Dagur - 26.07.1988, Blaðsíða 3
Skagafjörður:
Ferðamannastrammir
svipaður og undanfarin ár
26. júíí 1988 - DAGÚR - 3
ATH.
Lokað vegna sumarleyfa dagana 1. til 7.
ágúst.
Járntækni hf.
Ferðamannastraumur í Skaga-
fjörðinn hefur það sem af er
sumri, verið svipaður og
undanfarin ár. Heldur hefur
verið minna af útlendingum ef
eitthvað er, ef marka má
umsagnir þeirra manna sem
standa að ferðamálum og Dag-
ur hafði samband við. Örlítil
aukning er í því að ferðamenn
ferðist um Skagafjörðinn og
stoppi, en enn er mikið um að
þeir keyri í gegn, með smá
stoppi í Varmahlíð.
Að sögn Guðmanns Tobías-
sonar útibússtjóra Kaupfélags
Skagfirðinga í Varmahlíð hefur
mikil umferð verið í gegnum
Varmahlíð og straumurinn svip-
aður og undanfarin ár. „Ég hef
ekki talið það en ég hef það
svona á tilfinningunni að það hafi
verið minna af útlendingum en
áður. Þó er það varla greinan-
legt. Umferðin er langmest um
helgar, föstudaga, laugardaga og
sunnudaga, en heldur minni í
miðri viku. Svo er nú hátoppur
sumarsins eftir, um næstu mán-
aðamót," sagði Guðmann. Góð
aðsókn hefur verið á Hótel
Varmahlíð svo og á tjaldsvæðið.
Jón Gauti Jónsson hjá Ferða-
þjónustu Áningar, sem rekur
m.a. sumarhótel í fyrsta skiptið,
sagðist vera mjög ánægður með
þá aðsókn og viðbrögð sem
Áning hefur fengið. „Erlendum
ferðahópum hefur farið fjölg-
andi, en í júní voru eingöngu inn-
lendir ferðamenn hjá okkur,
aðallega í pakkaferðunum „Sælu-
vika í Skagafjörð" sem við bjóð-
um upp á. Þetta hefur verið mjög
gott miðað við að við vorum ekki
inni á bæklingum fyrir sumarið,
m.a. bæklingum veitinga- og
gistihúsaeigenda,“ sagði Jón
Gauti.
Áning sér um tjaldsvæðið við
sundlaugina og það sem af er
sumri hefur heldur minni
„traffík“ verið þar en síðasta
sumar, en nú virðist aðsókn þar
vera að aukast. Þar hefur mátt
sjá að undanförnu allt frá eins
manns tjaldi upp í stóreflis hús-
bíla með marga fylgdarvagna,
„Það hefur verið mjög gott
hérna hjá okkur og við erum
ánægð með nýtinguna á herbergj-
unum. Það hefur nánast verið
fullt hér fimm daga í viku,“ sagði
Guðmundur Tómasson aðspurð-
ur um ferðamannastraum á Hótel
Mælifell. Þar hefur meiripartur-
inn verið erlendir ferðahópar á
vegum ferðaskrifstofa og lítið um
innlenda ferðamenn. Hóparnir
sem Guðmundur fær koma nær
vikulega og stoppar þá einn hóp-
ur í einn dag og síðan tveir hópar
sem stoppa í tvo daga. -bjb
DAGUR
Sauðárkróki
S9W960
Norðlenskt dagblað
Friðarboði á reiðhjóli um heiminn:
Markið er sett á 57
lönd á fíórum árum
VI
rd°
tTöA
Ferðamcnn á hjóli í kringum
landið er ekki óalgengt að sjá á
íslandi. Indverskur rafmagns-
verkfræðingur að boða frið í
24. landinu á tveimur árum er
hins vegar ekki eins algengt
fyrirbæri. Þetta er einmitt
raunin með Jayraman Ganes-
an sem heimsótti Akureyri fyr-
ir skömmu.
Jayraman kom hingað frá
Borgarnesi og var á leið austur
um. Upphaflega ætlaði hann sér
að komast hringinn á þremur vik-
um en af því sem hann hafði þeg-
ar séð taldi hann að tíminn yrði
eitthvað lengri. „Landið er svo
fallegt og ég ætla mér til að
mynda að stoppa tvo daga í
Mývatnssveit," sagði hann.
Mr<t. *<rrP.
nm.
/AfÐ/A
Heimsreisa á reiðhjóli í þágu fríðar, segir á skiltinu á hjóli jayramans,
Mynd: ET
_ Jayraman hefur meðferðis
bænaskjal til Peres de Cuellar
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna þar sem farið er fram á
að stofnunin beiti sér fyrir
afvopnun í heiminum. „Ég veit af
námi mínu hvaða skelfingar
kjarnorkustyrjöld getur haft í för
með sér og því fannst mér það
skylda mín að reyna að koma í
veg fyrir slíkt,“ segir kappinn.
Til íslands kom hann frá Bret-
landi og héðan fer hann til
Noregs. Flugferðirnar voru hon-
um að kostnaðarlausu því Flug-
leiðir styrktu framtak hans.
Öðruvísi getur svona fyrirtæki
auðvitað ekki gengið. Jayraman
hyggst ferðast um heiminn í tvö
ár til viðbótar og ætlar þá að vera
búinn að koma til 57 landa
heims. ET
Vinningstölur 23. júlí 1988.
Heildarvinningsupphæð kr. 4.112.814.-
1. vinningur kr. 2.509.364.-
Skiptist á milli 4ra vinningshafa kr. 514.841,-
2. vinningur kr. 617.048.-
Skiptist á milli 274 virmingshafa kr. 2.245.-
3. vinningur kr. 1.436.402.-
Skiptist á milli 6589 vinningshafa sem fá 218 kr. hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánu-
degi til laugardags og loka ekki fyrr
en 15 mínútum fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Fyrir verslunaniiannahelgina
Stuttermabolír á„ ^
Iþróttaskór stærðir: 39 - 40 - 45 - 46 á
?=|Nkr. 400.-
Pólóbolir íþróttaskór í öllum stærðum
:r. 880.- t^ 09 llárðum frá
Sundfatnaður á alla fjölskylduna frá
kr. 347.- til 995.-
WM
Hi EYFJÖRÐ
^ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
■flL