Dagur


Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 3

Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 3
13. águst 1988 - DAGUR - 3 NORDISK FORUM Um 800 íslenskar konur héldu til Osló seinni partinn í júlí, en þar var haldin kvennaráðstefn- an Nordisk Forum. Ráðstefn- unni lauk fyrir stuttu og við íslenskur túlkur hefði mátt vera á staðmun - segir Sigurlaug Gunnarsdóttir „Þetta var alveg æðislega gaman,“ sagði Sigurlaug Gunn- arsdóttir ein af þeim sem fóru á ráðstefnuna frá Akureyri. Hún sagði að hún hefði bæði verið fróðleg og skemmtileg, dagskrár- atriði fjölmörg og ráðstefnan í heild mjög gagnleg. Sigurlaug sagði ráðherrafund- inn hafa verið sérlega góðan, en ráðherrar frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Danmörku og íslandi tóku þátt. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- Sigurlaug Gunnarsdóttir. herra tók þátt í fundinum fyrir íslands hönd og var Sigurlaug ánægð með hennar framlag. „Ég tók eftir því að það voru margar konur sem voru að fara á ráð- stefnu sem þessa í fyrsta skipti og þær skildu ekki fullkomlega það sem fram fór, þegar talað var á spjölluðum við nokkrar konur sem héldu utan, um það sem eftirminnilegast var af ráð- stefnunni, gagn hennar og gaman. Skandinavíumálunum. Það hefði gjarnan mátt vera íslenskur túlk- ur á staðnum,“ sagði Sigurlaug. Hún sagði Jóhönnu Sigurðardótt- ur hafa staðið sig með stakri prýði hvað þetta varðar, en hún hafði tilkynnt að hún myndi tala íslensku og gerði það. Sigurlaug nefndi meðal eftir- minnilegra atriða sýningu þroskaheftra frá Bjarkarási, „ég myndi taka það atriði út úr, það var mjög gott,“ sagði hún. Atrið- ið kvað hún hafa verið mjög áhrifamikið og vakti það mikla athygli viðstaddra. Þá sagði hún að atriði BSRB-kvenna hafi verið skemmtilegt og fjörugt, en þær voru með sýnin^u á vinnu og starfi kvenna á Islandi. „Það er óhætt að segja að atriði BSRB- kvennanna vakti athygli, enda vel framsett og skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug. Erindi sem haldin voru sagði hún hafa verið gagnmerk og nefndi sérstaklega erindi Anní Larsson frá Sveinbjarnargerði í Eyjafirði, en hún talaði um stöðu íslenskra bændakvenna. „Þessi ráðstefna sýndi svo ekki verður um villst að það er mikil sam- staða á meðal kvenna og þær geta hæglega skipulagt stórar ráð- stefnur sem þessa. Þarna var saman kominn mikill fjöldi kvenna og það var ánægjulegt að sjá hversu samstaðan var mikil,“ sagði Sigurlaug að lokum. mþþ Ferðin var alveg stór- kostleg - spjallað við Katrínu Ingvarsdóttur Katrín Ingvarsdóttir fór á ráð- stefnuna ásamt systur sinni, Á þennan vegg skrifuðu konur sem þátt tóku í Nordisk Foruin ráðstefnunni nöfn sín. Veggurinn var við innganginn í Akerhus, þar sem opnunarhátiðin fór fram. Á myndinni eru íslenskar konur að skrásetja sig. Að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu sýndu framsóknarkonur ýmiss konar handunnar vörur og kynntu íslensk mat- væli. Framlag þeirra vakti mikla athygli, enda peysurnar sem konurnar klæðast á myndinni harla óvenjulegar. sagði Katrín þegar við spjölluð- um við hana eftir að heim var komið. Katrín sagðist ekki áður sjónvarpinu," sagði Katrín og nefndi sem dæmi að lesbíur sem mættar voru á svæðið á bleikri rútu hefðu fengið áberandi mikla umfjöllun, en aftur reglulega góð og skemmtileg sýning BSRB- kvenna um störf íslenskra kvenna hefði litla umfjöllun fengið. Katrín sagði að þær systur hefðu verið duglegar að ferðast, „við vorum á ferð og flugi allan tímann.“ Þegar þess var minnst að 43 ár voru liðin frá því Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengju á Hiroshima var haldin athöfn í Dómkirkjunni í Ósló, þar sem kona predikaði. „Þetta var eftirminnileg athöfn. Bekk- irnir voru þéttsetnir konum, ung- um og öldnum og sumar mættu með kornabörn." Varðandi jafnréttismálin sagði Katrín að sér virtist sem staða kvenna á Norðurlöndunum væri svipuð, en þó hefði verið sláandi að heyra hversu fá dagvistarrými eru til staðar á íslandi. „Við erum miklir eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað það mál varðar,“ sagði hún. mþþ hafa farið á ráðstefnu sem þessa, „en ef ég ætti kost á að fara aftur í slíka ferð myndi ég hiklaust fara. Þó að ferðin hafi að mörgu leyti verið erfið, þá stendur hitt upp úr.“ Katrín sagðist ekki tala norsku sjálf og því hefðu margir fyrir- lestramir ekki nýst sér sem skyldi, en hún hefði haldið þræðinum og einkum þegar íslenskar konur töluðu skandinavisku. Meðal athyglisverðra erinda, nefndi Katrín fyrirlestur Sigrúnar Stefánsdóttur um konur og fjöl- miðla. „Þetta var mjög athygl- isvert erindi og Sigrún stóð sig frábærlega vel,“ sagði hún. í umræðum eftir fyrirlesturinn var m.a. rætt um fréttamat og sagði Katrín að fram hefði komið að allt annað fréttamat virtist gilda í norska sjónvarpinu, en því íslenska. Málefnalegar fréttir frá ráðstefnunni hefðu verið sendar til íslands á hverjum degi, en aftur í norska sjónvarpinu hefði verið tekið á málum með öðrum hætti. „Allt það sem fréttamönn- um fannst á einhvern hátt hlægi- legt var dregið fram og sýnt í Borghildi. Hún sagði að þær hefðu reynt að nýta tímann vel og farið víða. Dagskráratriði hefðu hins vegar verið svo mörg að ekki hefði verið viðkomið að sækja allt sem boðið var upp á. „Ferðin var alveg stórkostleg," Katrín Ingvarsdóttir. Fjölnýtikatlar til kyndingar með rafmagni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýt- ing og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timb- ur og olíu með inn- byggðu álagsstýri- kerfi,sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. LJOSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMl 23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.