Dagur - 13.08.1988, Síða 12
12 - DAGUR - 13. ágúst 1988
pf" ... I!>t ' .... P \ V'J#1 Mí; }'* ['
Ijósvakorýni
Samigmutur
í sömu skál
Er þetta bara ekki
sami grautur í sömu
skál? Þessi spurning
var algeng fyrir
nokkrum misserum
þegar útvarpsstöðv-
ar hér á landi spruttu
upp eins og túnfiflar.
Og nú sýnist mér að
þeir sem svarað hafa
áðurnefndri spurn-
ingu játandi hafi haft rétt fyrir sér.
Fyrsta einkastöðin sem sett var á fót hér
á landi var Bylgjan. Öflug fréttastofa átti að
vera mótvægi við fréttastofu Ríkisútvarps-
ins, fréttastofa sem sótti á svipuð mið og
Ríkisútvarpið hvað varðar fréttir. Síðan
kom Stjarnan með sínar lágkúrufréttir og
allt gekk úr böndum. Nú er Bylgjan búin að
breyta fréttum sínum og rembist við að
líkja eftir Stjörnufréttunum. I viðtali sem ég
heyrði á dögunum gaf fréttastjóri Bylgj-
unnar mjög athyglisvert svar við þeirri
spurningu hvort útvarpsstöð hans sé að
herma eftir Stjörnunni. Svar Hallgríms var
eitthvað á þessa leið:
„Nei, við erum ekki að herma eftir
Stjörnunni en hins vegar sýnist mér að
Stjarnan sé að fara þá leið sem við fórum
á sínum tíma.“
Svo mörg voru þau orð og þarf nú varla
að efast um að grauturinn sé svipaður í
áðurnefndri skál. Það sem meira er, graut-
urinn er orðinn bragðvondur.
Á meðan þessu fer fram flykkjast frétta-
mennirnir af einkastöðvunum á fréttastof-
ur rikisfjölmiðlanna. Bylgjan virðist hafa
verið uppeldisstöð fyrir Sjónvarpið því
annað fólk hefur vart verið ráðið inn á
fréttadeildina í sumar. Eini maðurinn sem
siglir á móti straumnum er Ómar Ragnars-
son sem senn flýgur yfir landíð undir nafni
Stöðvar 2 og leitar uppi örfoka land og
náttúruspjöll.
Nú hlýtur að vera komið að því að ein-
hver hinna frjálsu stöðva fari á hausinn.
Farið hefur fé betra. í upphafi var þetta
nýtt og spennandi en núna virðist tilbreyt-
ingarleysi þeirra sem á þessum stöðvum
starfa vera orðið algert. Skýring gæti
hugsanlega verið sú að þorri starfsfólks
þessara stöðva er vart mælandi á
íslenska tungu eða ber gæfu til að vita
hvernig á að matreiða efni fyrir útvarp.
Jóhann Ólafur Halldórsson.
SJÓNVARPIÐ
LAOGARDAGUR
13. ágúst
17.00 íþróttir.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Litlu prúðuleikararnir.
(Muppet Babies).
19.25 Barnabrek.
Umsjón Ásdís Eva Hannesdóttir.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Ökuþór.
(Home James.)
Nýr, breskur gamanmyndaflokk-
ur um ungan lágstéttarmann
sem ræður sig sem bílstjóra hjá
auðmanni.
21.25 Andrew Lloyd Webber.
(The Andrew Lloyd Webber
Story.)
Heimildamynd um einn þekkt-
asta og vinsælasta söngleikja-
höfund okkar tíma, höfund „ Jes-
us Christ Superstar", „Evita“,
„Cats", „The Phantom of The
Opera" o.fl. Fylgst er með tón-
skáldinu að störfum og sýnd atr-
iði úr verkum hans.
22.55 Lánið er valt.
(Plenty.)
Bandarísk bíómynd frá 1985
gerð eftir skáldsögu David Hare.
Myndin fjallar um unga konu
sem var virk í frönsku andspymu-
hreyfingunni í seinni heimsstyrj-
öldinni og stormasamt líf hennar
upp frá því.
Aðalhlutverk: Meryl Streep,
Charles Dance, Sam Neill, Sting,
Tracy Ullman og Sir John Gielg-
ud.
