Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 16
Akureyri, miðvikudagur 27. júlí 1988
TEKJUBREF• KJARABRÉF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
^FIÁRFESriNGARFÉlAGÐ
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Norðlendingar og Austfirðingar:
Fá rúmlega 76 millj.
í húsnæðisbætur
- verða sendar út á morgun
Álagningarskráin verður lögð
fram á fímmtudag og sama dag
verður þeim sem rétt eiga á
húnæðis- og barnabótum og
svokölluðum vaxtafrádrætti
send ávísun í pósti. Þeir sem
Súlnafellið:
Aðalvélin
ónýt
Alvarleg vélarbilun varð í tog-
skipinu Súlnafelli frá Þórshöfn
um síðustu mánaðamót. Olíu-
rör í aðalvél skipsins gáfu sig
og bræddi vélin úr sér á höfuð-
legum. Varðskip tók Súlnafell-
ið í tog inn á Eskifjörð og kom
þá í Ijós að skipta þarf um vél
í skipinu.
Súlnafellið er nú í viðgerð hjá
vélsmiðjunni Nonna hf. og Báta-
lóni í Hafnarfirði. Sveifarásinn
og kambásar vélarinnar voru
dæmdir ónýtir í Hafnarfirði og
því verður að fá nýja aðalvél í
skipið. Hér er um margra millj-
óna króna kostnað að ræða fyrir
Útgerðarfélag Norður-Þingey-
inga, bæði hvað varðar tjónið
sjálft og aflamissi. Tryggingarfé-
lag kemur þó nokkuð inn í mynd-
ina hvað varðar bætur fyrir tjónið
á vélinni.
„Þetta var mjög slæmt því
þetta gerðist á besta tímanum.
Ég geri ráð fyrir að þetta hafi
komið eitthvað niður á atvinnu
en við erum búnir að fá aðila til
að veiða upp í kvóta Súlnafellsins
og mun Dalborgin frá Dalvík
landa hér fljótlega eftir verslun-
armannahelgina,“ sagði Grétar
Friðriksson hjá útgerðarfélaginu.
Súlnafell hét áður Skjöldur og
var gert út frá Siglufirði. Skipið
er 218 tonn brúttó, byggt árið
1964 í Noregi. EHB
búa við góðar póstsamgöngur
ættu því að fá glaðninginn fyrir
helgina.
Um 9500 manns fá greiddar
rúmlega 409 milljónir króna í
húsnæðisbætur, sem þýðir um 45
þúsund krónur á hvern einstakl-
ing og vaxtaafsláttur nemur tæp-
lega 679 milljónum króna, en
hann er borgaður til þeirra sem
voru með vaxtafrádrátt sam-
kvæmt gamla kerfinu.
Á Norðurlandi eystra er heild-
arupphæð húsnæðisbóta rúmar
39 milljónir króna og á Norður-
landi vestra tæplega 16 milljónir.
Austfirðingar fá rúmlega 21
milljón króna í húsnæðisbætur nú
um helgina.
Svokallaður vaxtaafsláttur er
borgaður út í ár og er það í fyrsta
og eina skiptið sem hann er borg-
aður út. Áðilar á Norðurlandi
eystra frá tæplega 48 milljónir í
vaxtaafslátt og tæplega 19 millj-
ónir eru greiddar til aðila á
Norðurlandi vestra. Austfirðing-
ar fá einnig tæplega 19 milljónir í
vaxtaafslátt nú í ár. mþþ
Hvert eigum við að fara um helgina?
Mynd: TLV
Gamlar flugvélar
og há fargjöld
- atvinnumálanefnd Egilsstaða vill afnema einkaleyfi Flugleiða
Atvinnumálanefnd Egilsstaða
hefur beint þeim tilmælum til
bæjarstjórnar að fara þess á
leit við samgönguráðuneytið
að einkaleyfí Flugleiða á flug-
leiðinni Egilsstaðir-Reykjavík-
Egilsstaðir verði afnumið.
Hvatinn að ákvörðun nefndar-
innar voru ályktanir bæjar-
stjórnar Akureyrar þess efnis
að endurskoða bæri einkaleyfí
Flugleiða og óánægja íbúa
austanlands með há flugfar-
gjöld.
Einar Haraldsson, formaður
atvinnumálanefndar Egilsstaða,
Loöskinn hf. Sauðárkróki:
Kaupir sútunan/élar
Sláturfélags Suðurlands
- þýðir 100% framleiðsluaukningu
Loðskinn hf. á Sauðárkróki
hefur keypt allar sútunarvélar
Sláturfélags Suðurlands. Slát-
urfélagið hefur hætt allri sútun
og mun Loðskinn hf. taka við
rekstri söltunar- og klippi-
stöðvarinnar í Rangárvalla-
sýslu.
„Við erum mjög ánægðir með
þennan samning og hann á eftir
að tryggja stöðu okkar í framtíð-
inni,“ sagði Þorbjörn Árnason
framkvæmdastjóri Loðskinns í
samtali við Dag eftir að kaupin
voru gerð opinber. í máli Þor-
björns kom fram að þetta þýðir
um 100% aukningu á því gæru-
magni sem verksmiðjan fær til
sútunar. Ljóst er að Loðskinn hf.
mun endurskipuleggja vinnslu-
rásina á Sauðárkróki og ekki er
ólíklegt að starfsfólki verði
eitthvað fjölgað við þessa breyt-
ingu.
