Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 1
Ólafsfjarðarmúli:
Lokaður vegna
grjóthruns
Búið er að loka fyrir alla
umferð um Olafsfjarðarmúla
vegna grjóthruns. Ekki er vit-
að hvenær unnt verður að
opna hann aftur en það mun
reynt um leið og veður skánar
að sögn Péturs Valdimarsson-
ar eftirlitsmanns í Múlanum.
Hann sagði mjög mikið hafa
hrunið í gær og ástandið hrika-
legt. Fjallið væri hreinlega á iði
enda rigning það versta fyrir
Múlann á sumrin.
„Við reynum að opna um leið
og hrunið minnkar og rigning-
unni slotar,“ sagði hann að
lokum. KR
KEA, KÞ og KNÞ:
íhuga
samstarf
,ir$~
Viðræður vegna samstarfs-
möguleika þriggja kaupfélaga
á Norðurlandi eystra hafa stað-
ið yfir um nokkurt skeið. Eins
og áður hefur komið fram hef-
ur þeirri hugmynd verið hreyft
að Kaupfélag Eyfirðinga,
Kaupfélag Þingeyinga á Húsa-
vík og Kaupfélag Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri hafi
nánara samstarf.
Þeir Valur Arnþórsson, kaup-
félagsstjóri KEA, og Hreiðar
Karlsson, kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Þingeyinga, sögðu að
meðal þeirra hugmynda sem
komið hefðu fram væri nánara
samstarf um vöruinnkaup, tölvu-
vinnslu bókhalds og skrifstofu-
halds. Þó væri ekkert ákveðið
ennþá um hvernig framkvæma
ætti þetta samstarf eða útfæra
það í einstökum tilvikum.
Hreiðar Karlsson sagði að
menn hefðu einbeitt sér að því að
skoða samstarf á ýmsum sviðum.
Verslunarsvið hefði verið skoðað
með tilliti til vöruinnkaupa og
bókhald og tölvuvinnsla hefði
einnig komið til athugunar.
„Þetta er það sem menn eru að
skoða núna, miklu fremur en það
sem kalla mætti samruna eða
sameiningu,“ sagði Hreiðar
Karlsson. EHB
Nýi Björgvin er hið glæsilegasta skip, eins og sjá má.
Mynd: GB
Dalvík:
Glæsilegt skip í flotann
„Vissulega eru menn ánægðir
með að þessi endurnýjun hefur
getað átt sér stað. Hún var
tímabær og nauðsynleg.
Gamla skipið var komið á
fimmtánda ár þannig að auð-
vitað eru ýmsir hlutir farnir að
lúnast í svo gömlu skipi,“ segir
Valdimar Bragason fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags
Dalvíkinga í samtali við Dag í
gær er nýr og glæsilegur togari
félagsins lagðist að bryggju á
Dalvík.
Hinn nýi Björgvin EA 311
leysir af hólmi fyrsta skuttogara
- nýr Björgvin lagðist að bryggju í gær
Dalvíkinga sem bar sama nafn.
Útgerðarfélag Dalvíkinga eign-
aðist sinn fyrsta togara fyrir rétt-
um 30 árum en hann bar einmitt
sama nafn.
Nýja skipið er smíðað í skipa-
smíðastöð í Flekkefjord í Noregi.
Kaupverð þess er um 390 millj-
ónir króna. Skipið er 12 metrar á
breidd og rúmir 50 metrar á
lengd, skráð 499 tonn að stærð. í
skipinu er búnaður til heilfryst-
ingar sem Valdimar segir breyta
nokkru varðandi veiðar á karfa
og grálúðu.
„Miðað við aðstæður í dag er
hægt að gera töluverða verðmæta-
aukningu á þessum tegundum en
síðan verður það að spilast eftir
markaðinum hverju sinni hvernig
við nýtum möguleika á heilfryst-
ingunni,“ segir Valdimar.
Skipið er búið bestu tækjum
sem völ er á í dag t.d. auto-trolli
og data-trolli sem er sjálfvirkur
búnaður fyrir hífingar og slökun
á trolli sem jafnframt skráir átak
á togvíra, lengd og fleira.
Skipið er teiknað af Skipa-
tækni hf. í Reykjavík og hefur
Bárður Hafsteinsson haft yfir-
umsjón með hönnuninni. Skip-
Seljaiax í Oxarfirði:
Haldið áfram að bora
í byrjun júlí var sagt frá „gull-
fundi“ í Öxarfirði. Fyrirtækið
Seljalax hafði þá verið að bora
eftir vatni og vonast eftir að fá
9,5 gráðu heitt en fengið 35
gráðu heitt vatn. Borunum er
haldið áfram á svipuðum slóð-
um og áður og núna eru Selja-
laxmenn að reyna að fá kalt
ferskvatn.
Björn Benediktsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði
að í borun um daginn hafi þeir
fengið volgt vatn í holu þar sem
þeir bjuggust við að fá kalt. Eftir
það var farið út í að bora eftir sjó
og er nýlokið við þá holu. Um 40
lítrar á sekúndu fengust úr henni
þá, en ekki er vitað hvað hún
mun koma til með að gefa síðar.
„Þetta er ekki alveg eins mikið
og við hefðum viljað að hún
gæfi,“ sagði Björn.
Gera á aðra tilraun til að bora
eftir köldu ferskvatni en ekki er
vitað hvort það tekst.
„Landið er allt í misgengjum
hérna og vatnið liggur í þeim. í
leikmanns augum virðist sem
breytilegt hitastig sé í hverju mis-
gengi,“ sagði Björn.
Ef kaldavatns möguleikar eru
fyrir hendi verður sennilega bor-
uð önnur hola í volga vatnið.
Lokaboranir munu þá verða
seinnipart vetrar þegar vitað er
hversu margar holur þarf að bora
og hve mikið hinar gefa.
Allar boranir nema kaldavatns
boranirnar eru rannsóknarverk-
efni sem stjórnað er af Orku-
stofnun. Að sögn Björns borga
Seljalaxmenn 16 prósent í verk-
efninu en hitt er fjárlagafé.
Fiskeldismenn standa sjálfir
straum af kostnaði við kalda-
vatnsleitina. KR
stjóri á nýja skipinu verður
Vigfús Jóhannesson. JÓH
Gjaldtakan við Höfða:
Álitamál
Fyrsta daginn sem gjald var
tekiö af þeim ferðamönnum
sem vildu skoða Höfða í
Mývatnssveit komu 182 gestir
og svipaður fjöldi annan
daginn. Að jafnaði er þetta
svipaður fjöldi og kom í Höfða
áður en gjaldtaka hófst, en
byrjað var að innheimta gjald-
ið á fimmtudag í síðustu viku.
„Það eru skiptar skoðanir á
þessu máli,“ sagði Inga Stefáns-
dóttir sem við hittum í þar til
gerðum rukkunarskúr við Höfða.
Það kostar nú 50,00 krónur að
fara í skoðunarferð um svæðið og
sagði Inga að það fé sem afgangs
er þegar búið er að borgæ rekstr-
arkostnað verði notað til upp-
byggingar á svæðinu.
Inga sagði að nokkuð hefði
borið á gagnrýni meðal þeirra
sem leiða ferðamannahópa og þá
einkum vegna þess að gjaldtakan
hefst á miðju sumri. „Mörgum
finnst alveg sjálfsagt að bórga sig
inn, en öðrum og þá einkum
íslendingum finnst fráleitt að
þurfa að borga fyrir að skoða sitt
eigið land,“ sagði Inga og nefndi
að nokkrir hefðu af þessum sök-
um horfið á braut og hætt við.
mþþ