00.55 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SUNNUDAGUR
14. ágúst
17.50 Sunnudagshugvekja.
Sr. Cecil Haraldsson á Akureyri
flytur.
18.00 Töfraglugginn.
Teiknimyndir fyrir börn þar sem
Bella, leikin af Eddu Björgvins-
dóttur, bregður á leik á milli
atriða.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Knáir karlar.
(The Devlin Connection.)
Aðalhlutverk Rock Hudson og
Jack Scalia.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá næstu viku.
Kynningarþáttur um útvarps- og
sjónvarpsefni.
20.45 Ugluspegill.
Umsjón Kolbrún Halldórsdóttir.
21.30 Snjórinn í bikarnum.
(La neve nel bicchiere.)
ítalskur myndaflokkur í fjórum
þáttum.
Fyrsti þáttur.
Lýst er lífi og starfi smábænda í
Pódalnum frá aldamótum og
fram í tíma styrjaldar og fas-
isma.
22.35 Haydn - Sellókonsert nr.2.
Stjórnandi og einleikari Mstislav
Rostropovich.
Hljómsveit: Academy of St.
Martin - in the Fields.
23.00 Úr ljóðabókinni.
Jesús Kristur og ég eftir Vilhjálm
frá Skáholti.
Flytjandi Erlingur Gíslason.
Birgir Sigurðsson flytur inn-
gangsorð.
Áður á dagskrá 6. mars 1988.
23.10 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
MÁNUDAGUR
15.ágúst
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Líf í nýju ljósi. (2)
(II était une fois ... la vie.)
Franskur teiknimyndaflokkur.
19.25 Barnabrek.
- Endursýndur þáttur frá 13.
ágúst.
Umsjón: Ásdís Eva Hannesdótt-
ir.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Vistaskipti.
(A Different World).
21.00 íþróttir.
mm
Umsjón: Ásdís Eva Hannesdótt-
ir.
21.20 Norræna kvennaþingið.
(Nordisk Forum - 1988.)
í þessum þætti verður brugðið
upp svipmyndum frá nýafstað-
inni kvennaráðstefnu í Ósló.
Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir.
21.55 í minningu Mirjam.
(Till Mirjam.)
Ný, finnsk sjónvarpsmynd um
unga aðstoðarstúlku úr sirkus
sem giftist pilti af bóndabæ.
Sveitalífið kemur henni annar-
lega fyrir sjónir og ekki virðast
allir á bænum hafa hreint mjöl í
pokanum.
23.05 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJÓNVARP
AKUREYRI
LAUGARDAGUR
13. ágúst.
9.00 Með Körtu.
Karta, ásamt dúkkunni sinni
Túttu, skemmtir og sýnir böm-
unum stuttar myndir.
10.30 Penelópa puntudrós.
(The Perils of Penelope Pitstop.)
10.55 Hinir umbreyttu.
(Transformers.)
11.25 Benji.
12.00 Viðskiptaheimurinn.
(Wall Street Journal.)
12.30 Hlé.
13.50 Laugardagsfár.
Tónlistarþáttur.
14.45 Barnalán.
(The Children Nobody Wanted.)
Nítján ára gamall piltur fær leyfi
til þess að ættleiða böm. Unn-
ustu hans verður nóg um þegar
hann er kominn með fimm á
framfæri.
16.20 Listamannaskálinn.
17.15 íþróttir á laugardegi.
19.19 19.19.
20.15 Ruglukollar.
(Marblehead Manor.)
20.45 Verðir laganna.
(Hill Street Blues.)
21.35 Bestur árangur.#
(Personal Best.)
Kvikmyndin Bestur árangur seg-
ir frá lífi tveggja íþróttastúlkna í
fjögur ár.
23.40 Dómarinn.
(Night Court.)
00.05 Merki Zorro.#
(Mark of Zorro.)
Leikurinn gerist um 1820 þegar
sonur fyrirmanns nokkurs kem-
ur heim frá Madrid og sér að rík-
ið er komið undir einræðisvald.
01.35 Kardínálinn.
(Monsignor.)
Alls ekki við hæfi barna.