Loðskinn keypti vélarnar fyrir
40 milljónir króna og er greiðslan
í formi skuldabréfs að upphæð 16
miljónir. Einnig eignast Slátur-
félagið hlutabréf í Loðskinni hf.
að nafnverði kr. 12 milljónir, sem
metin eru á tvöföldu nafnverði.
Sláturfélagið mun eiga um 17%
hlutafjár í Loðskinni hf. eftir
þessa breytingu.
Sláturfélagið mun selja Loð-
skinni hf. allar kindagærur sínar
næstu 10 ár. Rekstur söltunar- og
klippistöðvarinnar í Rangárvalla-
sýslu skapar um 6 ný ársverk í
sýslunni, til viðbótar þeim 4
ársverkum sem hafa verið við
söltun Sláturfélagsins.
Loðskinn hf. selur mest alla
sína framleiðslu til Ítalíu og
Skandinavíu og telur Þorbjörn
Árnason framkvæmdastjóri að
lítið vandamál verði að selja
þetta aukna magn úr landi. AP
sagði að sá munur væri á afstöðu
íbúa á Egilsstöðum og Akureyri
að þeir fyrrnefndu væru fyrst og
fremst að kvarta yfir háu verðlagi
og gamaldags flugvélum Flug-
leiða en þeir síða iefndu kvört-
uðu aðallega yfir þjónustunni.
Fólki ofbyði að fargjald fram og
til baka milli Egilsstaða og Reykja-
víkur kostaði yfir tíu þúsund
krónur.
„Ef við gefum okkur að 50 þús-
und manns færu hérna á milli þá
eru þetta yfir 500 milljónir króna.
Hvar veltur þetta fé í gegn? Hver
fær aðstöðugjöldin og útsvörin og
hverjir fá þorra launanna? Ég hef
heyrt að gegnum Egilsstaðaflug-
völl fari um 60 þúsund manns á
ári,“ sagði Einar.
Bæjarráð Egilstaða fjallar nú
um þetta mál og safnar gögnum
sem verða lögð fyrir bæjarstjórn.
Einar benti á að Flugleiðir ættu
stóran hluta í Flugfélagi Austur-
lands og kæmi breytt skipulag
flugmála vonandi fram í lægri far-
gjöldum. „Ef menn geta flogið
frá Keflavík til Kölnar og heim
aftur fyrir 9 þúsund kr. þykir
okkur dýrt að borga liðlega 10
þúsund kr. fyrir ferð til Reykja-
víkur og aftur til baka,“ sagði
Einar, og benti á að ef nýtt
félag tæki reksturinn að sér
kæmu e.t.v. nýrri flugvélar en 25
ára á flugleiðina, en það virtist
vera regla hjá Flugleiðum að vél-
ar í innanlandsflugi þyrftu að
vera aldarfjórðungsgamlar. EHB
Verslunarmannahelgin:
Allt til-
búið
hjá FÍB
Verslunarmannahelgin fer
senn í hönd og þá munu þús-
undir bifreiða streyma út á
þjóðvegina. Að venju mun
Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda sjá um vegaþjónustu,
sem fara mun fram á svipaðan
máta og á síðasta ári, en þá
höfðu átt sér stað miklar breyt-
ingar frá því sem áður var.
Að sögn Jónasar Bjarnasonar
framkvæmdastjóra FÍB, hafa
þeir fækkað svokölluðum þjón-'
ustubifreiðum mikið. „Árið 1985
vorum við með 22 bíla, 1986 18
og í fyrra fækkuðum við þeim
niður í 6. Þeir verða sömuleiðis 6
í ár, en vegaþjónustan er venju-
lega í gangi hjá okkur frá hvíta-
sunnuhelginni fram yfir versiun-
armannahelgina.“
Bifreiðirnar verða á ferðinni á
þeim stöðum sem mest umferð
verður, en auk þess er FÍB með
samning við 74 bifreiðaverk-
stæði, 44 dráttarbíla auk vörubíla
um allt land. Á þessum stöðum
njóta félagar í FÍB forgangs og fá
þeir fría viðgerð fyrstu 1 Vi
klukkustundina og frían drátt á
bíl fyrstu 40 km.
Jónas sagði, að í fyrstu hefði
fólk haldið að með þessu væri
verið að minnka þjónustu við
félagsmenn en það væri langt í
frá. „Það er ekki lengur þörf fyrir
svona marga þjónustubíla. Bund-
ið slitlag hefur aukist, bílafloti
landsmanna yngst og batnað og
hefur það sitt að segja,“ sagði
Jónas að lokum. VG
Hríseyjarferjan:
Enn aukning
í farþega-
flutningum
Straumur ferðamanna til Hrís-
eyjar eykst stöðugt og hefur
verið mikið að gera við far-
þegaflutninga með Hríseyjar-
ferjunni það sem af er sumri.
Samkvæmt upplýsingum
Harðar Snorrasonar skipstjóra
ferjunnar nemur aukningin 6-
7% miðað við sama tíma í
fyrra, sem þó var mjög gott ár.
„Veðrið hefur geysilega mikið
að segja og fyllist allt þegar sól er
á lofti en um leið og veðrið versn-
ar finnum við greinilegan mun,“
sagði Hörður.
Það eru íslendingar sem eru í
miklum meirihluta gesta sem
sækja Hrísey heim. Mest ber á
fjölskyldufólki í dagsferðum, en
þó er töluvert um það að fólk
gisti í eynni. Þá sagði Hörður að
mikið væri að gera í maí þegar
skólum lýkur. „Það er mjög vin-
sælt af hópum að koma á þessum
tíma og sama fólkið kemur ár eft-
ir ár, alltaf jafn ánægt,“ sagði
Hörður að lokum. VG