Dagur - 27.07.1988, Page 2

Dagur - 27.07.1988, Page 2
2 - DAGUR - 27. JÚ1Í 1988^ Norðurland vestra: Frystihíísin að stöðvast? fundur með þingmönnum kjördæmisins í síðustu viku var haldinn á Sauðárkróki fundur fulltrúa hraðfrystihúsa og togaraút- gerðar á Norðurlandi vestra ístess hf. í 38. sæti - á lista yfir útílutnings- verðmæti árið 1987 „Það var gaman að sjá þessar tölur, við erum bjartsýnir þrátt fyrir aukna samkeppni,“ sagði Guðmundur Stefánsson hjá ístess hf. á Akureyri, en fyrir- tækið er í 38. sæti á skrá sem birtist nýlega í Hagtölum mán- aðarins yfír útflutningsverð- mæti fyrirtækja á íslandi árið 1987. Guðmundur sagði það óneit- anlega skemmtilegt að ístess hf. væri svo ofarlega á listanum sem raun ber vitni þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins, en það var stofnað árið 1986. Hvað framtíð- ina varðaði taldi Guðmundur að ístess hf. myndi auka útflutnings- verðmætið í takt við aukna fram- leiðslu og fjölbreyttari gerðir fiskifóðurs, en eins og kunnugt er framleiðir verksmiðja ístess í Krossanesi fóður til notkunar við fiskeldi. „Mér kæmi ekki á óvart þótt framleiðslumagn ístess tvö- eða þrefaldaðist í ár miðað við síð- asta ár,“ sagði Guðmundur. ístess hf. hefur hafið framleiðslu á fínkornaðra fóðri en framleitt hefur verið áður í verksmiðju félagsins, og í haust verður farið að framleiða enn fínkornaðri fóðurgerð. Við þetta eykst fjöl- breytnin og mun þá um eða yfir 90 prósent af öllu fóðri til fiskeld- is verða framleitt innanlands. EHB með öUum þingmönnum kjör- dæmisins. Tilefnið var slæm staða fyrirtækjanna og fóru fram miklar umræður um stöðuna og aðgerðir stjórn- valda varðandi atvinnumál. Var þrýst á þingmenn að gera eitthvað í þessum málum hið fyrsta, eins og segir m.a. í fréttatilkynningu sem gefín var út að loknum fundi: „Varanleg leiðrétting á rekstursskilyrðum verður því að fínnast strax og enginn möguleiki að bíða eftir nýjum ráðstöfunum stjórn- valda til hausts.“ Um stöðu frystihúsanna segir í fréttatilkynningunni: „Undan- tekningarlaust eru þessi helstu atvinnufyrirtæki í kjördæminu að stöðvast vegna fjárskorts, sem er bein afleiðing mikils og vaxandi hallareksturs. Verð á framleiðslu- vörum hefur lækkað til muna meira en svarar áhrifum frá geng- isbreytingum og allur kostnaður við reksturinn hefur farið hækk- andi. Alvarlegust er hækkun fjármagnskostnaðar, sem kemur ekki síður hart við útgerðina.“ Þingmennirnir töldu fundinn vera mjög gagnlegan og upplýs- andi, og lýstu yfir áhyggjum sín- um yfir ástandi mála. Þeir lofuðu skjótum úrbótum, a.m.k. lýstu áhuga sínum á að vinna að þeim, en efuðust um að jafn mikill hraði yrði á aðgerðum stjórn- valda til úrbóta, eins og frystihús- in töldu nauðsynlegt. í lok fréttatilkynningarinnar segir: „Aflakvóti togaranna, sem gerðir eru út í tengslum við frysti- húsin, endist ekki út árið, þar að auki er áformuð sala á markaði erlendis á þeim fisktegundum, sem verst útkoma er á í vinnslu. Yfir 500 manns vinna í frystihús- unum í kjördæminu og mundi stöðvun þeirra valda miklum vandræðum, bæði fyrir starfsfólk- ið og byggðarlögin. Ef fyrirtæki stöðvast, er alveg ófyrirséð, hvenær það gæti hafið rekstur að nýju.“ -bjb „Skyldi hann rigna áfram?“ Mynd: TLV ií Mengun frá álverinu: „Mikilvægt að leysa þessi mál - segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingaráðherra og Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra hafa sent frá sér frétta- tilkynningu vegna mengunar- varna í álverinu við Straums- vík. Þar kemur fram að ráðu- neytin hafa ákveðið að setja til hliðar ágreining um gildi aðal- samnings milli ríkisstjórnar Islands og Svviss Aluminium Ltd. og að mál sem varða mengunarvarnir álversins verði leystar innan ramma 12. gr. aðalsamnings milli þessara tveggja aðila. „Það er mikilvægt að leysa þessi mál í góðu samkomulagi við alla aðila sem þetta mál varðar," sagði Guðmundur Bjarnason ráðherra í samtali við Dag. Heil- brigðisráðuneytið mun, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkis- ins, gera tillögu til iðnaðarráðu- neytisins um framkvæmd og fyrirkomulag mengunarvarna, þ.m.t. eftirlit, til undirbúnings viðræðna við Alusuisse og Isal, sem fram munu fara í haust. Heilbrigðisráðuneytið mun eiga aðild að þeim viðræðum eftir því sem við á. Ráðuneytin eru sammála um nauðsyn þess að ísal geri allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar í samræmi við góðar venjur í iðn- aði í öðrum löndum við svipuð skilyrði. AP Salmonella: „Erum ekki að leita að neinum sökudólg4 Álit nefndar, sem fyrrverandi heilbrigöisráðherra