03.30 Dagskrárlok.
#Táknar frumsýningu á Stöð 2.
SUNNUDAGUR
14. ágúst
9.00 Draumaveröld kattarins
Valda.
(Waldo Kitty.)
9.25 Alli og íkornarnir.
(Alvin and the Chipmunks.)
9.50 Funi.
(Wildfire.)
Teiknimynd um litlu stúlkuna
Söm og hestinn Funa.
10.15 Ógnvaldurinn Lúsí.
(Luzie.)
10.40 Drekar og dýflissur.
(Dungeons and Dragons.)
11.05 Albertfeiti.
(Fat Albert.)
11.30 Fimmtán ára.
(Fifteen.)
12.00 Klementína.
(Clementine.)
12.30 Útilíf í Alaska.
(Alaska Outdoors.)
Þáttaröð þar sem náttúrufegurð
Alaska er könnuð.
12.55 Sunnudagssteikin.
Blandaður tónlistarþáttur með
viðtölum við hljómlistarfólk og
ýmsum uppákomum.
13.55 Ópera mánaðarins.
(Wozzeck.)
Ópera í þrem þáttum eftir Alan
Berg flutt af Vínaróperunni.
15.35 Að vera eða vera ekki.
(To Be or Not to Be.)
Aðalhlutverk: Mel Brooks og
Anne Bancroft.
17.20 Fjölskyldusögur.
(After School Special.)
Lacy er ung stúlka sem hefur
verið ættleidd og hefur gaman af
popptónlist og tísku. Þegar fóst-
urforeldrar hennar senda hana
til sumardvala hjá ókunnri konu
á afskekktri eyju gerir hún upp-
reisn og reynir að strjúka.
18.15 Golf.
19.19 19.19.
20.15 Heimsmetabók Guinness.
(Spectacular World of Guinnes.)
20.45 Á nýjum slóðum.
(Aaron’s Way.)
21.35 Fanný.#
Aðalhlutverk: Leslie Caron,
Maurice Chevalier og Charles
Boyer.
23.45 Víetnam.
Framhaldsmyndaflokkur í 10
hlutum.
8. hluti.
Ekki við hæfi barna.
00.30 Eyðimerkurhernaður.
(Desert Fox.)
Sannsöguleg stríðsmynd sem
segir frá orrustu Þjóðverja og
Bandamanna sem háð var í
Norður-Afríku og þátttöku Rom-
mels í samsæri gegn Hitler.
02.00 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
15. ágúst
16.35 Ljúfa frelsi.
(Sweet Liberty.)
Kvikmyndaleikstjóri hyggst gera
mynd eftir metsölubók um frels-
isstríð Bandaríkjanna gegn Bret-
um en rithöfundurinn er ekki á
sama máli um hvernig frelsis
stríðið skuli túlkað.
18.20 Hetjur himingeimsins.
(He-man and She-Ra.)
18.45 Áfram hlátur.
(Carry on Laughing.)
19.19 19.19.
20.30 Dallas.
21.20 Dýralíf í Afríku.
(Animals of Afrika.)
í lonaeyðimörkinni í Suður-Ang-
óla vex planta sem getur orðið
allt að 2000 ára gömul. Á sömu
slóðum býr Mucuvales þjóð-
flokkurinn í nánu samlífi við uxa
sem sjá þeim fyrir fæði, klæði og
jafnvel efni til kofagerðar.
21.45 Sumar í Lesmóna.
(Summer in Lesmona.)
ÞýSk framhaldsmynd í sex
hlutum.
2. hluti.
Magra fær brennandi áhuga á
listum þegar hún kynnist ung-
um nema í listasögu, Rudi Rudi-
berg.
22.35 Heimssýn.
Þáttur með fréttatengdu efni frá
alþjóðlegu sjónvarpsfréttastöð-
inni CNN.
23.15 Fjalakötturinn.
Kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2.
Þrúgur reiðinnar.
(Grapes of Wrath.)
Stórbrotin kvikmynd sem byggð
er á samnefndri skáldsögu eftir
John Steinbeck.
Aðalhlutverk: Henry Fonda,
Jane Darwell og John Carradine.
01.10 Dagskrárlok.
RÁS 1
LAUGARDAGUR
13. ágúst
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir hlustend-
ur."
