Dagur - 27.07.1988, Page 7

Dagur - 27.07.1988, Page 7
27. júlí 1988 - DAGUR - 11 app ítta i sá úki í af ega inn l ef k í gar um im- i á ) fé ður ím. við ini- im- nar llað en iftir ifin ir á „Hér var áður ekkert nema svartur sandur en er algróið svæði í dag,“ segir Sigurður þegar hann virðir fyrir sér gróðurinn í gömlu sandgræðslugirðingunni. því að norðan hennar hefur land einnig gróið upp sem kemur fyrst og fremst til af því að gróðurinn innan girðingarinnar hefur tekið við sandinum og stöðvað fokið. Engin merki sjást um að þetta svæði hafi skemmst í ofsarokinu sem gekk yfir í sumar. „Núna síðustu tuttugu árin hefur svæðið innan girðingarinn- ar verið beitt nærri því jafn mikið og utan hennar. Á þessu svæði er ekki til gróðureyðing heldur alger uppgræðsla landsins,“ segir Sigurður. Pegar komið er að vesturrótum Sellandafjalls komum við að nýj- um gróðurskemmdum sem Sigurður segir mikilvægt að gert verði við hið allra fyrsta. Upp úr vegi sem liggur til suðurs með- fram sandgræðslugirðingunni hefur fokið verulega og eini möguleikinn á að hindra frekara fok er að aka malarlagi yfir sand- inn og halda honum í skefjum. En þetta eru líka einu skemmd- irnar á þessu svæði, þrátt fyrir fréttir af stórskemmdum fyrr í sumar. Rokið olli nánast engum skemmdum Nú er ekið áfram í gegnum sand- græðslugirðinguna gömlu og enn til suðurs. Ætlunin er að sjá árangurinn af nýjustu sáningunni og áburðardreifingunni í Krákár- botnum en að henni standa ásamt Landgræðslunni veiðifélögin við Laxá, Skútustaðahreppur og Laxárvirkjun. Sandfokið hefur mikil áhrif á veiðina í Laxá og ekki síður er mikilvægt fyrir Lax- árvirkjun að sandur komist ekki í vélar virkjunarinnar. „Ég var verulega smeykur við að fara á þetta svæði þegar rok- inu slotaði um daginn. Þetta er ungur gróður og viðkvæmur fyrir vondum veðrum en mér til ánægju sá ég að engar skemmdir höfðu orðið,“ segir Sigurður. - En er þar með sagt að gróð- urinn standi öll veður af sér þótt' það hafi gerst í þurrkunum og rokinu í sumar? „Það hafa ekki orðið verulegar skemmdir núna en ég held að mikið velti á hvernig veðrið verð- ur það sem eftir er sumars. Ef þurrkarnir halda áfram og vindar Glöggt má sjá skilin þar sem sáð var í fyrir tveimur árum. Þessi mynd er tekin í nýju sandgræðslugirðing- unni, tæplega 30 km fyrir sunnan Grænavatn. Þetta er tveggja ára gömul sáning sem staðið hefur af sér sandfokið í sumar. verða miklir þá getur gróður skemmst en ef veðrið breytist þá mun gróðurinn ná sér á ný,“ segir Sigurður. Ekki er að undra þótt það hafi verið áhyggjuefni Mývetningum þegar þurrkamir og rokið gekk yfir í sumar. Sáningin í nýju girð- ingunni er mjög ung, aðeins tveggja ára gömul þannig að búast hefði mátt við að gróðurinn mætti sín lítils gegn sandrokinu. Annað varð þó uppi á teningnum og á þessum stað er vel hægt að sjá hvernig grasið stöðvar sandinn, þó svo lítið sé farið að gróa enn miðað við það sem síðar verður, sé tekið mið af árangrin- um af gömlu girðingunni. Góður árangur af sáningunni „Mér finnst full ástæða til að menn fái að sjá hvað er verið að gera hér og hverju þetta starf skilar,“ segir Sigurður þegar við erum komnir á leiðarenda, að tveimur austustu upptakalækjum Krákár þeim sem aðallega flytja sand fram í ána. Á þessu svæði hefur verið sáð síðustu tvö árin og einnig dreift áburði úr landgræðsluflugvélinni með góðum árangri. Gróðurinn hefur tekið við sér og þrátt fyrir að þessir hólar séu í dag svartir sem nóttin þá líður ekki á löngu þar til gróðurinn nær yfirhönd- inni. Þetta eru dæmi um upp- græðslu sem vel hefur farið að stöfnum og ætlar að skila miklum árangri. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut þannig að svæði sem í dag eru þakin sandi verði uppgrædd á næstu árum. JÓH „Ég held að það fari ekki hjá því að við fáum 4000-5000 manns á hátíðina. Það er búin að vera mjög góð tíð hér fyrir austan í sumar og við höfum ekki nokkra ástæðu til að ætla að veðrið breytist, einmitt nú,“ segir Magnús Stefánsson framkvæmda- stjóri ÚÍA en sambandið sér að vanda um framkvæmd hátíðar- innar. Útihátíð hefur verið haldin í Atlavík nær samfleytt þennan ára- tug. Stærstar voru þessar hátíðir á árunum 1984-’85 en þá voru hart nær 7000 manns í skóginum. Aðgöngumiðinn á Atlavíkurhátíð- ina í ár kostar 4500 kr. Þjóðhátíð að vanda í Eyjum Eyjamenn halda að vanda þjóð- hátíð í Herjólfsdal. Það er íþróttafélagið Þór sem stendur fyrir hátíðinni í ár en félögin í Éyjum skiptast á um að halda hátíðina. Af skemmtikröftum á þjóð- hátíð má nefna hljómsveitirnar Greifana, Óp Lárusar, Lónlí blú bojs og Kaskó. Þá verða Halli og Laddi á svæðinu, eftirherman Jóhannes Kristjánsson, krafta- karlarnir Jón Páll Sigmarsson og Hjalti Árnason, Bergþór Pálsson og Björgvin Halldórsson. Að Aðstandendur Melgerðismelahátíðarinnar. vanda verður flugeldasýning og brenna á hátíðinni, einnig sýning Brúðubílsins, fimleikasýning, bjargsig, danssýning og listflug. „Hátíðin verður með hefð- bundnu sniði og lík því sem hún hefur verið síðustu ár. Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð og í fyrra komu hátt í 8000 manns á hátíðina. Við búum okkur undir að það verði nokkuð fleiri í ár,“ segir Gunnar Andersen, fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðar. Þjóðhátíð verður sett á föstu- dag kl. 14 og stendur fram á aðfaranótt sunnudags. Dansleikir verða föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld þar sem aðal- hljómsveitir verða Greifarnir og Kaskó. „Við erum öruggir með góða veðrið enda er Guð í Þór,“ bætti Gunnar við. Slagorð þjóðhátíðarinnar er „Elskumst heitt um alla tíð en umfram allt á þjóðhátíð". Búið er að semja þjóðhátíðarlag en hlustendur Stjörnunnar ásamt dómnefnd völdu. Höfundur þess er Ólafur M. Aðalsteinsson. Aðgöngumiðinn á þjóðhátíðina kostar 4000 kr. Bindindismót í Galtalækjarskógi Bindindismót í Galtalækjarskógi hefst á föstudagskvöld með dans- leikjum, bæði á palli, þar sem hljómsveit Birgis Gunnlaugsson- ar leikur, og í tjaldi þar sem hljómsveitin Hvass frá Stykkis- hólmi leikur. Á laugardaginn hefst dagskrá- in kl. 10 með leikjum fyrir börn og eftir hádegi fer fram hjólreiða- keppni Bindindisfélags öku- manna. Síðari hluta dags verður danssýning íslandsmeistara og ökuleiknikeppni BFÖ. Þá verður Galtalækjarkeppni söngvara en meðal þeirra sem þá keppni hafa unnið er Bjarni Árason, látúns- barki. Á laugardagskvöld verður kvöldvaka þar sem Pálmi Gunn- arsson og Jóhannes Kristjánsson skemmta. Birgir Gunnlaugsson og hljómsveit leika fyrir dansi ásamt hljómsveitinni QUE frá Danmörku. Hátíðinni í Galtalækjarskógi verður fram haldið á sunnudag og lýkur aðfaranótt mánudags. Helgistund verður kl. 14 á sunnu- dag, síðdegis verður sýning Brúðubílsins og barnaskemmtun þar sem fram koma Jón Páll Sig- marsson og Ómar Ragnarsson. Kanadíski kórinn „Fine country kids“ skemmtir um kvöldið og því næst flytur Friðjón Guð- röðarson sýslumaður hátíðar- ræðu. Hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar spilar síðasta kvöldið ásamt hljómsveitinni Fjörkörl- um. Á meðan á hátíðinni stendur verður svæðisútvarp starfrækt. Aðstandendur hátíðarinnar eru íslenskir ungtemplarar og Stór- stúka nr. 1 á Suðurlandi. Fjölskylduhátíð í Yík í Vík í Mýrdal verður fjölskyldu- hátíð á vegum Ungmennafélags- ins Drangs og Björgunarsveitar- innar Víkverja. Boðið verður upp á útsýnissiglingar á hjóla- skipi, hestaleigu, gönguferðir með leiðsögn, útsýnisflug og jöklaferðir á vélsleðum. Þá mun Jón Páll koma á svæðið og skemmta. Þrír dansleikir verða haldnir þar sem hljómsveitin Kaktus skemmtir. Mótsgjald er ekkert en nóttin á tjaldsvæði kostar 500 kr. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.