Dagur - 05.08.1988, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 5. ágúst 1988
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
lagast
Vegmerkingar
á íslandi:
Víða pottur
brotiiui
þótt
ástandið
hafí
mikið
„Vissulega er vegmerkingum
víða ábótavant, en þeim hefur
stórlega farið fram á undan-
förnum árum,“ sagði Jónas
Bjarnason framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda í samtali við Dag,
aðspurður um þessi mál.
„Ferðafólk ætti að hafa góð
vegakort í bifreiðum sínum, en
gott úrval er til af þeim og þau
kosta ekki mikið.“
Á þessum árstíma er venjulega
mikil umferð um þjóðvegi
landsins. Þeir sem taka krók út af
hinum hefðbundna hringvegi
taka eflaust eftir því, að víða
skortir nákvæmar uppiýsingar
um hvaða leið skuli velja.
Jónas sagði ástand vegmerk-
inga hafa batnað geysilega mikið
síðustu 10 ár og ástandið í ár allt
annað en var. „Vandamál Vega-
gerðarinnar er hins vegar það, að
fyrir hvert skilti sem sett er upp
þarf mikið viðhald. Sumir íslend-
ingar virðast á það lágu þroska-
stigi, að þeir hafa gaman af því
að brjóta skiltin niður.“
Heyrst hafa sögur um fólk sem
af söfnunaráráttu fjarlægir veg-
vísa en það getur skapað mikla
hættu fyrir ferðafólk og jafnvel
skipt máli upp á líf fólks á vafa-
sömum tímum ársins. Þá er al-
gengt á heiðum uppi að sjá sund-
urskotin umferðarmerki eftir
byssuglaða skotmenn.
FÍB hefur átt góð samskipti við
Vegagerð ríkisins. „Þeir hafa
tekið vel í ábendingar okkar, við
höfum mætt góðum skilningi og
fengið nánast allt sem við höfum
beðið um enda hafa það verið vel
grundvallaðar beiðnir,“ sagði
Jónas að lokum. VG
Nú er hægt að þeysast um Pollinn, og víðar á tækjum sem kallast þotu-
skíði. í fjörunni við Höepfnersbryggju er nú starfrækt þotuskíðaleiga og
geta menn því leigt sér þessi tryllitæki ásamt tilheyrandi búning, og fengið
sér þeysireið um pollinn. í leigunni eru 4 tæki og er leigutíminn frá 'h
tíma og uppúr. Segja kunnugir að menn séu fljótir að komast upp á lagið
með að stjórna fákunum. Mynd: tlv
Námsmannaskattkort:
Skattlaus 115 þúsund
króna mánaðarlaun
Unglingar sem stunda vinnu
þurfa að greiða skatta eins og
aðrir þegnar þjóðfélagsins. Af
launum unglinga, sem flestir
vinna á sumrin við ýmis störf,
er þó dregið mismunandi mik-
ið eftir aðstæðum.
Samkvæmt reglum um stað-
greiðslu skatta fá allir unglingar
sem verða 16 ára á árinu
skattkort. Unglingar sem stunda
skóla á vetrum fá svokallað
námsmannaskattkort auk aðal-
skattkortsins. Persónufrádráttur
unglinga sem hafa unnið fyrstu 5
mánuði ársins er u.þ.b. 24 þús-
und krónur á mánuði. Unglingar
innan 15 ára aldurs greiða 6 prós-
ent af tekjum sínum í skatta.
Hjá unglingum sem ekki hafa
haft neinar tekjur fyrstu 5 mán-
uði ársins og eru með náms-
mannaskattkort auk aðalskatt-
kortsins gilda aðrar reglur því
þeir mega hafa um 115 þúsund
krónur á mánuði án þess að af
þeirri upphæð sé dregið í skatta.
Ríkisskattstjóri gefur út náms-
mannaskattkortin og er hægt að
fá umsóknareyðublöð hjá skatt-
stjórum um land allt. EHB
Rekstrarvandi útflutningsgreina:
Þorsteinn skipar
ráðgefandi nefnd
- skilar tillögum eftir 2 vikur
Forsætisráðherra hefur ákveð-
ið að skipa ráðgefandi nefnd
fulitrúa atvinnulífs og stjórnar-
flokka til að gefa ríkisstjórn-
inni álit um hugsanlegar
aðgerðir til að bæta rekstrar-
skilyrði útflutnings- og sam-
keppnisgreina. Einnig á nefnd-
Mörg fyrirtæki í vanda:
Stoppum sjálfír verði
ekkert að gert
- segir Hreinn Halldórsson,
framkvæmdastjóri Meleyrar á Hvammstanga
„Við erum í fríi núna og afli
bátanna er frystur og unninn
seinna,“ sagði Hreinn Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri
Orlofsíbúðir:
Fáar keyptar á
Akureyri í ár
Svokallaðar orlofsíbúðir, íbúð-
ir í eigu félagasamtaka ýmiss
konar, hafa verið nokkuð vin-
sælar á Akureyri undanfarin
ár. Heldur virðist þó hafa
dregið úr kaupum á þeim því í
ár hafa aðeins 2 slíkar verið
skráðar að sögn Bjöms Magnús-
sonar hjá Norðurlandsum-
dæmi Fasteignamats ríkisins.
