eyrum má gera ráð fyrir að séu 1500-2000 tonn af brotajárni. Sveinn áætlar að 1000 tonn séu efni sem borgar sig að flytja á brott. Afgangurinn verður urð- aður á haugunum eða notaður í uppfyllingar. ET kerfi bæjarins og er þá miðað við að hraða öllum aðgerðum komi upp slys á flugvellinum. Sérþjálfaðir menn, svokallaðir vettvangsstjórar, munu stýra öll- um aðgerðum á svæðinu komi þær til. Vettvangsstjórar eru um tíu og hljóta þeir sérstaka þjálfun. „Þetta eru viðamiklar breytingar, enda er skipulagið í gagngerri endurskoðun," sagði Guðjón. Sagði hann að Norðurland eysta væri í sérstakri endurskoð- un um þessar mundir og er þegar búið að ganga frá nýju skipulagi fyrir Mývatnssveit og þegar lokið er við nýtt skipulag almanna- varna á Akureyri verður Eyja- fjarðarsvæðið’tekið fyrir. mþþ Húnavatnssýslur: Heyskapur hefst á næstu dögum „Tún eru aö koma til, þau komu vel undan vetri og óhætt er aö segja að útlitið sé gott,“ segir Jón Sigurðsson hjá Bún- aðarsambandi Austur-Húna- vatnssýslu í samtali við blaðið. Jón segist eiga von á að bænd- ur í Húnavatnssýslum geti margir hverjir hafið slátt um næstu helgi og stefnir í að tún verði þá orðin þokkalega sprottin. Heyskapur var ágætur í Húnavatnssýslum í fyrra og útlit fyrir að hann verði ekki minni í ár. Gróður á afréttum er að verða góður og á dögunum kannaði gróðurverndarnefnd ástand þeirra. Ekki hefur verið ákveðið hvenær upprekstur verður leyfð- ur en Jón sagðist gera ráð fyrir að það verði á næstu dögum. JÓH Byrjun laxveióitíma- bilsins lofar góðu —vatnsleysi í ám á Veiðin í fyrstu viku veiðitíma- bilsins í Fnjóská lofar góðu fyr- ir sumarið líkt og víðast annars staðar. Fimm laxar eru komnir á land úr ánni sem er meira en eftir fyrstu vikuna í fyrra. Veiði er heldur að glæðast í Laxá í Aðaldal en þar fengust 7 laxar á eina stöng í fyrradag. Veiðimenn telja að í heild lofi byrjun veiðitímabilsins nokkuð góðu fyrir sumarið þrátt fyrir að í sumum ám hafi veiði verið dræm framan af. Flestar ár eru mjög vatnsmiklar en strax og vatnið minnkar eykst veiðin. Lax er far- inn að veiðast í Skjálfandafljóti, Norðvesturlandi hefur hamlað veiði síðustu daga Deildará og Húsakvísl og má búast við að lifni yfir veiði í þess- um ám þegar á líður. Af helstu ám á vestanverðu Norðurlandi er það að frétta að veiði síðustu daga hefur verið nokkuð dræm í sumum ám vegna vatnsleysis. í Vatnsdalsá voru í gærmorgun komnir 72 laxar á land og er þyngsti lax hingað til 18 pund. Ur Víðidalsá voru á sama tíma komnir 59 laxar á land, þyngsti laxinn 20 pund. Úr Laxá á Ásum höfðu í gær fengist 130 laxar og samkvæmt upplýs- ingum Dags hefur veiði í Blöndu vcrið þokkaleg. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.