Dagur - 13.08.1988, Side 6
6 - DAGUR - 13. ágúst 1988
af erlendum vetfvangi
Hvemig framleiða
blómin guðaveigar?
Hvemig framleiða blómin þær
sætu Veigar, sem býflugurnar
sækjast svo mjög eftir - og síðan
við mennirnir? Hafa blómin eitt-
hvert gagn af þessum sætu veig-
um?
- Blómin framleiða vökva,
sem kallaður hefur verið nektar,
í sérstökum kirtlum, sem nefndir
eru hunangskirtlar eða nektar-
brunnar. Orðið nektar er grískt
og merking þess er nánast guða-
drykkur.
Nektar er sykurvatn en ekki
það sama og hunang. Hunangið
verður fyrst til, þegar býflugurn-
ar hafa unnið úr sykurvatninu.
Samsetning þessa sykurvatns er
mismunandi eftir blómategund-
um. Sumar tegundir framleiða
nær eingöngu reyrsykur, sams
konar sykur og þann, sem við
þekkjum best og notum oftast,
en aðrar tegundir framleiða
einnig ávaxtasykur og þrúgusyk-
ur. í sykurvatninu er einnig að
finna smávegis af próteinum,
vítamínum og bragðefnum.
Hunangskirtlarnir geta verið á
ýmsum stöðum í blóminu. Hjá
ribs- og sólberjum er það blóm-
botninn, sem gefur frá sér
nektar, þannig að hann verður
glansandi af sykurvatni.
Hjá sumum blómum eru það
bikarblöðin, sem framleiða syk-
urvatnið. Svo er t.d. um Hawaii-
blómið og stokkrósir. Á mörgum
blómum mynda krónublöðin
sérstaka poka, sem sykurvatnið
safnast í. Dæmi um þetta eru
fjólur.
Það er flestum blómum sam-
eiginlegt, að hunangskirtlarnir
eru faldir fyrir skordýrunum. Það
tengist því, að skordýrunum ber
að láta eitthvað gott af sér leiða
sem endurgjald fyrir sykurvatnið,
sem þau sjúga til sín og er þeim
bragðgóð næring. Með því að
neyða skordýrin til að fara
ákveðna leið að hunangskirtlun-
um tryggja þau sér frjóvgun.
Magn sykurvatnsins er mis-
munandi frá einni tegund til ann-
arrar. Hjá þeim blómum, þar
sem skordýr sjá um frjóvgunina,
er ekki þörf fyrir mikið magn, því
að skordýrin eru lítil. Auk þess
kemur það sér vel fyrir jurtirnar,
að skordýrin þurfi að heimsækja
þær margar til að seðja hungur
sitt. Þeim mun öruggari verður
frjóvgunin.
En svo eru aðrar tegundir, þar
sem fuglar sjá um frjóvgunina, og
Býflugurnar verða að fara niður í blómbotn stokkrósanna til að komast að
hinum eftirsóttu guðavcigum, sem sérstakar kirtilfrumur í bikarblöðunum
mynda. A leið sinni komast þær ekki hjá því að valda frjóvgun hjá blómun-
um.
þær tegundir framleiða mikið
magn af sykurvatni. Aftur á móti
er blandan þynnri. Hjá þeim
plöntum er sykurmagnið gjarnan'
20-25 prósent, en hjá sumum teg-
undum, sem býflugur frjóvga,
getur sykurmagnið náð allt að 80
prósentum.
En vegna þess hve sykurvatnið
er þunnt, þurfa fuglarnir líka að
heimsækja margar plöntur til að
fá nægju sína. Mörg stofublóm
eru frjóvguð fyrir atbeina fugla,
þar sem þau vaxa villt úti í nátt-
úrunni, og þess vegna getur það
gerst, að sykurvatn hreinlega leki
af þeim inni í stofunum af því að
þar eru engir fuglar til að gæða
sér á guðaveigunum. Gott dæmi
um þetta er prestafíflar, sem ætt-
aðir eru úr frumskógum Brasilíu.
Prestafíflar hafa falleg blóm,
en þeir geta líka haft upp á meira
að bjóða en litskrúðið - ómælt
magn guðaveiga.
(III. Videnskab 5/88. - Pýö. P.J.)
Hvað verður
um ónýta
gervihnetti?
Gömul og útslitin gervitungl, eins og þessi evrópski veðurathuganahnöttur,
valda sífellt meiri hættum fyrir umferðina úti í himingeimnum.
Árið 1957 var Sputnik skotið á
loft, og þeir eru orðnir margir
gervihnettirnir, sem síðan hafa
verið sendir út í himingeiminn.
Stundum sundrast þessir svoköll-
uðu hnettir úti í geimnum, aðrir
verða ónothæfir til að gegna upp-
runalegu hlutverki, af ýmsum
ástæðum. En hvað verður um
alla þessa ónýtu eða ónothæfu
hnetti?
- Það er talið, að meira en
1700 gervihnettir séu á braut
umhverfis jörðu, en innan við
350 séu nýttir til einhverra hluta.
Þeir eru því orðnir margir, sem
hringsóla þarna úti í geimnum
engum til gagns, og þeim fjölgar
ört. Jafnframt verður það sífellt
meira vandamál, hvað eigi að
gera við þá.
Venjulegast er, að engar ráð-
stafanir séu gerðar til að losna við
þá eða eyða þeim. Ónýtur gervi-
hnöttur heldur bara áfram á sinni
braut. Oftast munu þeir halda
áfram ferð sinni umhverfis jörðu
árum saman áður en þeir berast
inn í gufuhvolfið og brenna þar
upp. Það er rúmgott úti í himin-
geimnum, svo að fljótt á litið
kann svo að virðast, sem ekki
muni mikil vandamál leiða af því,
þó að nokkur þúsund ónýtra
gervihnatta séu þar á sveimi.