Pétur Pétursson sér um þáttinn.
Fréttir á ensku kl. 7.30.
Fréttir sagðar kl. 8.00 og veður-
fregnir kl. 8.15.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
9.20 Sígildir morguntónar.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Ég fer í fríið.
Umsjón: Guðrún Frímannsdótt-
ir. (Frá Akureyri.)
11.00 Tilkynningar.
11.05 Vikulok.
Fréttayfirlit vikunnar, hlustenda-
þjónusta, viðtal dagsins og
kynning á dagskrá Útvarpsins
um helgina.
12.00 Tilkynningar • Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
13.10 í sumarlandinu
með Hafsteini Hafliðasyni.
14.00 Tilkynningar.
14.05 Sinna.
Þáttur um listir og menningar-
mál.
Umsjón: Magnús Einarsson og
Þorgeir Ólafsson.
16.00 Fróttir • Tilkynningar •
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Leikrit: „Alla leið til
Ástralíu" eftir Úlf Hjörvar.
Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars-
son.
Leikendur: Valur Gíslason og
Þorsteinn Ö. Stephensen.
17.00 Tónleikar í Kristskirkju 13.
júlí sl.
18.00 Sagan: „Vængbrotinn“ eft-
ir Paul-Leer Salvesen.
Karl Helgason les þýðingu sína
(5).
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Óskin.
Þáttur í umsjá Jónasar Jónas-
sonar.
20.00 Litli barnatíminn.
(Endurtekinn frá morgni.)
20.15 Harmonikuþáttur.
Umsjón: Högni Jónsson.
20.45 Af drekaslóðum.
Úr Austfirðingafjórðungi.
Umsjón: Amdís Þorvaldsdóttir.
(Frá Egilsstöðum)
21.30 íslenskir einsöngvarar.
Þuríður Baldursdóttir syngur.
22.00 Fréttir • Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Stund með P.G. Wodehouse.
Hjálmar Hjálmarsson les söguna
„Berti skiptir um skoðun" sem
er síðasta saga í safninu „Áfram
Jeeves" eftir P. G. Wodehouse.
23.05 Danslög.
24.00 Fréttir.
24.10 Um lágnættið.
Sigurður Einarsson kynnir sí-
gilda tónlist.
01.00 Veðurfregnir.
SUNNUDAGUR
14. ágúst
7.45 Morgunandakt.
Séra Öm Friðriksson prófastur á
Skútustöðum flytur ritningarorð
og bæn.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir ■ Dagskrá.
8.30 Sunnudagsstund barnanna.
Þáttur fyrir börn í tali og tónum.
Umsjón: Rakel Bragadóttir. (Frá
Akureyri).
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður.
Umsjón: Friðrik Páll Jónsson.
11.00 Messa í Háteigskirkju.
Prestur: Séra Tómas Sveinsson.
12.10 Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynning-
ar • Tónlist.
13.20 Svik og svartklæddur
maður.
Um ljóðagerð Leonards Cohen.
Umsjón: Anna Ólafsdóttir
Björnsson.
14.00 Með Magnúsi Ásgeirssyni á
vit sænskra vísnasmiða.
14.30 Með sunnudagskaffinu.
Sígild tónlist af léttara taginu.
15.10 Sumarspjall
Védísar Skarphéðinsdóttur.
16.00 Fréttir • Tilkynningar •
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Frá tónleikum Kokkola-
kvartettsins 17. apríl í vor.
18.00 Sagan: „Vængbrotinn" eft-
ir Paul-Leer Salvesen.
Karl Helgason les þýðingu sína
(6).
Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Víðsjá.
Haraldur Ólafsson rabbar við
hlustendur.
20.00 Sunnudagsstund barnanna.
(Endurtekinn þáttur frá morgni.)
20.30 Tónskáldatími.
21.10 Sígild dægurlög.
21.30 „Knut Hamsun að leiðarlok-
um" eftir Thorkild Hansen.
Kafli úr bókinni „Réttarhöldin
gegn Hamsun".
22.00 Fréttir • Dagskrá morgun-
dagsins ■ Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Norrænir tónar.
23.00 Frjálsar hendur.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
24.00 Fréttir.