Dagur


Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 14

Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR ~ 27.: j(jlí'1988 Torfi sterkasti maður landsbyggðariimar Keppni um titilinn „Sterkasti maður landsbyggðarinnar,“ fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Keppt var í 8 þrautum, 3 í miðbæ Akureyrar á föstudag og 5 á Iþróttavellinum á laug- ardag. Torfi Olafsson og Magnús V. Magnússon deildu með sér fyrsta og öðru sætinu en Torfí sigraði síðan á hlut- kesti. FIosi Jónsson frá Akur- eyri varð í þriðja sæti. Keppnin hófst á að hlaupið var með 75 lítra af Blöndu í hvorri hendi 30 metra vegalengd. Torfi varð hlutskarpastur í þeirri þraut og hljóp á 12,48 sekúndum. Næst voru 80 kg af gosflöskum dregin upp í loftið og sigraði Magnús í þeirri grein, dró hlassið upp á 5,57 sekúndum. Loks voru dregnir tveir fólksbílar 50 metra vegalengd og varð Torfi hlut- skarpastur á 17,87 sekúndum. Síðari daginn var byrjað á að velta 425 kg svinghjóli fimm sinnum. Aðeins þremur kepp- endum tókst að ljúka þessari þraut og náði Magnús besta tímanum, 23,11 sekúndum. Fimmta þrautin fólst í að þeyta FN-hamrinum svokallaða aftur fyrir sig og sigraði Torfi í þeirri rein með rúmlega 5 metra kasti. sjöttu greininni voru fjórir mis- þungir bobbingar bornir 10 metra og sigraði Flosi Jónsson í þeirri grein, en ekki tókst öllum að klára hana. Frumlegasta grein keppninnar var „nýlenduþrautin." Línubelg- ur var hlekkjaður við ökkla keppenda og þeir látnir draga hann 15 metra með 70 lítra belg í fanginu. Torfi vann góðan sigur í þessari grein. Síðasta greinin fólst í að hlaup- ið var með tvo 35 kg fóðursekki 15 metra. Sigurvegari í þeirri Hann var nokkuð sögulegur leikurinn sem 2. flokkur Þórs lék gegn Frömurum í 8 Iiða úrslitum Bikarkeppni KSÍ sl. föstudagskvöld. Leikurinn fór fram í Reykjavík og tvisvar var sigur Þórsara í sjónmáli en í bæði skiptin jöfnuðu Framarar á elleftu stundu og sigruðu á endanum í vítaspyrnukeppni. Það voru ekki liðnar nema 4 mínútur af leiknum þegar Axel Vatnsdal kom Þórsurum í 1:0. Framarar sóttu öllu meira eftir markið og náðu að jafna á 19. mínútu. Þeir náðu síðan foryst- unni á 35. mfnútu en Páll Gísla- son jafnaði fyrir Þór 5 mínútum síðar. Staðan í leikhléi var 2:2. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik skoraði Árni Þór Árnason fyrir Þórsara og breytti stöðunni í 3:2. Skömmu eftir markið var Birgi Karlssyni vísað af leikvelli og var þá orðið jafnt í liðunum á ný þar sem einum Framara hafði verið grein var Örn Traustason. Flosi Jónsson tryggði sér þriðja sætið í keppninni með sigri á Magnúsi en Torfi og Magnús vildu ekki reyna með sér vegna þreytu og var þá varpað hlutkesti. JHB vísað af leikvelli í fyrri hálfleik. Framarar sóttu nú nokkuð en Þórsarar vörðust vel og flestir voru farnir að bóka Þórssigur þegar Framarar jöfnuðu á 90. mínútu og framlengja varð leik- inn. Fyrri hluti framlengingarinnar leið án marka en í upphafi seinni hlutans skoraði Axel Vatnsdal 4. mark Þórs. En það dugði ekki til því Framarar jöfnuðu á síðustu mínútu framlengingarinnar og liðin þurftu því að há vítakeppni. Fór hún þannig að Framarar skoruðu úr þremur vítum en Þórsarar einu og þar með komust Framarar í undanúrslitin. „Það var auðvitað hastarlegt að vera tvisvar búnir að vinna leikinn en tapa honum svo í víta- keppni,“ sagði Gunnar Gunnars- son, þjálfari Þórs um þennan leik. „En þetta sýnir að leikurinn er auðvitað ekki búinn fyrr en hann er flautaður af,“ sagði Gunnar. JHB Bikarkeppnin 2. flokkur: Þór úr leik - tapaði fyrir Fram í sögulegri viðureign í Reykjavík I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.