En auk ónýtra gervihnatta er
þarna að finna tugi þúsunda
lítilla brota úr rakettum, sem
sprungið hafa úti í geimnum. Ef
þessi smábrot rekast á gervi-
hnött, verður til urmull nýrra
brota. Og eftir því sem fleiri
gervihnettir eru á sveimi verður
hættan á árekstrum meiri, og
þetta getur endað með því að alls
konar smábrotum fjölgi geigvæn-
lega og án þess að nokkra stjórn
sé hægt að hafa á því.
Ef menn gæta ekki að sér, gæti
svo farið, að á næstu 50 árum
myndaðist þétt belti af rusli
umhverfis jörðina og yrði stór-
hættulegt geimferjum og öðrum
stórum gervihnöttum.
Menn eru smám saman farnir
að viðurkenna þessa hættu, en
enn sem komið er hafa engar
alþjóðareglur verið settar um
það, hvernig fara skuli með ónýta
gervihnetti. Rússar eru þó eitt-
hvað farnir að hyggja að þessu
vandamáli. Til að beina ákveðn-
um gervihnöttum inn í gufuhvolf-
ið nota þeir sérstakar eldflaugar,
sem draga úr hraða hnattanna,
þegar þeir hafa lokið sínu ætlun-
arverki. Þegar inn í gufuhvolfið
kemur, brenna þeir upp. Oftast
verður það yfir Kyrrahafi. En
hins vegar hafa Rússarnir líka átt
það til að láta njósnahnetti
springa úti í geimnum, ef þeir
hafa villst af réttri braut. Við
slíkar sprengingar verða til þús-
undir smábrota, þannig að með
slíku háttalagi óhreinka Rússarn-
ir geiminn meira en nemur því
sem þeir hreinsa til.
Aflóga kjarnakljúfar eru sér-
stakt vandamál, en kjarnakljúfar
hafa verið til staðar í sérstökum
gervihnöttum á vegum rússneska
hersins. Þeir eru of geislavirkir til
þess að það sé einfaldlega hægt að
láta þá brenna upp í gufuhvolf-
inu, því hefur sú leið verið val-
in að senda þá á braut í 1000 km
fjarlægð frá jörðu. Þar geta þeir
haldið áfram í mörg hundruð ár,
og það vandamál, að koma þeim
fyrir kattarnef, bíður síðari tíma.
Það gilda sérstakar reglur fyrir
þá miklu umferðarbraut, sem
liggur samhliða miðbaug í 36.000
km hæð. Þarna hringsóla nærri
200 gervihnettir og óþekkt magn
af alls konar rusli.
Það er reglan með gervihnetti á
þessari miðbaugsbraut, að nota
síðustu leifarnar af eldsneytinu,
sem stjórnar þeim, til að koma
þeim á aðra braut í 3-400 km
meiri hæð. Væri það ekki gert,
gæti endirinn orðið sá, að ekki
yrði finnanlegt öruggt pláss fyrir
nýja sjónvarps-gervihnetti.
(111. Videnskab 5/88. Pýð. Þ. J.)
Magasárið
tekursigupp
Sé magasársbakteríunni ekki
útrýmt úr maga manns, sem feng-
ið hefur magasár, þá má reikna
með að sárið segi fljótlega til sín
á nýjan leik. í framtíðinni verður
því að bæta bakteríudrepandi
efnum í þau magasársmeðul, sem
notuð hafa verið, eða fá ný lyf.
Magasársbakteríuna er að
finna í maga 85 prósenta þeirra
sjúklinga, sem þjást af magasári
eða viðvarandi magabólgum, en
hún finnst nær aldrei hjá heil-
brigðum. Rannsóknir hafa nú
leitt í ljós, að magasár tekur sig
upp aftur að meðferð lokinni, ef
maðurinn hýsir bakteríuna
áfram. Aftur á móti þurfa menn
ekki að óttast nýtt magasár, ef
þeir hafa losnað við bakteríuna.
Hópur írskra lækna tók sér fyr-
ir hendur að rannsaka sjúklinga
einu ári eftir að þeir höfðu verið
læknaðir af magasári. Með því að
beita sérstökum magasárskíki
fundu læknarnir nýtt magasár hjá
60 prósent þessara fyrrverandi
sjúklinga, og það leyndi sér ekki,
að einmitt þessir sjúklingar hýstu
magasársbakteríuna campylo-
bacter pylori.
Með þessu hefur fengist enn
ein sönnun fyrir þeirri merku
uppgötvun læknavísindanna, að
magasár orsakast af bakteríum
en ekki af t.d. of miklum maga-
sýrum eða streitu, eins og áður
hafði verið talið.
Þetta skýrir líka hve oft er um
bakslag að ræða. Nokkrum mán-
uðum eftir vel heppnaða meðferð
er magasárið komið aftur og
meðferðina verður að endurtaka.
Magasársbakterían heldur sig á
milli frumanna í slímhúðinni.
Þar myndar hún efnakljúfa, sem
vinna á slímlaginu, sem að öllu
eðlilegu verndar innra borð skeifu-
garnarinnar fyrir sterkum maga-
sýrum.
Enda þótt magasárið sjálft
læknist með hefðbundum sýru-
bindandi lyfjum, þá lifir bakterí-
an oft áfram. Þá er aðeins spurn-
ing um það, hversu langan tíma
það tekur hana að fjölga sér og
safna liði til að mynda nýtt sár.
Þess vegna hlýtur að koma að
því, að lyf gegn magasári verði
efni, sem ráðast beint að bakt-
eríunni campylobacter pylori.
(III. Videnskab 5/88. - Þýð. Þ. J.)