Núna eru um 40 skráðar orlofs-
íbúðir á Akureyri og voru flestar
þeirra keyptar á árunum 1984 til
1986. Fasteignaverð var þá til-
tölulega lágt á Akureyri. „Á
tímabili var ekki verra að kaupa
íbúð á Akureyri en sumarbústað,
það var svipað verð á þeim,“
sagði Björn.
Hann sagði að sennilega væri
ástæðan fyrir því að félögin væru
næstum hætt að kaupa ibúðir á
Akureyri að fasteignaverð hefði
hækkað mjög mikið og það væri
því ekki lengur góð fjárfesting
fyrir þau að kaupa þar. KR
Meleyrar á Hvammstanga í
samtali við Dag. Fjórir bátar
landa nú rækju hjá Meleyri og
er afli þeirra svipaður og hann
var á sama tíma í fyrra. Um 40
manns vinna nú hjá Meleyri.
Hreinn sagði að ekkert fyrir-
tæki gæti gengið til lengdar með
þeim vöxtum sem væru í dag.
„Við verðum ekki fyrstir að
stoppa en það verður ekki hægt
að reka þetta svona til lengdar.
Við stoppum þetta sjálfir ef ekk-
ert verður gert, það má ekki
halda endalaust áfram í svona
vitleysu,“ sagði Hreinn.
Verðið á rækjunni hefur farið
lækkandi á mörkuðunum erlend-
is þessa stundina en vonast er til
að það lagist eitthvað þegar kem-
ur fram í september þó að ekkert
verði um það fullyrt að svo
stöddu. Samkvæmt fyrri venju
hafa fiskmarkaðirnir úti lagast
þegar líður á haustið.
„Fyrirtækin fara fyrst á haus-
inn og svo koma einstaklingarnir
á eftir. Mér heyrist að forsætis-
ráðherrann hafi verið að ferðast
um landið og kynna sér þetta og
a.m.k. sagðist hann hafa orðið
einhvers vísari. Menn skynja
þetta ekki úr stólunum í Reykja-
vík, það er á hreinu,“ sagði
Hreinn að lokum. fh
in að gera tillögur um ráðstaf-
anir til að treysta eiginfjár-
stöðu íslenskra atvinnufyrir-
tækja.
Ætlast er til að tillögur nefnd-
arinnar taki mið af stefnu ríkis-
stjórnarinnar um jafnvægi í verð-
lagsmálum og á fjármagnsmark-
aði. Nefndina skipa Ágúst Ein-
arsson frá Sambandi fiskvinnslu-
stöðva, Guðjón B. Ólafsson frá
Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga, Víglundur Þorsteinsson frá
Félagi íslenskra iðnrekenda, Jón
Sigurðarson forstjóri Álafoss hf.
frá Framsóknarflokki, Eyjólfur K.
Sigurðsson endurskoðandi frá
Alþýðuflokki, og Einar Oddur
Kristjánsson framkvæmdastjóri
Hjálms hf. á Flateyri frá Sjálf-
stæðisflokki og er hann jafnframt
formaður nefndarinnar.
Að ósk formanns nefndarinnar
mun Ólafur ísleifsson, efnahags-
ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, starfa
með nefndinni.
Nefndin tekur strax til starfa
og áætlað er að hún skili áliti sínu
eftir hálfan mánuð. AP
Skagaströnd:
Skagstrendlngur hf.
kaupir Marska
- framleiðsla á nýjum vörutegundum
Nú hefur Skagstrendingur hf.
keypt hluti Rækjuvinnslunnar
og Hólaness í Marska hf. og er
nú unnið við að koma þar upp
tækjum, hanna nýjar vöruteg-
undir og markaðssetja þær á
innlendum og erlendum
mörkuðum.
Sveinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings,
kvaðst vera bjartsýnn að vanda
og taldi að fyrirtækið ætti að geta
gengið.
Núverandi framkvæmdastjóri
hjá Marska er Adolf Hjörvar
Berndsen og framleiðslustjóri
Steindór Haraldsson.
Adolf sagði í viðtali við Dag að
framleiðsla mundi hefjast áður
en langt um liði og auk nýrra
rétta yrði haldið áfram fram-
leiðslu á sjávarréttaböku og rækju-
böku sem hefðu verið vinsælir
réttir á innanlandsmarkaðinum.
fh