Ragnhild- ur Helgadóttir skipaöi, um Umboðsmaður Alþingis: Tryggir rétt borgara gegn stjómvöldum Gaukur Jörundsson, umboðs- maður Alþingis, hefur nú formlega tekið til starfa. Hlut- verk hans er að hafa eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveit- arfélaga og tryggja rétt borgar- anna gegn stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin fram- kvæði. Lög um embætti umboðs- manns Alþingis voru samþykkt á síðasta þingi, en árið 1972 var samþykkt þingsályktunartillaga Péturs Sigurðssonar um undir- búning löggjafar um embætti umbo’ðsmanns. Nokkur frum- vörp þessa efnis voru lögð fram eftir þetta, en það var ekki fyrr en á síðasta þingi að lög um umboðsmann Alþingis voru samþykkt. Hver sá sem telur sig hafa ver- ið beittan ranglæti af hálfu ein- hvers aðila getur kvartað af því tilefni til umboðsmanns að upp- fylltum vissum skilyrðum. Ekki geta aðrið borið fram kvörtun en þeir, sem sjálfir hafa orðið fyrir meintu óréttlæti. Kvarta verður til umboðsmanns áður en ár er liðið frá ákvörðun þeirri eða atviki, sem er tilefni kvörtunar. Kvörtunin verður að vera skrifleg og hana skal skrá á sérstakt eyðu- blað sem skrifstofa umboðs- manns lætur í té. Eiginlegt vald umboðsmanns er ekki annað en það að hann getur krafið stjórnvöld um upp- lýsingar og skýringar á ákvörðun- um þeirra og framkomu. Enginn aðili er hins vegar bundinn af áliti og niðurstöðum umboðsmanns- ins. Beinn árangur af starfi - segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra útbreiðslu salmonellasýkilsins, er áfellisdómur yfír flestum þeim aðilum sem starfa að kjúklingaframleiðslu og því eftirliti sem ætti að vera með þessum matvælaiðnaði. í skýrslunni kemur fram að skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit sé nánast ekkert og heilbrigðisskoðun í sláturhúsum sé ábótavant. Sýklarannsóknir séu ekki nægjanlegar og þekking- arleysi starfsfólks, matreiðslu- fólks og almennings í örveru- fræðum og hollustu- og hrein- lætismálum varðandi þessa fram- leiðslu sé mikið. Guðmundur Bjarnason heil- _ brigðisráðherra sagði eftir að efni PÓrshÖIIl: skýrslunnar hafði verið kynnt að ekki væri tilgangur hennar að finna einhvern sökudólg í þessu máli. Greinilegt væri að bæði stjórnvöld og framleiðendur ættu þar sök að máli. „Aðalatriðið er að eiga gott samstarf við alifugla- ræktendur um að ráða bót á þess- um vanda,“ bætti ráðherrann við. Nefndin vekur sérstaklega athygli á því að setja þurfi ný lög um matvælaframleiðslu og eftir- ar. lit, er geymi skýr ákvæði um þekkingu og ábyrgð þeirra er vinna að matvælaframleiðslu. Að öðru leyti leggur nefndin fram ýmsar tillögur til úrbóta, er lúta fyrst og fremst að starfsemi land- búnaðarráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins. umboðsmanns fer eftir því hvort stjórnvöld taka til greina það sem fram kemur í áliti hans. Þegar hafa borist 20 mál inn á borð umboðsmannsins. Gaukur Jörundsson sagði að þessi mál væru af ýmsum toga spunnin, t.a.m. skattamál, forræði barna og mál varðandi leyfisveitingar og leyfissviptingar. Ekki vildi Gaukur fullyrða að þannig mál yrðu áberandi í starfi og sagði að tíminn yrði að skera úr um hvers konar mál kæmu til meðferðar hjá umboðsmanninum. Skrifstofa umboðsmanns Alþingis er að Rauðarárstíg 27, í Reykjavík. Hún verður fyrst um sinn opin virka daga klukkan 9- 15. Síminn þar er 91-621450 og póst skal senda í pósthólf nr. 5222, 125 Reykjavík. Með öll mál er farið sem trúnaðarmál. AP Nefndin er þeirrar skoðunar að í alifuglarækt hafi ríkt skipulags- leysi, sem byggist fyrst og fremst á þekkingarleysi framleiðenda og neytenda og afskiptaleysi stjórnvalda. Bendir nefndin á að opinberum stofnunum hafi ekki verið gert kleift að annast fræðslustarfsemi á þessu stigi vegna fjársveltis. Nefndin kemur með tillögur til úrbóta og snúa þær að fram- leiðendum, dreifendum og neyt- endum, fóðurframleiðendum, alifuglaframleiðendum, slátur- leyfishöfum, verslunum, veit- ingastöðum og mötuneytum. AP Næg atvinna Atvinnulíf er með ágætum á Þórshöfn. Þó hefur veiði smá- báta verið heldur treg undan- farna daga, eða lítil sem engin. Þokkaleg atvinna hefur verið í frystihúsinu, en Súlnafell er í vélaskiptum og Stakfell er nýkomið úr slipp og farið á veið- Bullandi vinna er hjá iðnaðar- verkamönnum, að sögn Daníels rnasonar, en unnið er við bygg- ingu heilsugæslustöðvar og fljót- lega verður farið að byggja fjórar leiguíbúðir á vegum hreppsins. Þá sækja margir vinnu á Gunn- ólfsvíkurfjall, en þar er allt ,á fullu. mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.