Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 5
27. júlí 1988- DAGUR -S
Handknattleiksskóla Geirs Hallsteinssonar oj> Viðars Símonarsonar var slitið fyrir skömmu. Þetta er fjórða árið
sem skólinn er haldinn og hefur alltaf verið fullt í hann. Þetta árið sóttu þrír piltar af Norðurlandi skólann en
hann er haldinn í Hafnarfirði. Þetta voru þeir Emil Einarsson frá Dalvík, Hannes Gunnarsson frá Grímsey og
Finnur Hansson frá Akureyri. Hér sjást þeir ásamt kennurunum Geir og Viðari. Mynd: ap
-------------------------------------------------N
Hársnyrtíng Særúnar á Húsavík
er til leigu frá 1. september.
Einnig til leigu einbýlishús.
Upplýsingar í síma 41353 (heimasími) og 41049
(vinnusími).
Léttisfélagar!
Farin verður félagsferð í Sörlastaði um verslunar-
mannahelgina ef næg þátttaka verður.
Upplýsingar í símum 22220 og 25532 fyrir föstudag.
Ferðanefnd.
r V
Lokað
laugardag 30. júlí
vegna sumarleyfa
EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Tjaldstæðin:
Misjöfii nýt-
ing í sumar
Nýting tjaldstæða hefur verið
nokkuð misjöfn í sumar. Leit-
að var upplýsinga hjá tjald-
stæðum á Akureyri, Blöndu-
ósi, Egilsstöðum og í Mývatns-
sveit og hafði ferðaiöngum þar
ýmist fækkað eða fjölgað.
Á Akureyri var það að frétta
að í júnímánuði voru tjaldstæðis-
gestir um 100 færri en í fyrra.
Núna í byrjun júlí var útlitið að
batna og aðsókn orðin þokkaleg.
Tjaldstæðisverðir sögðu áberandi
færri útlendinga gista stæðið nú
en oft áður.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust á Egilsstöðum hafa tjald-
stæðin verið mjög vel sótt og er
jafnvel um aukningu að ræða.
Meirihluti þeirra erlendu ferða-
manna sem gista á tjaldstæðinu
kemur með ferjunni Norrönu til
landsins. Aukning hefur orðið á
farþegum hennar þannig að for-
ráðamaður tjaldstæðisins taldi að
erlendir ferðamenn væru með
meira móti á Egilsstöðum í
sumar.
í Mývatnssveit fækkaði tjald-
stæðisgestum þó nokkuð í júní-
mánuði en ástandið var heldur að
batna. Tjaldstæðisvörður þar
taldi að umræðan um eldgos
undanfarið hefði trekkt nokkuð
að því núna væri talsvert margt
fólk á svæðinu, og það ekki síður
innlent en erlent.
Á Blönduósi fengust þær upp-
lýsingar að gestum á tjaldstæðinu
hefði heldur fjölgað. Mest væri
þó aukningin um helgar. Svo
virðist sem erlendum ferðamönn-
um hafi fjölgað þar og þá aðal-
lega þeim sem koma með eigin
farartæki til landsins s.s. bíla og
mótorhjól. KR
Atvinnuastand í júní:
Best á Norður-
og Austurlandi
í júnímánuöi sl. voru skráðir
12.300 atvinnuleysisdagar á
landinu, sem svarar til þess að
570 manns hafi verið á
atvinnuleysisskrá í mánuðin-
um. Er þetta nánast óbreytt
ástand frá mánuðinum á
undan, en dreifing skráðs
atvinnuleysis milli landshluta
hefur hins vegar breyst nokkuð
frá fyrra mánuði.
Atvinnuleysisdögum á höfuð-
borgarsvæðinu, Vesturlandi og
Vestfjörðum fjölgaði um 1500 en
fækkaði í öðrum landshlutum um
1000. Þá fjölgaði konum á
atvinnuleysisskrá um tæp 18% í
júní og voru 73% af heild en
körlum fækkaði á skrá um rösk
19%.
Ef tekið er mið af fyrstu 6 mán-
uðum ársins, hefur skráðum
atvinnulausum fækkað um 13%
miðað við sama tímabil árið
1987.
Hvað einstaka landshluta
snertir, fækkaði atvinnulausum á
Austurlandi alls um 14, mest á
Vopnafirði, þá á Egilsstöðum og
Bakkagerði. Á Norðurlandi eystra
fækkaði atvinnulausum í S.-Þing-
eyjarsýslu um 17, en fjölgaði á
Ákureyri um 14. Á Norðurlandi
vestra fækkaði atvinnulausum
um 18, sem dreifðist nokkuð
jafnt yfir svæðið. VG
Gerið góð kaup!
20% afsláttur
Nú ljúkum vlð suniarsölunni á garðhúsgögmun
- Komið og verslið meðan úrvalið er -
Hentugt á svalimar - í garðinn -
í sumarbústaðinn og víðar - Lítil og stór sett
- stakir stólar o.il. o.fl.
Nestín