Dagur


Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 7

Dagur - 13.08.1988, Qupperneq 7
Í 3. águst 1988 - DAGUR - 7 I Hér má sjá flugmódelin ásamt flugdelluköppunum. Talið frá vinstri: Þorsteinn Eiríksson, Björn Sigmundsson, Guð- mundur Jónsson, Kjartan Guðmundsson, Jón Erlendsson, Kristján Víkingsson, Skjöldur Sigurðsson, Einar Páll Einarsson og Erlendur Einarsson. Myndir: tlv Módelflug á Melgerðismelum f>að var sólskin og blíðskaparveður á Melgerðismelum laugardaginn 6. ágúst þegar módel- flugáhugamenn frá Akureyri og víðar hittust á svokölluðum „Fly-in“ degi. Þarna komu menn saman til að spjalla, skoða, fljúga flugmódelum og afhjúpa gjarnan afsprengi vetrarins. Vélar af öllum stærðum og gerðum svifu um háloftin, léku listir, lentu, brotlentu og átti margur hrafn- inn vængjum sínum fjör að launa þegar púki hljóp í stjórnandann. Mörg eiga þessi módel sína upprunalegu fyrirmynd í fluginu og er þá reynt að líkja sem nákvæmast eftir. Sem dæmi þá er Piper-Cubinn hans Kristjáns Víkingssonar !A af stærð raunverulegrar vélar og á hann fyrirmyndina í fullri stærð heima í bílskúr og svo náttúrlega klæðnað í stíl við allt saman. TLV

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.